Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Side 6
matur AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er að spá fyrirfram í matreiðsluna, sem er upp og ofan." Opiö í hádeginu virka daga 11.30-14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barínn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis- götu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaður austrænnar matargerðar hér á landi." Opiö kt. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Barönsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. ASÍA ★ Laugavegl 10, s. 562 6210. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. CARUSO **★ Þlngholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á íslenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." Opiö 11.30-14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 og sunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX ★★★★ Lauga- vegl 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árang- urs, tveir eigend- ur, annar í eld- húsi og hinn í sal.“ Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundi 1. 5115 090. Opiö 18-22. GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli- klassahótels með viröulegri og alúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunnl, s. 568 9888. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands- ins.“ Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. HUMARHÚSIÐ ★★★ Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. „Löngum og hugmyndarikum matseðli fylgir matreiðsla i hæsta gæðaflokki hér á landi" Opiö frá 12-14.30 og 18-23. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 taugardaga og 17-22 é sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegi 126, s. 562 2258 L A U G A - Á S ★★★★★ Laug- arásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró aö íslensk- um hætti sem dreg- ur til sín hverfis- búa, sem nenna ekki að elda i kvöld, barnafjöl- skyldur utan úr bæ og feröamenn utan af landi og frá út- löndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. Arnaldur Máni stundar mannfræðirannsóknir sínar af elju, bæði í Reykjavík og New York. Nú tekur III. h I u t i hann fyrir kaffihúsaþjóna. Bera þeir þjóðleg ein- kenni? Eru þeir allir eins, sama hvar þeir þjóna? Osma Sheik Ekki minn tebolli Af hverju kaffihúsa- þjónn? Ég byrjaöi til að hafa eitt- hvað að gera á meðan ég fyndi eitthvað betra, síðan líkaði mér það bara betur og betur og ég fann ekkert annað. Kanntu ekkert annað? Það gleymist hægt og hægt. Mundirðu viija gera eitt- hvað annað? Einu sinni vildi ég allt ann- að en nú er ég sátt. Kemur guð þér og starfi þínu eitthvað við? Hann er alltaf hjá mér. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Ég afgreiði alla jafnt, en hvort allir líta á mig eins og sig, mér er sama, því að það er líf eftir þetta, með guði. Áttu þér fyrirmyndir? Martin Luther King og hans frú. Drekkurðu eða dóparðu of mikið? Ó, nei. Það er sko ekki minn tebolli, vinur. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Með manninum mínum væri gaman að eignast fleiri börn því að ég elska bömin mín eins og manninn minn. Áttu þér mottó? „It’s in His hands.“ Ein góð saga úr bransan- um: Desmond kemur enn á hverjum morgni og fær sér morgunkaffið hjá mér, spjallar og er vinalegur þó að fyrir þremur árum hafi hann unnið 3 milljónir dollara í lottóinu. Sumir breytast aldrei. Eric Ólafsson Redda stadnunn þvi konan hðetti Af hverju kaffihúsa- þjónn? Ég er að redda staðnum því að konan mín hætti héma. Kanntu ekkert annað? Jú, jú, ég er rafvirki og hef lært hagnýta grafík og ver- ið verkamaður. Mundirðu vilja gera eitthvað annað? Nei, ekki í bili. Kemur guð þér og starfi þínu eitthvað við? Hann kemur mér náttúr- lega við en ekki starfinu. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Hún kemur mér ekkert við en hún er hjartans mál kúnnanna hér á Prikinu. Áttu þér fyrirmyndir? Nei. Drekkurðu eða dóparðu of mikið? Ekki lengur. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Skreppa til New York. Áttu þér mottó? Einn dag í einu. Ein góð saga úr brans- anum: Ég er bara búinn að vera að vinna hérna í viku. veitingahús Gerilsneyddur glæsibragur Engir dagsréttir eru á stuttum matseðli Perlunnar, ekki einu sinni fiskur dagsins, enda mundu frávik sennilega trufla einbeitingu í eldhúsi. Dýrasti og glæsilegasti veitinga- salur landsins býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu. Engir dagsréttir em á stuttum matseðli Perlunnar, ekki einu sinni fiskur dagsins, enda mundu frávik sennilega trufla einbeitingu í eld- húsi. í flókinni matreiðslu er lögð meiri áherzla á glæsibrag en bragðgæði. Sumir forréttir og eft- irréttir eru listaverk að útliti, en að öðra leyti ekki minnisstæðir. Karíbahafssalat var fagurt blað- salat, allt of mikið sítrónuvætt, með góðri mangó- og lárperu- blöndu í sérstakri skál. Meyrar og bragðgóðar andabringu-ræmur vora bezti forrétturinn, klæddar sesamfræjum, bornar fram í spínati, sem virtist sykrað. Gul- rótakæfa með karsa, graslauk og sýrðum rjóma var mild og hlut- laus. Góður var grillaður barri, en skorti eðlisbragð, borinn fram á pönnuköku, með fyrirtaks humri og ágætum villispergli. Risa- hörpuskel var eins góð og annars staðar, með bragðsterku græn- metismauki. Vel heppnaður var ofnbakaður eldislax undir spergil- þaki, borinn fram með mildri engifersósu. Lambahryggvöðvi var ekki eins léttsteiktur og sagt var á matseðli, of mikið kryddaður og ekki nógu meyr, með steiktiun grænmetisteningum, sveppum og sinnepsblandaðri rósmar- ínsósu. Andakjöt var gott, enda einfalt, með grænpiparsósu, andalifur og mauki mangós og epla. Vel heitt créme brúlée var óvenjulega gott, með þunnri skorpu og ekki of harðri. Heitt súkkulaðifrauð var bragðsterkt, fallegt og gott, með chartreuse- líkjör og vanillukremi. Mangó- krapís var sterkur og góður. Of eindregið sítrónubragð var að sítrónutertu. Kaffi var fyrsta flokks, bæði pressukaffi og espresso. Öguð og fumlaus þjónusta veit nákvæmlega hver pantaði hvað, bezta þjónusta í landinu, laus við óþarfa afskiptasemi eða ótíma- bærar spurningar, sem tröllríða íslenzkum veitingahúsum. Volgir dúkar komu eftir aðalrétt. Þjóðleg og rómantísk tónlist var of hávær á köflum. Vínlisti er fjölbreyttur og svo vandaður, að húsvínið er fyrsta flokks. - Perlan er heljarmikið og yfir- þyrmandi geimskip, glæsilegt leiksvið, þar sem góðærismenn og erlendir gestir þeirra borða þrí- réttað með kaffi fyrir 4.700 krónur á mann, áður en kemur að víni. Út um raufar milli gildvaxinna gluggapósta má sjá borgarljós, sem minna fremur á stjörnuþokur en sorg og gleði borgarlífsins. Þetta er ekki útsýnisstaður, held- ur magnaður innsýnisstaður, griðastaður þeirra, sem næga hafa seðlana. Jónas Kristjánsson 6 f Ó k U S 12. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.