Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 7
matur Sigríður Júlíusdóttir spáir í bolla og hendur en þó aðallega í spil. Kaffi Setrið er örugg- lega með íslenskari veitingastöðum á íslandi. Þar er ekki bara hægt að fá rammíslenskan mat, alþýðlegt viðmót, kaffi í krús og brennivín heldur skartar staður- inn líka einu stykki af spákonu. Þetta vita þeir sem gengið hafa niður Laugaveg og rekið augun í hand- málað skilti sem á stendur: Spákona! Hlýtt viðmót og opnir armar er það sem bíður gesta Kaffi Seturs- ins. Þú gengur inn og María Guðnadóttir, annar eigandi stað- arins, býður þig velkominn. Skil- ur ekki alveg hvað ég er að gera með ljósmyndara og allt sem því fylgir. Er síðan himinlifandi þeg- ar ég kynni mig og segi henni að ég vilji vita ailt um spákonuna sem auglýst er í glugganum. „Við erum með hana héma á daginn. Hún heitir Sigríður Júll- usdóttir og er utan af landi,“ seg- ir María og ég fæ líka að vita að hún og maðurinn hennar, Ingólf- ur Karl Sigurðsson (kallaður Kalli), hafa rekið staðinn í rúm tvö ár. Það er bullandi gangur og þetta er fólk sem kannast við blessað góðærið. Hver á hugmyndina aö því að vera meö spákonu? „Ég fékk þessa hugmynd. Við byrjuðum á þessu í fyrra og svo fór hún í leyfi í sumar. En þessu var svo vel tekið af kúnnunum að þeir voru alltaf að spyija um hana þannig að við fengum hana til að koma aftur. íslendingar era líka mjög forvitnir að eðlisfari. Þetta þykir spennandi og það er alltaf fullt að gera hjá henni." Spákonan okkar er að vísu ekki mætt enn þá. Hún kemur ein- hvers staðar að handan. Býr ekki í Reykjavík og það er þessi dular- fulli blær yfir öllu sem henni tengist. Matarlyktin á staðnum verður meira að segja mystísk þegar maður veit að eitt stykki spákona er væntanleg, sem eftir- réttur. En hvaö er í aöalrétí? „Við erum alltaf með íslenskan heimilismat í hádeginu og svo erum við með þessa skyndibita, hamborgara og samlokur, það er alltaf mjög vinsælt. Réttur dags- ins í dag er til dæmis smokkfísk- ur en þetta er annars mjög breið lína sem við erum með. Ég held að það séu ekki margir staðir í bænum sem eru með íslenskan heimilismat og hvað þá heldur spákonu." Galdrar „Það eru sumir sem sitja alveg eftir sig héma þegar hún er búin að spá fyrir þeim,“ segir Maria, aðspurð hvort spákonan hafi ein- hverja hæfileika. „Mér finnst hún mjög mögnuð." Hvaö kostar spáin? „Fimm hundruð krónur kortér- ið og svo er hægt að fá sér lengri tíma.“ Við köllum það bara ábót fyrir lítinn pening. „Hún spáir bæði í spil og bolla og lófana en aðallega þó á spil. Og það sem er magnað við þetta er að við höfum ekkert verið að auglýsa þetta heldur spyrst þetta alveg ótrúlega út.“ Og auðvitað flokkum við það undir galdra og í sömu andrá bendir María mér á hvar hún sit- ur, spákonan. í homi staðarins er borð þar sem hægt er að draga fyrir og loka að sér. Það er vand- lega merkt með dularfullum myndum og það dimmir á staðn- um. Það sem við sjáum ekki er þar sem við erum, það sem við erum og það sem spákonan sér er ofar okkar skilningi. Kannski bara frat eins og sumir segja mn Jesúm. Kannski óbiblíulegt eða algjörlega kristilegt. Það skiptir líklega engu málið. Við lifum ekki lengur í Palestínu eða Júdeu eða hvað sem þessi biblíska veröld kallast. Við erum á Laugavegi númer 103 og getum fullvissað okkur um að spámaðurinn og galdrakarlinn, sonur guðs, Jesús Kristur, vissi ekki hvar ísland var. Hann hafði ekkert kort frá Leifi heppna eins og Kristófer Kólumbus. Hann var bara, við erum bara, ég er bara og því sest ég inn í myrkrið og læt segja mér hluti sem ég einn vil vita. Satt eða ósatt. Mér er sama. Kafflð var gott og kortérið þess virði. -MT LÆKJARBREKKA ★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauöarárstíg 27-29, s. 893 4523 .Notaleg og næstum rómantísk veitinga- stota með góðri þjónustu og frambærilegum Ital- íumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6, s. 552 2333. .Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée." Opiö 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrisgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góðum pöstum en lítt skólað og of uppáþrengj- andi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um heigar. U PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 5618555. .Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því.“ Opiö 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar fré 18.00-23.30. RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★★ Austurstrætl 9, s. 511 9111. „Rex kom mér á óvart með góöri, fjölbreyttri og oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á ein- föld og falleg salót, misjafnt eldaðar póstur og hæfilega eldaða fiskrétti." Opiö 11.30-22.30. SHANGHÆ ★ Laugavegi 28b, s. 551 6513. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fin, vönduð og létt, en dálítið frosin." Opiö fré kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★★ Llnnetsstíg 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staöir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fýrstu þrep almenniiegs mataræðis." Opiö 12-22 sunnudag til fímmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. \ <V. •.wvjyý,-* VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23. . ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðariistar og fiskhús landsins númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. meiraá www.visir.is !|SÍ NINTEfHQO.64 • Einföld í notkun (Barnavæn) • Aflmikil - 64 bita • Rauntíma - þrívídd • Enginn biðtími. (Allt að 15 mín i ððrum leikjatölvum) • Allt að 4 spilarar • Besta leikjatölvan '98 í einu o\\iUJi &&■ * Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) * Margföld ending leíkja * Um 80 leikjatitlar i—i BRÆÐURNIR ípORMSSON Lágmúla 8 • Simi 533 2800 UMBOÐSMENN Reykjavík: Hagkaup, smáranum. Elko, BT-tölvur, Heimskringlan, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Ljósboglnn, Keflavik. Samkaup, Keflavík. Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland: Arvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, □ KRAFTMESTA OG HRAÐVI LEIKJATOLVAIHEIMI □ 12. febrúar 1999 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.