Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Qupperneq 14
from Rokkþyrstir íslendingar duttu í lukkupottinn í júní 1970 þegar ákveðið var að fá Led Zeppelin á fyrstu Listahátíðina sem hér var haldin. íslendingar höfðu þurft að bíða í þrjú ár eftir því að hingað kæmu erlendir popparar svo spenn- ingur vegna Led Zeppelin-heim- sóknarinnar var mikill. Sveinn Rúnar Hauksson var miðasölu- stjóri og var fengið það verkefni að ráða hingað rokkhljómsveit sem gæti bjargað fjárhag Listahátíðar: „Ég setti saman óskalista og Led Zeppelin voru í þriðja sæti á eftir Stones og John Lennon," segir hann. „Stones og Lennon voru bók- aðir svo Led Zeppelin komu.“ Hljómsveitin var með þeim vin- sælustu á þessum tíma, hafði gert tvær plötur og átt mörg fræg lög. Hingað komu þeir Robert Plant, Jimmy Page, John Paul Jones og John Bonham sunnudaginn 21. júní, spiluðu í Laugardalshöll á mánudagskvöldið og flugu út eldsnemma daginn eftir. Þetta stutta stopp (42 tímar) nægði þó til að sag- an segir að hér hafi þeir samið text- ann við „Immigrant Song“ („We come from the land of ice and snow / From the midnight sun where the hot springs blow...“), sem kom út síðar á árinu á plötunni „HI“. Zeppelin á Trúbrots- tónleikum Uppselt var á tónleikana og röðin slík að miðasölu Listahátíðar að ekki hafði annað eins sést. Var þetta lengsta biðröð sem sést hafði á landinu og biðu margir alla nóttina. Sveinn Rúnar: „Við þurftum að pressa á brunavamareftirlitið að fá að selja fleiri miða en þessa 3000 sem leyfi var fyrir. Á endanum minnir mig að við höfum selt 5000 miða.“ Led Zeppelin steig fæti á Kefla- víkurflugvöll rétt eftir hádegi og tók Signý Sen á móti þeim með blóm- vöndum fyrir hönd Listahátíðar. Á vellinum höfðu safnast saman aðdá- endur sem heimtuðu eiginhandará- ritanir. Eftir tollskoðun vora Zepp- elin-menn fluttir í bæinn á tveim svörtum benzum frá leigubílastöð en lögreglubíll fylgdi í kjölfarið og aðdáendurnir í bílum á eftir. Á leið- inni bættist í lestina svo það var orðin löng strolla þegar bandið mætti á Hótel Sögu. Eftir að Plant hafði svarað spurningum blaða- manna fengu popparamir að slappa smávegis af inni á herbergjum en síðan var keyrt upp í Laugardals- höll þar sem gerð var hljóðprufa. Aðdáendumir fengu að fylgjast með en Zeppelin fengu leiða á glápinu og létu reka alla út. Hékk því dágóður hópur fyrir utan Höllina og hlustaði í gegnum hurðimar. Nú mætti umboðsmaður Trú- brots, Erlingur Bjömsson, og bauð Zeppelin í partí í Glaumbæ, enda Trúbrot að halda þar kveðjutónleika fyrir Shady Owens og Karl Sig- hvatsson sem vora að hætta. Þang- að fóra þeir eftir sándtékkið og báðu um bjór. Slíkan munað var ekki að fá á íslandi á þessum tíma svo bandið drakk kampavín og fil- aði Trúbrot á milli þess sem þeir skrifuðu nöfnin sín fyrir aðdáendur og hossuðu stelpum á hnjánum. Þeg- ar Glaumbær lokaði vildu Zeppelin- menn fá að skemmta sér lengur. Rúnar Júlíusson: „Þá var smal- að í partí á Las Vegas, sem var næt- urklúbbur á Grensásvegi, en ég man ekki svo gjörla hvað var í gangi þar. Ég talaði ekki við einn eða neinn af Zeppelin - bara lítil hæ og bæ - því maður er ekki það mik- il grúppía i sér. Jimmy Page hafði mest gaman af því til afþreyingar að sjá tvær konur elskast f staðinn fyrir að vera að leita sér að konu sjálfur og það var á óskalistanum hjá honum þetta kvöld ef ég man rétt. Ég veit ekki hve langt það gekk. Jimmy Page var allur í þessu „occult" dæmi og keypti seinna höllina hans Alistairs Crowleys. Ég man að Bonham trommari lét góð orð falla um Trúbrot, sérstak- lega var hann hrifinn af Gunnari Jökli. Hann hefur heyrt í honum eitthvað þönder, sem eðlilegt er.“ Stelpurnar Page og Plant Led Zeppelin-menn spiluðu sam- fleytt i tvo tíma í Laugardalshöll og var fyrri helmingurinn sendur út beint á Gufunni. Þeir fengu nokkuð blendnar viðtökur, þóttu þungir af sumum og fólk skildi ekki alveg hvað það átti að þýða að spila hálf- tímalöng lög þar sem Jimmy Page sargaði gítarinn með fiðluboga og Plant hristi lubbann berfættur í gengdarlausri innlifun. Þeir sem vora komnir lengra i hippatónlist- inni skildu þó sjóið og göptu opin- mynntir, enda kannski búnir að reykja sig í form. Mesta hrifningu vakti þegar þeir Zeppelin renndu í sín frægustu lög á þessum tíma, eins og i uppklappinu þegar þeir tóku „Whole Lotta Love“. Eftir tón- leikana var kíkt í glas en ekki af sama krafti og kvöldið áður, enda þurftu þeir að fljúga morguninn eft- Enlendir popparar a Islandi 2. Bllllli & r-- ' ■ Vt >■ JT >■ r. Led Zeppelin meö gong og öllu tllheyrandl í Hölllnnl 20. júní 1970. Löggan snlglast á Slade tónleikum ‘74. ir kl. 8. Á leiðinni til London var Andrea Jónsdóttir samferða þeim í þotunni: „Ég man ekki alveg hvort ég var sein eins og vanalega og fékk því siðasta sætið í þotunni eða hvort vinkona mín, sem var flug- freyja, setti mig í þetta sæti, en alla vega sat ég á milli þeirra Plant og Page á leiðinni út. Þeir vora miklar stelpur og töluðu mikið saman svo eftir að ég skrapp á klósettið leyfði ég þeim að sitja hlið við hlið. Því sat ég við hliðina á Rohert Plant mest- an part leiðarinnar. Ég var bara 21 árs og feimin svo ég hlustaði bara á þá tala. Þeir vora agalega ánægðir með allan aðbúnað á íslandi og vora að tala um konur sem þeir höfðu sofið hjá. Annar hafði sofið hjá giftri konu en þeir töluðu ekki um þessi mál á karlrembulegan hátt sem kom mér á óvart. Þeir hljóm- uðu voðalega hrifnir og fannst þetta ægilega fínar konur. Ég veit ekkert hvaða konur þetta voru og þeir kannski ekki heldur. Þetta gætu allt eins hafa verið einhverjar þekktar konur úr þjóðfélaginu. Svo var þessi frægi umboðsmaður Led Zepp- elin, Peter Grant, um borð. Hann var algjör glæpon og skúrkur. Hann er frægur fyrir að vilja ungar stelp- ur og var farinn að bjóða stelpum í þotunni í partí þegar London tók að nálgast. Mér var boðið í eitthvert partí, sem hefur öragglega verið einhver orgía á sveitasetri, en ég fór ekki því þessi umboðsmaður var ekki mjög árennilegur: feitur og mikill og lífssjúkur. Það era til margar sögur af honum síðan þá svo ég verð alltaf ánægðari yfir því að hafa ekki farið í þetta partí.“ Brotnar rúðar, brotinn gítar Fimm áram eftir að The Kinks höfðu æst bítlaæskuna í Austurbæj- arbíóí komu þeir aftur og spiluðu i Höllinni. Þeir höfðu haldið vinsæld- um með laginu „Lola“, sem var ný- legt, en vora famir að spila þyngri tónlist, sem þó var ekki nógu þung til að höfða til hippanna sem mættu í Höllina. The Kinks voru því að spila eins konar millitónlist sem höfðaði illa til landans á þessum tima, HöUin var hálffull og spenna lítil. Kinks lentu líka aðeins nokkrum tímum fyrir tónleikana og þóttu ekki tilbúnir til spilamennsku svo fljótt eftir flugferðina, sérstak- lega þar sem þeir höfðu sturtað vel í sig. Dómar um leik sveitarinnar hér vora á einn veg: slæmir. „Eng- ar framfarir í 5 ár,“ sagði Mogginn og bæði hljómur og spilamennska þóttu afleit. íslenskir áhorfendur héldu að Kinks myndu spila í tvo tíma eins og Zeppelin nokkram mánuðum áður en Ray Davies og félagar spiluðu aðeins í klukkutíma og urðu því margir reiðir og rúður voru brotnar í mótmælaskyni á hliðarvegg Hallarinnar. Árið eftir kom Deep Purple og fyllti Höllina 18. júní. Bandið var vinsælt á þessum tíma, var hávær- ara en önnur bönd en hafði þó ekki enn gefið út „Smoke on the Water“ og komist í guðatölu. Á tónleikana mættu hátt í 5000 manns og þetta Kinks þöttu daprir í Höllinni - og of fullir. f Ó k U S 12. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.