Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Qupperneq 3
e f n i
meömæli
Aö sjálfsögðu rffæl-
um við með því að
karlmenn helðrl
konurnar á sjálfan
konudaginn og
þetta á sérstak-
lega við þá sem
fðru eftir tilmæl-
um Fókuss um
að hunsa Valent-
Já, sýnum
konum gamaldagsvirðingu. Opnið dyr,
lyftið þungum hlutum, haldið utan um
þær í frostinu en ekki fara að detta það
I hug að elda. Gefið henni heldur eitthvað
sem vantar í eldhúsið ásamt blómvendi
og kannski einhverja svona unaðsolíu.
Savlor er eina almennilega myndin í bíó
þessa dagana. Þetta er stríðsmynd sem
lætur Saving Privat Ryan líta út fyrir að
vera upphafningu á striði. Á þeirri mynd
fær maður það á tilfinninguna að strið sé
eitthvað sem mann langi til að kaupa
ferð I með Samvinnuferðum á meðan
Savior lætur fullvaxta karlmann fara að
hágráta.
Horfðu á Gettu betur í kvöld og reyndu
að svara spurningunum. Þú getur að
sjálfsögðu ekki
svarað nema
mjög takmörk-
uðum og auð-
veldum spurn-
ingum og það
þegar liðin eru
búin að svara þeim. Þá færðu það á til-
finninguna að þetta sé einhverft fólk
sem man allt og þá líður þér vel uppi í
sófa með popp, fjarstýringu og pínulítinn
loftgang í maganum. Þú ert ekki nörd, þú
ert manneskja.
Stelpur, safnlð hári.
Það stendur í öllum
útlendu tískublöðun-
um að það verði það
heitasta í vor. Rökn
eru að allar helstu
stjörnurnar eru með
sítt hár. Madonna,
Alanis Morisette,
Móa, öll súpermód-
elin og meira að segja Björk er með sítt
hár þó hún greiði sér skringilega.
Tónleikar Gus Gus, Grindverks og Sigur-
rósar annað kvöld eru vafalaust aðaltón-
leikar helgarinnar og I Flugskýli 4 er
skyldumæting. Á staðnum verða líka
tveir plötu-
snúðar frá
Fat Cat
merkinu I
London, þeir
Alex Knight
og Dave
C a w I e y .
Þessir feitu kettir ætla líka að snúa plöt-
unum á neðri hæðinni á Thomsen I
kvöld. Þar verður þvl hægt að taka for-
skot á sælu morgundagsins.
Heiða og félagarnir í Unun öskra: Hey, þú lífsglaða æska!
Unun heldur ball á Gauki á Stöng í kvöld og vinir okkar í Örkumli
poppa í hléi. Já, það er ball með hinum rammíslensku rokkurum.
Á balli er.bara
fi m vnti cpiir
Lentirðu í einhverju veseni á Isa-
firði um síðustu helgi?
„Nei. Viö vorum að vísu veður-
teppt í tvo daga,“ segir Heiða í Unun
og ekki er að heyra að hún sé eitt-
hvað sár út af því.
„ísafjörður er einn skemmtileg-
asti staðurinn til að vera veðurteppt-
ur á. Við skemmtum okkur mjög vel.
Fengum okkur rjúpu, fórum í nudd,
ljós og sund og gerðum bara allt sem
hægt er að gera á ísafirði. Þetta var
alveg frábært.“
Svo er það ball á Gauknum í
kvöld:
„Já. Og þar ætlar hin frábæra
hljómsveit Örkiunl að vera gesta-
hljómsveit. Við í Unun ætlum svo að
halda uppi stuðinu á undan henni og
eftir.“
Nú eruó þió ekki vön aó halda böll.
Er meira stuð á balli en tónleikum?
„Það er allt annar gír sem maður
fer í. Á tónleikum er blandað saman
rólegum gír og hröðum. En þegar
maður er á balli þá er það bara
fimmti gír og ekkert annað. Eins og á
ísafirði. Þá keyrðum við bara stans-
laust í tvo tíma. Tókum ekki einu
sinni pásu og vorum í ótrúlegu stuði.
Hljómsveitin var gjörsamlega tryllt
og það lá við að maður félli í yfirlið á
sviðinu því stuðið var svo mikið.“
En á Gauknum poppar Örkuml í
hléi:
„Já. Við tökum okkur smápásu í
kvöld en hömumst bara þeim mun
rneira."
Hvaó ertu annars að gera þessa
dagana?
„Ég er í heimspekinni uppi í Há-
skóla. í augnablikinu er ég annars að
drekka te og var að koma úr rök-
fræðitíma. Þar áður hélt ég fyrirlest-
ur um Sören Kierkegaard," segir
Heiða.
Og það geta allir, sem séð hafa
Unun á sviði, fullyrt að heim-
spekinemar eru stuðboltar. Hún
Heiða stekkur allavega ekki út í sal á
miðju baili til að fá sér te og ræða um
það hvort Kant tókst að réttlæta til-
vist sína í þessum heimi eða sameina
reynslu og vitneskju fyrir reynslu. Ég
held að það sé óhætt að segja að hún
rokki til að gleyma öllu þessu. Að
þetta sé einhvers konar hugleiðslu-
form stuðsins. Enda segir Heiða að
þau lofi því allavega að vera í stuði í
kvöld og restin sé bara undir gestum
Gauks á Stöng komin. Fáum okkur
meira stuð og fórum á ball á Gaukn-
um í kvöld. -MT
Brynhildur Þorgeirsdóttir er fyrrverandi
pönkari og umboðsmaður Oxzmá,
sveitastúlka og núverandi skúlptúristi.
Fókus athugaði hvar hún væri stödd í lífinu
„Sýningin verður opnuð klukkan
flögur á morgun," segir Brynhildur
Þorgeirsdóttir um nafnlausa sýn-
ingu sína í Listasafhi ASÍ. „Þar verð
ég að sýna skúlptúra úti um allt hús.
Ég sýni skúlptúr í salnum, portrett
frammi á gangi og uppi á þaksvölun-
um verður geimsteinagarður."
Ertu aó mýkjast eitthvað í þessu
skúlptúrum?
„Ég er nú ekkert viss um að að
þetta sé neitt mýkra. Kannski er ég
bara að verða flinkari. Annars er
pönkið liðið undir lok og því er ég
kannski ekki alveg jafnbeitt og
áður.“
En miðað vió hversu oddhvassir
skúlptúrarnir þínir voru hér áóur þá
hélt maóur að þú vœrir oröin mjúk
kona?
„Ég er náttúrlega tíu kílóum
þyngri en ég var fyrir fimmtán árum
og það má vel vera að þetta fylgi líf-
fræðinni eitthvað."
Líturðu á þig sem skúlptúrista?
„Það er náttúrlega vinnan mín.
En ég er í rauninni bara gamaldags
styttugerðarkona og það er einmitt
það sem kallað er skúlptúr."
En í gamla daga varstu umboös-
maóur Oxzmá?
Brynhildur vill ekkert full-
yröa um aö hún hafi veriö
einhver rosalegur pönkari
á sínum tíma.
„Já. Ég var það þegar pönkið var
í algleymingi en ég var nú aldrei al-
vörupönkari. Ég hef alla vega aldrei
viljað viðurkenna þetta pönkaratal
um mig.“
Þú tilheyrir samt kynslóó fyrrum
pönkara?
„Ég lít ekki þannig á sjálfa mig en
þetta er allt spuming um lífstíl. Ég
er líka úr sveit og þó ég sé ekki gam-
all hippi þá hlustaði bróðir minn á
Bítlana.“
Það má því túlka það sem svo að
Brynhildur sé einhvers staðar þama
á milli. En hún er að öllum líkindum
meiri pönkari ef eitthvað er enda til-
heyrir hún að öllum líkindum þeirri
kynslóð. Hvað sem því líður þá
stendur sýning Brynhildar til 7.
mars og um að gera fyrir alla
styttufskúlptúr á faglegu málijunn-
endur að skella sér í Listasafn ASÍ
til að kíkja á góssið.
-MT
Spilar á tónleikum á Islandi
frá Danmörku: n
Nágrannarnir láta
örugglega kála mér
Heppnasti
maður á
íslandi
- býr með 7
nektar-
dansmeyjum
Hljómsveitin
Blondie: q
Jafnvel
rifrildin eru
skemmti-
leg
AUKamao um , „
fslensku 13-20
tónlistarverðlaunin
Meðal-MR-
ingurinn er nörd:
100
spurninga
nördapróf
22-
Rosalega 07
brjálaður?"
- Páll Einarsson
hugsuður
Fear and ^
loathing in
Las Vegas
28
33 pick-up-
línur
- hvað gerir
pabbi þinn?
Hvað er að gerast?
Fyrir börnin...................4
Veitingahús..................6-7
Popp...........................8
Myndlist......................22
Klassík.......................22
Sjónvarp...................23-26
Leikhús ......................27
Bíó........................26-29
Hverjir voru hvar.............30
Fókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Teitur
af Hafdísi Huld.
19. febrúar 1999 f ÓkUS
3