Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 20
Meet Joe Black ★★ Áferöarfalleg og stundum áhugaverð en frekar til- gerðarleg kvikmynd um viðskipti Dauðans við við- skiptajöfur sem óskar sér lengra lífs. Ein banda- rískra kvikmynda sem settar eru á markaðinn um þessar mundir og eru alltof langar og það fyrst og fremst gerir það að verkum að hún virkarekki. -HK f Ó k U S 19. febrúar 1999 Bíóhöllin / Saga-bíó You've Got Mall ★★ Það fer að halla fljótt undan fæti I þessari skritnu samsuðu og þegar upp er staðið er myndin aðeins miðl- ungsrómantísk gamanmynd. Á móti leiöinda- sögu kemur þáttur Toms Hanks og Meg Ryan sem, eins og við mátti búast, koma myndinni upp á hærra plan með því að vera eitthvert mest sjarmerandi leikarapar í Hollywood. -HK Ronln ★★★ Það er margt sem gerir Ronin að góðri afþreyingu. Til að mynda eru í myndinni einhver flottustu bílaeltingaratriði sem lengi hafa sést og liggur við að um mann fari við að horfa á öll ósköpin. Þá er leikarahópurinn sterkur, með Robert DeNiro í hörkuformi, og loks ber að geta þess að þrátt fyrir ýmsa van- kanta í handriti gengur þessi flókna atburða- rás að mestu leyti upp og dettur ekki niður í lokin eins og oft vill verða. -HK Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerð spennumynd þar sem persónur veröa nánast aukanúmer við hliðina á njósnatækni nútlm- ans. Það er gífurlegur hraði í myndinni sem gefur henni vissan trúverðugleika þegar njósnatæknin er höfð í huga og þessi hraði gerir það líka aö verkum að minna áberandi verður tilviljanakennt handritið þar sem sam- tölin bera oft þess merki að til að „plottið" gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leiðir. -HK Star Kld ★★ Vonda skrimslið I Star Kid er eins konar klóni úr Predator og einhverju kunnuglegu úr eldri geimmyndum. Einhvern veginn varð boðskapurinn sögunni ofviða og þegar 1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fór ég að geispa. Ef það er eitthvað sem drepur barnamyndir þá er það ofhlæöi áróðurs sem gengur yfirleitt út á einhvern borgaralegan heilagleika, samfara hefðbundnum kynhlut- verkaskiptingum. -úd Mulan irkirk Mulan er uppfull af skemmti- legum hugmyndum og flottum senum, hand- ritið vel skrifað og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð I smáatriði eins og er við hæfi I teiknimyndum og aukakarakterar, eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan, eru svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér ver- ið efni I heila mynd. -úd Háskólabíó Pleasantvllle ★★★ Plea- santville er ein af þessum I myndum sem ætla sur af- ™ skaplega mikið en falla dálít N ið á eigin bragði. Fyrri hlut- p inn lofaði of góðu sem !TTB seinni hlutinn uppfyllti ekki. || Þaö var einhvern veginn eins íMhUQhÍ og þetta þyrfti allt að vera | svo ánægjulegt og mætti ekki fara yfir eitt- hvert ósýnilegt strik. -úd Elizabeth -kick Shekhar Kapur vefur frá- sögnina í expressjónísk klæði, skuggarnir eru langir, salirnir bergmála og andi launráða svífur yfir. Guðsblessunarlega heldur hann sig langt frá hinni hefðbundnu nálgun breskra búningamynda og skapar safarikt bíó sem er þegar upp er staðið hin ágætasta skemmtan. -ÁS Festen -kkirk í kvikmynd Thomasar Vinter- bergs, Festen, er það fýrst og fremst mögn- uð saga sem gerir myndina að áhrifamikilli upplifun en auðvitað verður heldur ekki kom- ist hjá því að njóta þess einfaldleika sem hún býður upp á með notkun hinnar dönsku dogma-aðferðar. Þetta er kvikmynd sem læt- ur engan ósnortinn. -HK Egypskl prlnslnn kirki The Prince of Egypt er tækniundur og sannkallað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um epíska teiknimynd þá er þetta slík mynd. Með The Prince of Egypt má segja að teiknimyndir sem gerðar eru sem fjölskylduskemmtun taki breytingum. Bandaríkin 1971, eitt versta ár í sögu Bandaríkjanna. Þetta var árið sem Nixon var enn í Hvíta húsinu og Bandaríkin á fullu sem þátttakendur í Víetnamstríðinu, The Beatles voru nýhættir i árs- byrjun og árið endaði með því að Time Magazine valdi Richard Mil- house Nixon, forseta Bandaríkj- anna, mann ársins. Þetta var árið þegar Gimme Sheltar var frum- sýnd en hún fjallaði um konsert sem Rolling Stones héldu rétt fyr- ir utan San Francisco þar sem svartur maður var drepinn af Englum helvítis meðan þeir sungu Sympathy for the Devils og á einu ári (eða um það bil) létust af völd- um eiturlyfja Jimi Hendrix, Jan- is Joplin og Jim Morrison, öll 27 ára gömul. Sem sagt ameríski draumurinn var að verða að martröð. Þetta var einnig árið sem Himter S. Thompson sendi frá sér sjálfsæviskáldsögu sína, Fear and Loathing in Las Vegas, þar sem hann riQar upp villta ferð til Las Vegas ásamt vini sínum. Hvað rétt er og hvað tilbúning- ur í hinni frægu skáldsögu Hunters S. Thompsons, sem nú hefur verið kvikmynduð af Terry GiUiam, veit örugglega enginn því höfundurinn veit það varla sjálfur. Sjálfsævisagan, sem sögð er í skáldsöguformi, hafði mikil áhrif á sínum tíma og eignaðist Thompson marga aðdáendur út á hana. Aðalpersónurnar í mynd- inni eru tvær, Raoul Duke (Thompson) og Dr. Gonzo, félagi hans í ólifnaðinum, en sú persóna er byggð á Oscar Zeta Acosta, lögfræðingi og áberandi persónu á þeim árum sem myndin gerist og er fylgst með þeim félögum á LSD trippi í Las Vegas þar sem þeir hættu mjög fljótlega að gera grein- armun á hvað var veruleiki og hvað ekki. Greip tækifærið Hinn kunni leikstjóri Terry Gilli- am (Brazil.The Fisher King, 12 Monkeys) var ekki sá leikstjóri sem framleiðendur myndarinnar höfðu í huga. Þegar hver á eftir öðrum hafði gefið verkið frá sér var það nokkrum dögum fyrir tökur að leitað var til Terry Gilli- am, sem greip tækifærið fegins hendi, enda segist hann lengi hafa verið með hugann við þessa bók og fékk i hendumar handrit að Persónur og Seikendur Johnny Depp (blaöamaður sem telur sér trú um að hann sé að skrifa reynslusögu sína). Benlclo Del Toro (lögfræðingur sem komin er langt út fyrir starfssvið sitt). Ellen Barkin (þjónustustúlka á North Star Café). Gary Busey (lögreglumaður sem stöðvar fé- lagana tvo). Cameron Diaz (Ijóshærð sjóvarpsfrétta- kona). Flea (popptónlistarmaður í Matrix Club). Mark Harmon (blaðamaður sem hittir þá fé- laga í Mint 400). Katherine Helmont (afgreiðslukona I Mint Hotel). Lyle Lovett (popptónlistarmaður í Matrix Club). Tobey Maguire (á puttanum). Chrlstlne Riccl (Lucy). Harry Dean Stanton (dómari). bókinni fyrir tíu árum en var þá upptekinn við annað. Sú áætlun um kvikmyndum bókarinna fór út um þúfur. Þótt tíminn væri naumur hellti Gilliam sér út í verkið og segir hann að það hafi ekki verið verra að vera með Johnny Depp í aðalhlutverkinu, hann hafi tekið hlutverk sitt al- varlega og verið gott að vinna með honum. Terry Gilliam er bandarískur en Johnny Depp Johnny Depp ætlaði sér að verða ríkur rokkari en varð ríkur leikari. Hann gekk fimmtán ára gamall í hljósmsveitina Rame og vann sér inn 25 dollara á kvöldi í hinum ýmsu klúbbum á Florida. Þar sem allir meðlimir hljómsveitarinnar voru mjög ungir breyttu þeir um nafn og kölluðu sig Kids og náðu að verða upphitunarsveit fýrir Iggy Pop áöur en hún lagði upp laupana. f dag segir Depp: „Ég er gamaldags náungi sem blð eftir þvl að verða gamall maður með Istru, sitj- andi á bryggjusporði með veiðistöng I hendi." Fæðlngardagur og ár: 9. júni, 1963. Fæðlngarstaður: Owensboro, Kentucky. Stjörnumerki: Sól I tviburum, tungl I steingeit. Foreldrar: John, vélvirki og Betty Sue, gengil- beina. Systklnl: D.P., rithöfundur. Elglnkona: Lori Anne, sminka (skilin). Kærustur: Sherilynn Fenn leikkona, Jennifer Gray leikkona, Kate Moss fýrirsæta, Vanessa Paradis leikkona/söngkona. Kvlkmyndlr: A Nightmare on Elm Street, Pri- vate Resort, Platoon, Cry-Baby, Edward Sciss- orhands, What's Eating Gilbert Grape?, Ed Wood, Nick of Time, Don Juan DeMarco, Dead Man, Donnie Brasco, Fear and Loathing In Las Vegas. Hvað gerir uppfinningamaður sem hefur fengið 20 milljón dollara í arf? Stjörnubíó byrjar í dag að sýna gamanmyndina Stjórnarformann- inn (Chairman of the Board). Um er að ræða farsa þar sem aðalpersónan er rauðhærði sérvitringurinn Edi- son (Carrot Top) sem dreymir um að verða uppfmningamaður. Dag einn þegar Edison er á leið niður á strönd hittir hann fyrir verksmiðju- eigandann Armand McMillan sem á í erfileikum með bílinn sinn. Edi- son er ekki lengi að koma bílnum í gang og á meðan hann er að því komast þeir að því að þeir eiga sam- eiginlegt áhugamál, brimbretti. Vin- átta tekst með þeim sem skilar sér til Edison þegar Armand gefur upp öndina og arfleiðir Edison að verk- smiðju sinni sem er 20 milljón doll- ara virði. Þar með er Edison orðinn að stjórnarformanni í fyrirtæki. Aðrir höfðu gert sér vonir um arf- inn og það er skiljanlegt að ekki ríki mikil ánægja í herbúðum þeirra. í fyrstu lítur út fyrir að Edi- son sé algjör aulabárður en sá rauð- hærði leynir á sér. Sá sem leikur aðalhlutverkið, Carrot Top, er þekktur skemmti- kraftur í Kanada og Bandaríkjunum en hann hefur um nokkurt skeið stjómað eigin sjónvarpsþáttum sem bera nafn hans. Auk hans leika í myndinni margir þekktir leikarar, má þar nefna Courtney Thome- Smith, sem sjónvarpsáhorfendur kannast við úr Melrose Place, og Ally McBeal, Larry Miller, Jack Warden, M.Emmet Walsh og gömlu kynbombuna Raquel Welch. Leik- stjóri er Alex Zamm og er það frumraun hans. -HK hefur lengi búið í Englandi þar sem hann hóf frægðarferilinn með Monty Python hópnum. Monty Python kvikmyndimar vom sam- vinna hópsins en þar öðlaðist Gilliam dýrmæta reynslu því það kom oftast í hans hlut að leikstýra myndunum og sjónvarpsþáttun- um. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði upp á eigin spýtur var Time Bandits. Sú mynd vakti at- hygli fyrir fmmleik og fyndni, en það var hans næsta kvikmynd, Brazil, sem gerði hann einn merkasta leikstjóra samtímans. Brazil er löngu orðin klassísk og er oft talin meðal bestu kvikmynda sem gerðar hafa verið þegar slíkur listi er birtur. -HK Bíóborgin Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli I svona mynd er skemmtanagildið og út- færslan og hún er harla góð. Sama skemmtilega hugmyndaflugiö sem gerði Mulan svo ánægjulega er hér enn á ferð og mörg at- riðanna eru hreint frábær, bæði spennandi, fýndin og klikkuö. -úd Practlcal Maglc ★★★ Bullock og Kidman hafa, held ég, aldrei verið eins góðar og njóta sln vel I þessum klikkuðu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miðaldra nornamömmur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er það sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. -úd Johnny Depp og Benicio Del Toro leika Raoul Duke og Dr. Gonzo sem eru á flippi í Las Vegas. f Las Vegas bragða þeir félagar Duke og Gonzo á öllum þeim forboðnu ávöxtum sem í boði eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.