Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 21
Allir vita að William Shakespeare skrifaði mestu leikrit sem samin hafa verið og allir þekkja, en um líf hans sjálfs er lítið vitað. Shakespeare in Love byggir ekki á sterkum grunni hvað það varðar en er þó tilraun til útskýring- ar á „týndu árunum". hann heföi orðið ástfcingmn af leikkonu og út frá því vann ég hugmyndina.“ Til að vinna út frá þessari hug- mynd og þeim texta sem Norman hafði skrifað var leikskáldið þekkta, Tom Stoppard, fenginn í hópinn og skrifaði hann þetta líka fina handrit sem allir dást að. Stoppard hefur áður sett sig inn í hugarheim Shakespeare þegar hann skrifaði verðlaunaleikrit sitt Rosencranz and Guildenstern are Dead, sem fjallar um tvær auka- persónur i Hamlet. Tveir sigrar í röð Leikstjóri Shakespeare in Love er John Madsen og er skammt á milli stórra afreka hjá honum, en í fyrra fór kvikmynd hans Mrs. Brown sigurfór um heiminn. Fjall- aði hún um ástarævintýri Viktor- íu drottningar og hestasveins hennar. Madden byrjaði feril sinn í ensku leikhúsi og vann fyrir BBC ýmsar sjónvarpsmyndir áður en hann leikstýrði sinni fyrstu kvik- mynd, Ethan Frome, árið 1990. Leikarar í þeirri mynd voru Liam Neeson og Patricia Arquette. Þrettán tilnefningar til óskarsverðlauna Besta kvikmynd. Besta leikkona í a&alhlutverkl: Gwyneth Paltrow. Bestl lelkarl I aukahlutveikl: Geoffrey Rush. Besta lelkkona í aukahkitverki: Judi Dench. Besta leikstjóm: John Madden. Besta handrlt: Marc Norman, Tom Stoppard. Besta listræna stjórnunin: Martin Childs. Besta kvikmyndataka: Richard Greatex. Bestu búnlngar: Sandy Powell. Besta kllpplng: David Gamble. Besta föröun: Lisa Westcott og Veronica Brebner. Besta tónlist: Stephen Warbeck. Besta hljóó: Robin O'Donoghue, Dominic Lester, Peter Glossop. Næsta mynd hans var Golden Gate, þar sem Matt Dillon fór með aðalhlutverkið. Meðal afreka hans á sviði sjónvarpsins má nefna ein- staka myndir úr Inspector Morse og Prime Suspect seríunum. Leikarar í Shakespeare in Love hafa fengið mikið hól fyrir leik sinn, enda valinn maður í hverju rúmi. í hlutverkum elskendanna eru Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes, aðrir leikarar eru Colin Firth, Geoffrey Rush, Judy Dench, Tom Wilkinson, Ben Affleck og Simon Callow. -HK Shakespeare in Love, sem Háskól- bíó frumsýnir í dag, er sú kvik- mynd sem á síðustu vikum hefur fengið hvað mesta athygli og rós- imar í hnappagöt aðstandenda hennar eru margar, meðal annars þrettán tilnefningar til Ósk- arsverðlauna. Sló hún öllum öðr- um kvikmyndum við hvað varðar fjölda tilnefninga og meira að segja Savig Private Ryan varð að lúta í lægra haldi. í myndinni segir frá Shakespeare ungum þegar hann verður ástfangin af stúlku sem verður síðan kveikjan af leikritinu Rómeo og Júlía. Hreinræktaðir Shakespeare unnendur hafa fundið að því að myndin byggi á þunnum ís og lítið sé að marka það sem fram kemur í henni. Hvað um það - heimurinn hefur hrifist af myndinni enda á hún allt gott skilið. Hvað varðar ævi Shakespeare, þá er það vitað að hann fæddist í Stradford-upin-Avon árið 1554. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann giftist Anne Hathaway og átti með henni þrjú böm. Eitt bamið, sonur, dó ellefu ára gamall. Engar staðreyndir em til um ævi Shakespeares árin 1585 til 1592 og em þessi ár gjaman nefnd „týndu árin“. 1592 kemur hann fram fyrir almenning, þekktur leikari og leik- ritahöfundur. Eftir það fer hann að skrifa þau leikrit sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna framtíð. Mikið hefur verið skrifað um þessi ár og margir reynt að geta í eyðumar með því að fara í gegnum leikrit hans og sonnettur, en eins og fyrr segir hefur ekkert haldfast fundist. Var Shakespeare ástfanginn? Hugmyndin að Shakespeare in Love byrjaði sem einföld spurning í huga Marc Normans, handrits- höfundar og framleiðanda, þegar sonur hans sem var leiklistarnem- andi var að tala við hann um Shakespeare. Byrjaði Norman að velta því fyrir sér hvað heföi feng- ið Shakespeare til að skrifa Rómeó og Júlíu. Gat það verið að Shakespeare heföi orðið ástfang- inn og verið þannig stemmdur þeg- ar hann skrifaði leikritið? „Þar sem vitað var að Shakespeare var giftur þá fannst mér eðlilegast að Bíódómur Lelkstjóri: John Madden. Handrit: Tom Stopp- ard og Marc Norman. Kvlkmyndataka: Ric- hard Greatrex. Tónllst: Stephen Warbeck. Ab- alhlutverk: Joseph Rennes, Gwyneth Paltrow, Geoffrey Rush, Colin Rrth. í London er rithöfundur með skrifstíflu. Hann telur sig hafa misst andagiftina, hann er blank- ur, hann á að vera búinn að skila af sér fyrir löngu og hann öfundar kollega sinn af velgengninni. Kunnuglegt? Jú, allt þetta er ör- ugglega að gerast í fyrmefndri borg hér og nú. En við erum stödd í lok sextándu aldar og höfundur- inn er William nokkur Shakespe- are (Fiennes). Það allra gleðileg- asta af mörgu skemmtilegu við Shakespeare in Love er sá einlægi ásetningur höfunda myndarinnar að draga leikskáldið góða niður af stallinum sem líkþráir og stein- geldir elítistar hafa dröslað honum uppá og niður í svaðið til okkar óbreyttrar alþýðunnar, þar sem hann á heima. Þetta er ískrandi fyndin kómedía, eiginlega allt að því farsi. Handritshöfundamir þekkja sinn mann út og inn, Stoppard skrifaði meðal annars leikrit um þá pöru- pilta Rósinkrans og Gullinstjömu úr Hamlet, og þeir em ófeimnir við að spauga með og snúa út úr „sjóbisness“-heiminum sem alltaf hefur verið eins, um leið og þeir búa til bráðskemmtilega fléttu um tilurð Rómeó og Júlíu (auk fleiri Háskólabíó — Shakespeare In Love: ★★★ 4, Joseph Flennes leikur William Shakespeare. peare í leikrita). Sígildar setningar fljúga um og em hafðar í flimtingum - Shakespeare er holdgervingur hins misskilda listamanns (dæmi: Shakespeare er eitthvað að skipta sér af æfingum og einn þátttak- enda spyr „Hver er þetta?“. Leik- hússtjórinn (Rush) svarar, „Eng- inn merkilegur, bara höfundur- inn!“), listafólkið býr undir harð- stjórn fláráðra k&upsýslumanna sem sjálfir era kúgaðir af enn verri kapítalistum. Leikarar stökkva uppá nef sér af minnsta tilefni (í óborganlegu atriði pakkar Ben Aiileck í hlutverki stórleikar- ans Ned Alleyn saman Tom Wilk- inson i hlutverki okurlánarans sem tekið hefur að sér að fjár- magna sýninguna) og alls staðar er ys og þys út af engu - og öllu. Shakespeare er ástfanginn og kona drauma hans er Viola De Lesseps (Paltrow), hefðarkona sem gifta á hinum steigurláta lávarði Wessex (Firth) í einhvers konar hrossa- kaupum. Sjálf elskar hún leikhús- ið og fær vinnu í leikflokknum þegar hún dulbýr sig sem karlmað- ur (konur máttu ekki stiga á leik- svið í þá daga). Bæði Fiennes og Paltrow geisla í þessari mynd og Rush er drepfynd- inn sem leikhússtjórinn, enda fær hann jafnbestu línumar (þegar ok- urlánarinn hótar að gera hann höfðinu styttri eftir að hafa upp- götvað að leikhús borgarinnar era lokuð vegna plágunnar, segir hann enga þörf á að hafa áhyggjur, þetta muni allt blessast. „Hvernig þá?“ spyr okurlánarinn. „Ég veit það ekki“, svarar leikhússtjórinn, „það er leyndardómur". Hann hefur varla sleppt orðinu þegar kallari fer um og tilkynnir aö leikhúsin hafi verið opnuð á ný). Ofan á kemur svo herskari breskra snilldarleikara sem velta sér upp úr safaríku sprellinu eins og hamingjusöm svín i drullu- svaði. Auk Firth og Wilkinson: Simon Callow, Martin Clunes, Rupert Everett, Anthony Sher og Imelda Staunton, að ógleymdri Judi Dench í hlutverki Elísabetar drottningar fyrstu. sem sker úr um hina klassísku vangaveltu hvort listin eigi eitthvert erindi í raun- veruleikann. Mér er sem ég sjái hina hneykslunargjömu hnýta í myndina fyrir sagnfræðilegar rangfærslur. Slikt fólk er ekki í snertingu við guð sinn. Þetta er fyrst og síðast skemmti- saga um lífið og listina, létt eins og súkkulaðifrauð og framreidd með hæfilegri blöndu af innlifun og al- vöruleysi. Shakespeare skrifaði sjálfur nokkra gleðileiki í ekki ósvipuðum dúr og ég hugsa að hann hefði bara haft nokkuð gam- an af öllu bramboltinu. Ásgrímur Sverrisson Ekki er veriö a& beina sérstaklega augunum a6 börnum heldur einnig komið til móts viö þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK Kringlubíó Wishmaster ici. The Wis- hmaster segir frá demóni nokkrum sem getur látið all- ar óskir rætast en sá bögg- ull tylgir skammrifi að þær rætast kannski ekki endi- lega á þann hátt sem óskandinn hefði viljað. Ein- hvers staðar datt botninn endirinn var alveg gersamlega út í hött og sló myndina glæsilega út úr tveggja stjörnu klassanum. -úd Waterboy ick Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem þregður sér í hlutverk einfeldningsins með barnssálina sem í byrjun myndar er lægstur allra en stendur uppi sem bestur og mestur í lokin. Sandler skapar skemmtilega persónu en er í rauninni ekki að gera neitt annað en þaö sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert , á undan. Þá er allt of mikið gert út á amer- ískan fótbolta sem verður aö leiðinlegum endurtekningum. -HK Laugarásbíó A Nlght At Roxbury i Ann- aðhvort eru farsar fyndnir eða hundleiðinlegir og Night at the Roxbury er hundleiöinleg, henni er beint til unglinga. Hvað varðar aðalleikarana Will Farrell og Chris Kattan þá hverfa þeir vonandi aftur í ameriskt sjón- varp því eftir frammistöðu þeirra liggur þeirra framtlð ekki í kvikmyndum. -HK Rush Hour ★*-★ Það var þvl snjallt að etja Jackie Chan saman við Chris Tucker sem slær út sjálfan Eddie Murphy þegar kemur að kjaftavaðli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman I Rush Hour sem er fyrst og * fremst vel heþþnuð gamanmynd, enda eru slagsmálaatriðin yfirleitt útfærö á þann hátt aö áhorfandinn getur hlegiö um leið og hann fylgist spenntur með. -HK Regnboginn 54 ★ 54 hefur fátt eitt fram að færa nema ef til vill þá staðreynd að diskóiö er dautt og fáum býr harmur I brjósti yfir því. Eini áhuga- veröi punkturinn er persóna Steve Rubell og Mike Myers nær ágætlega utan um hann. Hins vegar er hann frekar óskýr persóna frá hendi höfundar sem er miður þvl honum hefði maður viljað kynnast nánar. -ÁS The Siege ★★ Mikill hraði á kostnað persóna sem eru flatar og óspennandi. Mörg atriði eru vel gerð og stund- um tekst að skapa dágóða spennu en aldrei lengi I einu. Denzel Washington, sem fátt hefur gert rangt á farsælum leikferli, hefur átt betri daga. Hið sama má segia um Annette Bening en gleði- tlöindin eru að Bruce Willis nær sér vel á strik og gerir vel I litlu hlutverki. -HK Rounders ★*★ Póker getur verið spenn- andi kvikmyndaefni og það sannast I Rounders sem fjallar um nokkra ólíka náunga sem allir eru atvinnuspilarar. Gæði myndarinnar eru mest þegar sest er við Sþilaborðið því handritið *“ er stundum ótrúverðugt. Góöir leikarar með John Malkovich I hlutverki senuþjófsins eiga góöa spretti og skapa stundum mun dramat- Iskara andrúmsloft en ástæða þykir til. -HK There’s Something about Mary ★★* Fjórir lúöar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er I toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúöi. En nú er tími ; lúðanna og þrátt fyrir ; að pohtisk rétthugs- un sé þeim bræðrum Ta eitur í beinum er H greinilegt að ekki gj þykir nógu PC lengur r að láta lúöana tapa, llkt og þeir gerðu I Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd Stjörnubíó « Savlor ★★★ Striðiö I fyrrum Júgóslavíu er umgjöröin I dramatiskri atburðarás þar sem bandariskur málaliði sem reynt hefur ýmis- legt I lífinu reynir að bjarga móöur og dóttur. Tilgangsleysi stríðsins hefur sjaldan komið jafn berlega I Ijós I kvikmynd sem er áhrifa- mikil I sterku myndmáli. Dennis Quaid sýnir stórleik I erfiðu hlutverki. -HK Stepmom ★ Stjúpan er ein af þessum ofurdramatisku erf- iöleikadrömum og sver sig I ætt við vasa- klútamyndina mikiu, Terms of Endearment. Sagan segir frá Luke og Jackie, sem eru skil- in, og nýrri konu Lukes, Isabel, sem börnum Lukes og Jackie líkar ekki við. 1 heildina fannst mér þetta alveg voðaleg mynd. En ég er liklega I minnihlutahópi hér þvi þaö var * ekki þurrt auga I húsinu. -úd meira át| www.visir.is 19. febrúar 1999 f Ó k U S 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.