Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 9
Hljómsveitin Blondie setti heímsmet í kombakki í síðustu viku. Átján árum eftir síðasta smell snúa Debbie Hany og strákarnir aftur og sanna að allt er fimmtugum fært. skemmtileg núna Hljómsveitin Blondie er komin aftur og er að slá öll fyrri met í poppinu. Blondie er fyrsta bandið til að eiga topplag á vinsældalist- unum þrjá áratugi í röð því nýja lagið „Maria“ fór beint í efsta sæti enska listans í síðustu viku. Síðasta topplag sveitarinnar var „The Tide Is High“ í nóvember 1980 svo það eru átján ár og tveir mánuðir á milli topplaganna. Að- eins hjá Hollies og The Righteous Brothers hefur liðið lengra á milli topplaga, 23 og 25 ár, en þá var að vísu um að ræða gömul lög sem komust aftur á toppinn. Sixtís nýbylgjudiskó Blondie og söngkonan Debbie Harry eru eitt í hugum fólks. Debbie verður 54 ára 1. júlí nk. og ber aldurinn einstaklega vel. Hún var rúmlega þrítug þegar Blondie sló í gegn. Árið 1974 hafði fyrsti visir að bandinu orð- ið til í hljómsveitinni Stilettos. Þar voru Debbie og kærastinn hennar, gítarleikarinn Chris Stein, innanborðs ásamt öðru liði. Bandið kom frá New York og spilaði gamaldags popp. Tveim árum síðar hafði nafninu verið breytt í Blondie með nýj- um meðlimum og á fyrstu plöt- unni, sem bar sama nafn og bandið, var sérstök blanda af pönki og tónlist sjöunda áratug- arins og áherslan á grípandi melódíur. Platan var gefin út af litlu fyrirtæki en vakti mikla at- hygli, sérstaklega varð sveitin strax vinsæl í Bretlandi og hefur verið það síðan. Útgáfurisinn Chrysalis gerði samning við bandið í kjölfar plötunnar og næsta plata, „Plastic Letters“ frá 1977, vakti athygli um allan heim, sérstaklega lagið „Denis“. Árið eftir kom „Parallel Lines“. Platan var full af smellum og af henni er eitt fræg- asta lag Blondie, „Heart of Glass“. Sá diskótónn sem þar var gefinn hélt áfram á plötunni „Eat to the Beat“ og vinsældir Blondie sprengdu fyrri met þegar Giorgio Moroder útsetti lagið „Call Me“ fyrir kvik- myndina Americ- an Gigalo. Lagið komst í hæstu hæðir beggja vegna Atlantshafsins. Af plöt- unni „Auto American" komust tvö lög á toppinn í Ameríku, „The Tide Is High“ og „Rapture“, en hið fyrra, sem upprunalega var flutt af raggeabandinu The Paragons, komst á toppinn í Englandi. Innanbúðarkrísur Þrátt fyrir vinsældirnar herj- uðu innanbúðarkrísur á hljóm- sveitina og fjölmiðlar einblíndu á söngkonuna. Bandið hafði túrað linnulítið síðustu árin og lent í holskeflu frægðarinnar. Egó meðlimanna voru útbelgd og þeir þoldu varla lengur að vera saman i herbergi. Á blússandi egóflugi gaf Debbie út sólóplöt- una „Koo koo“, sem naut engrar sérstakrar hylli, og síðasta plata Blondie í bili, „The Hunter“, floppaði illa. Blondie hafði þró- ast úr því að vera ein hressasta sveit New York-nýbylgjunnar í að vera andlaust snakk á MTV. Bandið lagði upp laupana í lægð og meðlimirnir hurfu sinn í hverja áttina. Frægðarferill Blondie virtist vera á enda. Sigurganga A sextán frægðarljómalausum árum gerðist það markverðast að Chris greindist með sjaldgæfan húðsjúkdóm og var mörg ár að ná sér og hinir karlarnir tóku að sér ýmis bransaverkefni. Debbie lék i nokkrum kvikmyndum (m.a. Videodrome og Hairspray) og gerði þrjár sólóplötur. Best gekk henni með plötuna „Rock- bird“ ‘86 og lagið „French Kiss- ing in the USA“. Árin áður en hún ákvað að endurvekja Blondie hafði hún sungið avant garde be-bop djass með The Jazz Passangers. Kombakkið kom til af því þau langaði til þess (segja þau, en kannski var einhver pen- ingaskortur i gangi líka) og eftir djassinn langaði Debbie til að fara að syngja popplög aftur. Allt leikur nú i lyndi hjá gamla fólkinu og þau segja að jafnvel rifrildin séu skemmtileg. Tónleikaferðir Blondie hafa ver- ið algjör sigurganga og uppselt verið á flesta tónleika sveitarinn- ar í Evrópu. Þau taka gömlu lög- in á tónleikum og viðtökur nýja efnisins hafa farið fram úr björt- ustu vonum. Nýja platan „No Exit“, sú fyrsta í 16 ár, hefur fengið ágætisviðtökur hjá gagn- rýnendum en enn betri hjá al- menningi, eins og vinsældir „Maríu“ sÝna. Debbie Harry og karlarnir eru komin aftur. COTT TÓIK • SlA • 412«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.