Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 4
Islenska óper-
an. Leikritiö með
skemmti legu
lögunum og
fyndnu persón-
u n u m ,
Ávaxtakarfan,
veröur leikið og
sungið kl. 14,
örfá sæti laus.
Þetta er vinsælt
leikrit sem kenn-
ir börnunum að
einelti sé vont
og að þau eigi
að vera góð
hvert við annað.
Sími 551 1475.
Hllmar O'f) vnrfnir
níla fðfk' annáfi
kvólil |>r.(t^i Uflnci
vi-rk iljiiH.int á lím
Inlkiiin j ringskyli.
Þú ert bara aö fara aö konsertast
um helgina:
„Já. Ég mun sitja kyrr á sama
stað en verð samt að spila á ís-
landi,“ segir Hilmar Örn símleiðis
í gegnum sæstreng frá kóngsin
Köbenhávn en þar hefur Hilmar
búið undanfarin ár.
Tónleikarnir sem um ræðir
verða haldnir í risastóru flugskýli
og þar verðu hljómsveitin Grind-
verk í stuði með hjálp Mark Bell
(tæknisnillirinn hennar Bjarkar).
Grindverk skipa þeir Hilmar Öm
og Einar Öm en með þeim verður
einnig Sigtryggur „Bogomill“
Sykurmolason trommari. Þetta er
með framúrstefnulegri hljómsveit-
um landsins og því gera þeir hið
ómögulega annað kvöld.
„Það sem ég geri er að ég tek ný
lög og set þau í nýjan búning svo
þau komi strákunum aðeins á
óvart,“ segir Hilmar. „Svo sendi ég
það til íslands á átta rása stafrænu
bandi. Mark Bell tekur við þessu í
gegnum mixerinn sinn og sér um
að breyta þessu eitthvað. Sigtrygg-
ur og Einar verða síðan að bregð-
ast við þessu öllu saman. Ég ætla
að koma þeim á óvart og á rás
fimm og sex verður til dæmis alltaf
eitthvað vírd sjitt í gangi. Þær
verða svona vírd sjitt rásimar og
ég mun líka senda dularfullar takt-
breytingar til að láta Sigtrygg vera
á nálum.“
Hafiði gert svona áöur?
„Nei, í rauninni ekki. Þetta er
akkúrat svona það dularfyllsta sem
ég hef gert. En við Einar höfum að
sjálfsögðu verið að fikta með eitt-
hvað í likingu við þetta í gegnum
árin. Þó ekki á þennan hátt og
hvað þá á tónleikum. Það liggur
við að ég laumi mér til íslands og
verði þarna aftast í salnum í Ála-
foss-úlpu bara til að sjá og heyra
hvemig þeir fara með þetta á svið-
inu.“
Nú hafiö þiö í Grindverki starfað
saman í nokkur ár, ekki satt?
„Jú. Samvinna okkar nær langt
aftur og hún hefur verið mjög far-
sæl.“
Er plata vœntanleg?
„Já. Það er komin tólf tomma út
í Bretlandi og stór plata væntanleg
með vorinu eða þá fyrripart sum-
ars.“
Hvaö á hún aö heita?
„Við eram enn að rífast um
það.“
Nú feröast danski leikstjórinn
Lars Von Trier sjaldan eöa aldrei.
Ertu aö verða jafn geöveikur og
hann þarna úti?
„Já. Ætli maður sé ekki búinn
að umgangast hann of mikið og
kominn með einhverja Lars Von
Trier veiru. Farinn að halda tón-
leika án þess að mæta á staðinn,"
segir Hilmar og hlær.
Og þaö er nóg aö gera hjá þér í
kvikmyndatónlistinni:
„Jú, það er fínt. Ég er búinn að
vera alveg á fullu undanfarið. Var
að klára tvær myndir á sama tíma
og það tekur soldið á.“
Hvaöa myndir?
„Eina júgóslavneska stríðsmynd
og aðra færeyska sem er algjört
masterpís.“
Hvaö ertu búinn að vera útlœgur
lengi?
„Ég er búinn að búa hérna í fjög-
ur og hálft ár og er kominn með al-
veg nóg af Danmörku. Enda hef ég
aldrei enst svona lengi í útlöndum.
Hef yfirleitt komið vælandi heim
aftur eftir nokkrar vikur og það er
því kominn tími til að fikra sig
heim.“
Hvenœr?
„Bara með sumrinu."
Er það góóœrið sem heillar?
Hilmar hlær og svarar ekki
spurningunni heldur segir:
„Stemningin er bara miklu betri á
íslandi núna. Meira um að vera í
kvikmyndagerð en þegar ég fór.
Svo er farið að líta öðrum augum á
íslenska kvikmyndagerð.Það er
hætt að líta á það sem þetta séu
bara einhver fullorðin böm að
leika sér. Tæknin hefur sömuleiðis
tekið vissum breytingum og ég
býst við aö ég geti haldið þeim
verkum sem ég hef verið að gera
fyrir útlendinga þó ég sé heima á
íslandi."
Þaö er sem sagt ekki gaman í
Danmörku:
„Nei. Lífið hérna, allavega í
hverfinu mínu þar sem allir eru
um fimmtugt, gengur út á garð-
skála, hunda og að klippa limgerði.
Og ég á ekki hund og kann ekki að
snyrta limgerði. Minn garður er
mikil skömm fyrir götuna og ég á
rétt eins von á því að nágrannar
mínir fái sér leynimorðingja og láti
kála mér fljótlega. Það er því ekk-
ert annað að gera en að koma sér
heim sem fyrst,“ segir Hilmar og
við taka tregar kveðjur.
Hann biður að heilsa öllum á
klakanum og sér ykkur með
dularfullum hætti á tón-
leikum annað kvöld.
-MT /f
Iðnó sýnir leikritiö Dimmalimm kl. 16 á sunnu-
dag og tekur fram að sýningum fari fækkandi.
Þess er því ekki langt aö bíða að þær hætti.
Áhugasamir og aðrir barngóðir ættu því að
tryggja sér miöa í síma 530 3030.
Mögulelkhúslð sýnir
Hafrúnu á sunnu-
daginn kl. 17. Leik-
ritið byggist á ís-
lenskum þjóðsögum
og er þetta því meö
því þjóðlegra sem er
í boði fyrir börnin
þessa helgina. Sími
562 5060.
Borgarlelkhúslð. Ævintýrið um Pétur Pan,
drenginn sem neitaði aö fullorðnast, verður
leikið á stóra sviðinu á morgun kl. 14 og eru
örfá sæti laus og á sunnudag kl. 14 en þá er
uþþselt. Þó dóm-
ar hinna fullorðnu
hafi verið misjafn-
ir hafa börnin
vægast sagt gam-
an af þessum æv-
intýraheimi og
tæknibrellurnar
eru frábærar.
Sími 568 8000.
Á stóra sviði Þjóðlelk-
hússins verður skáld-
saga Astridar Lind-
gren leikin á sunnu-
daginn kl. 14, nokkur
sæti eru laus. Um er
að ræða Bróður mlnn
Ijónshjarta og er slm-
inn 5511200.
Möguleikhús-
Ið. Snuðra og
Tuðra verða I
feiknastuði á
sunnudag kl.
14. Síminn I
miðasölu er
562 5060.
Aðaltónleikar vetrarins eru
annað kvöld. Gus gus
hljómsveitin og fjölleikahúsið
heldur heljarinnar partí
í flugskýli og það má með
sanni fullyrða að fólk hafi
beðið eftir þessum konsert
Þeir sem hita upp eru meðal
annars hljómsveitin Grindverk.
En það er með frumlegri
böndum landsins. Fókus
hringdi í Hilmar Örn til
Danmerkur en hann verður
bæði á tónleikunum og
í Danmörku annað kvöld.
Nágranna
áta öru
kála m
fljótlega
ÍTTIÆ& "i Á I
«&» JL, Ö>. Ci I
www.visir.is
f Ó k U S 19. febrúar 1999