Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Síða 6
m a t u r
AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333.
.Erfitt er aö spá fyrirfram f matreiösluna, sem er
upp og ofan." Op/'ð í hádeginu virka daga
11.30-14.00, kvöldin mán.-fim. 17.30-22.30,
fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á
virkum dögum en til 3 um heigar.
AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis-
götu 56, s. 552 1630. .Bezti matstaöur
austrænnar matargerðar hér á landi." OpiD
kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar.
ARGENTÍNA ★★ Barónsstíg lla, s. 551
9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað."
OpiD 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
ASÍA ★ Laugavegl 10, s. 562 6210. OpiD virka
daga 11.30-22 en 12-23 um helgar.
CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499.
CARPE DIEM Rauöarárstíg 18, s. 552 4555.
CARUSO Þingholtsstr. 1, s. 562 7335.
„Þvert á íslenska veitingahefð hefur hin
rustalega notalegi Caruso batnað með
aldrinum." OpiD 11.30-14.00 og 18.00-23.00
virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og
18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 og
sunnud. 18.00-24.00.
CREOLE MEX ★★★★
Laugavegl 178, s. 553
4020. „Formúlan er líkleg til
árangurs, tveir eigendur,
annar í eldhúsi og hinn f
sal.“ OpiD 11.30-14 og
18-22 á virkum dögum en
18-23 um heigat.
EINAR BEN Veltusundi 1. 5115 090. OpiD
18-22.
GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s.
5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli-
klassahótels með virðulegri og alúðlegri
þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli
landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka
daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og iaugardaga.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunni, s. 568
9888.
HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37,
s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í
matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands-
ins.“ OpiD 12-14.30 og 19-22.30 virka daga,
12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga.
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552
5224. „Stundum góður matur og stundum ekki,
jafnvel í einni og sömu máltíð." OpiD 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og
iaugardaga.
HUMARHUSIÐ ★★★★ Amtmannsstíg 1, s.
561 3303. „Löngum og hugmyndaríkum
matseöli fylgir matreiðsla í hæsta gæöaflokki
hér á landi" OpiD frá 12-14.30 og 18-23.
IÐNÓ ★★★ Vonarstræti 3, s. 562 9700.
„Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir,
en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var
að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis-
stæðir." OpiD frá 12-14.30 og 18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630.
KINAHCiSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum
miðbæjarins." OpiD 11.30-14.00 og 17.30-
22.00 virka daga, 16-23 iaugardaga og 17-22
á sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562
2258
LAUGA-ÁS
★★★★★ Laug-
arásvegl 1, s. 553
1620. „Franskt
bistró að íslenskum
hætti sem dregur til
sín hverfisbúa, sem
nenna ekki að elda í
kvöld, barnafjöl-
skyldur utan úr bæ
og ferðamenn utan
af landi og frá út-
löndum." OpiD
11-22 og 11-21
um heigar.
LÆKJARBREKKA ★ Bankastrætl 2, s. 551
4430.
MADONNA ★★★ Rauðarárstig 27-29, s. 893
4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitinga-
stofa með góðri þjónustu og frambærilegum Ital-
íumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á
landi." OpiD virka daga 11.30-14.00 og 18.00-
23.00 og 17-23.30 um helgar.
veitingahús
Arnaldur Máni veltir enn fyrir sér hvort greina megi einhvern mun á
Reykjavík og New York. Er fólkið að hugsa um það sama? Sér það
veröldina með sömu augum? Nú tekur hann fyrir þá sem vinna í
félagslegri þjónustu, eina reykvíska stúlku og aðra frá New York,
og leggur fyrir þær sínar útspekúleruðu spurningar.
Potturinn og pannan:
Silfurverðlaun
í verðlagi
í listafríi
Af hverju félagsleg þjón-
usta? Einhver verður að sjá
um heimaþjónustu fyrir aldr-
aða.
Kanntu ekkert annað?
Júúú, auðvitað.
Myndirðu vilja gera eitt-
hvað annað? Ef ég myndi
vilja vera að gera eitthvað
annað í vinnunni, þá væri ég
ekki þar.
Kemur Guð þér og starfi
þínu eitthvað við? Já, hann
kemur öllum störfum við, það
eru bara ekki allir sem þekkja
„vinnuveitanda" sinn.
Kemur pólitík þér og starfi
þínu eitthvað við? Allur nið-
urskurðurinn kemur auðvit-
að niður á manni því við
erum svo miklir peningaþræl-
ar.
Áttu þér fyrirmyndir? Ég
fæddist inn í mína fjölskyldu
og þar með er mamma min
skipuð fyrirmynd mín, því
miður, væru englar ekki mik-
ið betri fyrirmyndir.
Drekkurðu eða dóparðu of
mikið? Neeheii!
Hvað langar þig helst að
gera með elskhuga þínum?
Fyrst ætla ég nú að finna
hann, síðan get ég fariö að
láta mig dreyma.
Áttu þér mottó? Mottóið mitt
verður ekki fest í orð.
Ein góð saga úr bransanum:
Ég var einu sinni að ryksuga
hjá svolítið skrýtnum manni
sem fer aldrei út. Ég stóð
þarna I svona indverskum
buxum og bjóst þannig séð við
hverju sem er. Og í þann
mund sem ég beygði mig nið-
ur til að kveikja á ryksugunni
heyrist mér hann segja „voða-
lega eru þetta tælandi buxur“.
Æ, þú veist, en hann sagði
bara „eru þær frá Tælandi
þessar buxur?“
Einn af ódýrustu alvörustöðum
borgarinnar býður eitt bezta og fers-
kasta salatborðið, með fallegum og
hæfilega þroskuðum sveppum, rauð-
lauk og eggjum, blaðlauk, tvenns
konar papriku og ýmsu öðru góðu
hráefni, svo og margs konar brauði,
en litlu af blönduðu gumsi. Þar voru
líka ávextir handa þeim, sem ekki
kæra sig um ís og niðursoðna ávexti
með sykursósum í eftirrétt. Að
kvöldi var reyktur og grafinn lax á
borðinu.
Alþýða og útlendingar hafa löng-
um hallað sér að Pottinum og pönn-
unni, sem næst gengur sögufrægum
Lauga-ási að hófsemi í verðlagi. Sal-
atborð með súpu og kafii kostar 890
krónur. Með aðalrétti að auki fer
verðið í 1.600 krónur og má þá velja
milli sjö rétta.
í hádeginu voru heitir réttir inni-
faldir í verði salatborðsins, flestir
fremur vondir, einkum þurr fiskur
og þurrt kjöt. Ætar voru kartöflur,
saltkjöt og eggjakaka með skinku.
Súpurnar voru frambæriiegar
hveitisúpur, með miklu af blómkáli,
spergli eða hverju því innihaldi, sem
gaf súpunni nafn hverju sinni. Brauð
var undantekningarlaust gott og
smjörið í snyrtilegum kúlum, en
ekki vafið í álpappír að hætti flugfé-
laga.
Hveiti og egg voru óspart notuð í
sósur og mikið magn notað af klass-
ískum sósum, svo sem hollandaise og
bearnaise, sem skafa má af til að
gera matinn lystugri. Algerlega staðl-
að meðlæti, hvort sem snæddur var
fiskur eða kjöt, var bökuð kartafla
með smjörklípu og fjölbreytt græn-
meti, hóflega pönnusteikt.
Griliaður karfi var merkilega mjúk-
ur, betri en víða annars staðar í bæn-
um, borinn fram með möndlubland-
aðri hveitisósu bragðsterkri. Rauð-
spretta var einnig ágætlega elduð, með
hvítlaukssósu. Fiskiþrenna með rauð-
sprettu, skötusel og hörpudiski var
nokkru lakari, svo sem venja er um
slíkar þrennur. Tvær gerðir af sósu í
miklu magni runnu hvor í bland við
hina og spilltu réttinum.
Alþýða og útlendingar hafa löngurn hallað sér að Pottinum
og pönnunni, sem næst gengur sögufrægum Lauga-ási
að hófsemi í verðlagi.
Grillaður lambavöðvi var hæfilega
eldaður, meyr en bragðlaus, svo sem
títt er um íslenzkt lambakjöt. Gamal-
kunn bearnaise-sósa og fallegir
sveppir bættu réttinn. Hægt var að
tína saman góðan eftirrétt úr
melónu, graskeri og döðlum af salat-
borði. Kaffi var frambærilegt.
Innréttingar staðarins hafa verið
óbreyttar frá ómunatíð, en eru ekki
þreytulegar, því að viðhald er í lagi
og snyrtimennska til sóma. Staður-
inn er vel hannaður og notalegur,
með salatborð sem þungamiðju. Gest-
ir sitja sumpart á bekkjum í tiltölu-
lega þægilegum básum og sumpart á
góðum stólum úti á gólfl. Gegnheil
viðarborð eru dúklaus, vatnsglös á
fæti eru fin, en pappírsþurrkur rytju-
legar.
Þjónusta var öflug og ágæt, en dá-
lítið kammó, þegar karlar á sextugs-
aldri voru kallaðir „strákar" upp á
amerísku. Og dósatónlistin var
stundum hátt stillt.
Jónas Kristjánsson
Magdalena
O’Doon
hægt ef Clinton verður ekki bolað
burt.
Áttu þér fyrirmyndir? Þú hélst
kannski að ég ætlaði að segja Móð-
ir Teresa eða Lafði Díana en nei,
það eru ýmsar konur að gera það
gott sem listamenn, þær sem hafa
öðlast viðurkenningu eiga hana
skilið, en það eru enn margar eftir
í skugga meðalmennskukarla sem
eiga peninga.
Drekkurðu eða dóparðu of mik-
ið? Nei, nú er ég einmitt að „hugsa
mitt ráð“.
Hvað langar þig helst að gera með
elskhuga þínum? Ná honum útúr
hausnum á mér og hafa hann fyrir
framan mig af holdi og blóði. Og
ferðast þá öðruvísi en í huganum.
Reykjavik
Áttu þér
mottó?
Sjálfsmorð er
bara heim-
spekilegur
möguleiki, því að
þú gætir alltaf unnið í
lottói á morgun.
Ein góð saga úr bransanum: Það
er einn róni sem kemur og fær
stundum mat hjá okkur niðri við
Thomkins Square Park. Hann er
kallaður Kúreki. í fyrradag tók
hann Oregano-stauk uppúr vasan-
um og kryddaði spagettíið sem við
vorum að gefa honum aðeins auka-
lega. Þegar við fórum að hlæja að
honum kallaði hann „damn you all
lousy cooks“.
Inga Björk Ingadóttir:
VJi) íJjjJ 3'Jo rrjj.IfJj-r'
_p BflfkásjzlþfíBhif
Af hveiju félagsleg þjónusta? Það
er heiðarleg og mannbætandi vinna
að hjálpa þeim sem geta ekki hjálp-
að sér sjálfir.
Kanntu ekkert annað? Jú, ég tók
mér bara frí frá „listalífinu" til að
hugsa mitt ráð.
Myndirðu vilja gera eitthvað
annað? Æðisgengilegheitin geta
beðið aðeins lengur eftir mér, ég
veit að þau fara ekki neitt.
Kemur Guð þér og starfi þínu
eitthvað við? Nei, en fólk kemur
mér við.
Kemur pólítík þér og starfi þínu
eitthvað við? Já, launin eru lág og
við sem veitum þjónustuna erum
undirmönnuð og hún því ófullnægj-
andi. En þvi verður breytt hægt og
IV. h I u t i
6
f Ó k U S 19. febrúar 1999