Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Side 7
matur
MIRABELLE ★★★ Smiðjustíg 6, s. 552
2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir f
profiteroles og créme brulée." Opið 18-22.30.
PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561
3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði
af góðum pöstum en lítt skólað og of uppáþrengj-
andi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og
11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka
daga og til 3 um helgar.
PERLAN ★★★★ Öskjuhlíö, s. 562 0200.
„Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins
býðurvandaða, en gerilsneydda matreiðslu" Opiö
18.00-22.30 virka daga og til 23 um helgar.
RAUÐARÁ Rauöarárstíg 37, s. 562 6766.
Eftir að hafa gengið upp tröppur í
ónefndu húsi í ónefndri götu kemst
ég loksins upp á efstu hæð. Stiga-
gangurinn er annars eins og eitthvað
úr Pulp Fiction. Enda er þetta allt
svolítið þannig. Ég er að fara til ná-
unga sem býr með sex erótískum
dönsurum og hika þess vegna ekki
við að hringja.
Julietta opnar hurðina, brosir og
hleypir mér inn. Ég kynni mig háif
asnalega og veit ekki alveg hvernig
ég á að haga mér. Á báða vegu eru
herbergi og sýnist mér vera þrjú rúm
í hverju. Hvít rúmföt og hlýjar
dúnsængur ásamt alls konar kven-
legu dóti. Taska uppi í rúmi en ann-
ars er allt mjög snyrtilegt. íbúðin er
samt gömul en það er þó varla ryk-
korn að sjá.
Golli, Ingólfur Jensson, fram-
kvæmdastjóri Club Clinton, birtist í
eldhúsgættinni og heilsar. Eitthvað
af stelpum stendur inni í eldhúsinu
og eru eitthvað að fást við mat, eins
og sagt er. Golli rekur mig inn í stofu
og við hlömmum okkur í sófann. Ein
af stelpunum kemur á sömu stundu
með kaffi handa okkur og ekki um
neitt annað að ræða en hella sér út í
pínupons viðtal við heppnasta mann
íslands.
Hvernig kom það til að þú fórst að
búa með sex dönsurum?
„Þær eru héma til að dansa hjá
okkur og það var mjög erfitt að frnna
viðunandi húsnæði fyrir þær í
Reykjavik og við vildum líka að þær
hefðu góða aðstöðu héma miðsvæðis.
Eva og Angel glugga í fagtímarit. Sofie er í bakgrunni.
Þess vegna fluttu þær bara inn til
min en það er nú tímabundið því ég
er að leiðinni í nýtt húsnæði sjálfúr.“
Og ertu vanur að búa meö kven-
fólki?
„Já, já,“ segir Golli og maður sér á
honum að hann er líka þannig týpa.
„Ég á þrjár systur og er því öllu van-
ur. Svo bjó ég líka með yngstu systur
minni í þrjú ár og sú sambúð gekk
mjög vel.“
Aldrei borðað súpu
Þá kemur ein stúikan aiit í einu
með disk handa honum Golla sínum.
Á diskinum er eggjakaka og steiktar
kartöflur. Golli brosir og þakkar fyr-
ir sig og ég sé eitthvað á milli þeirra.
Ó, nei, það er langt frá því að vera
það sem þeir fávísu myndu halda.
Þetta er bara væntumþykja eða það
sem að öllu jöfnu er kallað vinnátta.
Þessi fyrrum sendibíl-
stjóri er ömgglega sið-
asti maðurinn sem
myndi gera nokkuð á
hlut þessara stúlkna og
það er kannski ástæðan
fyrir því að þær dekra
við hann.
„Rússnesk ommel-
etta,“ útskýrir Golli og
hlær lítillega. „Það er
dekrað við mann héma.“
Þú ert sem sagt enginn
þrœll hérna?
„Nei, ég fæ ekki að
gera neitt fyrir þær. Það
er rétt að ég fæ að fara út með ruslið.
Allt annað sjá þær um.“
Og hvernig smakkast eggin?
„Mjög góð. Þær eru alveg ótrúleg-
ar í eldamennskunni og geta galdrað
hvað sem er úr nánast engu. Þvílík
nýtni í þessum stelpum. Það mættu
margar íslenskar konur læra hag-
sýni af þesum konum því þær kunna
sko að elda. Ég hef til dæmis aldrei
borðað súpu en eftir að ég smakkaði
súpumar sem þær búa til borða ég
súpu á hverjum degi.“
Það hefur sem sagt einhverjar
breytingar í för meö sér að búa með
sex konum?
„Já. Og útlitið á snúrunum héma
hefur svo sannarlega breyst," segir
GoUi í sama umhyggjutóninum sem
einkennir þennan mann sem á þrjár
systur og er í augnablikinu dekraður
af sex konum.
Nágrannarnir hafa ekkert kvart-
að?
„Nei. Það hefur ekkert heyrst í
þeim. Enda em þær mjög tiUitssam-
ar, stelpumar."
En nú hefur oft veriö kvartað yfir
gamla Duus-húsi í Fishersundi, geng-
ur sambúðin við nágrannana jafn vel
þar?
„Já. Hún gengur mjög vel núna,
enda era nágrannarnir að átta sig á
því að við erum í raun góðir og til-
litssamir nágrannar."
Vindlar og Clinton
„Þetta era alþýðustúlkur úr borg-
um,“ segir GoUi um stúlkurnar sem
hann býr með og bætir því við að
þær séu frá Litháen og Ungverja-
landi. „Þær eru mjög skemmtUegar
og fyndnar, þessar stelpur. Hér er
mikið flflast og hlegið."
En hvernig ganga tjáskiptin?
„Ágætlega. Við tölum saman á
ensku. Þær era að vísu misjafnar í
enskunni en hinar þýða þá bara fyr-
ir þær sem era með minnstu kunn-
áttuna."
Og hvernig kunna þœr við sig hér
á landi?
„Þær kunna mjög vel við ísland og
Islendinga. Nema kannski að þeim
finnst landið helst tU of dýrt en það
finnst manni sjálfum líka,“ segir
GoUi og hlær.
Stelpumar era núna farnar að
dreifa sér um íbúðina. Einhverjar
þurfa að snyrta sig inni á baði, aðrar
hlamma sér inn í herbergin sín tU að
lesa og einhverjar setjast inn í stofu
tU okkar. Þær kinka koUi þegar ég
spyr þær hvort þeim líki við ísland
og svo bera þær GoUa vel söguna.
Segja að hann sé alveg einstakur og
mjög heiðarlegur maður. Við GoUi
vindum okkur þá yfir í að ræða um
nafnið á bamum og hvort hann sé
ánægður með sýknunina hans Clint-
ons. GoUi segist að sjálfsögðu vera í
skýjunum yfir henni.
En er það satt að þið séuð með ein-
hverja mjög sérstaka vindla á
boðstólum?
„Já, á Monicu-barnum og eins
Stulkurnar fara vandlega yfir atvinnutækin og athuga hvort þau hafi
skaðast eitthvað kvöldiö áður.
Ingólfur Jensson, framkvæmdastjóri
Club Clinton í Fishersundi, er að öllu
jöfnu kallaður Golli. Þetta er góðlegur
náungi og rétt skriðinn yfir þrítugt
eins og sést á myndunum. Einíiverjhv^’
myndu segja að hann væri heppn^s-tf
maður á íslandi þar sem haprfrekur
erótískan klúbb sen^ér fullur af
fáklæddu kvenfólki o^ékki nóg með
það heldur bý.rhann hjá þessu
sama'faklædda kvenfólki.
REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111.
„Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og
oftast vandaðri matreíðslu, með áherzlu á ein-
föld og falleg salöt, misjafnt eldaöar pöstur og
hæfilega eldaða fiskrétti." Opiö 11.30-22.30.
SHANGHÆ ★ Laugavegi 28b, s. 551 6513.
Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar.
Julietta og Sofie að fíflast inni á
baðherbergi.
stendur til í sumar að vera með
kokkteilboð í tilefni af komu Hillary
til landsins. Já, já. Við ætlum okkur
að halda viðhafnarveislu."
Og við gæfum öll mikið fyrir að
sjá Hillary mæta í þá veisluna og
hvað þá ef Clinton kæmi með henni.
En eins og allir vita þá eru erótískir
staðir jafnvinsælir hjá báðum kynj-
unum. Svo er aldrei að vita nema-
Hillary vilji fá sér vindil á Monicu-
barnum. En ég stend upp og kveð
Golla. Stelpumar eru að fiflast eitt-
hvað í sófanum og ræða sín mál. Það
er líf í þessu húsi og hann Golli kast-
ast með diskinn sinn inn í eldhús og
ég skil heppnasta mann íslands eftir
með sínum ástvinum.
-MT
mBBm
Golli ásamt stelpunum í eldhúsinu. Hann segir þær vera ótrúlega nýtnar og
að sömuleiðis hafi þær fengið hann til að taka upp á því að borða súpur.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s.
5518666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf
og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23.
ÞRlR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14,
s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís-
lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins
númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka
daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og
laugardag.
SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en
dálítið frosin." Opiö frá kl. 18 alla daga.
TILVERAN ★★★★★ Llnnetsstíg 1, s. 565
5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við
þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta
smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep
almennilegs mataræðis." Opiö 12-22 sunnudag
til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag.
Imeira á. j
www.visir.is
19. febrúar 1999 f Ókus
7