Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Side 10
Fyrrverandi fjöllista- hópurínn Gus gus er kominn aftur á kreik og gefur út nýja plötu í lok apríl. Fyrírhugaðar eru tónleikaferðir um allan heim en fyrst á að halda tónleika í „Þa6 kann enginn á hijóðfæri nema þrír sem kunna á kassagítar" Jœja, gerum viötal. Hvernig er að vera í Gus gus í samanburöi við „eölilega" hljómsveit? „Það er nú nýlega tilkomið að við fórum að kalla okkur hljóm- sveit og maður er eiginlega enn þá að finna sig í því hlutverki. Þetta er þannig hljómsveit að það kann enginn á hljóðfæri, nema þrír sem kunna á kassagítar. Menn eru enn þá að finna sér flöt í þessu formi sem Gus gus er miðað við hefðbund- in bönd. Þetta er svolítið flókn- ara upp á tónleika að gera, þar sem allt er keyrt af síkvenserum og samplerum. Ég er t.d. leikari að reyna að finna mér hlutverk í hljómsveit sem er ekki beint hljómsveit. Það er miklu betri andi í hópnum núna. Við ákváð- um eiginlega að vera hljómsveit eftir að við fengum samninginn og við höfum verið að kynnast síðan.“ Þið hafið hossast saman á túr- unum? „Nákvæmlega. Maður er far- inn að þekkja hina miklu miklu betur.“ Er þetta ekki fúltœm djobb? „Jú, það er ákveðin skuld- binding sem fylgir þessu. Það er plötusamningur og fullt af fólki að vinna í kringum okkur, þannig að þetta er orðið svolítið fyrirtæki. Ég er nú þannig gerð- ur að þegar er komið form á hluti hættir mér að þykja gam- an að þeim. Maður er þvi alla daga að reyna að finna fleti á því að þykja gaman að þessu brölti." Hvernig gengur það? „Það gengur ágætlega. Ég hef verið síðasta árið að læra á þess- ar tónlistartölvur sem ég kunni ekkert á áður. Maður var vanur að semja allt á kassagítar, en hérna hefur minn tími mikið farið i það að vera í starfsnámi hjá Herb Legowitz - ég er kom- inn í síkvenser og sampler- heimana. En hvemig útskýrir maður hvað er gaman? Ef mað- ur ætlar eitthvað að endast í þessum bransa þarf að hugsa fyrir næstu skref því þetta Led Zeppelin-ævintýri - þetta sukk og svínarí, rokk og ról - er búið. Sjáðu bara Aerosmith! Við tök- um þetta með ákveðinni vinnu- lógíu.“ Að hverju er stefnt? „Á döfinni er að kynna næstu plötu. Það er ekki hægt að horfa lengra í bili.“ Draumar um gæluverkefni Getur þú komið öllum þinum hugðarefnum á framfæri innan Gus gus? „Nei, alls ekki. En það hleyp- ur enginn frá þessu því við höf- um öll sameiginlega ábyrgð. En allir eru með drauma um gælu- verkefni fyrir utan hópinn. Það er endalaus leit.“ Ertu búinn aö fmna gœluverk- efni? „Það eru ýmis teikn á lofti. Það er bara það að nú er tón- leikaferð fram undan og lítill tími fyrir annað. Ég er t.d. orð- inn frekar leiður á að geta ekki leikið neitt.“ Maður sér þig þá ekki á leik- sviðinu i bráð? „Jú, vonandi. Mig langar að reyna að leika eitthvað næsta haust, en ég veit ekki hvemig það fer tímalega séð. Ég mun leika í bíómynd sem verður tek- in upp í Finnlandi í sumar og það á eftir að kitla aðeins.“ Hlakkar þú til að hella þér út í tónleikalífiö á ný? „He, he, he, já, blessaður vertu, maður! Það hættulega við að túra er að túra of mikið og siðast túmðum við of mikið, vorum á ferðinni í eitt ár. Nú verður það allt aftur og meira til, en maður er betur undir þetta búinn núna.“ Meiri samhljómur Síöast var Gus gus aö kynna plötuna „Polydistortion “, en nú á túra meö þá nýju, „This is normal“. í síöustu ferö smjöttuöu útlenskir blaöamenn helst á því aö Gus gus vœri fjöllistahópur frá íslandi. Hvaöa flöt á aö bjóöa þeim núna? „Blaðamönnum og fólki yfir- leitt fannst erfitt að staðsetja okkur þannig að við tókum þann pól í hæðina að kynna okkur sem hljómsveit fyrst og fremst, enda hefur ekki gefist neinn tími fyrir annað.“ Hvernig hefur tónlistin þróast á milli þessara tveggja platna? „Ég myndi segja að núna sé tónlistin orðin meira lík inn- byrðis miðað við hvað hún var kaótísk síðast. Það er kominn meiri samhljómur, þú heyrir á lögunum að þetta er allt sama hljómsveitin, sem var frekar erfitt á síðustu plötu.“ Hvaö veröur um öll egóin í svona mikilli hópvinnu eins og Gus gus er? „Þetta er svona bæði og - sumir pakka þeim niður, aðrir hleypa þeim upp. Það er mjög erfitt ef öll egóin eru uppi í einu, en hver og einn á sinn hégóma sem hann getur dvalið í - „Be king for a day“.“ Fœröu mikla útrás meö því aö koma fram meö Gus gus? „Já, já. Þetta er dálítið eins og leiksýning. Það er ákveðin dínamík í gangi, ákveðin töfra- móment í þessu samspili tónlist- ar, performans og bíós. Þetta er kikk þegar samspilið heppnast; þegar við teljum okkur vera að segja eitthvað sem skiptir máli og fólk tengir við það. Sú upplif- un er roscdegt kikk.“ -glh Magnús Jónsson er einn af þremur söngvurum Gus gus. Auk þess er hann útskrifaður leikari. Það fer kannski minnst fýrir honum af söngvumnum, en hann er diskóbolti sveitarinnar. Þetta er símaviðtal Reykjavík annað kvöld. Á þessari opnu má kynnast innra starfi hóps- ins öriítið og gera sér grein fyrir umfanginu. Gus gus er nefnilega ekkert smáfýrírtæki. DaníelÁgust Söngvari, laga- og textahöfundur og handritshöfundur. Söngurmeð I Q-bums o.fl. g Hafdís Huld Söngvari og leikari. Söngur með Johnny L., Zend Avesta o.fl. Maggi Jóns Lagasmiður, leikari, söngvari og gítarleikari. 1 Augtýsingalestur á íslenskum auglýsingum |: f Ókus 19. febrúar 1999 „GusGus spilaði í sjónvarpsþætti á sjónvarpsstööinni Viva í Köln í ágúst ‘97. Alfred More og Biggi Veira fundu nýróinantísk föt í búningadeildinni og fengust ekki úr þeim. Þaö haföi veriö gamali draumur hjá þeim aö vera meö varalit í sjónvarpinu.“ Páll Borg hefur verið að vinna að því síðustu daga að tónleikarnir í flugskýli 4 hljómi vel. Hér talar hann um tónleikana og rútulífið. Bannað að gera 'tunni Páll Borg hefur verið aðal- hljóðmaður Gus gus frá upphafi, eða „co-producer“ eins og þykir flottara að kalla starfsheitið. Hann „co-prodeceraði“ nýju plöt- una og er aðalhljóðmaður á tón- leikum. Hann hefur því flækst með bandinu um allan heim og komist í hann krappan. Honum er einna minnisstæðast þegar hljómsveitin stoppaði grámygluð á trukkstoppi „in-ðe-middle-of- nóver“ í Bandaríkjunum og upp að þeim renndi risavaxinn trukkur. Framrúðan var skrúfuð niður og bílstjórinn æpti á ís- lensku; „Eigiði brennivín!" Fyrstu kynni Páls af tónleika- hljóðstjóm vom í Höllinni þegar Gus gus hitaði upp fyrir Prodigy. Hann kunni lítið á tækin og var lofað að vanur mixermaður stæði við hliðina á honum. Sá rauk í burtu þegar Gus gus mætti á svið og Páll sá afganginn af tónleikun- um í móðu og endalausar raðir af tökkum fóru í graut í hausnum á honum. „Ég held að það hafi ekki verið mjög gott sánd á þeim tónleikum“, seg- ir hann. Flugskýlið örþrifaráð En nú, tæplega hundrað tón- leikum síðar, ætti þetta að vera allt annað líf þótt það hafi reynd- ar þurft mikið átak til að koma tónleikunum upp í flugskýli 4. „Skemman er um 1400 fermetrar og þegar við komum þangað fyrst var 9 sekúndna bergmál,“ segir Páll. „Öll vikan fór í að finna tjöld til að fóðra salinn. Við höf- um fengið nánast öll leiktjöld bæjarins lánuð - hjá Þjóðleikhús- inu og Borgarleikhúsinu, Byko, Steinullarverksmiðjunni - og þetta þarf allt að vera eldvarið því kröfumar á flugvellinum em svo miklar. Það tekur átta manns tvo daga að hengja þetta upp svo þetta verða vel fóðraðir tónleikar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.