Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 19
veigrar sér ekki við að svara spumingum um lífið og alheiminn. ros< „Bókin kom út á Þorláks- messu,“ segir Páll Einarsson um Engil afkimans og bætir því við að Englinum sé ætlað að hafa gildi allt árið um kring en ekki bara á jólunum eins og oft vill verða með íslenskar bækur. Og hvernig bók er þetta? „Þessi bók er samansafn efnis sem ég byrjaði að safna fyrir níu árum. Þetta efni var fyrst sett fram í ljósritum sem ég gaf fólki sem var að glíma á einhvern hátt við vímuefhavandann. Ljósritin voru síðan bara orðin svo mörg og eftirspumin það mikil að ég þurfti að selja þau til að hafa upp í kostnað. Þess vegna sló ég bara til og ákvað að gefa út bók um þetta efni.“ En hvað kom til aö þú safnaöir þessum upplýsingum saman? „Já. Kveikjan að þessu öllu saman er íslendingaspjall Hall- dórs Laxness sem kom út 1969,“ svarar Páll og vitnar beint í sjálf- an kónginn: „íslendingar þjást af sjúkdómi [alkóhólisma] sem er verri en hungursneyð," segir Páll og bætir því við að það sé þessi setning sem bókin byggist utan um. Alkar öfugir sjúklingar Páli er mikið niðri fyrir og aug- ljóst að hann hefur hreint út sagt ótrúlegt minni. íbúðin hans er hlaðin bókum og alls kyns mynd- ir, nánast óskiljanlegar, hanga uppi um alla veggi. Sjálfur er Páll eins og postuli, stendur með prik og útskýrir allt skilmerkilega og hefur þann kost að einfalda hlut- ina þannig að leikmaður geti full- komlega skilið það sem hann á við. „Vandamálið við alkóhólis- mann,“ útskýrir Páll, „er að hann er öfugur sjúkdómur sem var ekki hægt að rannsaka eða leysa fyrr en búið var að fínna sjálfa lækn- inguna." En hversu mikið plagar þessi sjúkdómur okkur íslendinga? „Sem dæmi þá var talið þegar AA kom fyrst fram á sjónarsviðið, una Páll Einarsson er fyrrum flugmaður og núverandi hugsuður með meiru. Hann var að gefa út bók, Engil afkimans, sem fjaliar um alkóhólisma, meðferð, AA-samtökin og auðvitað mannsheilann. Auk alls þessa er Páll annað hvort geðveikur eða snillingur sem leyst hefur lífsgátuna - nema hvort tveggja sé - en það er nokkuð sem hver og einn verður að gera upp við sig. ýlaður sanna allt verið þannig að eðlisfræðingar og þessir miklu hugsuðir hafa getað séð fyrir hver næsta uppgötvun yrði án þess að geta sannað hana sem slíka. Dimitry Mendelyev, sá sem fann upp lotukerfið, fann til dæmis ekki öll efnin í kerfið en gat séð fyrir hvar hann ætti að koma þeim fyrir og hvaða eigin- leika þau hefðu áður en hann gat sannað hver þau yrðu. En við vit- um öll að lotukerfið er ennþá kennt í skólum og nýtist efnafræð- ingum um allan heim. 1935, að um fimm prósent væru ánetjuð vímuefnum en nú er þessi tala komin upp í 25%. Sjúkdómur- inn hefur fimmfaldast og skiptist þannig að 15% eru alkar, 5% háð- ir ólöglegum götulyfjum og önnur 5% tengjast misnotkun á lækna- lyfjum. Þessi sjúkdómur er aug- ljóslega bráðsmitandi og andleg smit rosaleg. Þegar ég segi andleg smit á ég við þá aðstandendur sem sjúkdómurinn bitnar á. En það hefur viss margföldunaráhrif inn í samfélagið og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því, áður en það verður of seint, að við erum að tapa stríðinu við fíkn- ina.“ Frá þessum pælingum rýkur Páll yfir í að útskýra tilraunir sem gerðar hafa verið á rottum og öpum. En þeim hefur verið gefið brennivín og dóp til að athuga hvort dýrin myndu sækjast í það aftur. Aðeins viss hluti dýranna sótti í vímuna á ný en hinir vildu ekki sjá það. Það gæti merkt að hluti manna sé móttækilegir fyrir sjúkdóminum og ánetjist strax á fyrsta sopa. En í samfélagi eins og okkar eru bara aðrar aðstæður fyrir hendi og því myndast marg- földunaráhrif sem við getum ekki séð fyrir endann á. Þetta gæti þess vegna endað þannig, ef segjum okkur að baráttan sé töpuð, að eft- ir einhver ár verði annar hver maður alkóhólisti. Eða það er kenningin, sem sannast kannski sé litið til þess að sjúkdómstilfell- in hafa fimmfaldast á sextíu og fimm árum, sem haldið hefur ver- ið fram á undangengnum árum. Kenningin um allt Svo hefur heyrst sú saga aö þú sért að vinna aö annarri bók? „Já. Ég er að skrifa kenninguna um allt. Það hefur verið áhugamál í þó nokkur ár,“ segir Páll. En fyrir þá sem ekki vita þá er kenningin um allt viðurkennd sem möguleiki af öllum vísanda- mönnum. Hér á íslandi er hún rædd nánast sem staðreynd uppi í háskóla. En það hefúr yfirleitt Mengin komu að notum Nú hefur kenningin um allt ver- iö eitthvaö sem enginn hefur leyst hvernig reikna skuli út. Hvernig ferö þú aö því? „Það sem ég fann út er að það verður að nota mengi til að reikna þetta út,“ segir Páll og glottir. Við þekkjum öll mengi og höf- um hlustað á merkustu menn segja okkur að það sé lítið gagn í að læra þau. En þá bendir Páll á að tölvan byggi á reikningsaðferð sem var talin úrelt og ónothæf með öllu. „Stærðfræðin nær ekki út fyrir allt. Hún er takmörkuð án mengja. Hún getur alls ekki, ein og sér, reiknað út Miklahvell, svo dæmi séu tekin. Hvað þá að hún geti reiknað út kenninguna um allt.“ Ertu þá aö segja aö án mengja séu útreikningar stœröfrœöinga bara óendanlegar jöfnur? „Já. Og það albilaðasta við alla þessa stærðfræðinga sem ætla að reikna út Miklahvell er að jafnan inniheldur ekki áhorfandann. En sá reikningur sem ég nota gerir ráð fyrir áhorfanda og mengið inniheldur hann. Einstein sagði einmitt að það yrði að vera fegurð í jöfnunni því annars myndi hún ekki standast." Geturöu tekiö dœmi um hvernig þetta virkar? „ Já, en þetta er kannski of flók- ið til að útskýra í lítilli blaða- grein. En svo ég útskýri alla vega hverju mengin valda þá er sannað að heilahvelin skiptast í stærð- fræðilegu hliðina og þá sem vinn- ur úr myndum og öðru slíku. En með þvi að nota mengi nærðu að sameina bæði heilahvelin þvi það er ekki hægt að horfa á raunveru- leikann með öðru heilahvelinu. Það er vænlegra til árangurs að nota allt heilahvelið." Þú áttar þig á aö þetta hljómar allt svolítiö geöveikt? „Já. Annað hvort er ég rosalega brjálaður eða að ég er búinn að sanna kenninguna um allt,“ segir Páll og augljóst að honum stendur á sama um hvort fólk heldur. -MT 1 g i k h ú s I hádeginu í dag sýnir eöa sýndi (eftir því hvenær þú lest Fókus) Iðnó leikritiö Leltum aö ungrl stúlku klukkan tólf. Þaö verður framhald á sýn- ingum á þessu verðlaunaleikriti eftir Kristján Þórö Hrafnsson. Síminn er 530 3030 fyrir þá sem vilja panta miða. Skemmtihúslö, Laufásvegi 22. Bertold Bercht - elnþáttungar um 3. ríklð, veröur leikið annað kvöld og þriðjudagskvöld kl. 20. Miöapantanir eru ! Iðnó í síma 530 3030. Loftkastallnn sýnir leikritiö Mýs og menn kl. 20.30 á sunnudaginn. Ekkert vit er í ööru en að fara og sjá Hilmi Snæ leika á móti Jóhanni Sig- urðarsyni. Pottþétt saga eftir Steinbeck og um að gera að kíkja á Lenny og George. Simi 552 3000. íslenska óperan. Hommaleikritið Hlnn fullkomnl jafnlngi er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Alíslenskt leik- rit um menningarafkima sem flestir þekkja ekki vel. Örugglega fróðlegt og næsta sýning er einmitt á sunnudagskvöld kl. 20, örfá sæti laus. Slmi 5511475. Borgarleikhúslð. Horft frá brúnnl leikið á stóra sviðinu kl. 20 í kvöld, örfá sæti laus. Pottþéttur Arthur Miller-tryllir. Hann klikkar alveg örugglega ekki og ekki fræðilegur möguleiki að kvöldstund með Miller verði eyðilögð. Sími 568 8000. Þjóöleikhúslð. Á stóra sviði kl. 20 er Brúðu- helmlli Ibsens i fuliu fjöri á sunnudagskvöld. 19. aldar orgía í orðum og leik. Það eru víst nokkur sæti laus fyrir þá sem hringja í síma 5511200. Borgarleikhúslð. Búa saga veröur leikin á litla sviðinu í kvöld kl. 20. íslenskt verð- launaleikrit sem fær ansi misjafna dóma. Þeir sem ekki hafa hælt því hafa hreint út sagt ælt yfir það. Sími 568 8000. Abel Snorko býr einn á litla sviði Þjóðlelkhúss- Ins kl. 20 í kvöld og á fimmtudagskvöldið. En hann er víst ekki alveg einn þvi það er uppselt á báðar þessar sýningar. Sími 551 1200. Borgarlelkhúslð. islenski dansflokkurinn ham- ast á stóra sviðinu og dansar Vlvlng eftir Rui Horta, Flat Space Moving eftir Rui Horta og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. 3. sýningin er á sunnudagskvöldið og fólk er eindregið hvatt til að gera eitthvað nýtt. Sætir og stæltir kroppar í góðri lýsingu klikka alveg örugglega ekki. Sími 568 8000. ÞJóðlelkhúsið. Á stóra sviðinu eru Örn Árna og Hilmir Snær Tvelr tvöfaldir alla helgina en það er alveg hræðilega uppselt. Eini möguleikinn til að fá miða á næstunni er að hringja í síma 551 1200 og panta sér miða á sýningu sem verður á fimmtudagskvöld. TJarnarbíó. Svartklædda konan verðu leikin i kvöld og annað kvöld kl. 21. Viðar Eggerts er kominn í staðinn fyrir Arnar Jónsson og því um aö gera fyrir þá sem sáu sýninguna fyrir áramót að fara og sjá hana aftur. Sími 561 0280. KafflLeikhúslð. Hótel Hekla verður leikin og sprelluð í kvöld og annað kvöld, laus sæti. Sími 551 9055. Á Smíðaverkstæðl ÞJóðlelkhússlns kl. 20.30 verður Maður í mlslltum sokkum upp- seldur alla helgina. Þetta er spútnikleikrit ársins og sérstaklega fyrir þá eldri og vitrari. Sími 551 1200 fyrir þá sem vilja tryggja sér miða einhvern tíma Bing Dao-Rennlverkstæðlð, Akureyri. Rommí verður leikið í kvöld og á fimmtudagskvöld. Sími 461 3690. Lelkfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir Náttúruóperuna kl. 20 ! köld, annað kvöld og á sunnudagskvöldið. Stmi 5811861. íslenska óperan. Verzló með setu leikur og syngur Dlrty Dancing í kvöld og það er uppselt. S!mi 551 1475. Mögulelkhúsið v/Hiemm. Leikfélag eldri borg- ara frumsýnir annað kvöld. 1 forrétt eru Maðkar í mysunnl eftir Mark Langham en í aðalrétt og ábæti nýtt íslenskt verk, Ábrystir meö kanel eft- ir Sigrúnu Valbergsdóttur. Iðnó sýnir leikritið ÞJónn í súpunni í kvöld en því miöur er uppselt. Sími 530 3030. íslenska óperan. Hell- isbúlnn er að sjálf- sögðu uppseldur og ekki láta ykkur dreyma um að fá miða á næstunni. En fyrir þá sem plana lífið sitt langt fram í tlmann er síminn 5511475. Borgarlelkhúsið. Uppselt á Sex I svelt á stóra í kvöld. Sími 568 8000. Iðnó sýnir leikritiö Rommí annaö kvöld og sunnudagskvöld kl. 21, örfá sæti laus. S!mi 530-3030. meira á-1 www.visir.is 19. febrúar 1999 f Ókus 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.