Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 12
■f
Gabríela Friðriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur ein af efnilegustu, og yngstu, myndlistarmönnum dagsins í dag.
Flún hefur verið ötul við að setja upp sýningar víðs vegar um landið, tók niður sýningu í Galleríi Sævars Karls
vikunni og opnar aðra í Slunkaríki á ísafirði 6. mars næstkomandi. Henni finnst sniðugheitin vera allsráðandi í dag
og skammast sín ekki fyrir að nenna ekki að læra á radar eða vera ofsalega vísindaleg í því sem hún er að gera.
sýnast
Næsta sýning myndlistarkonunnar
Gabríelu verður hvít og eilítið rokkuð.
Gabríela Friðriksdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum vorið ‘97. Áður en hún hóf nám þar gekk hún í MR
en var mikinn hluta námstímans utan skóla vegna þess að hún
lenti í ástandinu, eignaðist stúlkubam sem nú er níu ára göm-
ul. Hún er því ekki þessi klassíski MR-ingur.
„Sýningin á Ísafírði hefur vinnuheitið „Are you ready to
rock?“,“ segir Gabriela og hlær. Hún bætir því síðan við að sýn-
ingin verði mjög hvít en lofar því um leið að næsta sýning, lík-
lega í Vestmannaeyjum, verði svört.
„Are you ready to rock?“ hljómar ekki alveg eins og nafn á
myndlistarsýningu.
„Nei. Ég er ekkert hrædd við að gera eitthvað sem kemur upp
um hvað ég er vitlaus. Ég nenni alfa vega ekki að sýnast gáfu-
leg. Ég fæ bara einhverja hugmynd sem mér finnst fyndin og
framkvæmi hana. Eins og það að ég ætla að hafa tónlist í sýn-
ingunni af því mér datt það í hug.“
Veröur rokk?
„Nei. Þetta er ekki tónlist beint heldur einfaldar laglínur sem
ég bý til. Ég heiilast mikið af því þegar klassísk tónlist er tekin
og einfólduð og í sýningunni verða bara einfaldar laglínur á
sinta.“
En hvernig er þaö, veröur allt aö vera einfalt og sniöugt í dag?
„Já, tíundi áratugurinn er ofsalega mikið svoleiðis. Simpsons,
Southpark, Spaugstofan, Radíus og nú Fóstbræður. Allt sem
þeir segja og gera er ofsalega sniðugt og þykir mjög fynd-
ið. Ég held að fólk sé komið með nóg af þessari predik-
un sem var í gangi hér áður fyrr. Þetta er í raunin-
inni bara mannlegt í kjarnanum eins og það hefur
cilltaf verið, íjallar ennþá um fólk þrátt fyrir að
útlitið hafi tekið breytingmn. Það er alltaf djúpt
og grunnt og stutt og langt. Þetta er bara
spurning um hvað laðar fólk að á hverjum
tíma fyrir sig,“ segir Gabríela.
Vísindamaður eða listamaður
En ert þú ekki af annarri kynslóö heldur
en allir þessir sniöugu?
„Jú. Ég sé einmitt mjög mikinn mun á
mér og fyrri kynslóðum. Eins og þegar
maður var í skóla. Þá fannst manni maður
aldrei vera að gera neitt sem væri nógu
djúpt. Tökum sem dæmi, landslagsmálverk.
Það mátti ekki bara mála landslagið heldur
þurfti að vera eitthvað vísindalegt við það.
Þú gast ekki bara málað fjall heldur þurftirðu
að kunna á og nota radar. Listamaðurinn varð
að vera ógurlega sniðugur vísindamaður í stað-
inn fyrir að vera bara listamaður."
Er myndlistarskólinn ekki líka uppfullur af sniöug-
heitum?
„Hjá mér var skólagangan þannig að mér fannst eng-
inn vera að segja sannleikann og eftir um það bil tvö
ár fattaði ég að maður var bara að búa til eitthvað
sem líktist list. Þá skransaði ég og fór aðeins
að hugsa þetta upp á nýtt. í skólanum fær
maður í rauninni að gera það sem
manni sýnist, sem er frábært, en
það er ekkert mál að týnast
í því og þá er hættan að
maður fari að búa eitt-
hvað til. En skransið
sprengir blöðruna og
þá vaknar maður.
Hættir á þessu eftir-
hermustigi og ég, til
dæmis, ákvað gera bara það sem
mér fannst skemmtilegt. Þá byrjaði
ég fljótlega að halda sýningar og það
hafði mjög góð áhrif á mig.“
Hvernig þá?
f Ó k U S 26. febrúar 1999
99 Þú gast ekki
bara málað fjall
heldur þurftirðu
að kunna á og
nota radar. 66
„Það virkar ótrúlega sterkt á mig þegar fólk framkvæmir það
sem því dettur í hug þó það leysi ekki endilega lífsgátuna og
mér finnst mjög gaman að framkvæma það sem mér dettur í
hug.“
Það er sem sagt viss „aftur til upprunans“-bylgja í gangi. ‘68-
kynslóðin predikaði, millikynslóðin (Hallgrímur Helgason,
Þorvaldur Þorsteinsson, Haraldur Jónsson, Húbert Nói og
svo framvegis) var ofsalega sniðug og hafði kannski óbeinni
boðskap en nú er að koma fram einlæg kynslóð sem metur fram-
kvæmdina ofar öllu. Hér ræður uppruninn og grunntiMnningin
ríkjum. Það skiptir litlu hvað þú segir, meinar né heldur með
hvaða hætti þú setur „þitt“ fram í þínu sniðuga samhengi. Held-
ur skiptir það mestu að þú gerir það sem þú gerir í fullkominni
einlægni. Eða hvað?
Snilld og peningar
En af hverju ertu aö listamannast þetta?
„Alla vega ekki vegna þess að ég hafi einhverja innri þörf til
að skapa. Ég hef aldrei skilið fólk sem heldur því fram að það
sé eitthvert blóm innra með því sem vex og teygir anga sína út
úr þeim í sköpun því upphafið hlýtur að vera að finna fyrir utan
sjálfan þig og þá hvemig þú vinnur úr umhverfinu."
Hvaö finnst þér vera snilld?
„Það sem mér finnst snilld er þegar einhver segir: „Ókey,
gerum það!“.“
En hver finnst þér vera stemningin í dag? Eru ekki allir hara
ennþá í því aö skaffa í staö þess aö skapa?
„Jú. í dag eru allir að gera eitthvað sem er arðbært. Eins og
í myndlistarskólanum, þá voru margir að færa sig meira yfir í
hönnunina vegna þess að þeir vildu ekki verða listamenn. Það
er ekki nógu arðbært. En manni fmnst samt sem einhvem tima
hafi verið fullt cif fólki sem var bara að hugsa og lét sér standa
á sama um hvort eitthvað væri arðbært eða ekki.“
Fyrst viö erum komin út í þessa peningaumrœöu. Hefuröu selt
eitthvaö?
„Já. Ég hef eitthvað selt. Alveg ótrúlegt nokk,“ segir Gabríela
með fyndinni áherslu á „nokk“. „En það er ekki mikið. Kannski
vantar mig bláan lit eða eitthvert landslag."
Og við sleppum Gabrielu til að fara að hamast aftur í bil-
skúmum sínum. Það er einmitt hennar vinnustaður. ískaldur
bílskúr sem er fullur af verkfæmm og ótrúlegasta drasli. Þar
framkvæmir hún það sem henni sýnist og veigrar sér ekki við
að leggja það fyrir dóm hvort heldur sem er í verslun í Banka-
stræti, úti í eyju eða í galleríi vestur á ísafirði.
-MT
Þeir sem hafa tekið próf til að kanna hvort þeir
eru góðir elskhugar, listrænir persónuleikar eða
hafi verið kóngar í fyrra lífi hafa áttað sig á að
þessi próf skortir ákveðinn grunn. Því hverju
gildir þótt maður sé góður elskhugi, sé listrænn
eða hafi verið kóngur í fyrra lífi ef maður er fífl.
Hér er því þetta langþráða próf.
IHefurðu hringt í Þjóðarsálina?
■ _
~3? Undrarðu þig á því hversu vel Arni
Þórarinsson kemur fyrir sig orði?
3. Hefurðu spurt einhvern að uppskrift að kjötbollum?
Heldurðu virkilega að þetta próf
I skeri úr um það hvort þú sért fifl?
E Veltirðu stundum fyrir þér hvort hægt væri að bæta
knattspymuna með því að lagfæra leikreglurnar?
Finnst þér sniðugt að fila Herbert Guðmundsson?
7. Segistu hafa klárað bók eftir Thor Vilhjálmsson ef
_ einhver spyr þig?
O* Finnst þér skjáleikur sjónvarpsstöðvanna strembinn?
Er önnur hvor þess-
ara mynda af forseta
Rússlands?
10
Notar þú orðin „kallinn" eða „vinur“ þegar
þú talar við einhvern í fyrsta skipti?
11» Ertu enn þá að svara þessu prófi?
12. Hefurðu keypt Celine Dion sinnepið?
13. Þætti þér það framfor ef horinn væri með jarðarberjabragði?
^ ^ Hefurðu spurt einhvern hvort hann hafi klárað
1 “flra bók eftir Thor Vilhjálmsson?
15. Hreyfirðu varirnar þegar þú lest þetta?
16. Hlakkarðu til næsta útskriftarafmælis?
17 B Hefurðu sent fyndna mynd af þér í Séð og heyrt?
18
Hefurðu reynt að falsa strætómiða?
19. Finnst þér húmorinn í Spaugstofunni
góður en of ofbeldisfullur?
Oft Skoðar þú verðlaunagripi þegar þú gengur fram hjá
glugga á gullsmíðabúð?
21 Flettirðu upp á sjálfum þér þegar ný símaskrá kemur út?
22. Finnst þér önnur hvor
þessara mynda fyndin?
■ar
Íft'jÉ
4^ Hefurðu villst
■ i Kringlunni?
24 B Finnst þér að það eigi að vera skilagjald á plastpokum?
j^Kíkirðu undir brauðið áður en þú borðar hamborgara?
26. Hefurðu sagt „já, svona er ísland í dag“?
27.
Fórstu oft á Titanic?
28. Vonaðistu til að DeCaprio myndi lifa af
* í seinna skiptið sem þú sást Titanic?
29 Gáirðu hverjar lottótölurnar eru þó þú spilir ekki með?
30. Hefurðu farið í krummafót eftir að þú varst tvítug(ur)?
31 ■ Keyptirðu bókina um Gísla á Uppsölum?
32 Verðurðu hrædd(ur) þegar lúðrar Almannavama baula?
33.
34.
Finnst þér gaman að bíómyndum þar sem
hundur er í aðalhlutverki?
Sérðu hvor maðurinn
er örvhentur?
OE Fannstu til reiði þegar
***** þú last þetta próf?
Hvernig á að reikna út stigin:
Fyrir hvert já færöu eitt stig en ekkert stig fyrir aö segja nei.
0-5 stlg: Þú ert líklega fífl og þaö sem verra er þá ertu óheiöarlegt fífl. Merktu samviskulega viö
spurningarnar og teldu stigin aftur. Gott er að telja þau meö því að draga strik yfir hvert stig og
draga fimmta strikiö skáhallt yfir fyrstu fjögur. Þú gengur síðan frá næstu fimm stigum á sama
hátt. Ef þú hefur búið til fjóra svona fimm stiga hópa hefuröu fengið samtals tuttugu stig.
6-15 stlg: Þú ert kannski ekki fífl en þú ert svolítið kjánaleg(ur) endrum og sinnum. Ekki taka það
nærri þér. Þaö er margur verri en þú - án þess að þaö bæti þig svo sem.
16-25 stlg: Það veröur að segjast eins og er að þú ert fífl. En ekkert er svo slæmt aö ei boöi
nokkuð gott. Þaö er kostur aö vita af því ef maður er fífl. Eitt sinn var til maöur sem hét Sókrates
og hann sagöist vita þaö eitt aö hann vissi ekki neitt. Þaö sem hann átti viö var aö hann væri ekki
svo mikiö fífl aö hann vissi ekki aö hann væri fífl.
26-35 stlg: Þú ert gasalega vitur og skynsamur. Voöa stór og sterk(ur) líka. Má ég sjá hvað þú
ert sterk(ur)? Váá, hvaö þú ert sterk(ur).
26. febrúar 1999 f Ókus
t