Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 22
Lifid eftir vinnu Heimdellingar eru alveg örugg- lega hetjur vikunnar. Hvort sem þú ert fylgjandi þeim eða andvígur þá verðurðu að viður- kenna að þeir þora að koma sínum málstað á framfæri. Láttu tannlækninn bjóða í kjaftinn á þér. Það er ekkert að gera hjá honum því það eru alltof margir tannlæknar í landinu. Nú er komið að okkur að kúga tannlækn- ana líkt og þeir * gerðu við okkur hér fyrir nokkrum árum. Já, rekum þá út úr húsinu og neyðum þá til að selja jeppana og hætta að fara til útlanda. Nú er komið að okkur. Látum gera við tenn- umar fyrir slikk. Ömmur sem kunna að sauma, bródera og hekla ættu að vera til á hverju dag er nefnilega í tísku að vera í bróderuðum buxum og alls konar svona um klæðnaði. Þriðjudagur 2. mars tkrár Papar verða á G a u k n u m . Bjórkeppnl kl. 22. í Naustkjallar- anum getur fólk etið af hlaðborðl og drukkið kranabjór eins og það þolirfyrir 2.000 kr. Hljómsveitin Þotuliðlð leik- ur undir herlegheitunum. Ken Logan raular og gutlar á Fógetanum. Hann er ekki skyldur Johnny Logan þeim írska. Geir og Furstamlr verða á Kaffi Reykjavík ásamt gestum staðarins. •fundir Akureyri. Verzlunarráð íslands heldur hádeg- isverðarfund á Fosshóteli kl.12. Umræðuefn- ið er atvinnulífið á landsbyggðinni og alþjóöa- væölng. Framsögu hafa Andrl Teltsson frá Þróunarfélagi (slands og Vllhjálmur Egilsson frá Verzlunarráðinu. Þessir tveir reyna að svara ýmsum spurningum um alþjóðavæðingu og landsþyggðina; meðal annars hvort lands- byggðin sé girnilegur kostur langskólamennt- uðu fólki? Vonandi velta þeir einnig upp spurn- ingunni hvort hún sé girnileg í augum þeirra sem ekki eru langskólagengnir. Miðvikudagur 3. mars Þórhallur Gunnarsson, næstum þvl leikari og nú- verandi sjón- varpsstimi, er alveg búinn að tapa því. Er alltaf að pæla í hvernig hann segir það í staðinn fyrir hvað hann segi. Hann er í rauninni eins og frönsk súkkulaðikaka: fyrstu þrír bitamir góðir og þá verður hún slepjuleg og festist í gómnum. Hálfur litri í plasti. Það kaupir hann en inn nema sá sem vi( misbjóða sjálfum sér. Það er líka plebbalegt að kaupa sér kók og skrúfa tappann á eftir hvern sopa og geyma flöskuna í vasanum. Svo verð- ur innihaldið fljót- lega volgt, goslaust og algjörlega ódrekkandi nema fyrir þann sem haldinn er alvar- legri sjálfspynting- arþörf. • krár Bítlavlnafélagið mætir á Gaukinn og spilar undir afmælisfagnaði bjórvina. Þambara- keppnl kl. 22 undir styrkri stjórn Sveins Waage. i Naustkjallaranum getur fólk etið af hlaðborðl og drukkið kranabjór eins og það þolir fyrir 2.000 kr. Hljómsveitin Þotullðið leikur undir. d j ass %/ Andrea Gylfadóttir syngur gestum Fógetans til hugarléttis I kvöld. t 1 e i k h ú s Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir staðfærða leikútgáfu slna af bresku bló- myndinni Með fullri reisn kl. 20 I kvöld I Loft- kastalanum. Frystihúsinu er lokað, konurnar fá vinnu I nýrri rækjuverksmiðju og karlarnir sjá þann einn kost að strippa. Sími 552 3000. •opnanir Magnús Kjartansson opnar sýningu á mál- verkum sinum I Galleril Sævars Karls I eftir- miðdaginn - aöeins þremur dögum eftir að verk eftir hann voru tekin niður af sýningu Kára Stefánssonar I Gerðubergi. Það eru þó ekki sömu verkin sem fara á veggina hjá Sæv- ari því Magnús á nóg af verkum. Heimdellingur selur brennivín Björgvin Guðmundsson ætl- ar að selja áfengi á Ingólfstorgi i dag. Það má ekki og h a n n v e i t það. En Björgvin er í Heimdalli og Heimdellingar eru í áróðursher- ferð. Frelsið er það sem er þess- um ungu sjálfstæðismönnum svo ofarlega í huga. Eins og hefur al- deilis komið upp á yfírborðið á undanförnum misserum. Þess er skemmst að minnast þegar Heim- dellingurinn Gunnlaugur Jóns- son bókstaflega ærði allt og tryllti með yfirlýsingaflóði sínu um lögleiðingu fíkniefna. Nú er Gulli aftur kominn í ham og hreinlega öskrar á frelsi með Björgvin og skoðanabræðr- um sínum í Heimdalli. Þeir vilja meðal ann- ars fá frelsi til að selja áfengi. „Við viljum meina að starfs- fólki verslana sé alveg eins treystandi til að selja áfengi og rík- isstarfsmönnum. Því skyldi af- greiðslumaður í matvöruverslun ekki geta komið í veg fyr- ir að fólk undir lög- aldri kaupi áfengi eins og afgreiðslumað- ur í ÁTVR eða bar- þjónn á skemmtistað? Fyrir nú utan það að frjáls viðskipti með áfengi auka möguleik- ana á fjölbreyttara vöruúrvali, áfengissölustaðir verða fleiri og þjónustan betri, til dæmis lengri afgreiðslutími." Hvaö um forvarnargildiö? „Forvarnargildi stjórnvalda byggist fyrst og fremst á háu vöruverði og að ekki sé hægt að selja fólki undir lögaldri áfengi. Stjómvöld hafa alveg sömu tækin til að stjórna þessu þótt salan sé á höndum einkaaðila.“ Og hvaöa vín veröurðu meö á Ingólfstorgi í dag? „Léttvín og bjór.“ Ekkert sterkara? „Nei, við teljum að sala á létt- víni og bjór sé eðlilegt fyrsta skref i frjálsræðisátt. Til lengri tíma litið á svo áfengissalan auð- vitað að vera á höndum einkaað- ila en ekki ríkisins." Ertu ekkert hrœddur viö aö löggan komi og stingi þér í rassvasann? „Nei. Ég er ekkert hræddur en býst nú við að hún komi. Við erum einmitt að þessu til að storka aðeins laganna vörðum og vekja athygli á átakinu." Þú ert alveg tilbúinn aö skíta út sakaskrána þína fyrir málstaö- inn? „ Já, já. Ef það gerist, er það al- veg til þess vinnandi ef það eyk- ur líkurnar á auknu frelsi í áfengissölu á íslandi." -ILK Fimmtudagur 4. mars • krár %/ Hljómsveit ársins, Skíta- mórall, mætir til bjórfagnað- arins á Gaukn- um og að sjálf- sögðu verður Sveinn Waage og bjórþambararnir þar llka. Hinn þrautreyndi trúbador Halll Reynls heldur tónleika á Fógetanum I kvöld. Athugið það vel, þetta er ekki venjulegt kráarraul heldur tón- leikar. Það þýöir að eitthvað kostar inn. í Naustkjallaranum getur fólk etið af hlaðborði og drukkiö kranabjór eins og þaö þolir fyrir 2.000 kr. Hljómsveitin Þotuliðiö leikur undir herlegheitunum. •klassík Slnfóníuhljómsveltln er með tónleika kl. 211 Háskólabíói. Á efnisskránni eru traustir meist- arar; sinfónía nr. 31 og planókonsert nr. 27 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfónla nr. 3 (sú skoska) eftir Fellx Mendelssohn. Edda Erlendsdóttir leikur á flygilinn I pianó- konsertinum og stjórnandi er sjálfur aðal- stjórnandinn Rlco Saccanl. ðleikhús Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt hinn franska verður flutt á litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20. Sími 5511200. Loftkastalinn. Mýs og menn með þeim Hilmari Snæ og Jóa stóra kl. 20.30. Sím- inn er 552 3000. Hótel Hekla, Ijóðaleikrit I samantekt Lindu Vllhjálmsdóttur og Antons Helga Jónssonar, kl. 20.30. Síminn er 551 9055 fyrir þá sem vilja panta miða. Maður á mlslitum sokk- um eftir Arnmund Back- man er á Smíðaverk- stæði Þjóóleikhússins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur og því er uppselt I kvöld. Simi 5511200. b í ó Goethe-Zentrum boðar til bíósýningar kl. 20.30 að Lindargötu 46. í boöi er ein vin- sælasta kvikmynd Þjóðverja frá upphafi, Rosslni, framleidd áriö 1997. Hún gerist á veitingastaö I Múnchen sem er mikiö sótt- ur af frægu fólki, einkum úr kvikmyndageir- anum. Þar á bæ snýst allt um kynlíf, pen- inga, framapot og misheppnuð ástarsam- bönd. Dregin er upp hæönisleg mynd af þýska kvikmyndaiönaöinum. Rithöfundurinn Patrick Suskind (llmurinn") er annar höf- undur handritsins. Leikstjóri: Helmut Dietl. Leikarar: Götz George, Mario Adorf, Heiner Lauterbach, Gudrun Landgrebe, Veronica Ferres. Góða skemmtun! hverjir voru hvar Á föstudag var mikið fjör á Skuggabar þar sem körfuboltahetjan Damon Johnson hélt upp á afmælið sitt. Þess vegna var meðal- t hæðin frekar í hærri kantinum. Aðrir íþrótta- menn létu ekki á sér standa, alla vega ekki KR-ingarnir Gummi Ben, Stjáni Finnboga og Andri Slgþórs, körfubolta- hetjan og fýrrum KR-ingurinn Hermann Hauks- son, Guömundur Páls Framari og Sævar Jóns- son, landsliðsmaður I fótbolta. Tónlistarmenn- irnir Eyjólfur Krlstjáns, Eyþór Arnalds, Atll ívars og Kalll I Bellatrix voru hressir og einnig þau Gunnar Óskars Sub-kóngur, Birta BJörns, Hrafnhlldur Hafstelns, Slmbi-klipp, Lars Emll og DJ Margelr. Svo kíktu lika inn þeir Júlll Kemp, Jón Atll „Rödd Guðs“ Jónasson, Lalll popp og kók, ívan Burknl, Villl VIII og mega- beibið Llnda í GK. Laugardagurinn byrjaði llka á íþróttanót- * unum þar sem fulltrúar af KSÍ-þinginu drukku og átu með formanninn fremst- an I flokki, Eggert Magnússon, og sjálf- an fjármálaráöherrann Gelr H. Haarde með frúna slna Ingu Jónu Þóröardóttur. Jón Gnarr fór á kostum og Lllja rnætti með allt sitt lið úr Cosmo og var það mjög svo fritt lið. Atli Eö- valds, Óskar KR, Herdis Slgurbergs og Stjörnu- stelpurnar og Jói, for- maður ÍBV, voru meðal gesta ásamt strákunum úr Hanz. Þá lét hann sig ekki vanta hann Gísll Gísla Pizza 67 né hvað þá heldur Trausti Bílar og listamaður. BJörn Steffensen, Coca Cola kom alla leið frá Noregi, Fjölnlr mætti Möndulaus og einnig sást I þul- urnar Anítu og Borghlldl frá RÚV. Aftur mætti Eyþór Arnalds og lika Llnda GK (þó ekki saman en þeim finnst greinilega gaman að vera á Skugga- bar) og líka garðbæsku feðgunum Guömundi Th. og Jónl Guömunds, for- manni Félags fasteigna- sala. Þeir sem litu meðal ann- ars inn á Astró á föstudagskvöldinu voru Þór Jón fallhlífarhetja með adrenalínsugurnar sínar, Guðmund- ur B&L stjórasonur og Valgelr „meö-hausverk-um-helgar-á-Skjá- einum" sem labbaði um og skoðaði liðið á meöan hann var að sötra eitthvað til að tryggja hausverk fyrir næsta þátt. Vinir Vors og blóma- dúdarnir Súkka P bassi og Steini singer létu fara vel um sig ásamt fleirum I prívatinu, meö- al annars Svölu Arnars fegurðardrottningu sem ieit út fyrir að vera mjög hamingjusöm eins og alltaf. Jóna Lár Eskimó módels mætti með fríöu föruneyti eins og venjulega og þarna var líka Krlstján Eldjárn auglýsingapoppari I flottri dans- sveiflu á dansgólfinu og Kristján Flnnboga KR- ingur sem fagnaði komu erfingja með félögum sínum. Þarna voru llka Björn og Alfreð Sam- bíóasynir og Laugi markaðsráðgjafi Rns Miðils, sölustjórarnir Guömundur Atlason og Valgeir Vllhjálms ásamt útvarpstjóranum Bruce Law. Tótl Corona kóngur og Gunni x-Smirnoff mættu með finnskan vínumba, Svelnn Eyland x-Mira- belle var á kantinum og einnig sást I Einar 4U, Svavar Örn og Jónínu kvikmyndagerðarkonu, Golla Ijósmyndara, Kötu Módeltvennu, Slgurjón Ragnar Ijósmyndara og Jón Kára sem er hætt- ur á Flugleiðum og vinnur nú við lceland Review. Kvöldiö eftir var llka fjör á Stróinu. Þá mættu BJössl Stef fjallmyndarlegi sem sötraði te allt kvöldið, Björn Blöndal Ijósmyndari meö ívarl Burkna, Blrglr hjá Rnum Miðli með bróður sín- um Hólmgelri sem á Skjá einn og FM957 fólk- iö Hulda, Samúel BJarkl og Rúnar Róberts sem tjúttaði allt kvöldið á meðan Heiö- ar Austmann Playboy sat sem fastast I prívatinu. Sirrý bíóbabe var á kantinum sem og Gunnleifur markverja KR og félagarnir Óliver boltahetja og Fjölnir athafnamaður sem voru I rólegheitum á neðri hæðinni á meðan Óli Tunglkóngur, Jón Geir Pizzahússmaður og Unn- ar Japis voru I ham á efri hæðinni. Slgga I Sautján mætti meö stóran hóp af flottum vinkonum, meðal annars Blrtu Playboy og tökumann frá franska sjónvarpinu sem vissi ekki I hvaða átt hann skyldi snúa vélinni til að mynda allar þessu ís- lensku drottningar. Stelpurnar I Ungfrú Reykja- vík komust reyndar ekki lengra en aö huröinni því engin þeirra var orðin nógu gömul. K.K. Karlsson staffið var hins vegar nógu gam- alttil að komast inn og var eiturhresst eins og Óskar Guöjóns saxi og fyndnasti maður ís- lands, Stelnar Waage. Svo má ekki gleyma nýjasta aðalbarnum I dag, Lille Put, en þar er hægt að fá einn ódýrasta bjórinn I bænum. Þang- að koma ýmsir snillingar og á laugardagskvöldið sást meöal annars I myndlistarhjónin Huldu Hákon og Jón Óskar sem létu fara vel um sig I mjúkum stólum staðarins og líka Sissa Ijósmynd- ari, Jón Proppé, myndlistargagn- rýnandi og heimspekingur, og Helgi Sverrisson kvikmyndagerð- armaður ásamt sinni ágætu konu. Allt Háskólastóölö (að minnsta kosti það sem hefur áhuga á pólitíkinni þar á bæ) hitaði upp fyrir kosningarnar á föstudagskvöldinu. Vökumenn voru á Vegamótum með Þórllnd Kjartansson I broddi fylkingar og Röskvullöið hreiðraði um sig á Bíóbarnum með Halldór sem forystusauð. Á Sóloni íslandusi var Guðlaugur Þór Þóröarson varaborgarfulltrúi, Halldóra BJört Ewen sem skrifar I Stúdentablaðið og Magnús Þór Gylfa- son sumarafleysingaæsifréttamaöur á Sjón- varpinu og háskólanemi á veturna. Þarna var líka Ingvi Hrafn Óskarsson, formaöur Heimdall- ar, sem er einmitt I áróðursherferð núna gegn ríkisafskiptum, og Hermann Baldursson skatt- innheimtustjóri. Skortir aldrei pólitíkusa á Sól- on. 22 f Ó k U S 26. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.