Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 18
Lifid eftir vinnu Hvunndagsleikhúsið sýnir Frú Kleln í Iðnó kl. 20. Sálfræðilegt og djúpþenkjandi að hætti Ingu BJarnason. Margrét Ákadóttlr er frú Klein. Síminn er 530 3030. Maður á mislltum sokk- um eftir Arnmund Back- man er á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins kl. 20.30. Þessi farsi geng- ur og gengur og því er uppselt í kvöld. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum". Að þessu sinni Þóra Frlðrlksdóttlr, Bessl Bjarnason og Guð- rún þ. Stephensen. Sími 551 1200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tím- ann í framtlðinni. Leikfélag Flensborgarskóla sýnir Meðal áhorfenda kl. 22.30 i skólanum sínum. Sími 842 6136 (Símboöi). Helllsbúinn býr enn í helli sín- um í íslensku óperunni. Tvær 3" sýningar eru í kvöld. Sú fyrri kl. 20 og sú síöari kl. 23.30. BJarnl Haukur Þórsson er hellisbúinn. Siminn er 551 1475. Lelkfélag Mosfellsbæjar sýnir Jaröarför Ömmu Sylvíu í Þverholti kl. 20.30. Þetta kassastykki, sem gengið hefur nokkur ár off- Broadway í New York, er hér í meðförum áhugasamra Mosfellinga. Síminn er 566 7788. Rommí er komið noröur og er sýnt á Blng Dao- Rennlverkstæölnu kl. 20.30. Erllngur og Guð- rún Ás eru bæöi sæt og kvikindisleg saman. Sími 461 3690. lopnanir Ágústa Slgurðardóttlr opnar i dag málverka- p sýningu í Skotinu, sýningaraðstöðu aldraðra i Hæðargarði 31. Ágústa hefur sótt myndlistar- námskeið fýrir aldraða og gerir enn. Auk mál- verka sýnir frú Ágústa kort og slæður. •fundir Jón S. Ólafsson sérfræðingur flytur fyrirlestur um: „Setiö og mýið" á föstudagsfyrirlestri Líf- fræöistofnunar Háskólans. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu G-6, Grensásvegi 12, kl. 12.20. Sunnudagssýning leikritsins Sex í sveit er sú sjötugasta frá því þaö var frum- sýnt 12. mars í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu hafa 35.000 manns séö sýninguna á þessum tíma. Sex í sveit á stutt í aö bæta sýningarmet söngleikslns Grease sem sýndur var sjötíu og þrisvar sinnum. Leikararnir sem bera sýninguna uppi og kunna núorðið örugglega rulluna sína eru Edda Björgvinsdóttir, Björn Ingl Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guöný Þórsdóttir og Halldóra Geirharösdóttir. Málþlng Umhyggju um þjónustu við langveik á \... börn og fjölskyldur þeirra I hefst á Grand hótell kl. 'JS 13 og stendur til kl. 17 í » dag. Þinginu verður síðan * ' framhaldið á morgun milli kl. 10 og 12.20. Ölafur Ragnar Grímsson setur þingið en fýrirlesar- ar eru starfsfólk barna- deilda spítalanna og foreldrar langveikra barna. Acarya Ashilshananda, kallaður Dada, heldur kynningarfýrirlestur um heildrænt og alhliða jóga byggt á tantrahefðinni kl. 14 að Llndar- götu 14. Öllum heimill aðgangur og þaö er ókeyþis inn. Laugardagur 27. febrúar öklúbbar %/ Stemning níunda áratug- arins verður endursköþuð á Kaffl Thomsen í kvöld. Á efri hæðinni leiöa dj. Polaroid og dj. Flex hlust- endur í gegnum það besta og versta frá þess- um áratug. Á neðri hæðinni verður electro- og breakveisla útbúin af Þossa og Margeiri. SJá nánar á bls. 3. • k rár Rúnar Þór heldur enn áfram að syngja með viskírödd þótt ára- tugir séu liðnir frá því hann hætti að drekka og segir það svolítið um hversu hættulegt áfengið getur verið. Hann verður á Fóget- anum i kvöld. Konukvóld er á Péturspöbbi og mætir sjálfur Norðurlandameistarinn i erótískum dansi karla, Hr. Saxon, og hefur ofan af fýrir dömun- um fram að miðnætti. Þá mæta tónlistar- mennirnir Arnar og Þórir og spila til kl. 3. Að- gangseyrir er 500 kr. Á Gauknum er það hljómsveitin Gos sem held- ur uppi merki höfuðbóls rokksins. Café Amster- dam. Gleði- sveitin Hunang lætur dísæta tóna drjúpa i eyru gestanna. Álafoss föt bezt. Karl Örvars, Slggi Gröndal, Jón Haukur og Halll Gulll eru menn sem dýrka og dá Elvls Presley - og hver gerir það svo sem ekki? En hvað um það, þeir hafa sett saman dagskrá um kónginn og flytja hana á kránni á leiðinni vestur á land í kvöld. Dubliners. Na Flr Bolg heldur uppi krárstemn- ingu með leik og söng. Hljómsveitin Taktík leikur á aöalsal Kringlu- krárlnnar en Guðmundur Rúnar Lúðvíksson spilar i spilakassasalnum. Plötusnúðurinn Skugga- Baldur sér um bak- grunnstónlistina á Naustkjallaranum. Kaffi Reykjavík. Hljóm- sveitin Karma jafnar út ailar ójöfnur i sálarlífi hinna ný- og tiivonandi fráskildu. Fjörukráln. Vikingasvelt- In skemmtir gestum víklnga- og þorraveisl- unnar. Glen Valentine raular fýrir gesti Café Rom- ance. Arna og Stefán leika og syngja fýrir gesti Mímlsbars. f. * V Regnboginn frumsýnir The Thin Red Line Stjörnuþoka Leikstjórinn Terrence Malick snýr ekki tómhentur eftir tuttugu ára sjálfskipaða útlegð frá kvik- myndum heldur hefur hann í farteskinu nánast hvern einn og einasta karlleikara sem eitthvað hefur kveðið að í bíó á undanforn- um árum. Malick, sem sló i gegn á áttunda áratugnum með Days of Heaven og Badlands, fjallar hér um seinni heimsstyrjöldina, nán- ar tiltekið árás Bandaríkjamanna á japönsku eyjarnar. Og þeir sem hann sigar á Japana eru enginn aulasveit. Meðal leikara má nefna Sean Penn og John Travolta, John Cusack og George Cloon- ey, John Savage og Nick Nolte, John C. Reilly og Woody Harrelson. Hverjir eru ekki með? Jú, rétt tilgetið. Silvester StaUone fékk ekki að vera með og heldur ekki Claude van Damme né Steven Seagal. The Thin Red Line er fmmsýnd í Regnboganum í kvöld. Sean Penn leikur Welsh llðþjálfa sem slappar hér af áður en hann rekur menn sína áfram gegn kúlnahríðinni. Grand Hótel. Gunnar Páll er viö pianóiö og sækir í það óskalög sem það væri hvert'ann- að djúkbox. kabarett SJúkrasaga veröur sögð í Súlnasal Hótel Sögu. Þau sem það gera eru Halll og Laddi, Stelnn Ármann og Helga Braga Jónsdóttir. Þetta er mikið grín að hætti Ladda og öruggt aö ákafir aðdáendur hans geta hlegiö. Aðrir geta undrað sig á hvers vegna þeim þótti mað- urinn fýndinn á árum áður - hafa áhorfendur breyst eða er það Laddi sem er eitthvað öðru- vísi. Húshljómsveitin Saga Class leikur fýrir dansi að aflokinni sýningu. Það ber öllum þeim sem trúa að vestræn menning sé aö líða undir lok skylda til að sjá Abba-sýnlnguna á Broadway. Þetta meistara- verk Gunnars Þórðarsonar og Eglls Eðvarös- sonar dregur fram örvæntingu nútímamanns- ins og erfiðleika hans við aö átta sig á hver hann í rauninni er. Er Hulda Gestsdóttir Frida og er Erna Þórarinsdóttlr Annetta? Eða er það Birgltta sem er Annetta og Krlstján Gíslason Frida - og Hulda þá Benny? Þessar og margar aðrar spurningar leita á áhorfandann. %/ Eftir stuðið í Þjóðleik- húskjallaranum í gær mætir Sóldögg til leiks á sjálfri Broad- way. Drengirnir i Sóldögg vilja koma þvi á framfæri að lagið Lifi áfram er eftir þá. böll Næturgalinn. Danssveitin Þotuliðiö spilar öll vinsælu og dansvænu lögin. Hljómsveitin „Léttlr sprettlr“ skemmtir gest- um Gullaldarlnnar og heldur uppi stanslausu fjöri til kl. 3. Catallna í Kópavogi. Trióið Djúkbox dregur danslög úr höttum sínum. Á Fjörukránnl spilar Hljómsvelt Rúnars Júlíus- sonar fýrir dansi. Viöar Jónsson, veitingamaður, hljómsveitar- stjóri og eigandi Alabama í Garöabæ, spilar undir dansi á heimavigstöðvunum I kvöld. Saga Class spilar danslög i Súlnasal Hótel Sögu upp úr miðnætti. •sveitin Báran Akra- nesi. Hljóm- sveitin Sixties tryllir upp stuð- ið i Skaga- m ö n n u m , bæði fótbolta- mönnunum og þeim í Sementsverksmjiðjunni - og svo náttúrlega landmælingaaðlinum að sunnan. Mótel Venus, Borgarnesl. Hljómsveitin Úlrik leikur dansmúsik og hefur uppi spaugsyrði í kvöld. %/ SJalllnn á sjálfri Akureyrl. Selfýssingarnirí Á mótl sól blása lífi í þetta fýrrum höfuðvigi glaums, gleði og jafnvel glamúrs í höfuðstað Norðurlands. Vlö Polllnn, Akureyrl. Hljómsveitin Sín sýnir hvað í henni býr. Hlöðufell, Húsavík. Hljómsveitin Jósl bróöir og vlnir Dóra leikur af fingrum fram. Höfölnn, Vestmannaeyjum. Buttercup halda ball fyrir fulltíöa fðlk, átján ára og eldri. b í ó Pöddulíf Þaö sem skiptir máli í svona mynd er skemmtanagildiö og út- færslan og hún er harla góð. Sama skemmtilega hugmyndaflugið sem gerði Mulan svo ánægjulega er hér enn á ferð og mörg at- riðanna eru hreint frábær, bæði spennandi, fyndin og klikkuö. -úd Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerð spennumynd þar sem persónur veröa nánast aukanúmer við hliðina á njósnatækni nútím- ans. Það ergífurlegur hraði í myndinni sem gef- ur henni vissan trúverðugleika þegar njósna- tæknin er höfð í huga og þessi hraði gerir það líka að verkum að minna áberandi verður tilvilj- anakennt handritið þar sem samtölin bera oft þess merki að til að „plottiö" gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leiðir. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó Hamllton ★ Vandræðaleg- ur bastaröur, likt og þessar myndir sem ^ framleiddar eru fýrir mynd- bandamarkaöinn í Austurlöndum fjær. Þaö er hreinlega pínlegt aö sjá klassaleikara á borö viö Stormare og Olin þræla sér í gegnum þennan óskapnað. -ÁS You’ve Got Mall ★★ Það fer að halla fljðtt und- an fæti i þessari skrýtnu samsuðu þar sem og þegar upp er staðið er myndin aðeins miölungs- rómantisk gamanmynd. Á móti leiðindasögu kemur þáttur Toms Hanks og Meg Ryan sem, eins og við mátti búast, koma myndinni upp á hærra plan með því að vera eitthvert mest sjar- merandi leikaraþar i Hollywood. -HK Ronln ★*★ Það er margt sem gerir Ronin að góðri afþreyingu. Til að mynda eru í myndinni einhver flottustu bilaeltingaratriði sem lengi hafa sést og liggur við að um mann fari viö að horfa á öll ósköþin. Þá er leikara- hóþurinn sterkur, með Robert DeNiro í hörku- formi, og loks ber aö geta þess að þrátt fyrir ýmsa vankanta í handriti gengur þessi flókna atburðarás að mestu leyti upp og dettur ekki niður í lokin eins og oft vill verða. -HK Star Kld ★★ Vonda skrímslið i Star Kid er eins konar klóni úr Predator og einhverju kunnug- legu úr eldri geimmyndum, Einhvern veginn varð boðskapurinn sögunni ofviða og þegar 1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fór ég að geispa. Ef það er eitthvað sem drepur barna- myndir þá er það ofhlæöi áróðurs sem gengur yfirleitt út á einhvern borgaralegan heilagleika, samfara hefðbundnum kynhlutverkaskipting- um. -úd Mulan ★★★★ Mulan er uppfull af skemmtileg- um hugmyndum og flottum senum, handritið vel skrifað og sagan ánægjulega laus við þá yf- irdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð í smáatriði eins og er við hæfi i teiknimyndum og aukakarakterar, eins og drek- inn og litla (lukku)engisprettan, eru svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér verið efni í heila mynd. -úd Háskóiabíó Shakespeare In Love ★★★ Þetta er ískrandi fyndin kómedia. Mér er sem ég sjái hina hneykslunargjörnu hnýta í myndina fýrir sagn- fræðilegar rang- færslur. Slíkt f; folk or ekki í J snertingu viö E guö sinn. Þetta er fyrst og síö- ■ skemmti- saga um lifið og listina, létt eins og súkkulaöi- frauð og framreidd með hæfilegri blöndu af inn- lifun og alvöruleysi. -ÁS Pleasantvllle ★★★ Pleasantville er ein af þess- um myndum sem ætla sér afskaplega mikið en falla dálítiö á eigin bragði. Fyrri hlutinn lofaði of góðu sem seinni hlutinn uþþfýllti ekki. Það var einhvern veginn eins og þetta þyrfti allt aö vera svo ánægjulegt og mætti ekki fara yfir eitthvert ósýniiegt strik. -úd f Ó k U S 26. febrúar 1999 Ellzabeth ★★★ Shekhar Kapur vefur frásögn- ina i expressionísk klæði, skuggarnir eru lang- ir, salirnir bergmála og andi launráða svifuryfir. Guösblessunarlega heldur hann sig langt frá hinni hefðbundnu nálgun breskra búninga- mynda og skapar safaríkt bió sem er þegar upp er staðiö hin ágætasta skemmtan. -ÁS Festen ★★★★ í kvikmynd Thomasar Vinter- bergs, Festen, er það fýrst og fremst mögnuð saga sem gerir myndina að áhrifamikilli uþþlif- un en auðvitað verður heldur ekki komist hjá því að njóta þess einfaldleika sem hún býður upp á meö notkun hinnar dönsku dogma-að- ferðar. Þetta er kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. -HK Egypskl prlnslnn ★★★★ The Prince of Egypt er tækniundur og sannkallað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um episka teiknimynd þá er þetta slík mynd. Með The Prince of Egypt má segja að teiknimyndir sem gerðar eru sem fjöl- skylduskemmtun taki breytingum. Ekki er verið að beina sérstaklega augunum að börnum heldur einnig komið til móts við þá sem eldri eru og þroskaöri. -HK Kringlubíó Wlshmaster *i The Wis- hmaster segir frá demóni nokkrum sem getur látið allar óskir rætast en sá böggull fýlgir skammrifi að þær rætast kannski ekki endilega á þann hátt sem óskandinn hefði viljaö. Einhvers staðar datt botninn úr sögunni og endirinn var alveg ger- samlega út i hött og sló myndina glæsilega út úr tveggja stjörnu klassanum. -úd Waterboy *i Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem bregður sér I hlutverk einfeldningsins með barnssálina sem í byrjun myndar er lægstur allra en stendur uppi sem bestur og mestur í lokin. Sandler skapar skemmtilega persónu en er í rauninni ekki að gera neitt annað en það sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert á und- an. Þá er allt of mikið gert út á ameriskan fót- bolta sem veröur að leiðinlegum endurtekning- um. -HK Laugarásbíó Clay Plgeons ★★★ Leikstjóri og handritshöf- undur ætla sér greinilega mikið með þessari mynd sem ber bæði merki Tarantino-bylgjunnar og Cohen-bræðra, og þrátt fyrir að þeir ætli sér á stundum aðeins of mikið þá tekst þeim bara ansi vel upp. Það er mikið til að þakka skemmtilegum persónum og frábærum leik.-úd A Night at Roxbury ★ Annaðhvort eru farsar fýndnir eða hundleiöinleigir og Night at the Rox- bury er hundleiöinleg, henni er beint til ung- linga. Hvað varöar aðalleikarana, Will Farrell og *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.