Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 21
Hellisbúinn mætir í íslensku óperuna kl. 20 og er uppselt á sýninguna. Upplýsingar um næstu sýningar! síma 5511475. Sjá laugardag. Leiklistarfélag Menntaskólans í Hamrahlíó sýnir Náttúruóperuna ! skólanum sínum kl. 20. Sími 5811861. fyrir börnin Bróðir minn Ljónshjarta veróur í Þjóö- leikhúsinu kl. 14. Þetta æv- intýri Astrid Llndgren fær jafnt börn sem gamalmenni til að hlæja, spenna sig upp og gráta. Meðal leikara eru Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn Sigurðsson og Grímur Helgi Gíslason. S!mi 5511200. Norræna húsið. Sænska kvikmyndin Barna fran Blasjöflellet verður sýnd kl. 14. Myndin er ekki textuð og þvi einkum hentug fýrir þá sem skilja sænskt tal. Annars er söguþráður- inn á þessa leiö: Við rætur Blávatnsfjalls, sem liggur við landamæri Noregs og Svíþjóðar, búa sex systkini á afskekktu býli. Móðir þeirra er látin og faðirinn vinnur í Stokkhólmi. Yfirvöldin í sveitinni vilja ekki að systkinin búi ein og ætla að taka til sinna ráöa. En börnin vilja halda hópinn og þau leggja af stað á skíðum með geitina Gullsplru yfir fjöllin til þess að sækja föður sinn. Aðgangur ókeypis. Þumalína er I Gerðubergi kl. 15.15 en þv! mið- ur er uppselt. t/ Iðnó. Leikfélagið Tíu fingur sýnir Ketils- sógu flatnefs eftir Helgu Arnalds kl. 15. Sýn- ingin fjallar um fyrstu kynni Ketils Flatnefs og Yngvildar frá Hringaríki og er það sögusmettan ísafold sem leiðir áhorfendur að innsta eðlis þessa sambands. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson en Petr Matásek gerði leikmynd. Síminn í Iðnó er 530 3030. Snuðra og Tuðra eft ir Iðunni Steinsdótt- ur verða! Möguleik- húsinu við Hlemm ( t kl. 14. Sími 562 5060. Pétur Pan sigrar alla á stóra sviðl Borgarleikhússins kl. 14. Simi 568 8000. Sjá laugardag Tvær sýningar eru á barnasöngleiknum Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurð- ardóttur I íslensku óper- unni, kl. 14 og kl. 16.30. Kennsluleikur um einelti. Ávextir eru meðal ann- arra Andrea Gylfadóttir, Hlnrik Ólafsson og Mar- grét Kr. Pétursdóttir. S!mi 551 1475. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn frá kl. 10-17. spor t Bikarkeppnln í samkvæmlsdönsum hefst ! íþróttahúslnu á Seltjarnarnesi kl. 13 (húsið og miðasalan veröa opnuð kl. 12). Síðan verö- ur dansað alian daginn, samkvæmisdansar meö fijálsri aðferð og breikað sömuleiðis. veitingahús 20. umferðin í Nlssandeildinni I handknatt- leik fer fram á sunnudagskvöld og hefjast all- ir leikirnir kl. 20.30. Mörg lið eru enn á hættu- svæði hvað varðar sæti í úrslitakeppninni sem nálgast óðum. Leikirnir 120. umferð eru þess- ir: StJarnan-ÍR ! Garðabæ, Fram-HK í Fram- húsinu við Safamýri, FH-Selfoss í Kaplakrika, Grótta/KR-ÍBV á Seltjarnarnesi, Valur-Hauk- ar að Hlíðarenda og Afturelding-KA í Mos- fellsbæ. Allir þeir sem hafa gaman af borðtennis geta glaðst þv! kl. 11 byrjar Grand Prix mótlð í borðtennis ! TBR-húsinu. Allir bextu borö- tennisleikarar landsins mæta. Mánudagur 1. mars • krár t/ I tilefni af tiu ára afmæli bjórsins kemur hið áður geysivinsæla band Bítlavinafélagið saman á Kaffi Reykjavík og spilar fyrir þá sem vilja fagna þessum áfanga þessa áfengis. Á Gauknum halda Papar uppi sinni rómuðu is- lensk-irsku stemningu. Kl. 22 hefst keppni í bjérþambi undir styrkri stjórn Svelns Waage sem sigraði eitt sinn ! keppni í fyndni. Keppn- in heldur slðan áfram út vikuna og fær sigur- vegarinn máltíð að launum - guð gefi að hann hafi enn matarlyst eftir þambið. t Naustkjallaranum getur fólk etið af hlaðborði og drukkið kranabjór eins og það þolir fyrir 2.000 kr. Hljómsveitin Þotuliðiö leikur tónlist og seiðir þá sem ekki hafa etiö yfir sig út á dansgólfið. Trúbadorinn Ken Logan syngur undir glasalyftingum þeirra sem fram- lengt hafa helgina á Fógetanum. iklassík Saga harmónikunnar í eina öld! er yfirskrift kvöldsins hjá Listaklúbbi Leikhúskjallarans og hefst dagskráin kl. 20.30 (húsið opnað kl. 19.30). Félagar úr Harménikufélagi Reykja- víkur gefa innsýn í þaö hlutverk sem harm- Mánudaginn 1. mars eru tíu ár liðin síðan rfkisvaldið heimilaði íslendingum að kaupa bjór utan fríhafnarinnar. Þennan dag fyrir 10 árum var mikill fögnuður á pöbbum bæjarins, menn söfnuð-1 ust þar saman og reyndu að bæta sér upp áratuga bjórleysi með gegndarlausri drykkju. Á mánudaginn standa nokkrir pöbbar fyrir afmælisfagnaði af þessu tilefni. í boði verður bjór á hagstæðara verði en vanalega | og nokkru meira verður lagt í tónlist og aðra skemmtan. HorniÖ: Fjölskylduvænt reykhús Stóru ljósaskermarnir eru horfnir, en að öðru leyti hefur Homið á Pósthússtræti óg Hafn- arstræti verið eins frá upphafi. í tvo áratugi hefur þetta rólega og litla Ítalíuhorn með stórum gluggum einskis útsýnis staðizt umbyltingar veitingabransans og er hvorki betra né verra en áður. Hæð risaglugganna frá götu og pottaplöntur í gluggunum valda því, að gestir em ekki berskjald- aðir, þegar þeir sitja fyrir innan á nettum kaffihúsastólum á grófu flísagólfi við kringlóttar marm- araplötur á stálfæti. Þetta er nota- legt reykhús með timburveggjum, gifsskreytingum og bláum lit á súlum og bitum. Tóbaksfnykurinn er inngróinn, enda fjölmenna hér í hádeginu kvennaþing, þar sem allar reykspúa í takt, en á kvöldin fjöl- menna smábarnafjölskyldur og reykja ekki. Staðurinn er ekki bara fjölskylduvænn, heldur líka einstaklingavænn, því að hér sitja menn einir og lesa dagblöðin úr blaðagrindinni. Þjónustufólk er gott eins og venjulega hér á landi, man hver pantaði hvað, setur vatn í karöfl- um og volgar brauðkollur með álsmjöri á borð. Pappírsþurrkur em eins þunnar og hægt er, án þess að sjáist í gegn. Matreiðslan byggist á pitsum og vel gerðum pöstum og kann ýmislegt fleira með sóma, en er þó gefin fyrir að hrúga ýmsu kraðaki á diska. Bök- uð kartafla fylgir öllum aðalrétt- um og mjúkt hvítlauksbrauð mörgum þeirra. Súpur dagsins reyndust vera að- all staðarins, til dæmis ítölsk grænmetissúpa tær, falleg og góð, með fjölbreyttu grænmeti. Einnig indversk grænmetissúpa, svipuð að gerð, en karríkrydduð. Gott hrásalat með fetaosti, þrenns kon- ar hnetum og tvenns konar ólífum var of mikið olíuvætt. Eggjakaka með ristuðu brauöi var einnig góð. Hæfilega skammt elduð var tagliatelle-pasta dagsins með sjáv- ónikan hafði um langt árabil í dansmenningu á íslandi. Ungt fólk tekur þátt I dagskránni og sýnir Listaklúbbsgestum að harmónikutónlist- in lifir enn góðu lífi. Tónlist, dans og saga tvinnast saman í sérlega skemmtilega ogfróð- lega dagskrá. Aðgangseyrir er kr. 800. 1eikhús t/ Fellx Bergsson leikur leikritið sitt Hinn full- komna jafninga ! is- \ jiÁ lensku óperunni kl. . jf 20. Sem kunnugt er | C - 4mJ bregður Felix sér ! gervi sex homma sem allir lýsa vanda þess og vegsemd að vera samkynhneigður ! henni Reykjavik. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttlr. Sími 5511475. Leikhússport í Iðnó. Uppátækið sem gat af sér sjónvarpsþáttinn Stutt! spuna kl. 20.30. Varist eftirlíkingar og skelliö ykkur á kappleik leikara! Sími 530 3030. ♦ f u n d i r Skoski lagaprófessorinn og vararektor háskól- ans! Edinborg, Neil MacCormick, heldur fyrir- lestur í boði rektors Háskóla Islands kl. 17 í Hátíðarsal Háskóla íslands. Lesturinn kallar MacCormick Dreifræöi og starfsbræðralag í stjórnun háskóla eöa Subsidiarity and Colleg- iality in Academic Governance. Þar gagnrýnir MacCormick þá útbreiddu skoðun að háskól- um skuli stjórnað eins og atvinnufyrirtækjum og leiðir líkum að því að „dreifræöis- og starfs- bræðralagsreglan" hæfi akademískum stofn- unum betur. MacCormick erí hópi fremstu lög- spekinga Evrópu og höfundur fjölmargra greina og bóka um lögspekileg, siöfræðileg og pólitísk efni. Fyrirlesturinn er öllum opinn með- an húsrúm leyfir. I upphafi fyrirlestrarins mun rektor ávarpa gesti en fundarstjóri verður Mik- ael M. Karlsson prófessor. i veitingahús AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er að spá fyrirfram í matreiðsluna, sem er upp og ofan.“ Op/ð í hádeginu virka daga 11.30- 14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis- götu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaður austrænnar matargerðar hér á landi." Opiö kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Baróns- stíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steíkhús hefur dalað.“ Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. ASÍA ★ Laugavegi 10, s. 562 6210. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. CARUSO*** Þlngholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á íslenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." Opiö 11.30- 14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 ogsunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX **** Laugavegi 178, s. 553 4020. „Formúlan er llkleg til árangurs, tveir eig- endur, annar í eldhúsi og hinn ! sal.“ Opiö 11.30- 14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundi 1. 5115 090. Opiö 18-22. GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milliklassa- hótels með virðulegri og alúölegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunni, s. 568 9888. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat- argerðarlist af öörum veitingastofum landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltlð." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. HUMARHÚSIÐ ★★★★ Amtmannsstíg 1, s. 5613303. „Löngum og hugmyndaríkum matseðli fýlgir matreiðsla ! hæsta gæðaflokki hér á landi" Opiö frá 12-14.30 og 18-23. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var aö neinu leyti misheppnaður, en fáir minnisstæð- ir.“ Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★ ★ ★ ★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. I tvo áratugi hefur þetta rólega og litla Italíuhorn með stórum gluggum einskis útsýnis staðizt umbyltingar veitingabransans og er hvorki betra né verra en áður. arréttum, ýsu, kræklingi, hörpu- diski og rækjum, en ýsan var ofelduð. Spaghetti Orientale var líka hæfilega eldað, hóflega kcir- ríkryddað, með rækjum og græn- meti. Skelfisk-risotto var ekki síður gott, í mótaðri köku á miðjum diski, með kræklingi í skelinni, hörpudiski, rækjum og sóltómöt- um í kring, svo og fallegu hrásal- ati á hliðardiski. Fiskitvenna var lakari, lúðan að vísu fin, en karf- inn þurr, með bakaðri kartöflu, sem stakk í stúf. Terta hússins reyndist vera brún djöflaterta með súkkulaði- kremi og þeyttum rjóma. Það, sem kallað var tiramisú á mat- seðli, reyndist vera skrítin lagterta með tveimur dísætum kremlögum, en ekki minnsta votti af ostbragði, furðulegt fyrirbæri og engan veginn gott. Báðar tert- urnar voru með þeyttum rjóma. Kaffi var gott, sérstaklega espresso, eitt hið allra bezta í bænum. Þriggja rétta máltíð með kaffi kostar hér 3.400 krónur og pasta í hádeginu kostar 985 krónur. Jónas Kristjánsson Lííid eftir vmrui „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæj- arins.“ Opiö 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnu- dögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegi 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★ Bankastræti 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitinga- stofa með góðri þjónustu og frambærilegum ítal- íumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smiöju- stig 6, s. 552 2333. „Gamal- frönsk mat- reiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée." Opiö 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góðum pöstum en lítt skólað og of uppáþrengj- andi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. PERLAN ★★★★ Öskjuhlíð, s. 562 0200. „Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu" Opiö 18.00-22.30 virka daga og til 23 um helgar. POTTURINN OG PANNAN, ★*★* Brautar- holti 22, s. 551 1690. „Einn af ódýrustu al- vörustöðum borgarinnar býður eitt bezta og ferskasta salatborðið." Opiö 11.30-22. RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111. „Rex kom mér á óvart með góðri, fjöibreyttri og oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt, mis- jafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fisk- rétti. “ Opiö 11.30-22.30. SHANGHÆ ★ Laugavegi 28b, s. 551 6513. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fin, vönduð og létt, en dálítið frosin." Opiö fré kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★★ Llnnetsstíg 1, s. 565 5250. „Þaö eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenning til aö lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræðis." Opiö 12-22 sunnudag til fímmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 5518666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. 557 7777 Austurveri Háaleltlsbraut 68 Amarbakki Breíðhoiti Nýr staður!!! Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar í e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020 26. febrúar 1999 f Óku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.