Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 16
varstu 1. mars 1989 kl. 18$0 þannig var nú þaö í flugskýlinu með GusGus: Hjörtur Howser tónlistarmaöur: % öruggt ég vtr Qauknum* „Það er næstum öruggt að ég fékk mér bjór. Á þeim tíma fannst mér bjór betri en alkóhól, þá viski og vodka. Ég hef líka alltaf verið lítið fyrir boð og bönn og allt þetta miðstýringar-blý- antsnagara-kjaftæði. Ég man samt ekki alveg hvar ég var nákvæm- lega þennan dag en yfir daginn hef ég örugglega verið heima hjá mér og kannski skroppið út til að kaupa mér bjór til að halda upp á þetta. Annars var ég líka búinn að vera að sulla í bjór nokkur ár þrátt fyrir bannið. Ég hafði viss samhönd og gat útvegað mér bjór eftir ólöglegum leiðum. Ég bjó á Laugaveginum á þessum tíma og jú . . . Já, ég fór á Gaukinn um kvöldið. Það er alveg 99% öruggt að þetta hefur verið þannig. En það verður nú að viðurkennast að minnið er að sjálfsögðu brigðult og því ekki alveg hundrað prósent öruggt." Fyrsti mars 1989 er dagurinn sem barflugurn- ar elska í minningu sinni. Þann dag var bjór leyfður á íslandi. Einhverjir flykktust að sjálf- sögðu í rikið um daginn en þar sem þetta var sameiginleg hátíð allra drykkjuhrúta reyndu margir að hrúgast inn á bari landsins klukkan sex um kvöldið. Það mátti nefnilegaj ekki selja áfengi fyrir klukkan sex hér á árum áður. Nú er öldin önn- ur og menn mega bara drekka bjór hvenær sem þeir vilja, svo i iengi sem þeir kaupa hann á ' þeim stöðum og eftir þeim regl- ^ um sem ríkisvaldið samþykkir. Eins og Bo Hall myndi segja þá voru tónleikar GusGus í Flugskýli 4 mjög „erlendis". Það var eitthvað spennandi við það að klöngrast upp frosnar áltröppur úti á flugvelli, skreiðast svo inn um dyr og sjá risa- vaxið skýlið blasa við. Motturnar sem búið var að hengja upp voru eins og krækiber í helvíti en komu að góðum notum í þessum bergmálshelli. Búið var að koma fyrir farandkömrum í einu horninu og þegar ég stóð þar með lekann skinnsokkinn í myrkrinu heyrði ég ekki betur en Sykurmol- armir væru komnir á sviðið. Það var þó ekki, heldur var þetta Grindverk og Sigtryggur Baldursson farinn að lemja trommurnar. Það er langt síðan Sigtryggur hefur lumbrað á svíns- skinnum á íslandi og gleðileg ný- breytni að sjá hann í þessu hlutverki eftir allan sönginn. Það rifjaöist upp fyrir manni hve stór hluti af sándi Sykurmolanna var trommutaktík Sig- tryggs, en þó var tónlist Grindverks- ins eðlilega ekkert lík Molunum því grindverkurinn er að mestu melódíu- laus. Auk Sigryggs var Einar Öm á sviðinu og blés af og til í trompet. Vindverkir úr Hilmari Erni höfðu komið í pósti og takkameistarinn Mark BeU sá um að hræra þessu öllu saman. Sveitin leið nokkuð fyrir lé- legt sánd, enda ekki orðið fullt í skýl- inu og bergmálið meira en þegar 2000 hljóðeinangrandi kjötskrokkar voru komnir í hús. Grin- verkur spilar fljót- andi bægslagang og er fátt minn- isstætt við leik þeirra n e m a síðasta lagið sem var áberandi best og barið áfram af skemmtileg- um trommulúp- um. Sigurrós spilar „þunga og þróaða" tónlist og hægt er að troða þeim ein- hvers staðar niður á milli Spiritualized, Pink Floyd og E n y a . Flokkurinn kom sér fýrir á sviðinu, söng> deildin fremst í hvítum fötum en mynd- og hijóð- deiidin í skugga baka tii. „Draumkennt" og „fljótandi" eru lýs- ingarorðin sem best eiga við og ef mann langar í stuð er fátt minna við- eigandi og tónleikar með Sigurrós. Bandið er nefnilega engin gleðisveit heldur leggur metnað í löng og hæg tónverk sem lulla áfram eins og fótfú- in húsmóðir í valíumrússi. Hljóm- sveitin dormaði áfram í rauðu ljósi og ég hefði gefið mikið fyrir að vera á vindsæng eða í heitum potti því mjúk- ir tónar Sigurrósar eiga betur heima við afslappandi aðstæður en glerhart steingólfið i skýlinu sem krafðist hopps til varnar yfirvofandi þursabiti. Lög Sigurrósar eru einfold og löng með kraftmikilli uppbyggingu og í há- punktunum fer Jónsi léttilega upp á háa C-ið og skrækir og hamast á fiðlu- boganum. Þá er gaman. Einnig var gaman að sjá skeggjaða karlinn kveða í byrjun. Hljómsveitin fékk auðvitað góðar móttökur og það hlakka örugg- lega allir jafn mikið og ég til að heyra nýju plötuna sem á vist loksins að koma út í vor. En GusGus var aðalnúmerið og nú átti að prófa nýja prógrammið sem spila á um allan heim á komandi misserum. Á milli atriði höfðu snúðar frá Fat Cat leikið síæstari lög af plöt- um en loksins kom að Gusinu. Flokk- urinn kom sér fyrir á sviðinu, söng- deildin fremst i hvítum fötum en mynd- og hljóðdeildin í skugga baka til. Það var ekkert verið að tvínóna við stuðið heldur byrjað beint á kven- rakstrinum, „Ladyshave", hinu gríp- andi fyrsta smáskífulagi af nýju plöt- unni. Doors-legir orgeltónar hófu lag- ið en síðan var keyrt af stað og nýju lögin viðruð. Þó framvarðarsveit GusGus sé lágvaxin tókst henni vel að halda mannskapnum við efnið. Lögin voru öU ný fyrir áhorfendur og mörg frekar róleg svo það dró oft af áhorf- endum sem langaði helst til að veifa flöskum og vera í stuði. Inn á miUi komu kraftmeiri bitar og þá æstist hrúgan og veifaði. Hafdís Huld söng nokkur lög og hefm- farið verulega fram, er farin að geta sungið verulega blítt og sætt. Magnús Jónsson söng lagið sitt „V.I.P" og fékk lánaða spastíska takta hjá David Byrne. í uppklappinu var hann kominn á bringuhárin og þá leið yfir tvær fimmtán ára í öftustu röð. Annars er Daníel Ágúst auðsjáanlega stjarna hópsins og stóð sig vel í poppstælun- um, liðaðist um eins og sköllóttur ormur og nuddaði sér af og tU upp við hina söngvarana. Hann er fronturinn og stjarnan og ræður vel við það hlut- verk. Fyrir ofan litlu deplana á sviðinu hékk risavaxið tjald og þar voru sýnd- ar myndir. Þar fór aðalsýningin fram fyrir þá sem stóðu annars staðar en fremst. Þetta var nú kannski ekki aUtaf mjög stórfengleg viðbót við tón- listina. Sérstaklega voru þessir innan- tómu froðufrasar sem varpað var á tjaldið þreytandi tU lengdar, en þeir eru kannski í réttu samhengi við stikkorðalega textana. En myndirnar voru oft skemmtUegar, sérstaklega þegar Siggi sæti skoðaði sig varalitað- ur í spegli og fitlaði við tútturnar á sér. Þetta nýja prógramm á eflaust eftir að þróast til betri vegar og fullkomn- unar á komandi mánuðum og kannski hefði maður verið meira með á nótunum ef maður hefði heyrt nýju plötuna. GusGus-tónninn virðist samt vera fundinn, elektrónískur og popp- aður i senn. í skýlinu mátti helst kvarta yfir því hve meðlimimir sem mixa tónlistina á tónleikum héldu mikið aftur af sér og hleyptu sjaldan Gusinu á hvínandi brokk. Þegar það gerðist var sjóið gæðaupplifun og frá- bært sjónarspil flottrar lýsingar, krafts og mynda. Of oft mátti þó taka undir með fúllyndri rödd fyrir aftan mig sem lýkti sjóinu við 30 veður- fréttatíma í röð. En GusGus kann að setja upp flotta tónleika og þegar allt kemur til alls var þessi sirkus Bald- urs Smart í skýlinu verulega góð til- breyting í helvítis skamdeginu. Gunnar Lárus Hjálmarsson Buxurnar Núna einkennist tískan af um- burðarlyndi og tímaleysi. Hún er þægUeg og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo segja tískufrömuðumir aUavega - og ef þeir segja það þá hlýtur það að vera rétt. Þykkbotna skór og þröng fot eru loksins að hverfa og þá munu margar kon- ur væntanlega tryUast af kæti. í vor eiga þær aUar, líka þessar venjulegu, að geta keypt sér heU- ing af fotum sem þeim líkar í stað þess að ganga tómhentar út úr tískubúðunum með kökkinn í hálsinum yfir því að vera of feit- ar í flottu fotin. Nú eru buxum- ar aðsniðnar í mittið en víðar að öðm leyti, gjarnan með broti eft- ir endilöngum skálmunum og uppábroti að neðan. - SvoUtið herralegt en á móti kemur að kvenlegar skyrtur og boUr era Uka áberandi í vortískunni. Þannig blandast saman herra- og dömulegar Unur. Stimdum eru buxurnar rúmlega hnésíðar og pils og kjólar em Uka í hnésídd- inni. Litur Utanna er grár: stein- grár, ljósgrár, silfurgrár og aUs konar grár - sem er ákaflega hentugt fyrir okkur íslendinga sem viljum helst ekki skera okk- ur of mikið úr, ekki ögra of mik- ið, en vera samt flottir. Svarti liturinn er og verður auðvitað í gangi eins og alltaf en það er náttúrlega séríslenskt fyrirbæri að hann skuU ekki vera lokaður inni í skáp á sumrin. Svo ætti hárið að vera sítt á þeim sem vilja fylgja tískunni aUa leið. Þær frægu hafa geflð tóninn: Madonna, Alanis Morri- sette, Cher og svo aUar fyrirsæt- umar, Kate Moss og þær. Sítt hár er kynþokkafúUt, hvort sem það er rennislétt, Uðað eða svona var-að-vakna úfið. Fyrir þær sem sjá ekki fram á að hárið síkki nógu hratt til þess að það verði í tísku í sumar em góðar fréttir að NataUe ImbrugUa-greiðslan er enn í tisku - stutt hár og harðar Unur, frjálslegt, reytt og úfið í hnakkann, af Ulgjörnum köUuð rjúpnarassa- eða samfaragreiðsla en við prumpum auðvitað á svo- leiðis flmmaurabrandara og verð- mn úfnar ef okkur sýnist. -ILK 26. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.