Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 10
V2, sem gefa plötuna út, segja lögin á plötunni nokkurs konar stækk- unargler á sálarlíf söngvarans. Þá setlar V2 að endurútgefa plötuna Max Q sem Michael gerði með ástr- alska pönkaranum Ollie Olsen árið 1989. Lélegur trommari verður miiyóner Tony McCarroll, sem tromm- aði á fyrstu plötu Oasis, er ríkur maður eftir að hann og fyrrum at- vinnurekendur hans náðu sam- komulagi áður en málið fór fyrir dómstóla nú í vikunni. Tony var rekinn áður en önnur plata Oasis var tekin upp og taldi hann að með því hafi gróflega verið brotið á sér. Noel Gallagher sagði hins vegar að Tony hefði einfaldlega verið lélegur trommari. Tony fór fram á 40 miiljónir dali í skaða- bætur. Hann fékk eitthvað minna en allavega nóg til að hann kom skælbrosandi út af 11 tíma löng- um sáttafundi. Oasis er annars byrjað að æfa efni fyrir fjórðu plötu sína og á að byrja að taka upp í apríl. Sveitin hefur beðið Mike Stent um að hljóðvinna plötuna með sér. Það val gefur í skyn að sveitin sé á höttunum eft- ir nýju sándi því Mike hefur t.d. unnið með The KLF, U2 og Mass- ive attack. Platan verður tekin upp i London og þó flest lögin hafi þegar verið samin er ekki von á fjórðu plötu Oasis fyrr en fyrri hluta næsta árs. Nýkomin er plata þar sem hljóð- gúrúinn Howie B og ryþmaparið Sly og Robbie leiða saman hneggjandi snilld sína. Útkom- an er göldrótt og hefur verið að fá æpandi góða dóma. Þegar kemur að heimsfrægum riþmapörum hafa fá tærnar þar sem Jamaíkabúarnir Sly og Robbie hafa hælana. Trommarinn Lowell „Sly“ Dunbar og bassaleik- arinn Robert „Robbie" Shake- speare eru lifandi goðsagnir og hafa spilað saman síðan 1974, bæði sem undirleikarar hjá öðrum og höfundar. Sem undirleikarar hafa þeir t.d. unnið með Pet- er Tosh, Black Uhuru, Serge Gainsbourg - hann kallar þá „simpa- sana sína“ - Grace Jo- nes, Bob Dylan og Mick Jagger. Nýlegri verkefni eru með UB40 og platan „Life“ með Simply Red. Þá hafa kapparnir gefið út nokkur dúóverkefni og lagt áherslu á eitil- skakka döbb-tónlist og fjörugra raggea- diskó. Howie B er mikill hljóðspámað- ur og hefur liðsinnt ýmsum frægð- armennum, m.a. Björk sem hann var að slá sér upp með á tímabili og dvaldi því nokkuð á íslandi. Helsta tekjulind hans var líklega að stjóma hljóðvinnslu á síðustu plötu U2 en auk þess hefur hann gefið út tvær góðar sólóplötur, „Music for babies" og „Turn the dark off“. Þá rekur hann plötufyr- irtækið Pussyfoot Records sem er ekkert slor þegar kemur að til- raunakenndri danstónlist. Samvinna þessara þriggja meist- ara kom til eftir að Chris Blackwell, fyrmm forstjóri hjá Is- land Records en nú hjá Palm Pict- ures, stakk upp á því við Howie en þeir þekktust frá U2 tímanum. Líkt og aðrir innvinklaðir músík- grúskarar var Howie, aðdáandi riþmaparsins, og hoppaði ólmur upp í næstu vél til Jamaíka til fundar við gömlu mennina. „Að vera með þessum körlum var brjál- að ævintýri," segir Howie. „Ég hafði aldrei hitt þá áður. Ég flaug á sunnudegi og á mánudagsmorgun- mn vorum við byrjaðir í hljóðver- inu. Við tók- um allt upp sem þeir gerðu. Við komum grúfinu í gang og þegar Robbie fór að plokka bassann ýtti ég á „Record“-búmm, við vorum komnir í gang. Bassalinurnar voru bara svívirðilega góðar.“ Nútímadöbb Döbb (e. Dub) er sú tegund rag- gea-tónlistar sem leggur áherslu á útúrskakkan takt og að hafa grúf- ið sem mollulegast. Lee „Scratch" Perry er einn frægasti döbbarinn en Sly og Robbie eru þaulvanir döbbinu. Margar nýleg- ar tónlistarstefnur hafa byggt á döbbinu og er tripp-hoppið skýrasta dæmið. Á samstarfs- verkefni Sly, Robbies og Howies er gamaldags döbb í forgrunni en tekið á því með nútímapælingum og sándi. „Ég vildi hafa plötuna eins einfalda og imnt var og vildi ekki að hún hljómaði eins og hún væri gerð af erfiðismönnum," segir Howie. „Ég vildi að hún hljómaði í grunninn eins og safn 16 laga sem voru tekin upp á átta dögum. Um leið og við kláruðum í verinu fórum við upp í flugvél og mixuðum þetta aflt saman 1 London. Allt ferlið tók bara um flórar vikur.“ Ótroðnar slóðir Platan heitir „Sly and Robbie drum and bass. Strip to the bone by Howie B“. Hún hefur verið að fá hvínandi góða dóma, m.a. fullt hús í Select, enda algjört gæðagrill fyrir eyrun. En skyldi gamla riþmaparið fila hvernig nútímagrúfmeistarinn Howie hefur krukkað í bassa og trommuupptökunum? Robbie: „Já, hljómar vel, platan vex við hverja hlustun. í fyrstu var ég ekkert inni í þessu en þegar ég hlustaði á plötuna í bilnum þá snarféll ég.“ Sly: „Flestir sem eru að spila döbb eru að spOa sams konar döbb og við spiluðum I gamla daga. Það hefur ekkert breyst. Við ákváðum að ef við ætluðum að gera döbb- plötu þá yrði tónlistin að breytast, það yrði að vera einhver ferskleiki. Við vildum gera döbbplötu en vild- um ekki endurtaka það sem við höfðum gert áður. Lykilorðið var ferskleiki - við vildum fara ótroðn- ar slóðir." Og það hefur þríeikið gert. Ferskara nútímadöbb fæst ekki á þessari öld. -glh NR. 313 vikuna 5.3-12.3. 1999 R.E.M. hefur fellt Flatboy Slim ur fyrsta sætinu og eru ekki þesslegir aö Þeir muni gefa það eftir í bráð. Sæti Vikur LAG FLYTJANDI 1 7 LOTUS......................................R.E.M. 2 8 PRAISE YOU...........................FATBOY SLIM 3 4 LADYSHAVE................................GUS GUS 4 7 ERASE/REWIND .....................THE CARDIGANS 5 2 NOTHING REALLY MATTERS.................MADONNA 6 13 FLYAWAY...........................LENNY KRAVITZ 26/2 19/2 2 3 1 11 7 14 9 1 20 13 10 7 1 YOU STOLE THE SUN FROM ME .MANIC STREET PREACHERS IH’liU 8 20 SWEETEST THING U2 8 6 9 4 I WISH I COULD FLY ROXETTE 13 19 10 5 EXFACTOR LAURYN HILL 3 11 11 8 NO REGRETS ROBBIE WILLIAMS 4 7 12 3 STRONG ENOUGH CHER 21 26 13 7 LULLABYE SHAWN MULLINS 16 16 14 3 ENJOY YOURSELF A+ 18 37 5 24 6 22 15 35 10 5 30 2 12 18 26 12 17 31 27 23 40 29 8 14 35 9 36 25 19 28 24 15 15 6 ÁSTIN MÍN EINA ..........VÉDlS HERVÖR ÁRNADÓTTIR 16 3 BOY YOU KNOCK ME OUT.TATYANA ALI & WILL SMITH 17 6 HAVEYOUEVER ...........................BRANDY 18 6 END OF THE LINE........................HONEYZ 19 4 HEARTBREAK HOTEL...............WHITNEY HOUSTON 20 2 WRITTEN IN THE STARS.ELTON JOHN & LEANN RIMES 21 6 ONE ....................................CREED 22 1 OUT OF MY HEAD.......................FASTBALL 23 2 THE BOY WITH THE ARAB STRAP ...BELLE & SEBASTIAN 24 14 WHEN YOU BELIEVE .MARIAH CAREY & WHITNEY HOUSTON 25 5 CASSIUS ‘99...........................CASSIUS 26 2 YOU DON’T KNOW ME .. .ARMAN VAN HELDEN & DUANE H.. 27 3 COME INTO MY LIFE......................EMILIA 28 8 LIFIÁFRAM ............................SÓLDÖGG 29 2 TENDER...................................BLUR 30 2 WHEN A WOMAN’S FED UP.................R.KELLY 31 1 MEÐ FULLRI REISN ... .FJÖLBRAUTASKÓLINN í BREIÐHOLTI 32 5 HOW WILLI KNOW........................JESSICA 33 4 ALL NIGHT LONG .........FAITH EVANS & PUFF DADDY 34 6 LOVELIKETHIS .......................FAITH EVANS 35 1 RUSH...................................KLESHAY 36 3 WALK LIKE A PANTHER ................ALL SEEING I 37 6 UNTIL THE TIME IS THOUGH.................FIVE 38 1 MARIA.................................BLONDIE 39 4 TUSEDAY AFTERNOON ...............JENNIFER BROWN 40 1 GEORGY PORKY.........ERIC BENET & FAITH EVANS Manic Street Preachers eru hástökkvarar vikunar. Rjúka beint í 7. sæti með You Stole the Sun From Me. GusGus eru líka á góðri siglingu með Ladyshave. íslenski listinn er saravinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 raanns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síraa 550 0044 og tekið þátt í vali listans. íslenski listinn er fnunfluttur á ílmmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi í DV. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekiö af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. 33 28 40 23 32 32 N'lliiil Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 96* Yfirumsjón með skoðanakönnun: Halidóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, helmildaröflun og yfirumsjón með framleiðslu: Ivar Guömundsson - Tæknistjóm og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir í útvarpi: Ivar Guðmundsson Dauðs B1T83HII1S plðttð Það er von á sólóplötu með söngvara INXS, Michael Hutchence, þó hann hafi fundist hengdur í beltinu sínu fyrir einu og hálfu ári. Michael hafði unnið að plötunni í þrjú ár og sumt af efninu hafði verið tekið upp nokkrum dög- um áður en hann fargaði sér. Hann hafði tekið upp búta um allan heim með ýmsum tónlistarmönnum en sá sem tekur að sér að klára verk- ið heitir Danny Saber og samdi nokkur lög með Michael. Talsmenn 10 f Ó k U S 5. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.