Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 16
hvar eru þeir núf f Ó k U S 5. mars 1999 Þá hófust erfiðir tímar „Ég var í byggingarvinnu og vann þá viö aö byggja nýja tónlist- arskólann i Hafnarfirði þar sem ég bjó þá. Félagi minn sagði mér svo þær hræðilegu fréttir að Kurt Cobain væri dáinn og á eftir komu erfiðir tímar. Við syrgðum hann mikið, félagarnir. Um kvöldið héld- um við eins konar erfidrykkju til minningar um hann og hlustuðum á Nirvana. Við vorum með stórt Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari hljómsveitarinnar Botnleöju. „Þetta jaðrar við gruggrokkið og sumir vilja segja að þetta sé svolítið indí.“ forum ekki r buxunum! Hljómsveitin Carpet spilar á síðdegistónleikum Hins hússins í dag kl. 17. Þetta er rokksveit frá Mosfellsbæ með fimm strákum á aldrinum 20 til 25 ára og hafa þeir spilaö saman sl. fjögur ár, fyrst sem Belle, þá sem Orange Carpet og loks bara sem Carpet. En hefói ekki verið einfaldara að kalla bandið bara Teppi? „Nei, það hljómar ekki nógu vel fyrir Kanann," segir Egill gítar- leikari. Hann er á línunni en hin- ------ ir strákarnir gjamma fyrir aftan. „Þetta er rokk, melódískt rokk,“ segja þeir lesendum til hægðarauka. „Þetta jaðrar við gruggrokkið og sumir vilja segja að þetta sé svolítiö indí.“ Carpet stefnir auðvitað á heims- frægð og hitar upp fyrir Dead Sea Apple á stórtónleikum á Akureyri um þarnæstu helgi. Þangað er von á erlendum bransaköllum og Carpet ætlar að ota sínum tota þó karlarnir hafi eflaust mestan áhuga á Dauðahafseplinu. „Fram- haldið kemur í ljós eftir Akur- eyri,“ segja strákarnir, bjartsýnir. „Auðvitað langar okkur til að meika það í útlöndum, enda lítið upp úr því að hafa að meikaða hér.“ Geriói hvaö sem er fyrir þessa bransakarla? „Við drögum mörkin við það að fara úr buxunum," segja þeir en eru samt í vafa: „Þetta er ekki spurning um að verða frægir held- ur að geta lifað af músíkinni," segja þeir svo, alvarlega. „Við erum að vinna hingað og þangað, í prentsmiðju, bólstrun, ÁTVR og allir hættir í skóla. Það er einn kominn með stúdentspróf og það dugar alveg fyrir bandiö." Þeir yrðu samt að fara úr bux- unum til að njóta hinnar endan- legu hamingju með hljómsveitinni Carpet - „það væri blódjobb hjá Pamelu Anderson!" - en há- punkturinn hingað til er svo sem ekkert slor - „Það var þegar við spiluðum á landsmóti Sniglanna ‘95, 6 og 7“, segja þeir að endingu og stinga aftur i samband inni í skúr. uð meiri leyndardómi. „Sigurður var bara með á einu balli,“ segir Jón, „við áttum ekki samleið, skulum við segja, og Bringuhárin voru mest bara fjórir. Sigurður þótti sleipur gítarleikari og kunni að spila „Sultans of Swing“ sem þótti mælikvarði á færni gítarleikara í þá daga. Hann kom víða við síðan, var m.a. í Sniglabandinu og maður hefur séð hann afgreiða í flestum hljóðfæra- búðum bæjarins." Samkvæmt rannsóknum Fókuss starfar Sig- urður nú hjá Landssímanum. „Hannes og Hafþór fóru báðir í flugbransann," heldur Jón áfram. „Ég veit ekki nákvæmlega við hvað Hannes starfar en hann vinnur hjá Flugleiðum í London og var lengi í námi í Bandaríkjunum. Hafþór er lærður flugmaður og er núna stöðvarstjóri hjá Atlanta. Ég held það sé tilviljun að þeir enduðu báð- ir í fluggeiranum en þeir voru báð- ir ansi sleipir hljóðfæraleikarar. Við höfum ennþá smásamband. Ekki mikið, samt.“ Hljómsveit víkunnar á barmi heimsfrægðarinnar er indígruggbandið Carpet frá Mosó. sveitina Fjórir piltar af Grundar- stíg. Við Stefán vorum reyndar bara tveir í henni fyrst. Á seinni árum okkar í skólanum breyttist þessi hljómsveit í hljómsveitina Bringuhárin sem var stofnuð til að spila kóvermúsík og til að ná sér í einhvern pening með skólanum. Nafnið stóð í mörgum því þeir héldu að þetta væri einhver pönk- hljómsveit. Prógrammiö var mjög breitt, allur andskotinn, t.d. „Abacadabra" en Stuðmannalög urðu fljótt uppistaðan hjá okkur. Þetta var á þeim tíma er Stuðmenn báru ægishjálm yfir aðrar dans- hljómsveitir og tóku flestöll skóla- böll. Brimkló var heit líka á þess- um tíma og gott ef Start var ekki líka. Það eru engin sérstök böll eftir- minnileg enda spil- uðum við ekki mjög mikið en þetta var skemmtilegt. Jú, fyrsta ballið var eft- irminnilegt því við fengum svo lítið borgað. Ég held það hafi verið 1500 kall á mann eða eitthvað. Ég held við höfum ekki verið mjög góðir miðað við jafnaldra okkar í dag. Eitt lag með Bringuhárunum kom upp síðar, lagið „Móðurást" með Possibillies og náði nokkrum vin- sældum. Það varð til í djammi á einhverri æfingu. Við æfðum uppi í Laxnesi - við hliðina á fjósinu minnir mig - og keyptum okkar eigið söngkerfi og svona. Samt tók- um við okkur aldrei alvarlega og ég hafði ekki trú á því að ég yrði tónlistamaður fyrr en fimm, sex árum síðar. Þangað til var þetta bara kæruleysi og ég ætlaði að verða fjölmiðlamaður. Einu, tveim árum eftir að þessi fréttatilkynning birtist fóru menn svo sinn í hvora áttina." Hvar eru þeir nú? Jón og Stefán eru enn á kafi í tónlistinni. Þeir hafa fylgst að í gegnum hvert bandið af öðru og spilað saman i leiksýningum. Ör- lög annarra Bringuhára eru hjúp- Bringuhárin ‘82: Hafþór, Jón, Stefán, Hannes og Siguröur. Hér eru þeir aö æfa puttalagiö fræga. plakat af honum uppi á vegg og drekktum sorgum okkar i áfengi. Nirvana var uppáhaldshljómsveitin okkar og viö tókum þetta mjög nærri okkur. Þetta var rétt áður en Framh Botnleðja varð til. Hún varð til svona hálfu ári scinna, eða um haustið 1994. Kurt Cobain hafði mikil áhrif á okkur og er einn mesti áhrifavaldur minn í tónlist. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að hann skyldi hafa framið sjálfsmorð. Það hefði verið flottara ef þetta hefði veriö svona „Lennon- dauði“, ef einhver heföi skotið hann annar en hann sjálfur. En hann var jú kexruglaður eins og margir aðrir snillingar sem lenda í dópi og rugli.“ Líkiö af Kurt Cobaln, söngvara rokkhljómsveit- arinnar Nirvana, fannst áttunda maí 1994 í Seattle. Læknir komst aö þeirri niöurstöðu að hann heföi framiö sjálfsmorö 4. mai og úr- skurðaði hann látinn klukkan hálfellefu aö staðartíma. Cobain átti aödáendur um allan heim sem tóku dauöa hans afar illa. Einhverj- ir uröu svo leiðir aö þeir ákváðu að fylgja hon- um héöan og frömdu líka sjálfsmorö. Enn aðr- ir hafa haldið því fram aö hann hafi verið myrt- ur. Cobain var kvæntur söngkonunni Courtney Love og áttu þau eina dóttur sem heitir Frances Bean og er skírð I höfuðið á meðlimi skosku hljómsveitarinnar Vaselines sem Kurt dáði mikið. Hann var eiturlyfjaneytandi og var 27 ára þegar hann dó. Hver man ekki eftir hljómsveit- inni Bringuhárunum? Hún ruddist inn á íslenska poppmarkaðinn með fréttatilkynningu í DV 7. desember 1982. Þá var sveitin nýstofnuð og sérhæfði sig í léttri danstónlist og þá helst hinu svokallaða „fram- haldsskólarokki". Bringuhárin voru fimm, Jón Ólafsson, söngur og ferðahljómborð, Stefán Hjör- leifsson, söngur og gítar, Hafþór Hafsteinsson, trommur, Hannes Hilmarsson, bassi og Sigurður Kristinsson, strengjatól og söngur. Ferill Bringuháranna „Við vorum saman í Verzlunar- skólanum, ég, Stefán og Hannes," segir Jón sem verður fyrir svörum, „og við stofnuðum skólahljóm- vai 8. maí 1994, kl. 5.3®? .. áL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.