Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 14
1 Scream Táninga- hrollvekj- ur eru í tísku þessa dagana og nú er allt til reiðu að hefja gerð Scr- eam 3. Eru framleiðendur myndar- innar búnir að tryggja að Neve Campbell, Courtney Cox og David Arquette muni leika sömu hlutverk og þau léku í fyrri myndunum tveimur. Myndin mun fylgja Sidney (Campbell) eftir þegar hún hættir í háskóla og flytur til Hollywood til að verða leikkona. Wes Craven mun leikstýra og Kevin Williamson skrifa handritið en þeir hafa unniö saman frá þvi Scream 1 var gerð. Þegar er búið að ákveða frumsýn- ingardag 10. desember og ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti það að ganga upp. Þess má geta að í undirbúningi er gamanmynd sem mun heita Scream If You Know What I Did Last Halloween. mTiimrr og Coen= bræður Fyrir tveimur vikum hengdi Ge- orge Clooney læknasloppinn sinn á snaga í síðasta sinn, hann er hætt- ur i þeirri ágætu sjónvarpsseríu ER og eiga margir eftir að sakna hans. Um sama leyti undirritaði hann samning um að lcika í næstu kvik- mynd Coenbræðra, Joels og Ethens, Oh Brother, Where Art Thou?. í myndinni leikur Clooney fanga sem fer fyrir hópi fanga sem reyna þrisvar sinnum að brjótast út úr fangelsi. Tökur hefjast ekki fyrr en í sumar. Clooney er þó ekki að- gerðalaus, hann er þessa dagana að leika í Three Kings, mynd sem ger- ist í Persaflóastríðinu. Þá hefur hann stofnað eigið kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtæki og ætlar sér stóra hluti. Meðal þess sem er á framkvæmdaáætlun fyrirtækisins er að endurgera kvikmynd Sidneys Lumets, Fail Safa, frá árinu 1964. að gora hjá Það hefur greinilega haft góð áhrif á Woody Alfen hversu vel honum tókst upp i Antz. Allen, sem hefur yfirleitt ekki litið við tilboð- um um að leika í öörum myndum en sínum eigin, er allt í einu búinn að semja um að leika körfubolta- fréttamann i Loud and Clear (fær litlar sex milljónir dollara fyrir) og að leika í Picking up the Pieces, sem Alfonso Arau mun leikstýra. Mun Allen leika slátrara frá New ’fork sem er vitni saksóknara og fer síðan í felur sem kúreki frá Arizona. Hvenær hann getur komið því við að leika í síðastnefndu myndinni er aftur á móti ekki vitað því auk þess sem hann er að leika í Loud and Clear er hann að gera eig- in mynd. Vaski grísinn Baddi sló í gegn í sinni fyrstu mynd en síðan hefur lítið til hans spurst. Fyrr en nú að myndin Babe: Pig in the City er frumsýnd. Svín lend ir í sollinum Það eru liðin rúmlega þrjú ár síð- an Babe, eða vaski grísinn Baddi eins og hann heitir upp á íslensku, lét heyra frá sér. Á sínum tíma fór hann sigurfór um heiminn og hlaut ótal viðurkenningar. Síðan hefur ekkert til hans spurst fyrr en nú, þegar ný mynd með honum er vænt- anleg í kvikmyndahús hérlendis. Síðan við skildum seinast við Babe og bóndann Arthur Hoggett hefur lítið vatn runnið til sjávar. Hogget hefur ákveðið að hafa ekki frekari sýningar á Babe og hefur einsett sér að lifa venjulegu lífi með tilheyrandi kaupi. En þegar hann veikist skyndilega verður konan hans, Esme Hogget, að taka við rekstri heimilisins. Þrátt fyrir góð- an vilja tekst henni ekki að afla nægilegs fjár fyrir heimilið og lánar- drottnar fara að gera vart við sig með tilheyrandi veseni. Fljótlega ákveður hún að reyna að græða pen- inga á Babe og fyrr en var- ir eru þau tvö farin af stað til borgarinnar. Þegar þangað er kom- ið lenda þau í stökustu vandræðum með að finna hótel sem leyfir ekki aðeins gæludýr, ' heldur líka svín! Svo taka hlutirnir að flækjast og að lok- um er allt mor- andi í dýrum. Handrits- höfundur- inn og leik- stjórinn George Baddi á sér marga merka samstarfsgelti og -gyltur: trierk dýr ör ÍS&ryndasöguW Dýramynd. Hvað er dýramynd? Það er hægt að túlka þetta orð á marga vegu. Sumum dettur í hug James Cameron sem gerði einmitt mjóg dýra mynd, Titanic, sumum dettur í hug náttúrulífsmynd á RÚV með íslenskri þuiarródd yflr hljóðrásinni og sumum dettur í hug mynd þar sem eltt dýr eöa flelri leika aðalhlutverk. Hér verður ekki leitast vlö aö útskýra í lóngu máli hvernig dæmigerð dýramynd er, heldur verða einfaldlega talln upp 10 merk dýr úr kvlkmyndum. 1. Frk. Svínka. Eins og einhver blaöamaðurinn sagði: Gáfuð og glæsileg! 3. Dr. Zaius Einn af fáum öpum sem hafa lagt sig í líma við aö standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar meö að útrýma villutrú. 2. Apinn í Outbreak. Sennilega mest ógnvekjandi api síðan Conga gamli var og hét. 4. Trigger Tryggur reiðskjóti. Synd að hann skyldi ekki hafa verið jafn tanglífur og Roy Rogers sjálfur. llílíffil 5. Lassý Ef þaö er til himnaríki fyrir hunda þá fer Lassý þangaö. 6. The Creature from the Black Lagoon Skringileg vera meö rennilas a bakinu. 7. King Kong Hann er bæði tortímandi og kvennamaður. Þarf maður nokkuö meira? 9. Jaws Ókindin sjálf. Var ógnvekjandi í fyrstu myndinni en var orðin eitthvað bragðdauf þegar komið var að þeirri fjórðu. 8. Tarantula Risavaxin könguló. Jack Arnold leikstjóri var mjög hrifinn af þessari könguló. 10. Hestshausinn í The Godfather Ekkert sem maður myndi vilja vakna við hliðina á. Miller er flestum að góðu kunnur fyrir myndirnar um Mad Max, sefn hann skrifaði og leikstýrði, en hann hefur einnig gert myndirnar Lor- enzo’s Oil, The Year that My Voice Broke og The Witches of Eastwick, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess skrif- aði hann handritið að fyrri mynd- inni um Babe og hefur mikið starfað sem framleiðandi. Chris Noonan, sem leikstýrði fyrri myndinni, er ekki með í þetta skiptið og það sama gildir um hana Cristine Cavanaugh sem talaði fyrir Babe. í hennar stað er komin Elizabeth nokkur Daily sem hefur leikið heilan helling af smáhlutverkum í gegnum tíðina og þar að auki talað inn á teiknik- myndir á borð við A 1 1 a d í n , Guffagrín og Rugrats þar sem hún las á móti Cristine Cavan- augh sem er, eins og fyrr segir, gamla röddin í Babe. Babe: Pig in the City hefur fengið góðar við- tökur, til dæmis valdi Gene Siskel, sem lést á dögunum, hana bestu mynd ársins 1998. Einnig þykir myndin hafa sannað að framhalds- myndir eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Svo er bara að vona að myndin verði jafnfyndin i og forveri hennar sem var, þrátt fyrir efnistök, ekki bara barnamynd. -Ari Eldjárn * m Hvað gera nokkrir félagar þegar þeir sitja uppi með lík af nektardansmey sem hafði verið fengin til að skemmta þeim í piparsveinapartíi? læmum malum Very Bad Things, sem Laugar- ásbíó sýnir, er svört kómedía sem leikstýrt er af Peter Berg. Hann er rnun þekktari sem leikari en leik- stjóri enda er þetta fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrir. í Very Bad Things fjallar hann á meinfyndinn hátt um pipar- sveinapartí sem fer úrskeiðis, svo að ekki sé meira sagt. Sá sem er tilefnið að pipar- sveinapartíinu er Kyle Fisher (Jon Favreau), ungur og myndarlegur maður sem er mjög ástfanginn af konuefni sinu, Laura Garrety (Cameron Diaz). Félagar hans sem halda honum veislu í Las Vegas eru ekki allir þar sem þeir eru séð- ir eins og fljótt kemur í ljós. Með- al þeirra eru vafasamur fasteigna- sali, Boyd (Christian Slater), Berkow bræðurnir, Adam (Daniel Stern) og Michael (Jeremy Piven) og sérvitur bifvélavirki Moore (Leland Orser). Til að lífga upp á partíiö er fengin ung nektardans- mey til að skemmta piltunum. En slys eiga sér stað og áður en hinn glaðværi piltahópur veit af þá sitja þeir upp með líkið af nektardans- meyjunni. Flestir eru á því að kalla til lögregluna. Boyd fær þó félaga sína á aðra skoðun og segir það ekki vera mikið vandamál að losna við „60 kílóa vandamál" í eyðimörkinni, snúa síðan til síns heima og gleyma vandamálinu. Þeir hefðu betur látið lögregluna vita því óhætt er að segja að í þeirra villtustu hugsunum hefðu þeir ekki getað vitað hvað beið þeirra. Peter Berg, sem einnig skrifaði handritið að Very Bad Things, er sjálfsagt þekktastur hér á landi fyrir að vera einn af læknunum í sjónvarpsseríunni Chicago Hope sem Stöð 2 sýnir um þessar mund- ir. Meðfram leik hefur Peter Berg skrifað nokkur handrit fyrir sjón- varp og kvikmyndir og er þessa dagana að klára að skrifa handrit að kvikmynd sem fjallar um hóp slökkviliðsmanna í New York. Mun hann sjálfur leikstýra mynd- inni. Auk sjónvarpsleikrita hefur Berg leikið í mörgum kvikmynd- um, má þar nefna Coplabd, The Great White Hope, Girl Six, The Last Seduction, Late for Dinner og Fire in the Sky. -HK fl4 f Ó k U S 5. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.