Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Síða 13
■f Sölvi Blöndal í Quarashi fór í ævintýraferð til Suður-Ameríku á síðasta ári. Hann ætlaði að læra spænsku og tékka á stemningunni. Það gerði hann auk þess að finna guð í Amazon- frumskóginum, leika í sápuóperu í Kólumbíu og vera lokaður inni í alræmdasta fangelsi Bólivíu í viku. í samanburði við ferðasögu Sölva eru ævintýri Munchhausens lítilfjörleg. tarantúlur og Jesú „Það voru tvær ástæður fyrir því að ég fór út,“ segir Sölvi á fslandi, síðhærður og brúnn. „Til að læra spænsku og til að vera ekki á sker- inu. Það hafa allir gott af því að læra nýtt tungumál og að vera ekki á íslandi í smátíma." Sölvi var á flakki í fimm mánuði, fór út í september. „Ég skipulegg aldrei neitt en hafði smá sambönd í Buenos Aires svo ég byrjaði á þvl að fara þangað. Suður-Ameríka finnst mér langmest spennandi álfan. Þar er allt sem maður þarf; flottur fót- bolti og spænska." Blóðslettur „Þegar ég lenti á flugvellinum kunni ég ekki að segja „hæ, hvað segirðu?“. Það kann enginn ensku þarna svo þetta var eins og að vera kominn til Fjarskanistan. Ég gisti fyrst hjá gamalli konu og sótti spænskutíma en innan tveggja vikna hitti ég lið á barnum sem bauð mér að búa hjá sér. Þetta lið fæddi mig og klæddi og var allt al- gjörar fótboltabullur. Breskar fót- boltabullur verða eins og sunnu- dagaskólameyjar við hliðina á þessu fólki. Við fórum á völlinn til að sjá leik með Boca juniors, aðal- liðinu þarna, berir að ofan og þeir vopnaðir mólótov-kokkteilum og hnífum. Að fara á völlinn í Suður- Ameríku er dálítið annað en hér. Við renndum í hlað og þá var her- inn búinn að mynda þrefaldan hring með skriðdrekum og hestum, þetta var eins og á Norður-írlandi. Við fórum í þrefalda vopnaleit og svo varð uppþot og vinir mínir voru barðir og blóðslettur gengu upp um alla veggi. Á leiðinni heim sögðu þeir mér að þetta væri svona í hverri viku!“ Sáuö þiö þá engan fótbolta? „Jú, jú. Ég sá líka Maradona. Það leið yfir mig og það þurfti að bera mig út. Hann var í stúku rétt hjá mér og þegar hann stóð upp og baðaði út örmunum trylltist lýður- inn og söng „Santa Maradona". Hann er dýrkaður af fátæka fólkinu en þeir ríku hata hann af þvi hann er kominn af fátæku fólki og er ný- ríkur.“ andi kákKalakkar Þegar Sölvi var búinn að vera i tvo mánuði í Bu- enos Aires og orðinn slarkfær í spænsku fór hann í 40 tíma rútuferð til höfuðborgar Bólivíu, La Paz. „Það var spítandi lamadýr fyrir framan mig i rútunni og hænsni fyrir aftan mig. Það var ekkert klósett svo fólk gerði bara þarfir sínar í hornin. La Paz er í 4000 metra hæð svo maður var með óráði í þrjá daga, með ofskynjanir vegna malaríu- lyfja og hæðar og sífelldar blóðnasir. Ég ákvað að fara niður í minni hæð og skellti mér í Amazon-frum- skóginn. Aðal- tilgangurinn var að yfir- vinna sjúklega hræðslu við skordýr. Ég ákvað að horfast í augu við óttann. Ég fékk með indíánaleiðsögu- mann og fór eins langt inn í skóg- inn og ég gat. Við tjölduðum inni í skógi og daginn eftir böðuðum við okkur í vatni. Ég spurði indíán- ann hvort það væru nokkrir píranafiskar þama en hann sagði mér að anda rólega. Þeg- ar við komum upp úr náði hann í veiðistöng og veiddi eitt spriklandi kvik- indi og sýndi mér tennumar." Sölvi var með Biblíuna með sér „Þetta er rétt áður en kenn- arinn fleygði mér í sjóinn. Ég var frekar stressaður. Þegar maður er kominn ofan í er þetta eins og að vera í risa fiskabúri og ég vildi ekki koma aftur upp.“ og fann guð í frumskógin- um. „Ég frelsaðist til kaþólskrar trúar og fann minn Jesú, enda voða lítið að gera nema lesa í Biblíunni. Þarna eru litlar kirkjur úti um allt sem eru svona eins og félags- miðstöðvar. Ég var „Ég fór til Pica í Chile eftir svaðilfarirnar í fangelsinu. Þetta er gamalt námuþorp' sem er að leggjast í eyði. Þarna er heitara en í helvíti og eintómir indíánar og kolruglað- ir hippar sem búa þarna.“ þarna í tvær vikur og það er ótrú- legra en flestir geta haldið. Það er bókstaflega erfitt að vera til, að labba; það er bara vatn í loftinu. Það er dá- lítið sérstök stemning að sofa með fljúgandi kakkalökkum. Ég hefði étið apaheila hefði einhver rétt mér hann. Gildin breytast mjög mikið. Hér á ís- landi er maður upptekinn af því að ákveða hvort maður ætti að fá sér kornfleks eða hunangs-cheerios í morgunmat en þarna var maður meira að spá í að lifa af daginn, að vera ekki stunginn af einhverri tar- antúlu eða bitinn af snák. Ég hafði verið geðveikislega hræddur við tar- antúlur síðan ég sá Indiana Jones en indíáninn sýndi mér hvað á að gera við þessi kvikindi. Það eru holur úti um allan skóg og indíán- arnir sprauta kveikjaragasi inn í þær og kveikja í. Þá stekkur tar- antúlan upp og þá slá þeir hana með kylfu. Þetta er aðalfjörið hjá þeim og ég komst upp á lag- ið með þetta.“ frumskógum Bólivíu fann ég þaó sem vantaói í Iff mitt, Jesú. Þetta er eitt af mörgum líkneskjum af Frelsaranum sem fólkió þarna hefur búió til. Hver og einn er svo meó sinn eigin dýrling. Minn er Santa Maria." „Hversu undarlegt sem þaó kann aó hljóma þá hitti ég fjóra íslendinga úti á götu í Santiago. Vió fórum saman á lúxusbar fyrir homma og á tónleika meö Cypress Hill. Besti konsert sem ég hef séð.“ „Eg var óduglegur viö aö rífa upp kameruna því um leið er maöur búinn aö merkja sig sem túrista. Oröabók- Ina þurfti ég hins vegar mikiö aö nota og hér er ég aö taka hana upp úr töskunni nýkominn til Buenos Aires.“ I kókaín- verslunarferð Eftir frumskógaræfin- týrið slappaði Sölvi af í gamalli borg í frumskógin- um og kynntist þar „al- gjörum rudda frá Manchester. Ég man ekki hvað hann heitir en við getum kallað hann Bez. Hann sagði það helst í fréttum að hann væri á leiðinni til La Paz til að kaupa kókaín og vant- aði einhvem með sér sem kynni spænsku. Nú var maður búinn að venjast hæðinni og því flæktist ég með honum til La Paz. Einn daginn sagðist hann ætla að kaupa kókið og sagðist liða betur ef ég færi með honum. Við keyrðum að aðalfangelsinu í La Paz og Bez sendi mig á einn vörðinn til að múta honum til að hleypa okkur inn. Ég borgaði nokkrum vörðum 10 doll- ara á mann og loks er okkur hleypt inn um risarimlahurð inn í þetta 3000 manna risafangelsi þar sem engar löggur eða hermenn voru. Vegabréfin vom tekin og okkur sagt að við værum þarna algjörlega á okkur eigin ábyrgð. Bretinn þekkti einhvern Ameríkana þarna inni sem fór með okkur upp í glæsiíbúð í miðju ógeðslegu fangelsinu - glæsi- legri íbúð en mestu glæsivillu sem ég hef komið í hérna á íslandi. Þarna var DVD, sér kirkja, þjónar og mellur; fullt af mat og brennivíni. Þama hitti ég mann sem sagðist vera lögfræðingur kókínbarónsins og benti á hann en ég fékk aldrei að tala við hann. Ég sagði að við vær- um tveir útlendingar og að Bez vildi kaupa kók en lögfræðingurinn hafði engan sérstakan áhuga á því en þess meiri af að gorta af því hvað þetta væri allt fráþært þarna hjá þeim. „Sérðu þetta, sagð’ann, svona eruði ekki með í Evrópu, maður, þetta er besta djeil-sistemið in ðe vorld. Skjólstæðingur minn var tekinn með fjögur tonn af kókaíni, hann borgaði fjórar milljónir dollara í mútur og fékk bara fjögur ár. Við löbbum inn og út eins og okkur sýn- ist og fáum allt það sem við viljum. Verðirnir vinna fyrir okkur og þetta er ekkert mál.“ „Við í Quarashi erum bara að reykja krakk inni í skúr, allt krakkið sem ég kom með frá Suður- Ameríku. Okkur finnst það gaman.“ Enginn messar við Manuel Sölvi spyr lögfræðinginn hvort hægt sé að redda Bez kókinu og lög- fræðingur barónsins segist muni setja sinn besta mann í málið. Það átti að taka nokkra tíma og á meðan fengu Evrópubúamir tvo lífverði. „Hann kynnti okkur fyrir Manuel og Jose, tveim svakalegum durtum, og lögfræðingurinn sagði að enginn messaði við Manuel af því hann hefði stungið mann til bana fyrir viku. Það era svona 2-3 drepnir í fangelsinu í hverri viku. Svo fórum við í skoðun- arferð með durtunum. Það er mikil stéttaskipting í fangelsinu. Allir þurfa að borga vörðunum til að fá að lifa. Ef þú borgar ekki koma verðim- ir að nóttu til og skjóta þig eða þú ert settur í hlekki og látinn vinna þar til þú drepst. Manuel sýndi okkur inn í eldhús þar sem nokkrir hlekkjaðir náungar unnu sveittir og mér sýndist þeir ekki eiga mikið eftir. Þetta voru þrælamir. Fangamir borga fyrir klef- ana, flestir eru í einnar stjömu klef- um, viðbjóðslegum holum í jörðinni. Fangelsismálastjórinn hér getur ver- ið sáttur við ástandið á íslandi. 1 þessum holum er megnið af föngun- um. Fjölskyldum fanganna er hleypt inn á daginn því annars myndu þær deyja af þvi fyrirvinnan er i fangelsi. Það er því brjálæðisleg stemning þarna; konur að þvo þvotta, börn hlaupandi um og engar löggur. Manu- el var í þriggja stjömu klefa sem vsir svona eins og sæmilegur klefi á Skólavörðustíg en þeir bjuggu reynd- ar tveir í honum." Hnífar á lofti Manuel sýndi Sölva og Bez drullu- fenið þar sem úrganginum er safnað saman. „Við erum strangtrúaðir kaþólikkar héma inni, segir Manu- el, og hötum nauðgara og bama- morðingja. Þegar þeir koma inn eru þeir baðaðir upp úr feninu, nauðgað og svo eram við með böðul sem treð- ur stórri piparrót upp í rassinn á þeim og drepur þá síðan. Síðan hitti ég þennan böðul, risastóran sköllótt- an náunga, alveg eins og út úr bíó- mynd,“ Sölvi gerir málhvíld til að rifja upp böðulinn í minningunni. Svo heldur hann áfram: „Manuel kynnti mig fyrir fullt af öðru liði, t.d. hryðjuverkamanni sem haföi náðst í frumskóginum. Hann ætlaði að verða Che 2 en það mistókst hjá honum og hann verður í fangelsi í hundrað ár. Síðan var ég kynntur fyrir syni aðalkókaínbaróns Bólivíu. Hann náðist í einhverju brjáluðu blóðbaði þar sem fullt af venjulegu fólki og löggum var dritað niður, enda átti hann að sitja inni í nokkur ár. Eftir að hafa gengið um með durtunum í nokkra tíma og t.d. séð í viðbót klefa með Nintendo og annan þar sem fangarnir fá til sín hórur sem margar eru ekki orðnar fjórtán ára fóram við upp í glæsi- íbúðina aftur og þar vora nokkrir að- algaurcir mættir. Þeir og Bez fóru eitthvað að smakka kókið svo mér leist ekkert á þetta og sagðist ætla að drífa mig. Ég kallaði í liðsforingjann og sagðist vilja fara út og hann sagði að það kostaði 300 dollara. Ég ætlaði sko ekki að borga neina 300 dollara til að komast út svo ég var fastur í viku og kynntist þessu öllu betur. Ég fékk að búa í villunni eða í þriggja stjörnu klefanum og þeir pössuðu upp á mig. Ég lærði góða spænsku og þetta var fint en að lokum tók ég 50 dollara út af kortinu mínu og borgaði liðsforingjanum. Þetta var auðvitað frekar geðveik lífsreynsla. Það era bókstaflega allir á kókaíni eða krakki þarna inni og allir gjörsamlega raun- veruleikafirrtir - alltaf með hnífana á lofti. Það var enginn drepinn meðan að ég var inni en ég kom samt skjálf- andi út.“ Hvaö meö Bez? „Bez! Hann er líklega dauður núna enda hellti hann sér út í kóka- ínið. Ef hann er ekki dauður þá kalla ég hann góðan!“ Ljóshærði engillinn En lífshættuleg ævintýri Sölva voru rétt að byrja. „Til að slappa af eftir fangelsið fór ég til Chile af því ég hélt að ástandið væri betra þar. Ég lenti akkúrat i því að það var verið að fram- selja Pinochet svo það vora blóðugar óeirðir í höfuðborginni og útlendingar áttu fótum fjör að launa. Það var öskr- að og hent í mann glerflöskum." Næsti áfangastaður var því Kól- umbía. „Það eru allir að spyrja mig af hveiju ég sé með sítt hár og ástæðan er sú að þar fékk ég hlutverk í sápuóperu. Ég , gat aldrei lært textann svo ég var með tæki í eyranu og það mátti ekki sjást. Þess vegna er ég með sítt hár. Ég lék ljóshærða engilinn. í Kólumbíu era æð- islegar sápuóperur. Það er borgarastríð í landinu og engir ferðamenn svo ég uppgötvaðist fljótt. Það eru ekki margir ljóshærðir þarna.“ Eftir sápuleikinn fór Sölvi til Mexíkó City - „sem er æðisleg borg en ég lenti ekki í neinu sérstöku" - en næsti áfangastaður var Havana. „Nú hélt ég loksins að ég væri kom- inn í sæluríki kommúnismans. Hér eru engir glæpir, engin spilling, hugs- v aði ég, en það leið ekki á löngu áður en ég var rændur af fimm mönnum með hnífa; bara skellt upp við vegg með hníf upp við háls og því hótað að ég yrði drepinn. Ég var sem betur fer ekki með neitt á mér svo þeir urðu al- veg brjálaðir og heimtuðu að fá bux- umar mínar. Eftir þetta dró ég mig út úr stórborgarlífinu og fór í smábæ til að læra að kafa. Ég var á námskeiði í viku og útskrifaðist sem kafari." Krakk inni í skúr Nú eram við farnir að fara hratt yfir sögu. Áður en Sölvi sneri aftur undir vemdarvæng Vesturlanda gerði hann stuttan stans í höfuðborg Jamaíku, Kingston. „Ég var búinn að ímynda , mér að i Kingston væru allir „chillað- ir“ en komst að þvi að borgin er sú hættulegasta í heimi og hvítt fólk má ekki vera á ferli eftir klukkan sex. Ég var því bara einn sólarhring í Kingston. Ég filaði ekki Jamaíku en ég mæli með Kúbu - frábært land. Ég er með þá kenningu að allir sem búa í Karíbahafinu séu snargeðveikir. Fólkið er með kynlíf, dans og að drekka brennivín á heilanum og gerir ekkert annað en að ríða, dansa og drekka. Sem betur fer var ég búinn að frelsast til kaþólskrar trúar og trúi því ekki á kyn- líf fyrir hjónaband." En nú ertu kominn heim til að bjarga íslenska poppinu? „Ég veit það nú ekki. Ég hef ekk- ert um íslenskt popp að segja og byrja bara að stama ef ég þarf að tala um það. Við í Quarashi erum bara að reykja krakk inni í skúr, allt krakkið sem ég kom með frá Suður-Ameríku. Okkur finnst það gaman. Ég er líka að vinna í því að frelsa strákana - nú er helmingur- inn orðinn strangtrúaður - og næsta plata verður að sjálfsögðu lofsöngur um Jesú Krist.“ -glh GIH DIAZ (There’s something about Mary) CHRISTIAN (Broken arrow) t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.