Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 7 sandkorn Slóbó og Kári Sjónvarpsmenn frá Sky voru á ferð hér á landi nýlega tO að JQalla um gagnagrunninn heimsfræga. Þeir höfðu samband við íslenska erfða- greiningu og spurðu eftir Reyni Arn- grímssyni lækni. Þetta fór illa í for- svarsmenn og virk- aði eins og að stijúka ketti öfugt því litlir kærleikar eru milli ÍE og Reynis. Sky- menn höfðu þá uppi á honum eftir öðrum leiðum. Síðan hugðust þeir ræða við Kára Stefáns- son en hann harðneitaði. Fyrir milli- göngu Sivjar Friðleifsdóttur fékkst Kári í viötal. Hann var viðskotaillur og hafði allt á hornum sér í viðtalinu. Sky-hópur- inn hafði að sögn verið viku fyrr í Serbíu að ræða við Slóbódan Mílósé- vits og höfðu þeir á orði hversu keim- lík framkoman væri hjá þeim tveim- ur, Slóbó og Kára... Framsýni Svo sem drepið var á í Sandkom- um i gær, fór Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, á kostum í lokahófi landsfundar. Þar ijallaði formaðurinn í léttum dúr um menn og mál- leysingja. Meðal ann- ars hældi hann hin- um miðaldra Kjart- ani Gunnarssyni, framkvæmdasijóra flokksins, í hástert fyrir skipulagshæfl- leika, svo sem glöggt hefði komið í ljós á umgjörð landsfundar: „Það var mikil framsýni hjá Jóni Þor- lákssyni, fyrsta formanni Sjálfstæðis- flokksins, að ráða Kjartan til starfa," sagði Davíð... Hættir Kjartan? Ákvörðun Árna Sigfússonar um að láta af störfum sem borgarfulltrúi kom fáum á óvart. Hafði Ámi raunar tilkynnt það formlega í áramótaveislu borgarstjórnar í Höfða um síðustu áramót. Fyrsti varaborgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks- ins heitir Kjartan Magnússon og er jafhframt blaðamað- ur á Morgunblað- inu. Morgunblaðið ritaði Reykjavíkurbréf rétt fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar og benti á að alþingismenn, bæjar- og borgarfulltrúar væru ekki starfandi á Morgunblaðinu á sama tíma og þeir væm í stjómmálunum. Er því beðið eftir hvaða störf Kjartan Magnússon tekur að sér samhliða stjómmálumun... Töfralausn Vefþjóðviljinn gerði nýlega að um- talsefni skoðanir alþingismannsins Sigríðar Jóhannesdóttur á Reykja- nesi. Sérstaka aðdáun Þjóðviljamanna vekur hve Sigríður kemur hreint fram í sjávarútvegsmálum og leggur þar fram skýra stefnu þar sem ekki er farið i felur með hlutina og sem inni- heldur töfralausn. „Ég vU að kvóta- kerflð heyri sögunni andi mynd og ég mun beita mér fyrir fiskveiðistefnu sem þjóðarsátt ríkir um,“ hefur VefþjóðvUjinn eftir Sigríði orðrétt og óstytt. Þá segir að Vefþjóð- vUjinn hafi fregnað að hún hyggist nú á næstunni ljúka umræðum um fisk- veiðistjómun í eitt skipti fyrir öU með svohljóðandi lagafrumvarpi: 1. gr. Lög nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða faUi úr gildi. 2. gr. Stjóm flskveiða skal fara eftir þeirri stefnu sem þjóðarsátt ríkir um. 3. gr. Lög þessi öðlast gUdi þegar í stað. Sigríður Jóhannesdóttir... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir UmdeUdar reglur um sjúklingagjöld á spttölum: Ríkið borgar fóstureyðingu en almenningur glasafrjóvgun - flókið fyrir fólk að átta sig á frumskógi sjúklingagjalda Frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þeir sem slasast geta orðið fyrir tvenns konar áfalli. Fyrst eru það áverkarnir vegna slyssins en síðan kem- ur bakreikningurinn ef fólk er svo „óheppið" að útskrifast innan sólarhrings. í reglugerð frá árinu 1996 er skU- greint hvaða kostnað sjúklingar sem fara til meðferðar á sjúkrahúsum eigi að bera, og hvaða kostnað ekki. Þar kemur fram að fólk sem fer í glasa- frjóvgun þarf að greiða þá meðferð fuUu verði. Þannig greiðir par, sem ekki á barn saman, 115 þúsund krón- ur fyrir fyrstu meðferð og 65 þúsund krónur fyrir aðra tU fjórðu meðferð. Þá kostar 5. meðferð eða fleiri 215 þús- und krónur. Þá er tUgreindur kostn- aður vegna sæðis og frystra fósturvísa sem greiddir eru af þeim sem þurfa glasafrjóvgun. Loks er tUgreint að par sem á barn saman þarf að greiða 170 þúsund krónur fyrir fyrstu meðferð eða umtalsvert meira en bamlausa parið. Þetta snýst um kostnað við að framkaUa nýtt líf og er verðlagt af fuUum þunga af ríkinu. Þegar síðan kemur að því að slökkva líf sem kviknar í óþökk ger- enda er dæmið öðruvísi og ríkið kemur inn með fuU- um þunga. Fóstureyðing, hvort sem um er að ræða þá fyrstu eða röð slíkra, kostar þann sem þiggur ekki krónu. Þetta er mjög umdeild stefna og margir segja hana fela í sér ein- kennilegt gildismat. Eins og DV hefúr greint frá undanfama daga telja konur, sem lagðar voru inn á kvennadeild tU smá- vægUegra aðgerða, að þær hafl ekki verið varaðar við því að með því að fara of snemma heim féUi á þær kostnaður sem nemur aUt að 22 þúsundum króna. Þetta segja konurnar hafa gerst þrátt fyrir að reglur kveði á um að látið skuli vita ef um kostnað sé að ræða fyrir sjúkling. Ef spitalavist, þegar ekki er um að ræða fóstureyð- ingu, nær ekki 24 tímum, þarf sjúk- lingur reglum samkvæmt að kaupa þjónustuna fullu verði, jafnvel þar sem um er að ræða slys þar sem við- komandi hefur ekkert með það að gera hvort hann leggst inn eða ekki. Sé sjúklingur aftur á móti svo „hepp- inn“ að spítalavistin nær sólarhring eða lengri tíma sparast stórfé. Þrátt fyrir að læknum beri að láta sjúklinga vita af kostnaði vegna með- ferðar er ljóst að slíkt getur brugðist. Frumskógur sjúklingagjalda vefst fyr- ir mörgum og hinir óheppnu fá óvænta reikninga; þeir sem losna of snemma út af spítölum. -rt I -O. Damstahl hf., heildsala með ryðfrítt stál, Skútuvogi 6,104 Reykjavík. Sími 533 5700. Fax 533 5705 I Damstahl Við bjóðum starfsmönnum í málmiðnaðarfyrirtækjum, byggingarfyrirtækjum, hönnunar- og ráðgjafafyrirtækjum og öðrum sem tengjast smíðum, framleiðslu, viðhaldi eða hönnun að heimsækja okkur á nýja lagerinn okkar að Skútuvogi 6, föstudaginn 19. mars kl. 15.00 -19.00 og kynna sér starfsemi fyrirtækisins og þjónustu. /JI Damstahl föstudaginn 19. mars kl. 15.00 -19.00 að Skútuvogi 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.