Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 17 íþróttir íþróttir Tottenham vill Egil aftur Enska knattspymufélagið Tottenham Hotspur vill fá Egil Atlason, drengjalandsliðs- mann úr KR, til sín á ný. Egill, sem er sonur Atla Eðvaldssonar, þjálfara meistara- flokks KR, dvaldi í viku hjá félaginu á dögunum. Forráðamönnum Tottenham þótti hann lofa góðu og vflja fá hann í lengri tíma og til að sjá hann í leikjum með unglingaliði félagsins. .yc Guðjón Skúlason skoraði 18 stig gegn Haukum í gærkvöld. Yfirburðir Keflvíkinga „Við komum tilbúnir í þennan leik og vildum sýna brot af því sem koma skal hjá okkur í þessari úrslitakeppni. Viö spilum vel saman sem ein hefld og allir mjög óeigingjamir. Það er ekki spurning að við ætlum okkur alla leið og hampa íslandsmeist- aratitlinum í ár,“ sagði Damon Johnson, eftir að hann og félag- ar hans í Keflavík höfðu rúllað upp vængbrotnum Haukum, 123-81, í fyrsta leik 8-liða úrslita Islandsmótsins í körfuknatt- leik. Keflavík spilaði svæðispressuvörn allan leikinn og nýtti sér leikstjórnandaleysi Haukanna. Haukarnir misstu boltann hvað eftir annað og töpuðu þeir boltanum alls 34 sinnum í þessum leik, sem oftast kostaði þá að Keflavík fékk auöveld stig hinum megin í kjölfarið. Hittni Keflvíkinga var mjög góð í þessum leik og voru þeir búnir að setja niður 18 3ja stiga körfur áður en yfir lauk og verða Haukarnir að leggja höfuðið í bleyti fyrir næsta leik hvernig hægt sé að stöðva þessar skyttur sem mega ekki fá opið skot. Sem oft áður var Damon Johnson besti maður Kefl- víkinga og skoraði hann 7 3ja stiga körfur úr aðeins 8 tilraun- um, sem er frábær nýting. Guðjón Skúlason er aftur kominn í byrjunarliðið, kann greinilega mjög vel við sig þar og er kom- inn í sitt gamla form. Hjörtur Harðarson og Falur Harðarson áttu einnig flnan leik. Hjá Haukunum var fátt um flna drætti og menn að tapa boltanum, oft klaufalega sem drepur í ölium bar- áttuanda hjá liðinu. -BG Einar var sigursæll Einar Trausti Sveinsson, Kveld- úlfi, íþróttafélagi fatlaðra í Borgarnesi, sló heldur betur í gegn á síðasta ári en hann kepp- ir i frjálsum íþróttum. Viður- kenningar hafa streymt tfl hans að undanfornu. Hann var út- nefndur íþróttamaður ársins í Borgarbyggð, íþróttamaður árs- ins hjá UMSB og íþróttamaður ársins hjá Kveldúlfi. Einar Trausti, sem er aðeins 16 ára gamall, varð í 3. sæti í spjót- kasti á heimsmeistaramóti fatl- aðra í Birmingham, varð fjórði í kringlukasti og áttundi í spjót- kasti. Með árangri sinum á HM tryggði hann sér keppnisrétt á ólympíumóti fatlaðra í Sydney á næsta ári. Þá vann hann sjö ís- landsmeistaratitla innanhúss og utan í frjálsum íþróttum. -GH Fjölnir sigraöi Ögra, 36-23, í 2. deildinni í handknattleik i gær. Þrír leikir voru í deildabikarnum í knattspymu i gær. Þróttur sigraði Fram, 3-0. Björgólfur Takefusa skoraði 2 mörk fyrir Þrótt og Hreinn Hringsson eitt. KR lagðí Leikni, 4-2, Indriöi Sig- urósson skoraði 3 mörk fyrir KR og Sigþór Júliusson eitt en fyrir Leikni skoruöu Einar Ö. Einars- son og Þóróur Jensson. Þá lagöi Skallagrímur Grindavík, 4-2. Hjörtur Hjartarson skoraði 2 fyrir Skallagrim og þeir Þórhallur Jónsson og Bjarki Árnason eitt hvor. Heiöar Aóalgeirsson og Óli Stefán Flóventsson skoruöu mörk Grindvíkinga. Þróttur Reykjavík er kominn i úr- slit á íslandsmóti karla í blaki. Þróttarar léku í gærkvöld gegn KA og sigruðu, 3-1. Þróttur vann KA því samanlagt 2-0 og mætir Stjöm- unni eða ÍS i úrslit en Stjaman vann leik liðanna i gærkvöld, 3-2, og staðan þar er 1-1 samanlagt. Þriðji leikur liðanna fer fram á heimsbikarinn í Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, gerir upp „Ég Svíþjóð og spáir í íslenska morgun. 11-8, 21-12, 34-12, 38-23, 45-23, 50-29, 58-33, (62-38), 71-38, 81-53, 94-58, 103-60, 110-68, 115-74, 123-81. Stig Keflavíkur: Damon John son 40, Guðjón Skúlason 18, Hjörtur Harðarson 17, Falur Harðarson 17, Gunnar Einarsson 14, Fannar Ólafs- / son 12, Sæmund- ur Oddsson 4, Birgir Birgis- son 2, Halldór Karlsson 2. Stig Hauka: Roy Hairston 36, Ingv- ar Guðjónsson 12, Bragi Magnússon 11, Oskar Pétursson 8, Daníel Árnason 6, Róbert Leifsson 4, Leifur Leifs- son 2, Brynjar Grétarsson 2. Fráköst: Keflavík 29, Haukar 35. Vítanýting: Keflavík 13/21, Haukar 5/7 3ja stiga körfur: Keflavik 18/32, Haukar 6/13. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Sigmundur Herbertsson Rögnvaldur Hreiðarsson, héldu einbeit- ingu og voru góðir í heildina Maður leiksins: Damon Johnson, Keflavík. Leedsklúbburinn á íslandi efnir til 5 daga hópferðar á leik Leeds og Man. Utd og Biackburn og Liver- pool. Farið verður 22. april. Af 40 sætum eru 20 seld. Upplýsingar er að fá í sima 898 4213, 562 6452 og 892 7730. Rúnar Alexandersson getur ekki keppt á íslandsmótinu 1 fimleik- um um helgina vegna veikinda. -GH/-SK «1 IfcÁ, . Gunnar Sigurðsson, markvörður ÍBV í knattspyrnu: „Nánast verið að reka mig frá liðinu," segir Gunnar Gunnar Sigurðsson. Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður í knattspymu mun standa í marki íslands- og bikarmeistcira ÍBV í sumar. Hann leysir Gunn- ar Sigurösson af hólmi en Gunnar hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir ÍBV eftir að það kom í ljós að Birkir kemur til Eyja í sumar eft- ir veruna hjá Bolton. „Það er ekkert fyrir mig að gera hér enda er nánast verið að reka mig frá liðinu. Ég mun því spfla með öðru liði en ÍBV í sumar en á þesari stundu er ekki ljóst hvaða lið það verður né hvort það verður hér heima eða erlendis. Ég er vægast sagt mjög óánægður með vinnu- Sjö leikir í NBA-deildinni í nótt: Strákarnir óstöðvandi ná sér. Gunnar hefur leikið með Eyjamönnum í handboltanum í vetur en ætlar hann að klára vertíðina? „Já, þar sem ég fer ekki æfingaferðina til Portúgals mun ég halda mínu striki í hand- boltanum. Þorbergur þjáffari og strákarnir i liðinu hafa reynst mér ákaflega vel og hafa hjálpað mér mikið í þessu leiðindamáli. Gunnar, sem er 23 ára gamall, átti mjög gott tímabil, eins og allt Eyjaliðið á síðustu leiktíð, en eins og mönnum er í fersku minni hömp- uðu Eyjamenn bæði íslands- og bikarmeist- aratitlinum. Gunnar lék alla leiki ÍBV í úrvals- defldinni á síðustu leiktíð. -GH þegar Orlando vann góöan sigur í New York Gianluca Vialli, Bernard Lambourde og Tore Andre Flo , skoruðu mörk Chelsea. Æ Mikiö f]ör var í fyrri hálfleiknum í Noregi. Öll mörk leiksins voru skoruð í fvrri aft hálfleik. -SK brögð Bjarna Jóhannssonar þjálfara í þessu máli og ég veit að fleiri eru það. Hins vegar hefur Jóhannes Ólafsson, formaður knatt- spymuráðsins, komið mjög hreint fram við mig. Það var eingöngu þjálfarinn sem vildi fá Birki í markið,“ sagði Gunnar Sigurðsson, í samtcdi við DV í gær. Nýliðarnir Michael Doleac og Matt Harpring gerðu útslagið þegar Orlando vann góðan útisigur á New York, 78-86, i NBA- defldinni í nótt. Þeir léku í stað tveggja fastamanna, Nick Anderson og Bo Outlaw, og tóku öll völd á vellinum í fjóröa leikhluta. Doleac skoraði þá 12 stig og Harpring raðaði niður vítaskotum. Úrslitin í nótt: Washington-Utah 87-95 (Strickland 21 - Malone 24, Eisley 17), Cleveland-LA Lakers 100-93 (Kemp 20, Knight 20 - Shaq 37) New York- Orlando 78-86 (Houston 18 - Harda- way 19, D.Armstrong 18), Chicago- New Jersey 104-95 (Kukoc 21, Harper 18 - Marbury 24), Mil- waukee-Boston 99-83 (Robinson 23, Allen 21 - Walker 16), Vancouver- Minnesota 86-81 (Ree- ves 28, Rahim 21 - K. Garnett 20), Sacra- mento-Portland 78-88 (Webber 16 - , Wallace 25, Rider 14) -VS EVROPUKEPPNI BIKARHAFA M.Haifa-Lokom. Moskva Valerenga-Chelsea . .. . Lazio-Panionios . Mallorca-V arteks . 0-1 (0-4) . 2r-3 (2-6) . 3-0 (7-0) . 3-1 (3-1) Gunnar orðaður við Val Gunnar hefur verið orðaður við Val enda er Lárus Sig- urðsson, markvörður Vals, á sjúkralistanum og ekki vitað hvenær hann verður búinn að Bland í poka Atli Eövaldsson, þjálfari KR-inga, var ólöglegur með liðinu í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspymu en hann lék með vegna forfalla. Atli var enn skráður í ÍBV. KR vann þá Þrótt, 1-0. Kærufrestur rann út áður en þetta uppgötvaðist þannig að KR tapar ekki stigunum. Visir.is skýrði frá þessu í gær. Kristina Goremykina, Evrópumeistari unglinga í sundi og Rússlandsmeistari, keppir undir merkjum ÍBV á innan- hússmeistaramótinu í Eyjum um helg- ina. Hún keppir þó sem gestur á þessu móti þar sem hún er ekki íslenskur rík- isborgari. Dalvikingar, sem leika í 1. deildinni í knattspymu í sumar, hafa fengið þrjá tvítuga pilta úr Val sem allir hafa spil- að þar í efstu deild. Þaö eru Jóhann Hreiöarsson, Ágúst Guömundsson og Siguröur G. Flosason. Hinir nýliöarnir í 1. deild, Víðismenn, hafa fengið fyrirliða Reynis úr Sand- gerði, Antony Stissi, og fyrrum Vals- manninn Ómar Örn Friöriksson frá Tindastóli. Aöalfundur knattspymudeildar Vík- ings verður haldinn í Vikinni funmtu- daginn 25. mars kl. 20.30. Leifur S. Garöarsson, körfuknattleiks- dómarinn kunni, hefur verið ráöinn í fullt starf sem yflrþjálfari yngri flokka KR í knattspymu frá og með 1. ágúst. Leifur sinnir þessu í hlutastarfi fram aö því. Júlíus Jónasson skoraöi 5 mörk fyrir St.Otmar þegar liöið sigraði Endingen, 29-25, í svissnesku úrslitakeppninni í handknattleik i fyrrakvöld. Júlíus og félagar era efstir með 22 stig, Suhr kemur næst með 21 stig og Winterthur 17. Ólafur Stígsson, knattspyrnumaður úr Val, meiddist á æfingu í vikunni og þar með varð ekkert af því að hann færi um helgina til reynslu hjá OFI Krit í Grikklandi. Hann fer þangað í staðinn viku eftir páska, að sögn Ólafs Garöarssonar, umboðsmanns, sem sér um málið fyrir nafna sinn. -VS/GH Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í handbolta hefst í kvöld: Miklar fórnir færðar - segir Theodór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari Úrslitakeppnin í 1. deild kvenna í handknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þá eigast við Stjarn- an og Grótta/KR og Valur-Haukar. Á laugardag leika svo Fram-ÍBV og Víkingur-FH. DV fékk Theodór Guð- fmnsson landsliðsþjálfara til að spá í spilin fyrir þessa leiki: Stjarnan-Grótta/KR 2-1 „Stjaman hefur átt í töluverðum erfiðleikum með Gróttu/KR í vetur og ekki náð sannfærandi úrslitum. Ég gæti trúað því að Grótta/KR gæti orðið mjög erfiður andstæðingur fyr- ir Stjömuna sem hefur verið að gefa aðeins eftir. Stjaman sýndi ákveðna veikleika undir lok deildarkeppninn- ar. Það er öll pressan á liðinu og eng- in Herdís til staðar en Stjömustelp- umar hafa meiri reynslu og í tvísýn- um leikjum vinnur Stjaman, 2-1.“ Valur-Haukar 2-1 „Umskiptin sem hafa orðið á Haukaliðinu síðustu misseri gefa til- efni til þess að ætla að Valur vinni. Það hefur verið stígandi í leik Vals eftir að sú rússneska fór að koma meira inn í þeirra leik og Valsstelp- urnar hafa verið að ná betur saman. Valur vann Haukana í síðustu um- ferðinni og tryggði sér heimaleikja- réttinn og það á eftir að reynst Val vel. Haukaliðið veiktist mikið þegar það missti Judit Esztergal og ég hall- ast að því að Valur vinni þetta, 2-1. Ég hef heyrt að Auður Hermanns- dóttir muni jafnvel spila með Hauk- unum og verði það niðurstaðan mun það vissulega auka möguleika Hauka á að slá Valsarana út.“ Fram-ÍBV 2-0 „Þama held ég að Fram vinni nokkuð sannfærandi, 2-0. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta leik sínum á móti ÍBV í Eyjum þá lít ég svo á að Framarar hafi ekki lagt allt í þann leik og ekki stillt upp sínu sterkasta liði. ÍBV hefur reyndar verið að bæta sig aðeins og fá aukið sjálfstraust en það dugar einfaldlega ekki á móti Fram.“ Víkingur-FH 2-1 „Eins og í fleiri leikjum í 8-liða úr- slitunum held ég að heimavöllurinn komi til með að ráða úrslitum. Vík- ingur hefur verið að ná betri tökum gegn FH og það kæmi mér ekki á óvart að sjálfstraustið væri meira Víkingsmegin. Það hefur verið stíg- andi í leik Víkings og meiri stöðug- leiki heldur en fyrr í vetur. FH-liðið er ungt og mjög efnilegt og þess tími á eftir að koma en ég hallast að að Víkingur hafi þetta, 2-1.“ Theodór segist eiga von á mjög spennandi úrslitakeppni og það séu fleiri lið nú en áður sem geti blandað sér í baráttuna um íslandsmeistara- titilinn. „Það verða miklar fómir færðar í þessum leikjum og ég, eins og fleiri, hlakka mikið til,“ sagði Theodór. -GH Keflavík (62) 123 Haukar (38) 81 er nokkuð Slóvaki hjá Blikum Miroslav Matulaj, 29 ára knatt- spymumaður frá Slóvakíu, kemur til Breiðabliks i dag og verður til reynslu um skeið. Hann spilar með Blikum í deildabikamum um helgina og fer með þeim í æfmgaferð tfl Portúgals. Matulaj hefur mest spilað sem vinstri bakvörður eða kantmaður en einnig sem miðvöröur. Hann kemur frá B-defldarliðinu Lokomotiva Kosice og spilaði þrjá deildaleiki með því þegar það féll úr A-deildinni á síðasta tímabfli. -VS DV, Svíþjóð: Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, skrifar eftir helgina undir nýjan tveggja ára samning við HSt. Þorbjöm hef- ur gegnt þessari stöðu í tæp fjögur ár en hann tók við liðinu eftir HM á íslandi sem haldin var vorið 1995. Undir stjóm Þorbjöms ber ef- laust hæst árangur liðsins á HM í Japan fyrb: tveimur áram þegar það náði fimmta sætinu. Liðiö náði þriðja sætinu í sinum riðli á heimsbikarmótinu í Svíþjóð en lýkur ferðinni þangað með tveim- ur landsleikjum gegn Egyptum, í dag og á morgun. - Ertu sáttur vió niöurstöð- una á heimsbikarmótinu hér i Svíþjóð? „Já, ég er nokkuð sáttur en ég gerði mér ekki miklar vonir um árangur á mótinu. Þetta hefði al- veg eins farið þannig að við hefð- um tapaö öllum leikjunum Aðal- málið var að fá eitthvað út úr þessu og það held ég að hafi tekist i stórum dráttum." - Hvar standa íslendingar gagnvart öðrum þjóðum í hand- knattleik í dag? „Viö erum á þessu róli aö vera á bilinu 5.-12. í röðinni. Við getum unnið alla og allir getað unnið okkur þannig aö niðurstaðan er sú að viö stöndum tiltölulega framarlega í handboltaheimin- um.“ - Hvaóa leikmann varstu hvaó ánœgðastur með i keppn- inni hér í Svíþjóð? „Ég er alltaf þannig að ég vil ekki veröa hæla einum eða nein- um. Ég vil hafa þetta bara með sjálfum mér en það var margt gott sem leikmenn geröu og annað sem mér fannst miður. Þetta ætla ég mér að nota i framhaldinu. Marg- ir sem sýndu sitt besta og veit ég að þetta er það sem þeir geta.“ - Hvert er takmark þitt með lióió á nœstu misserum? „Takmarkið mitt er núna í maí að vinna sig áfram upp úr Evr- ópuriölinum en til að svo megi verða verðum viö að vinna Sviss. Útsláttarfyrirkomulagið verður síðan í september og þá er ég að vona að viö verðum heppnir með andstæðing og náum að slá þá út í heimaleiknum okkar. Með þessu myndum við tryggja okkur í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Króa- tíu í janúar á næsta ári. Þetta er langtímamarkmiö að komast þangað." - Nú ert þú að fara skrifa undir nýjan samning við HSÍ. Hvarflaði aldrei aó þér að hverfa til annarra starfa? „Jú, auðvitað hugsaði maður um það og aldrei meir en eftir að við töpuðum fyrir Ungverjum í desember sl. sem varð þess vald- andi að við komumst ekki á HM í Egyptalandi. Þá vissulega fór maö- ur að velta því fyrir sér hvort maður ætti ekki að snúa sér að öðru. Mér fannst það persónulega sjálfum að ég ætti að halda áfram og menn sem ég starfa meö innan HSÍ vora enn fremur á sama máli.“ - Ertu sáttur við þaö vinnu- umhverfi sem þér er skapað hjá HSÍ? „Já, ég er alveg sáttur við það. Við sníöum okkur stakk eftir vexti, þannig að ég get haft áhrif á þessa vinnuaðstöðu. Ég veit hvað við getum og við verðum að tak- marka starf okkar við þá peninga sem við höfum úr að moða hveiju sinni. Viö ætlum alls ekki fara út í sömu vitleysuna og var orðin - að skulda óhemjufé út um allt og sjá nánast enga framtíð.“ - Eru islenskir handbolta- menn nógu duglegir að œfa samanborið við félaga sína ann- ars staðar i Evrópu? „Þaö sem bæta má hebna er styrktarþjálfunina en hún má vera mildu meiri. Hvað varðar leikinn sjálfan þá stöndum við ekki öðrum að baki. Hvað líkam- lega styrkbm varðar þá stöndum við töluvert að baki margir hverj- ir. Félögin hebna þurfa að taka á þessum þætti." - Fannst þér íslenskur hand- bolti dragast aftur úr þegar fé- lögin drógu sig til baka út úr Evrópumótinu? „Viö erum tiltölulega nýhættir. Þetta bitnar auðvitað á okkur en þetta eru hlutir sem við þurfum að gera. Leikmenn heima verða að takast á við ebihver önnur verk- efni en bara heima fyrir. Það verð- ur að segjast ems og er aö ég tel það slæmt að taka ekki þátt í Evr- ópumótunum." - Hvað ert þú ántegðastur með í starfinu til þessa þegar þú litur til baka? „Ég er langánægðastur með ár- angurmn á HM i Japan og ná þar fimmta sætinu. Maður hefur oft hugsað til baka og spurt sig hvað við höfum gert. Niðurstaðan úr því er sú að þegar við fáum al- mennilegan undirbúning fyrir þau verkefni sem við erum að fást við getum við náð árangri. Ef við fáum hann ekki er þetta meira bara tilviljunin em hvað við get- um í hvert sinn.“ - Hver er mestu vonbrigðin? „Tvímælalaust tapið fyrn Ung- verjum í desember sl. Við ætluð- um okkur áfram á HM þannig að vonbrigðbi vora mikil'." - Hefur þér verið boöió annaó starf á meðan þú hefur verið landsliðsþjálfari? „Já, það er alltaf eitthvað verið að tala við mig. Vinnureglan mín hefur verið sú að þegar menn hrmgja í mig þá segi ég bara ná- kvæmlega hvemig staðan er. Ég vil ekki vera að gefa mönnum undir fótinn og fá^" kannski hugsanlega/ einhver tilboð.1 - Ef þér | byðist þjálf-1 arastaða hjá I stóru félagi í| Þýskalandi eða á Spáni ■ hvernig brygðist\j þú við? „Ég er opbm fýrir' því öllu. Hver veit nema það verði framtíö manns að tveimur árum liönum þegar samningi mínum við HSÍ lýkur.“ - Finnst þér gagnrýnin á þín störf vera jákvœð? „Það er alltaf í gangi gagnrýni á landsliðsþjálfarann. Ég held að þeir sem eru viðkvæmir fyrir sliku geti aldrei orðið lands- liðsþjálfarar. Auðvitað á að gagnrýna landsliðsþjálfar- Jón Kristján Sigurösson skrifar frá Gautaborg: ann. Maður hefur gott af því að heyra margar hliðar á málunum og síðan verður mað- ur bara að vega og meta hvaö manni þykir sjálfum skynsamleg- ast. Aðahnálið er að halda sig við það sem maður trúir á. Sannfær- ingin er það sem maður verður að fara eftir.“ - Sérðufyrir þér að einhverri atvinnumennsku verði komið á i handboltanum á íslandi? „Það er ekkert launungarmál að smáatvinnumennska á sér stað núna þegar í boltanum. Það þekk- ist að menn fái borgað en hins vegar hafa liðin ekki efni á því að fara út í fulla atvinnu- mennsku. Þau halda áfram og að borga ein- um og einum leikmanni. Mér finnst hins vegar að liðin, sem era að borga leikmönnunum, geri ekki nægilegar miklar kröfur á þá leikmenn sem þen borga, að æfa meira. Þú ert með mann í vinnu og hann veröur að standa sína plikt í vinnunni.“ - Finnst þér leikmenn sem leika meó liðum erlendis betri? „Bæði og, get ég sagt. Við höf- um fengið að sjá nokkra leiki í vetur í sjónvarpinu frá þýska handboltanum og í meirihluta þeirra ekki góðan handbolta. Þetta er stórkarlabolti, meira um emstaklmgsframtak heldur en liöshebd. “ - Hver eru mestu mistök þin í starfinu? „Ég verö að segja tapið gegn Ungveijum í desember. Auðvitað hefur maður verið að gera smá- mistök en tapið gegn Ungveijum stendur þar upp úr. Þegar maöur gern mistök eða tapar þá germ maður allt til að bæta úr því. Enn fremur þegar við töpuðum fyrn Frökkum með tíu marka mun hér þá gerði maður kröfu til þess næsti leikur yrði betri. Við gerð- um svo sannarlega betur gegn Ungverjum." - Hverer besti handboltamað- urinn á íslandi i dag? „Ég myndi segja að Bjarki Sig- urðsson léki langbest í deildinni það sem af er í vetur. Hann er miklu betri i ár heldur en þegar hann var að leika í Noregi en þar sá ég hann leika töluvert." - íslandsmeistari i vor? „Ég tippa á að Stjarnan og Aft- urelding leiki til úrslita um ís- landsmeistaratitilbm. Þaö er mjög erfitt að segja til um hvort liðið fer með sigur af hólmi. Ég get ekki gert upp á milli þeirra." -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.