Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 9 Utlönd Monica í Moskvu Allt bendir til að Monica Lewin- sky fari til Moskvu til að kynna ævisögu sína, þar sem hún segir meðal annars frá sambandi sinu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Að sögn rússnesks útgefanda bók- arinnar er spumingin aðeins hvort hún kemur í júní eða júlí. Útgefandinn á ekki von á öðru en að bókin um Monicu seljist eins og heitar lummur í Rússlandi. „Rúss- neska þjóöin hefur áhuga á tilfinn- ingum,“ segir útgefandinn. Nvtt \ isa/euro tímabil ...sendum um iand allt Borgartúní 22 símí 551 1414 Belgíski verkalýðsleiötoginn Roberto D’Orazio gaf sér tíma frá mótmælaaðgeröum í La Louviére f Belgíu til að strjúka þessari myndarlegu kú. D’Orazio og um þrjú þúsund starfsmenn stálverksmiðju, sem meðal annars er f eigu Hoogovens, voru aö mótmæla hugsanlegri úppsögn tæplega sex hundruö starfsmanna vegna endurskipulagningar. Óttast að verk- fall verði langt Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, óttast að verkfall verka- lýðsfélags opinberra starfsmanna verði langvinnt. Verkalýðsfélög á almenna vinnumarkaðinum hafa boðað samúðarverkfall í einn sól- arhring. Opinberar skrifstofur eru lok- aðar og útvarp og sjónvarp senda ekki út. Þá hafa ailar ferjusigling- ar milli eyjanna stöðvast og þurfti lögmaður sjálfur að sigla í einka- bát frá Vágum þegar hann kom heim frá Danmörku í gær. Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær rússneska öryggisráð- inu að rannsaka kynlífshneykslið sem Jurí Skuratov ríkissaksóknari er viðriðinn. Rússneska ríkissjón- varpið sýndi seint á miðvikudags- kvöld úrklippu úr myndbandi sem sýndi mann, er líktist Skuratov, í ástarleik með tveimur vændiskon- um. Blaðið Moskovskí Komsomolets fullyrti að einhver hefði afhent þingmönnum myndbandið. Jeltsín kallaði í gær til sín Jev- geni Primakov forsætisráðherra og Skuratov til þess að fá þeirra frá- sögn af málinu. Skuratov er nú mjög óvinsæll meðal vissra hópa vegna rannsókna sinna á spillingu margra af áhrifa- mestu mönnum Rússlands. Hann sagði af sér í síðasta mánuði í kjöl- far nokkurra dularfuUra atvika en Jevgení Skuratov. Símamynd Reuter sagði afsögnina vera af heilsufarsá- stæðum. Á miðvikudaginn rauf hann hins vegar þögnina og tjáði efri deild þingsins að voldugir aðil- ar hefðu neytt hann til afsagnar. Hann vildi nú gegna starfí sínu áfram. Skuratov gaf í skyn að milljarða- mæringurinn Borís Berezovskí hefði rekið fleyg á milli hans og Jeltsíns og neytt hann til afsagnar. Efri deild þingsins ákvað að hafna afsagnarbeiðni Skuratovs. En strax á eftir lýstu yfirvöld í Kreml því yf- ir að Skuratov væri ekki hæfur í starfið og vísuðu í ósiðlegt athæfi. Talið er víst að menn hafi verið að vísa í myndbandið. Orðrómur um myndbandið hefur verið á kreiki í margar vikur. Skuratov, sem visaði því ekki á bug að hann væri á myndunum, sagði í gær að þær hefðu verið notaðar til að hann þegði um spillingu sem hefði uppgötvast í kansellíi forset- ans. Meðal annars var um að ræða mútugreiðslur gegn því að samning- ur við svissneska fyrirtækið Mabet- ex yrði endurnýjaður. „Þetta eru skipulagðar ofsóknir gegn mér vegna rannsóknar minnar á spillingu," sagði Skuratov í gær. Næstkomandi þriðjudag er ráð- gerður fundur Skuratovs og ríkis- saksóknara Sviss, Carla del Pontes, um Mabetex og ólöglegan peninga- flutning til útlanda. Það að myndbandið skyldi kom- ast í hendur sjónvarpsmanna er túlkað á þann veg að menn Rúss- landsforseta ætli að reyna að þvinga Skuratov til afsagnar þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt að hann yrði áfram i starfi ríkissaksóknara. B R Æ Ð U R N I R IORMSSON lágmöla 8 • Slml 533 2800 @ Husqvarna Husqvama heimilistækin eru kominafturtíl landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! Ríkissaksóknari Rússlands með vændiskonum: Tekinn í bólinu - kveðst ofsóttur vegna rannsókna á spillingu Kosningarnar í Finnlandi: Paavo Lipponen að tapa slagnum DV, Helsinki: Paavo Lipponen virðist vera að tapa í slagnum um forystuna f finnskum stjómmálum. Jafnaðarmenn, flokkur finnska forsætisráð- herrans, fær aðeins 21,5% atkvæða í nýrri skoðanakönnun og verður þriðji stærsti flokkur landsins ef þetta verður niðurstaða þingkosninganna á sunnudaginn. Jafnaðarmenn fengu Paavo L'PPonen. 28,3% í síðustu kosningum en nú er arra flokka Miðflokksmönnum undir forystu Lipponen. Esko Aho, fyrrum for- sætisráðhera, spáð sigri með 23,8% at- kvæða. Hægrimenn í Samlingspartiet geta líka unaö vel við sitt. Þeim er spáð 23,2%. Lipponen hefúr sagt að mikill ósigur í kosn- ingunum á sunnudag- inn hljóti að hafa I för með sér að hann víki úr sæti forsætisráð- herra. Hve stórt tap hann þolir er þó óljóst. Nú lítur út fyrir að 7% fylgisins hverfi til ann- og það er of mikið fyrir -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.