Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 29
T^V FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 29 Aðgangar. Eitt verka Eyjólfs á sýningu hans á Mokka. Steinþrykk Tíu steinþrykk eru til sýnis á Mokka og eru þau verk Eyjóifs Ein- arssonar. Listamaðurinn sýndi síð- ast á Mokka fyrir rúmum þrjátíu árum, en þar sýndi hann tvisvar sinnum i upphafi starfsferils síns, sem spannar yfir 35 ár. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni steinþrykk, en það hefur lengi verið gamall draumur minn að kynnast þessari tækni. Undanfarin þrjú haust hef ég dvalið á graf- íkverkstæði í Amsterdam undir leiðsögn góðs kennara og er það ár- angur þeirrar dvalar sem ég sýni núna á Mokka. Sýningar Eftir að hafa nær eingöngu unn- ið með olíulitum á léreft á mínum starfsferli má eflaust sjá einhver merki málarans í þessum verkum, þó tiigangurinn sé að láta hina grafísku tækni ráða ferðinni." Sýningunni lýkur 6. apríl. Minkar við sjó Menja von Schmalensee, MS nemi, flytur tostudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar Háskóla íslands sem hún nefnir „Minkar við sjó á ís- landi“. Fyrirlesturinn verður flutt- ur að Grensásvegi 12, í stofu G-6, og hefst kl. 12.20. Simone de Beauvoir í tilefni af 50 ára útgáfuafmæli tímamótaverksins „Hitt kynið“ eftir franska heimspekinginn og rithöf- undinn Simone de Beauvoir stendur Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir málþingi í hátíðasal Háskóla íslands kl. 14-17.30. Á málþinginu verður m.a. fjallað um áhrif Simone de Beauvoir á ís- lenska kvennabaráttu, hugmyndir Simone de Beauvoir og fleiri franskra femínista og samanburður verður gerður á Sartre og de Beauvoir. Samkomur Framtíð búsetu á íslandi Dagana 20.-21. mars mun Háskóli íslands í samvinnu við fjölmörg byggðarlög á landsbyggðinni efna til opins málþings um framtíð búsetu á íslandi. Markmið málþingsins er að rökræða og leita svara við spum- ingrmni „Hvað vitum við um raun- veruleg skOyrði og möguleika þess að treysta búsetu á íslandi - í dreif- býli jafnt sem þéttbýli?" Framtiðarskipan búsetu á íslandi er vafalaust eitt brýnasta hags- munamál þjóðarinnar. Með vand- aðri greiningu og rökræðu um þá kosti sem völ er á vill Háskóli ís- lands leggja sitt af mörkum til að efla samstöðu í þjóðfélaginu og skapa forsendur fyrir skynsamleg- um ákvörðunum. Allt áhugafólk um framtíð búsetu á íslandi er hvatt til að sækja mál- þingið. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar í hléum og aðgangur er ókeyp- is meðan húsrúm leyfir. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru biúar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef bamið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. Hnetan Iðnó hefur hafið sýningar á spuna- leikritinu Hnetunni sem gerist aö mestu leyti í geimnum. Leikritið fjallar um leit íslendinga að plánetunni Hnet- unni sem er byggileg mönnum. Það ger- ist árið 2099 um borð í geimflaug sem mönnuð er fimm íslendingum en þá eru íslendingar fremstir í heiminum á sviði geimferða og sjávarútvegs. Áhafnarmeðlimir eru leiknir af hópi leikara sem hafa sannað sig í bæði hefðbundnum hlutverkum og í spunaleikritum þar sem þeim gefst frelsi við leikinn. Áhorfendur eru hins vegar við stjómvölinn í Hnet- unni og ákveða þeir gang mála. Leikhús Spunaleikrit eru aldrei hefðbundin en Hnetan er ekki bara spuni heldur einnig geimsápuópera með gaman- sömu yfirbragði og alvöru. Spunaleikriti má líkja við að vera hent út í djúpu laugina án þess að kunna að synda og sjá svo til hvemig til tekst. Leikarar Hnetunnar eru Gunnar Helgason, Gunnar Hansson, Ingrid Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson og Linda Ásgeirsdóttir. Sjötti áhafnarmeð- limurinn er tónlistarmaðurinn snjalli Pálmi Sigurhjartarson úr Sniglaband- inu en hann mun sjá um tónlistina á meðan á ferðinni stendur. Leikarar í Hnetunni. Veðrið í dag Snjóar sunnanlands Næsta sólarhring verður norðlæg átt, gola eða kaldi og él norðaustan tO en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. í dag má víða búast við fremur hægu og björtu veðri en þó þykknar smám saman upp suðvest- anlands. I kvöld verður vaxandi austanátt og fer að snjóa um landiö sunnan- vert. Frost verður víða á bilinu 4 til 8 stig framan af degi en fer hlýnandi allra syðst í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola, skýjað með köflum og dálítil snjókoma af og til, einkum í kvöld og nótt. Frost verður 3 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.39 Sólarupprás á morgun: 7.30 Sfðdegisflóð í Reykjavík: 19.46 Árdegisflóð á morgun: 8.05 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó -2 Bergsstaðir úrkoma í grennd ~8 Bolungarvík léttskýjað -6 Egilsstaöir -5 Kirkjubœjarkl. hálfskýjað -4 Keflavíkurflv. skýjað -5 Raufarhöfn alskýjaö -7 Reykjavík hálfskýjað -5 Stórhöfði skýjað 1 Bergen skýjaö 3 Helsinki þokumóóa 1 Kaupmhöfn þokumóöa 2 Ósló þoka 1 Stokkhólmur 1 Þórshöfn snjóél 0 Þrándheimur rigning 1 Algarve heiöskírt 12 Amsterdam skýjaö 2 Barcelona mistur 9 Berlín þokumóöa -1 Chicago heióskírt 0 Dublin skýjað 5 Halifax þoka á síð. kls. 3 Frankfurt rign. á síó. kls. 5 Glasgow léttskýjað 6 Hamborg rigning og súld 5 Jan Mayen snjóél -3 London skýjaö 6 Lúxemborg skýjaö 3 Mallorca þokumóða 7 Montreal þoka 1 Narssarssuaq léttskýjað -1 New York alskýjaö 7 Orlando heiöskírt 15 París léttskýjaö 4 Róm hálfskýjaö 6 Vín léttskýjaö -3 Washington alskýjaó 7 Winnipeg heiðskírt -3 Hálkublettir allvíða Nú er verið að ryðja cilla vegi á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi og ætti vegakerfið að vera komið í þokkalegt ástand Færð á vegum innan tíðar. Skafrenningur er á stöku stöðum á Norðausturlandi og Austurlandi. Að öðru leyti er greiðfært en hálkublettir víða. Þeirra þriðja barn Katelijne Beerten og Jón Bergþór Kristinsson eignuðust þennan mynd- arlega strák 15. mars. Hann kom í heiminn á Barn dagsins fæðingardeild Landspítal- ans og var þá 3850 g og 54 sm. Litli hnokkinn hefur fengið nafniö Jónatan Ingi. Hann á tvö systkini, Tómas Dan, 13 ára, og El- ínu Lind sem er fjögurra ára. Sean Young í hlutverki sínu í Men. Men Svalir kvikmyndadagar standa nú yfir í Háskólabíói og er yfir- skrift þeirra „Halur og sprund“. Sex nýjar kvikmyndir eru sýndar í tilefni þeirra. Men var frumsýnd í gærkvöldi. í augum Stellu (Sean Young) er víðtæk kynlífsreynsla nauðsynleg til að víkka sjóndeildarhringinn og nauðsynlegt skref í þroska einstaklingsins. Með þessa speki í ///////// Kvikmyndir farteskinu yfirgefúr hún fyOibytt- una Teo (Dylan Welsh) og heldur til Los Angeles þar sem hún ætlar að læra að verða matreiðslumeist- ari. Þótt samneyti hennar við ótal karlmenn kenni henni sitthvaö um lífiö verður henni þó ljóst að það er ýmislegt annað og meira sem skiptir máli í lífinu. Leikstjóri Men er Zoe Clarke- Williams. Aðalleikarar eru Sean Young, John Heard, Dylan Welsh, Richard Hlllman og Karan Black. Nýjar kvikmyndir: Laugarásbíó: Patch Adams Regnboginn: La vita e bella Stjörnubíó: Divorcing Jack Bíóborgin: The lce Storm Kringlubíó: Basketball Háskólabíó: Hillary and Jackie / góður ferðafélagi -tiltróðleiksog skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Gengið Almennt gengi LÍ19. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,650 72,010 69,930 Pund 116,580 117,170 115,370 Kan. dollar 47,210 47,510 46,010 Dönsk kr. 10,5370 10,5950 10,7660 Norsk kr 9,2750 9,3260 9,3690 Sænsk kr. 8,7990 8,8480 9,0120 Fi. mark 13,1690 13,2480 13,4680 Fra. franki 11,9370 12,0090 12,2080 Belg. franki 1,9410 1,9527 1,9850 Sviss. franki 49,0300 49,3000 49,6400 Holl. gyllini 35,5300 35,7400 36,3400 Þýskt mark 40,0300 40,2700 40,9500 it. lira 0,040440 0,04068 0,041360 Aust. sch. 5,6900 5,7250 5,8190 Port. escudo 0,3906 0,3929 0,3994 Spá. peseti 0,4706 0,4734 0,4813 Jap. yen 0,609500 0,61320 0,605200 írskt pund 99,420 100,020 101,670 SDR 98,050000 98,64000 97,480000 ECU 78,3000 78,7700 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.