Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 10
10 kmenning FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 jLlV »Morð, morð.... - hugleiðingar um sakamálasöguna „Ég held ekki að fólki líki við sakamálasög- ur af því að þar séu morð og lík og ekki heldur af því að röð og regla (vitsmunaleg, félagsleg, lagaleg og siðferðileg regla) sigrist að lokum á óreiðunni sem er röð og regla glæpanna. Öllu máli skiptir að sakamálasagan byggist á því að menn geti sér til um lausnimar, eins og þeir gera raunar í sjúkdómsgreiningum, vísinda- rannsóknum eða spumingum um hið yfirskil- vitlega. I leynilögreglusögunni er spurt um hver sé sekur og þetta er í raun grundvallar- spurning heimspekinnar (og sálgreiningarinn- ar). Til að fá það á hreint, eða halda að það sé á hreinu, verður að ganga út frá því að allar staðreyndir feli í sér röklega merkingu sem er sú röklega merking sem afbrotamaðurinn legg- ur þeim til.“ Þetta segir ítalski táknfræðingurinn Um- berto Eco. Það hefur lengi verið haft fyrir satt að sakamálasagan hafi aldrei blómstrað á ís- landi af því að samfélagið sé svo lítið og eftir- litskerfi þess með högum náungans svo háþró- að að hvorki löggan né samborgaramir þurfi að geta sér til um glæpinn. Allir viti frá upp- hafi hver framdi hann og hvers vegna. Ef þetta væri satt þyrfti að útskýra hvers vegna til em ágætar færeyskar glæpasögur og hvers vegna bókmenntagreinin blómstrar í strjábýlli hémð- um Noregs. Aðrir hafa bent á að í okkar stolta bók- menntaarfi, íslendingasögunum, byggist vits- munaleg, félagsleg, lagaleg og siðferðileg regla upp á því að hetjumar hlaða upp líkunum og hlutverk lagasnápa og dómstóla felist í því að sjá um að enginn drepi of mikið eða of lítið. I því fólst spennan. Þetta gengi vitaskuld ekki í dag, hvorki í samfélagi né bókmenntum. Hins vegar er annar áhugaverður flötur á því máli. Sakamálasagan inniheldur sérstakt viðhorf tO réttarkerfis og ríkjandi siðgæðis. Það liggur í hlutarins eðli. Efni hennar tengist ávallt reglubrotum af einhverju tagi. Það hlýtur að vera hægt að spyrja hvort það ýti undir vin- sældir glæpasagna ef réttarkerfi þjóðfélagsins er sterkt og siðgæðisvitundin þróuð. Það leiöir jafnframt hugann að því hvort slök staða glæpasögunnar á íslandi til skamms tíma hafi að einhverju leyti byggst á því að bókmennta- tegundin sem slík hafi ekki fundið neina við- miðun í réttarfari og siðgæði þjóðarinnar á síð- ari tímum. Spyr sá sem ekki veit. Úr sígildri sakamálamynd, Litli Sesar, með Edward G. Robinson. Réttlæti eða ranglæti Viðfangsefhi spennusagnanna er réttlæti eða ranglæti, sekt eða sakleysi, svik eða sam- kvæmni. Þetta var líka meginviðfangsefni ís- lendingasagnanna. Þetta er ósambærilegt Bókmenntir: Kristján Jóhann Jónsson myndi einhver segja; íslendingasögumar eru stórkostleg bókmenntaverk, hámenning, á meðan spennusögumar em afþreying, lág- menning, sjoppubókmenntir. Hvar liggja mörkin milli fagurbókmennta og spennusagna? Er það frásagnaraðferðin eða efniö? í hefðbundnum sakamálasögum er fóm- arlamb og óþokki, leynilögreglumaður og hóp- ur af grunuðum einstaklingum og sögunni lýk- ur á afhjúpun þar sem allar staðreyndir era felldar saman í rökrétta frásögn af því sem gerðist og gengið er frá lausum endum. Þessu er miðlað í hefðbundinni raunsæisfrásögn. Slíkar sögur era ekki lengur skrifaðar, að minnsta kosti ekki af þeim væna hópi framúrskarandi spennusagnahöf- unda samtímans sem mest era lesn- ir og útgefendur slást um. Ég nefhi sögur eins og Les- ið í snjóinn eftir Peter Höeg, Nafh rósarinnar eftir Umberto Eco og Náttvig eftir Thor Vilhjálmsson. Eins og góðar bók- menntir og góð heimspeki svara þær varla spum- ingunni um hver sé sekur - hvað þá að þær hnýti alla lausa enda. Þær vísa i aðrar bók- menntir eins og góðu bókmenntimar og halda sig alls ekki á sínum bás. Hvers vegna er þá verið að halda spennu- sagnahugtakinu til streitu? Er ekki hætt við að hugtök af þessu tagi sem upphaflega áttu að vera lýsandi fyrir ákveðna bókmennta- grein hafi breyst í fyrirmæli og spenni- treyju sem stýri bæði skrift og lestri? Ekki skal því svarað hér en víst er að spennusagnahefðin er orðin löng og stolt. Hún nálgast ekki aðeins fagurbókmennt- imar meir og meir heldur sækja fagur- bókmenntimar til hennar í stórum stíl og hafa alltaf gert. Sakamálasagan hef- ur staðið með miklum blóma á Norð- urlöndum nokkra áratugi. Á síðustu árum hafa komið fram íslenskir rit- höfundar sem skrifa af metnaði inn- an þessarar bókmenntagreinar og fleiri en nokkra sinni komu með bækur í fyrra. í ljósi þess má segja að heimsókn nokkurra ágætra skandinavískra spennusagnahöfunda sé ein- staklega vel timasett. (Skrlfaö 1 tilefni af málþingi um norrænu spennusöguna sem hefst i Norræna húsinu á morgun, iaugardag, kl. 15.) En ég get sungið fyrir því... Það búa óneitanlega töfrar í gömlum barnalögum Ólafs Hauks Símonarsonar. I æsku átti ég Eniga Meniga á vinýl, skemmti mér ósegjanlega og meðtók að auki þann mjög svo nýtilega boðskap að maður gæti verið hamingjusamur án þess að eiga peninga. Þessi fyrri kynni ollu því að upp og niður hryggjarsúluna hrislaðist stuðið og nostalgí- an í einum taugahnút þegar ég heyrði lögin á ný í sýningu Loftkastalans á Hatti og Fatti: Eniga meniga, Ryksugulagið, Ég heyri svo vel og Það vantar spýtur. í þetta sinnið naut einnig gömlu laganna önnur kynslóð og því ber að fagna. Sýningin um Hatt og Fatt er söngleikur. Söngvar hafa því mikið rúm í sýningunni og allt gott um það að segja, en þó læðist að manni sá grunur að hægt hefði verið að vinna tengingar milli söngva og leiktexta miklum mun betur. Sagan sem verið er að segja er klén og hálfgert aukaatriði í sýningunni en spurningin greinilega um að koma að sem flestum gömlum og góðum lögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Tengingar milli texta og söngva verða líka oft ansi ódýrar. Ryksugu- lagið er til að mynda sungið þegar mamman segir óforvarandis: „Eru komnar geimverur í heimsókn? Best aö fara að ryksuga." Sagan þjónar þannig söngvunum en ekki öfugt. Boðskapur verksins er þó heildstæður. Ádeila á leti og græðgi sem átti vel við fyrir tuttugu árum á við enn í dag og í leiktextan- um er einnig haldiö áfram viðlíka gagnrýni. Tími var kominn til þess að íþróttadýrkun samtímans væri gagnrýnd og áherslan á að vinna vinna vinna sem hefur orðið æ ógn- vænlegri eftir því sem árin líða og eflaust skilið eftir mörg sár í barnssálum. Leikararnir stóðu sig misvel. Hattur og Fattur, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Felix Bergsson, voru samstilltir í leik sínum en höfðu ef til vill óvenju lítið að segja miðað við stærð hlutverkanna. Valur Freyr Einarsson og Pálína Jónsdóttir fóru átakalaust með hlut- verk réttlátu krakkanna, Óla og Rósu. Pálína Leiklist: Þóiunn Hrefna Sigurjónsdóttir var iiðug og sæt og söng að auki eins og heill englaskari. Davíð Þór Jónsson kom skemmtilega á óvart í einlægri túlkun sinni á Gumma sem allir héldu að væri vondur en var svo bara góður. Sigurþór Albert Heimisson lék þrjú fúlmenni sem urðu að góðmennum og var fyndinn í öllum hlutverkunum. Veikasti hlekkurinn í leikarahópnum var svo Stein- unn Ólafsdóttir sem fann sig engan veginn i hlutverki mömmunnar. Lög Ólafs eru enn ótrú- lega melódísk en byggingu verksins sem söngleiks er ábótavant. Búningar eru skemmtilegir, utan búning- ur Fatts, sem er allt að því ósiðlegur, og erfitt að skilja hvers vegna er nauðsyn- legt í barna- sýningu að láta sjást móta svo vel fyrir typpinu á Fel- ix Bergssyni. í heild er þó sýningin lit- skrúðug og hressileg, með jákvæðum og einfóldum boðskap fyrir börn. Ofbeldi, græðgi og leti er sagt stríð á hendur og í staðinn hald- ið á lofti nauðsyn þess að „læra að syngja og lifa“, auk þess sem fólk sannfærist enn og aft- ur um að maður getur sungið og haft það skemmtilegt þó að maður eigi alls enga pen- inga. Eniga meniga. Loftkastalinn sýnir: Hattur og Fattur - Nú er ég hissa Leikstj.: Þórhallur Sigurösson Helstu leikarar: Guðmundur Ingi Þorvalds- son, Felix Bergsson, Valur Freyr Einarsson, Pálína Jónsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Sigur- þór Albert Reynisson Tónlist: Olafur Haukur Símonarson Frumsýning 17.3.1999 íslendingur í „Illþýði" í nýjasta þætti myndaflokksins Illþýöi, þar sem steypt er saman hefðbundnum breskum krimma og ýmsu sem minnir meira en lítið á X-Ffles þættina bandarísku, fór íslenskur leik- ari með eitt af aukahlutverkum. Að minnsta kosti var nafhið Ingi Thor Jonsson að fmna á kreditlista í þáttarlok. Kannast einhver við pilt? Brubeck í Salnum Nú um helgina verða nokkur timamót í stuttri sögu Salarins í Kópavogi, þegar jasstón- leikar verða haldnir þar í fyrsta sinn. Og engir venjulegir jasstónleikar, því dagskráin er helguð Dave Brabeck og kvartett hans, sem var á tímabili ein vinsælasta jassgrúppa heims. Var ekki Time Out fyrsta jassplatan sem seldist í milljón eintökum? Við sem sóttum mennta- eða háskóla á sjöunda áratugnum, munum gjörla þá tilhlökkun sem hríslaðist um vitundina í hvert sinn sem fréttist af nýrri vinýlplötu . Þá var ljúfsár og reykmettaður saxófónleikur Pauls Desmond ígrundaður af sömu andakt og blúsleikur Erics Clapton síðar meir. Gunnar Hrafhs- son kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson pianó- leikari, Pétur Grétarsson trommuleikari og Sigurður Flosason altósaxófónleikari ætla sér hvorki meira né minna en að fara i skóna þeirra Gene Wright, Dave Brabeck, Joe Morello og Paul Desmond þessa kvöldstund. Ætlunin er að spfla ýmsa sígilda ópusa þeirra félaga, meðal annars Blue Rondo a la Turk, Three to Get Ready, Blue Shadows in the Street, The Duke, It’s a Raggy Waltz og kannski líka Take Five. Tónleikamir í Salnum hefjast kl. 20.30 á sunnu- dag. Þórðargleði í Fold Mál myndlistarmálanna i landinu er að sjálf- sögðu fólsunarmálið, dómurinn sem kveðinn var upp yfir forsvarsmanni Galleris Borgar, Pétri Má Gunnarssyni, og eldsvoðinn í Síðu- múla. Er tæpast um annað talað meðal mynd- listaráhugamanna. Hér skai ekki gert litið úr alvöru þessara atburða. Sökum þeirra er mynd- listarmarkaðurinn í landinu nánast ónýtur og kemst ekki í eðlilegt horf fyrr en öll kurl eru komin tfl grafar varðandi umfang þessara lista- verkafalsana. Hins vegar hafa viðbrögð Galler- ís Foldar, helsta keppinautar Gallerís Borgar á íslenskum listaverkamarkaði, við þessum at- burðum verið fremur ógeðfefld. í fréttabréfi, svokölluðum Listapósti, sem Gallerí Fold send- ir um borg og bý með reglu- legu millibili, hafa forsvars- menn þess ekki getað leynt ánægju sinni yfir ófórum keppinautarins. Undir yfir- skini faglegrar umflöllunar um „velferð myndlistarinn- ar“ og „ástandið á listaverka- markaðinum" hefur Galleri Fold notað hvert tækifæri til að viðra ágiskanir, hálfkveðn- ar vísur eða brigslyrði um keppinaut sinn. Ölíkt hefði verið virðingarverð- ara af gáfleríinu að geyma allar „hugleiðingar" um fólsunarmál þangað til eftir dómsuppkvaðn- ingu. Jóní er fundin... Ágætur myndlistargagnrýnandi DV, Áslaug Thorlacius, leiddi umsjónarmann i aflan sann- leik um listakonunna „Jóní Jónsdóttur", sem spurst var fyrir um í þessum dálki fyrir skömmu, vegna þátttöku hennar í sýningu í Kaupmannahöfn. Listakonan mun vera með- limur í íslenska gjörningaklúbbnum, öðru nafhi „Icelandic Love Corporation", en er nú i framhaldsnámi í myndlist á meðal danskra. Þá er það mál upplýst. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.