Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 Friðarviðræðurnar um Kosovo að lognast út af: Ólíklegt að Serb- ar láti sér segjast Útlönd_______________ Norður-írland: Bensínsprengjur á lögregluna Grímuklædd ungmenni vörp- uðu eldsprengjum í átökum við lögreglu í bænum Portadown á Norður-írlandi í gærkvöld. Ólæt- in brutust út aðeins nokkrum klukkustundum eftir að útför kaþólska mannréttindalögfræð- ingsins Rosemary Nelson var gerð í nærliggjandi bæ. Nelson var myrt með bílsprengju á mánudag. Bandaríkjaforseti og leiðtogar Bretlands og írlands hafa hvatt deilendur til að sýna hugrekki og standa við tímaáætl- anir I gerðum friðarsamningum. Uppboð munu byrja á skrifstofu embætt- isins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriöjudaginn 23. mars 1999, kl. 15.00, á eftirfarandi eignum: Árbakki, Holta- og Landsveit. Þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen. Gerðar- beiðendur eru: Vél-Boði hf., Pétur Karls- son, Róbert Ami Heiðarsson. Mykjunes (nýbýli), Holta- og Landsveit. Þingl. eig. Lars Hansen. Gerðarbeiðandi er Búnaðarbanki íslands, Hellu. Geitasandur 4, Hellu. Þingl. eig. Kristjón L. Kristjánsson. Gerðarbeiðendur eru íbúðalánasjóður og sýslumaður Rangár- vallasýslu. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLA- SÝSLU Margra vikna samningaþjarki um framtíð Kosovo verður væntan- lega slitið í Frakklandi í dag, án þess að fullnaðarárangur hafi náðst. Þar með virðist allt klárt fyr- ir loftárásir Atlantshafsbandalags- ins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu, hugsanlega strax í næstu viku. Þótt áformað sé að halda úrslita- fund í París næstkomandi miðviku- dag þykir afar ólíklegt að stjómvöld í Belgrad láti af þrjóskulegri and- stöðu sinni við rammasamkomulag sem gert var um Kosovo í síðasta mánuði. Þar er gert ráð fyrir víð- tækri sjáifstjóm héraðsins sem að níu tíundu er byggt fólki af ai- bönsku bergi brotnu. Þegar fulltrúar albanska meiri- hlutams í Kosovo höfðu undirritað samkomulagið í París í gær vömðu Vesturveldin Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseta við því að NATO hefði alla burði til að gera árásir með skömmum fyrirvara ef hann skrifaði ekki undir. Milan Milutinovic Serbíuforseti fordæmdi áætlunina um framtíð Kosovo og kallaði hana svik og pretti. Hann sagði að stjómvöld í Milan Milutinovic Serbíuforseti var ómyrkur í máli í París í gær þegar hann fordæmdi bráöabirgöasam- komulagiö um Kosovo. Belgrad myndu aldrei láta undan hótunum um valdbeitingu. „Þeir geta ekki neytt okkur til að undirrita með hótunum um sprengjuárásir. Tjónið hjá okkur verður mikið en það verður á ábyrgð þeirra sem gefa slíkar fyrir- skipanir," sagði Milutinovic í París. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þegna sína til að hafa sig á brott frá Júgóslavíu áður en NATO gerði fyr- irhugaðar loftárásir. „Utanríkisráðuneytið varar bcmdaríska þegna við því að ferðast til Serbíu og Svartfjallalands og hvetur Bandarikjamenn eindregið til að yfirgefa landið vegna hugsan- legra hernaðaraðgerða Atlantshafs- bandalagsins," sagði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þingsins í dag til að reyna að sannfæra þá um ágæti stefnu stjómvalda gagnvart Kosovo. Heima í héraði virðist sem júgóslavneski herinn sé að styrkja stöðu sína við bæinn Drenica þar sem Frelsisher Kosovo hefur bækistöðvar sínar. Óbreyttir borgarar hafa yfírgef- ið heimili sin þúsundum saman til að forðast yfirvofandi stórárás. Starfsmenn flóttamannastofnunar SÞ segja að um fimm þúsund manns hafi flúið þorp í nágrenni Drenica á síðustu tveimur sólarhringum. UPPBOÐ Eftirtaldir munir veröa boðnir upp að Dynskálum 8, Hellu, miðviku- daginn 31. mars 1999, kl. 16: SAW MACHINE 40PNEUM, serialnr. 9547 MPOO;LENGHT STOPS 6 M, serialnr. 95LE 600; ROLLER TRACK 6 m, serialnr. 95ROL 600; MULTIFUNCTIONAL PUNCH TOOL (S50, TS57), serialnr. 97.G180.00; MULTIFUNCTIONAL PUNCH TOOL (cw 50), serialnr. 97.G298.00; CRIMPING MACHINE, serialnr. 95.30PN.00; LIFT MASTER, serialnr. 95.20TA.00; END MILLER T-CONNECTION, serialnr. 95.AK6.00; MILLING MACHINE; JOOPS SOFTWARE PACKAGE. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI; íslandsmót 1999 í Laugardagshöll, helgina 19.-21. mars. Föstudagur 19. mars kl. 17. Liða- og einstaklingskeppni. Laugardagur 20. mars kl. 15. Einstaklingskeppni, íslandsmeistari krýndur. Sunnudagur 21. marskl. 14. Úrslit á einstaka áhöldum. Alllr velkomnir! Fimleikasamband íslands Fimleikafélagið Björk Noor drottning, ekkja Husseins Jórdaníukonungs, faömar Ray’i prinsessu, yngstu dóttur sína, aö sér í heimsókn aö gröf Husseins i konungshöllinni í Amman. Jórdanir minntust þess í gær aö 40 dagar voru liönir frá láti konungs. Bjerregaard vill sitja áfram í ESB Danski stjómmálamaðurinn Ritt Bjerregaard hefur nú ráðist gegn flokksbræðrum sínum í Jafhaöar- mannaflokknum á Evrópuþinginu sem ráða dönsku stjóminni frá því að endurráða hana í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, ESB. Leggur Bjerregaard áherslu á að það leysi ekki vandamálin í Brassel að skipta um alla framkvæmdastjór- ana tuttugu. Segir Bjerregaard að slík ráðstöfun geti haft í fór með sér að nauösynlegar umbætur nái aldrei fram að ganga. Hún bætir því reyndar við að þó að hún veröi sjálf látin víkja sé mikilvægt að aðrir í framkvæmdastjóminni fái að sitja áfram. Þjóðverjar og Bretar fara fyrir þeim sem vilja að nýir menn verði skipaðir í framkvæmdastjórnina sem fyrst. Spánverjar vilja hins veg- ar fyrst ganga frá samkomulagi um uppstokkun fjármála sambandsins og jafnvel kjósa til Evrópuþings. Kosningamar fara fram 13. júní næstkomandi. Ekki er víst að geng- ið verði frá skipan nýs forseta fram- kvæmdastjómarinnar á leiðtoga- fundinum í Berlín í næstu viku. Stuttar fréttir ðv Biðja um áritun Bandaríkin hvöttu í gær yfir- völd í Burma til að veita eigin- manni stjórnarandstöðuleiðtog- ans Suu Kyi vegabréfsáritun svo hann geti heimsótt hana. Eigin- maðurinn er fársjúkur af krabba- meini. Götuóeirðir Átök urðu I gær milli lögreglu og mótmælenda í Dómíniska lýð- veldinu. Krefiast mótmælendur betri efnahags. Starr rannsakaöur Sérstakur áfrýjunardómstóll í Washington veitti í gær banda- ríska dóms- málaráðuneyt- inu heimild til að halda áfram rannsókn á starfsaðferðum óháða saksókn- arans Kenneths Starrs í máli Monicu Lewinsky. Samtök íhalds- samra lögmanna hafði reynt að stöðva rannsókn dómsmálaráðu- neytisins. Ástfanginn sýknaður Yfirmaður í fyrirtæki í Com- asco á Ítalíu hefur verið sýknaður af ákæra um kynferöislega áreitni gegn ritara sínum þar sem hann kvaðst vera ástfanginn af konunni. Óeirðir á Borneo Að minnsta kosti 51 hefur látið lífið og þúsundir lagt á flótta í óeirðum á Bomeo í Indónesíu undanfarna þrjá daga. Myrtir í svefni Byssumenn í samtökum rót- tækra kommúnista myrtu að minnsta kosti 35 sofandi þorpsbúa í Bihar á Indlandi. Kóngurinn í biðröð Haraldur Noregskonungur verður að bíða í biðröð eftir með- ferð á sjúkra- húsi eins og aðrir Norð- menn, að því er norsk yfirvöld hafa úrskurðað. Úrskurðurinn kom í kjölfar ásakana um að meðlimur konungsfjölskyldunnar heföi svindlað sér í röðina. Belgfarar yfir Atiantshaf Loftbelgsfararnir Bertrand Piccard og Brian Jones ákváðu í gær að halda yfir Atlantshaf í ferð sinni kringum jörðina. Gera þeir ráð fyrir að lenda yfir Malí á sunnudaginn. Draga úr samvinnu Rússnesk yfirvöld hafa tjáð Bandaríkjunum að þau ætli að draga úr kjarnorkusamvinnu við íran. Banvæn svínaveira Vísindamenn í Malasíu hafa fundið veim sem kann að vera völd að dauða að minnsta kosti 51 manns í tveimur hémðum. Kem- ur veiran frá svínum. írakar til Sádi-Arabíu Þúsundir íraskra pílagríma streymdu í morgun yfir landa- mærin til Sádi-Arabíu. Krefjast pílagrímarnir vegabréfsáritunar tfi Mekka. Lafontaine laus Roman Herzog Þýskalandsfor- seti leysti Oskar Lafontaine form- lega frá störfum sem fjármála- ráðherra við sérstaka athöfh í Berlín í gær. Lafontaine, sem hafði verið tæpa fimm mánuði i emb- ætti, sagði óvænt af sér á dögun- um vegna óánægju með samstarf- iö innan ríkisstjómarinnar. Herzog þakkaði Lafontaine vel unnin störf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.