Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 13 DV Fréttir Hannes Heimisson í „einsmannssendiráði“ íslands í Helsinki: Möguleikarnir eru í ferðaþjónustunni - segir Hannes sem óvænt fékk það hlutverk sumarið 1997 að stofna sendiráð DV, Helsinki: „Möguleikarnir eru í ferðaþjón- ustunni. Það er á því sviði sem hægt er að auka samskipti Islands og Finnlands,“ segir Hannes Heim- isson, sendiráðunautur í sendiráði íslands í Helsinki, í samtali við DV. Hannes kom til sendiráðsins við stofnun þess sumarið 1997 og hefur nánast stýrt eins manns sendiráði þar síðan. Nú í byrjun apríl er hins vegar von á sendiherranum, Komelíusi Sigmundssyni. Hannes tók að sér að koma sendiráðinu á legg með skömmum fyrirvara þeg- ar ákveðið var að forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, færi í opinbera heimsókn til Finnlands. Hannes, eiginkonan Guðrún Sól- onsdóttir og börnin tvö urðu að taka sig upp með tveggja vikna fyrirvara og flytja í nýtt land. „Þetta er í raun sama aðferð og Finnar höfðu sjálfir á íslandi þeg- ar þeir stofnuðu sendiráð þar,“ segir Hannes um íslenska sendi- ráðið. Frá upphafi hefur verkefni hans veriðað kynna ísand í Finn- landi. Þar hefur vantað aðgengi- legt efni á finnsku um land og þjóð. í þessu efni hefur Hannes notið dyggrar aðstoðar Pavi Kumpulainen, sem er jafnvíg á finnsku og íslensku. „Eitt helst verkið hefur verið að koma upp heimasíðu fyrir sendi- ráðið á finnsku. Finnar eru mjög forvitnir um það sem gerist hjá grannþjóðunum, en það hefur ekki verið létt að nálgast efni á finnsku um ísland. Úr þessu er auðveldast og ódýrast að bæta gegnum Inter- netið, enda eru Finnar heims- meistarar í notkun Netsins," segir Hannes. Á heimsíðu sendiráðsins - www.islanti.fi - eru nú upplýsing- ar á um hundrað blaðsíðum. Heimasíðan hefur nú verið opin í tæpt ár og heimsóknirnar eru um 480 þúsund og út af síðunni hafa verið tekin rúmlega þrjú gígabæti af upplýsingum um ísland. „Ekki svo lítð það,“ segir Hannes stoltur. Kynningarstarfið fer líka fram eftir hefðbundnari leiðum. íslensk- ir dagar standa yfir í Helsinki með kynningu á menningu og sögu ís- lendinga. „Eftir því sem Finnar læra meira um ísland, eftir því eykst ferðamannastraumurinn. í fyrra voru finnskir ferðamenn á íslandi um 5.500 en gætu verið mun íslendingur rekur vinsælasta veitingastaðinn í Helsinki: „Finnar eru mjög drífandi í alþjóð- legri samvinnu." segir Hannes Heimisson. DV-mynd GK fleiri," segir Hannes. „Hefðbundin viðskipti milli landanna standa traustum fótum. Þar eru fyrir hendi gömul viðskiptasambönd en aukningin hlýtur öll að verða í ferðaþj ónustunni. “ Sendiráð íslands er í miðborð Helsinki. Húsnæðið er gamalt og virðulegt, rétt við enda Manner- heimsgötunnar, aðalgötu Helsinki. Hér er hagsmuna íslendinga gagn- vart Finnlandi, Eistlandi og Úkra- ínu gætt. „Finnar eru mjög drífandi í al- þjóðlegri samvinnu. Þeir munu síðar í ár taka við formennsku í Evrópusambandinu; þeir gegna nú þegar formennsku í Barentshaf- ráðinu og þeir hafa góð sambönd bæði í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Það er því mikilvægt að halda góðu sambandi við Finn- land,“ segir Hannes og bætir við að Finnar veki óspart athygli á að þeir séu sérfræðingar í samskipt- um við Rússa. „Finnar eru raunsæir. Þeir voru það á tímum Sovétríkjanna og eru það nú sem aðilar að Evrópusam- bandinu," segir Hannes. „Núna er vöxtur í efnahagslífinu og áhrif Finna eru að aukast. Þeir eru orðnir ríkari en áður og það þýðir að fleiri hafa áhuga á að ferðast til annarra landa, eins og íslands." -GK Víngerðarmenn - athugið B i a v k. r d a i e Skoðið tilboð mánaðarins. **■'■*'-w A www.pluto.is SuOurlandsbraut 22 - Reykjavík - sími 553 1080 Baldursgötu 14 - Keflavík - sími 421 1432 SunnuhlíO 12 - Akureyri - sími 461 3707 PLUTO - aftt teí tút^ettbu/ Vantar islenskan fisk - segir Kjartan Ólafsson, veitingarnaður á Cafe Engel air tailwind Dynamic fit reimakerfi BRS 1000 styrktur ytri sóli. að hann ílendist í Finnlandi. Rekst- urinn gengur vel og það er nóg að gera. Kjartan er líka tilbúinn að halda ókeypis fyrirlestur um finnsk stjóm- mál. Hér er kunningjpólitíkin ekki síður vinsæl en á íslandi en íslending- ar þurfa að bæta minnst þremur núll- um aftan við hvert fjármálahneyksli til að geta jafhast á við Finnana. Samt er gott að vera hér og þjóðin er bjartsýnni nú en var fyrir inngöng- una í Evrópusambandið, ESB, fyrir fimm árum. Með aðild hafa Finnar fegnið trú á sjálfa sig. Það eru kostir aðildar að mati Kjartans. GK Þrískiptur max loftpúði. DV, Helsinki: „Já, þetta er besti staðurinn í borginni og sá vinsælasti," segir Kjartan Ólafs- son, veitingamaður á Cafe Engel í miðborg Helsinki, höfuðborg- ar Finnlands. „Eða svona í alvöru, við þurfum ekki að kvarta því hér er alltaf fullt,“ bætir Kjartan við af ofur- litlu meira lítillæti. Kjartan hefur búið í Helsinki í tíu ár, er giftur finnskri konu og saman eiga þau einn átta ára gamlan son. Matargerðarlist lærði hann í Finn- landi og kynntist þá konu sinni. Finnsk matargerðarlist er bæði evrópsk og austurlensk og stend- ur á háu stigi. „Mig vantar ís- lenskan fisk. Finnar borða mest vatnafisk og hann er nánast bragðlaus. Það væri gaman að geta boðið íslenskan fisk,“ segir Kjartan og telur að best standi Finnar sig í að búa til kjötrétti. Sjálfur býður hann smá- rétti, kökur og salöt með ítölsku eða taílensku ívafi og snarar saman tveimur slíkum fyrir gesti frá ís- landi. Cafe Engel er við Senatstorgið í miðborginni þar sem bæði stjómar- ráðsbyggingarnar og háskólinn eru. Hann fær því marga námsmenn og Kjartan Ólafsson, veitingamaður á Cafe Engel í miðborg Helsinki, snarar saman rækjusalati með ítölsku ívafi fyrir íslenskan gest. DV-mynd Gísli Kristjánsson einnig embættismenn í mat. Það er hér sem hjarta Finnlands slær og það er í raun og veru erfitt að fá borð á Cafe Engel. Kjartan var áður garðyrkjumaður í Ósló. Hann er einn af þessum ís- lensku veraldarmönnum sem hægt er að rekast á hvar sem er í heimin- um. Ævintýraþrá dró hann til út- landa og nú þykir honum líklegast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.