Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 15 Trúskiptingarnir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Svavar Gestsson, sendiherra íslands f Kanada. - „í Winnipeg mun sendi- herrann éta með jafn miklu ágæti tertuna randalín og forsetinn Prins Póló í Varsjá." Fáránlegt fjaðrafok Fjaðrafokið vegna Svavars Gestssonar er fáránlegt. Dav- íð hefur séð með illkvittni sinni að hann hafði dottið af baki, orðinn eins konar Vest- ur-íslendingur í vinstrihreyf- ingunni og best að láta hann mæta í Manitoba fyrir ís- lands hönd með hyrndan hjálm að hætti túristavík- inga, jafn óskaðlegan Nató og Ólafur Ragnar. í Winnipeg mun sendiherrann éta með jafn miklu ágæti tertuna randalín og forset- inn Prins Póló í Varsjá. Hitt gæti hent að þjóðin fái nóg af trúskiptingum og kjósi í vor meirihluta eina íslenska stjómmálaflokks- ins með örlitla kjölfestu, þó hún byggist á ósvífni auð- valdsins. Þjóðir eru jafn óút- reiknanlegar og þær eru út- reiknanlegar. Guðbergur Bergsson Kjallarinn Trúskiptingur- inn er helst þekktur innan kristinnar trúar. Ofstæki og það að snúa við blaðinu eftir að hafa dott- ið af baki úti á einhverri eyði- mörk er rikt i fari hans. Hann er ekki vitur heldur tunga á valdi orðanna. Vitringurinn dettur ekki af baki með málæði og skiptir hvorki um skoðun né snýr við blaðinu. í staðinn auðgar ■— hann hæfileik- ana, víkkar hugsun og skilning og lagar reiðlagið út frá traustri for- Guðbergur Bergsson rithöfundur sendu. En hann hoppar ekki á nýtt hross við hvert tækifæri. Vitið ger- ir reiðmann samrunninn hestinum. Lausbeislað hugarfar Hjá okkur er trúskipt- ingurinn algengur. Jafn- vel fram á þessa öld hef- ur skipt höfuðmáli að bjarga sér. Þjóðin hegðar sér ennþá þannig, þótt hún viti að hún geti vel bjargað sér og mál til komið að einskorða sig ekki við það. Fyrir bragðið er hugarfar okk- ar lausbeislað, líka stjórnmálin. Komist ■■■ 1 menn ekki í fyrsta sæti á framboðslista flokks, söðla þeir um og komast í það hjá öðrum. Fátæk þjóð í hugsun hef- ur ríka samúð með trúskiptingn- um. Hún telur hann hafa verið Helgu í öskustónni í flokki sínum og kýs hann í húsbóndasætið í seinni flokknum. Þar er fyrsta verk hans að senda nýja Helgu í öskustóna. íslandssagan er víta- hringur öskustónna og sýnir við- hald hennar og uppgang Helgu frá kynslóð til kynslóðar í eðli trú- skiptingsins. Dæmigerðir trúskiptingar Við eigum langa trúskiptinga- hefð með lina hugsun og telj- um hana æski- lega: Léttara er að breyta linu en hörðu. Helsta þjóðar- táknið í nútím- anum, Laxness, var dæmigerð- im trúskipting- ur. Forsetinn er margfaldur trúskiptingur. Flestir karlar og konur á æðri stöðum eru það líka með hrærigraut í höfðinu. Okkur líkar það. Þetta er fólk sem kann að bjarga sér, en það er okk- ar ógæfa. Undir stjórn þess gætum við hætt að vera þjóð, orðið þjóðleysi, svipað því að trúskiptingur er mannleysa, þótt hann sé valdamaður. „Fátæk þjóð í hugsun hefur ríka samúð með trúskiptingnum. Hún telur hann hafa verið Helgu í öskustónni í flokki sínum og kýs hann í húsbóndasætið í seinni flokknum. Þar er fyrsta verk hans að senda nýja Helgu í öskustóna Gleði i Samfylkingunni „Vertu til því vorið kaliar á þig, vertu til..“ Samfylkingin fer nú fram í öllum kjördæmum lands- ins. Loksins hafa menn tekið höndum saman og eru að skapa myndarlega og framsækna hreyf- ingu sem þúsundir íslendinga að- hyllast. Inn£m Samfylkingarinnar ríkir baráttugleði því þar finna menn til einlægrar samstöðu og samkenndar. Við Samfylkingar- menn erum talsmenn jafnaðar, fé- lagshyggju og kvenfrelsis. Landið okkar er eitt mesta velmegunar- ríki veraldarinnar. Langflest böm, sem nú fæðast, komast á legg og munu eiga langa ævi, ef velferðar- kerfi okkar fær að lifa áfram. Af siðrænum toga Við þurfum ekki að fara langt aftur í tímann til að sjá allt annað ástand, þegar mörg börn dóu af alls kyns kvillum og óáran. Hinar miklu og jákvæðu breytingar hafa þó ekki komið sjálfkrafa. Oft þurfti að berjast fyrir þessum breytingum harðri baráttu, sem verkalýðshreyfmgin og flokkar hennar stóðu að með sjónarmið jafnaðarstefnu og félagshyggju að leiðarljósi. Hvar værum við stödd ef félagshyggjumenn hefði ekki komið fram á sjónarsviðið. Eitt er alltént víst að hinir eignaglöðu hafa sjaldnast verið glaðir yfir því að jafna kjörin í landinu. Hugsjónir Samfylkingarinnar eru af siðrænum toga. Þær gmnd- vallast á því að hagsmunir okkar og náunga okkar fari saman. Við viljum leggja af mörkum til þeirra sem veik- ir eru, fatlaðir eða búa við erf- iðleika af öðrum sökum - sjá sam- félag réttlætis og friðar. Þegar góðæri ríkir eiga allir að njóta þess. Þetta er ekki öfund, þetta er hugsjón um náungakærleika sem flestir þekkja, en ailt of fáir til- einka sér. Samfylkingin er að sönnu ábyrgt stjórnmálaafl. Vissu- lega er hægt að vera ábyrgur fé- lagshyggjumaður þó rekinn sé hat- rammur og óttafullur áróður fyrir öðru. Öfunda engan Því verður þó ekki á móti mælt að það er meiri vandi að vera fé- lagshyggjumaður en ýmislegt annað. Það krefur okkur ábyrgðar fyrir vel- ferð náungans og umhyggju fyrir hon- um. Við í Samfylk- ingunni óttumst það alls ekki. Við teljum að nægur auður sé fyrir hendi til að gera mun betur í málum öryrkja, aldraðra og geð- sjúkra bama, svo dæmi sé tekið. En til þess að slíkt sé hægt verður aukinn hluti þessa auðs að koma til. Þær ótöldu milljónir króna sem hafa runnið í vasa margra, fyrir það eitt að hafa „leyft öðrum að veiða kvótann sinn“, væru betur komn- ar í öðram verkefnum en þeim lystireisum og óhófsemd sem þessi sameignargleði (kvótinn er sam- eign okkar allra) veldur í ýmsum tilvikum. Er nema von að menn tali um auðlindagjald og er nema von að hugmyndinni um það vaxi fiskur um hrygg? Samfylkingarmenn öfunda eng- an, þeir sem segja slíkt era öfimd- sjúkir sjálfir. Samfylkingarmenn finna til með þeim sem halda að öll verðmæti lífsins séu fólgin í því að eignast meira. og meira, meira í dag en í gær. Erum glöð í bragði Við í Samfylkingunni eigum þá drauma að mega taka þátt í þvi að gera okkar góða land betra og bæta það sem aflaga hefúr farið og mislukkast. Við eigum einnig þá drauma að rödd okkar megi hafa áhrif á erlendum vett- vangi til styrktar kúg- uðu pg hungraðu fólki, hvoft sem það býr í köldum kytram Moskvuborgar, heitum myrkviðum Afríku eða arðrændum löndum Suður Ameríku. Við geram okkur grein fyrir því að við frelsum ekki heiminn. Sum okkar trúðu því þegar við vorum að slást við lögguna út af hernum, Víetnam og Nató hér áður fyrr. Við viljum taka þátt í því að gera þennan heim betri og trúum því að það sé hægt. Við erum að legga af stað, við erum glöð í bragði, við eram á leiðinni til framtíðar 21. aldarinnar, „vertu til að leggja hönd á plóg“. Karl V. Matthíasson „Þegar góðæri ríkir eiga allir að njóta þess. Þetta er ekki öfund, þetta er hugsjón um náungakær- leika sem flestir þekkja, en allt of fáir tileinka sér.u Kjallarinn Karl V. Matthíasson sóknarprestur, í 2. sæti Samfylkingarinnar á Vestfjörðum Með og á móti ísland í ESB Aukin áhrif íslands „Aðild að ESB myndi færa Is- landi pólitísk áhrif á ákvarðanir sem skipta miklu fyrir íslenska hagsmuni. Eins og staðan er í dag taka íslendingar við löggjöf frá ESB en hafa mjög lítil áhrif á samningu hennar. ESB-að- ild myndi því auka áhrif ís- lands á eigin mál, ólíkt þvi sem oft er hald- ið * „„„ Ólafur Þ. Stephen- Aölld aö ESB sen stjórnmála- er forsenda þess fræöingur. að ríki geti fengið aðild að Efnahags- og mynt- bandalaginu og tekið upp evruna. Það er dýrt fyrir þjóðina, m.a. vegna hárra vaxta, að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Aðild að ESB og upptaka evrunnar myndi auka hagsæld á íslandi. ísland yrði í betri stöðu til að hafa áhrif á hagsmunamál sín á al- þjóðavettvangi, t.d. á sviði um- hverfismála og fiskveiðimála, vegna þess að Evrópusambandið er öflugur bakhjarl og styður mál- stað aðildarríkja sinna. ísland myndi líka styrkja stöðu sína í vestrænu varnar- og öryggismála- samstarfi, sem hefur færst að verulegu leyti á vettvang ESB. Eina leiðin til að fá úr því skorið hvort samkomulag myndi nást um t.d. undanþágur frá sjávarútvegs- stefnu ESB er að sækja um aðild. Þá fyrst hefjast nauðsynlegar póli- tískar málamiðlanir innan sam- bandsins. Við fáum ekki svör við slíkum spurningum fyrirfram." Afsalá fullveldinu „ísland er Evrópuþjóð og á að hafa gott samband við Evrópu- sambandið, annars einangrast þjóðin í framtíðinni. Forystu- menn okkar verða að vaka yfir öllum möguleik- um okkar í sí- breytilegum heimi og hafa hagsmuni kom- andi kynslóða að leiðarljósi. Innganga í Evr- ópusambandið væri afsal á frelsi og full- veldi íslands - því ekki á dagskrá í mínum huga. Rómarsáttmálinn er með þeim hætti. ítrekað hefur komið fram að sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er óbreytt. Enn er sjáv- arútvegurinn sú auðlind sem ræð- ur lífsafkomu okkar, hér væri fá- tækt hefðum viö ekki unnið land- helgisstríöin. Þessari auðlind og mörgum auðlindum öðrum meg- um við ekki fóma. Ríkjasambönd hafa tilhneigingu til að líða undir lok fyrir rest þegar hagsmunir einstakra ríkja fara að stangast á við hagsmuni heildarinnar eða miðstýringarvaldið fer að drepa frelsi einstaklinganna. Ég styð heils hugar þá hugmynd Halldórs Ásgrímssonar að litlu ríkin ís- land, Færeyjar og Grænland vinni saman að sínum málum og styrki þannig frelsi sitt og auki samstarf og viðskiptahagsmuni við Evrópu- sambandið." -KJA Guðni Ágústsson alþingismaður. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.