Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 Anægjulegt „Það hefur orðið ánægjuleg breyt- ing á fylgi beggja ríkisstjómarflokk- anna frá þvi sið- ast,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra í morgun. „Þetta sýnast mér ekki fjarlæg úrslit miðað við það sem maður hefur skynjað að und- anfomu," sagði Geir. -JBP Sóknin hafin „Við höfum mjög góðan málstað, framsóknar- menn. Sóknin er hafin en henni er ekki lokið,“ segir Halldór Ás- grimsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, um niðurstöður skoðanakönnun- ar DV. „Ég hef haft það á tiifmningunni að við værum að sækja í okkur veðrið," segir Halldór. -rt Helgarblað DV: Starfa ekki í ^ skjóli Jóhönnu í Helgarblaði DV er fjölbreytt efni að vanda. Davíð Oddsson forsætisráð- herra er í helgarviðtali þar sem viða er komið við. Rætt er við Guðríði Guðjónsdóttur, Gurrí í Fram, sem er tólffaldur íslands- og bikarmeistari í handbolta. Á síðustu vikum hafa tveir þekktir viðskiptamenn viðurkennt að hafa unnið yfir sig. Af því tilefni er rætt við sérfræðinga um kulnun í starfi, orsök og afleiðingar. Að auki er rætt við Kjartan Ragn- arsson leikstjóra og Sigriði Margréti Guðmundsdóttur, Hjalta Harðarson, verkfræðing og uppfmningamann, og Hilde Hundstuen vélhjólagellu. Einnig verður farið yfir helstu tilnefningar _^til óskarsverðlauna. -sm/-þhs Tveir karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gær en þeir höfðu ásakað hvor annan um að hafa ógnað hinum með haglabyssu. Annar mannanna tilkynnti lögreglu að ráðist hefði verið á hann og árásaraðilinn væri vopnaðar haglabyssu. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út og handtók mennina við Nóatún í gær og var haglabyssa gerð upp- tæk. Á innfelldu myndinni er lögreglumaður með haglabyssuna. DV-myndir HH Komin til að vera „Þessi könnun og tvær aðrar á undan henni á stuttum tíma sýnir að Samfylkingin er í augum fólks komin til að vera og orðin mjög sterkt stjóm- málaafl. Vitan- lega emm við mjög ánægð með það og ég er sannfærð um að við eigum eftir að auka við fylgið þegar framboðslistar em komnir fram og við höfum kynnt stefnu- skrána," sagði Margrét Frímanns- dóttir, talsmaður Samfylkingarinn- ar, í morgun. -SÁ Lyftir okkur ekki „Könnunin er ekki til að lyfta okkur. Því er mjög haldið að fólki að við hætt- um við en þetta breytist allt til batnaðar þegar framboðin okkar em öll komin fram,“ sagði Sverrir Her- mannsson í morgun. -EIR Sögulega kókaínmáliö árið 1992: Dómur tálbeit- unnar fyrndur - Interpol gaf út handtökuskipanir i tveimur heimsálfum 7 mánaða fangelsisdómur yfir Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, sem þekktur var árið 1992 sem tálbeita lögreglunnar í umfangsmiklu kókaínmáli, þar sem tveir lög- reglumenn slösuðust, er nýlega fyrndur - þann 15. nóvember. Mið- að við upplýsingar íslenskra stjórnvalda hefur Jóhann Jónas farið huldu höfði frá því árið 1994 og óskað var eftir þvi við Interpol að hans yrði leitað í tveimur heimsálfum. Fangelsisdómar sem eru innan við eitt ár, fyrnast á 5 árum. Þann 21. október 1993 dæmdi Hæstiréttur sakborninginn í 7 mánaða fangelsi fyrir aðild að inn- flutningi á 3 kílóum af hassi frá Bremerhaven. Fangelsismálastofn- un sendi honum boðun í desember sama ár um að koma í afplánun í fyrri hluta janúar 1994. En Jóhann Jónas lét ekki sjá sig í tugthúsum landsins. Svo fór að sýslumanni í Hafnarfirði og tollstjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli voru sendar handtökuskipanir á hendur Jó- hanni. Ekki bar það árangur. Á tímabili var talið að maðurinn hefði haldið til í Bretlandi, en síð- an féllu menn frá þeim hugmynd- um. Einnig var talið að hann hefði haldið til í Hollandi. Leið Jóhanns var m.a. einnig talin hafa legið til Tyrklands. í febrúar 1998 óskaði fangelsis- málastofnun eftir því að dóms- málaráðuneytið hlutaðist til um að Jóhann yrði framseldur þaðan sem til hans næðist. Alþjóðlegar handtökuskipanir voru gefnar út á hendur honum af hálfu Interpol, bæði í Evrópu og Asíu, samkvæmt upplýsingum DV í gær. Hið sögufræga kókaínmál sem mjög var fjallað um, þegar fikni- efnalögreglan notaði tálbeitu, Jó- hann Jónas, til að koma lögum yfir höfuðpaurinn í málinu, átti sér stað árið 1992. Þá hleraði lög- reglan það m.a. þegar Jóhann og kókaínmaðurinn soguðu efni upp í nefið á sér, í bifreið sem fíkniefna- lögreglan útvegaði. Við réttarhöld þess máls var Jóhann talsvert spurður um það hvort honum hefði verið lofað einhverju fyrir að hjálpa lögreglunni. Menn kváðu svo ekki vera. Eftir því sem DV kemst næst, er ekki fullljóst að Jóhann Jónas geti alveg um frjálst höfuð strokið þó svo að dómurinn á hendur honum sé fyrndur. Komi á daginn að dóm- þoli hafi vísvitandi reynt að kom- ast undan afþlánun, þá varðar slikt við lög. -Ótt Erum að eflast „Það er augljóst að við errnn búin að festa okkur í sessi. Það er í samræmi við þá vinda sem blása um samfélagið. Við erum nýr flokkur en þegar hann hefur kynnt stefnu sína betur og það fólk sem ber hana fram efast ég ekki um að Vinstrihreyfingin mun eflast,“ sagði Ögmundur Jónasson, efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. -SÁ Bjarni með ÍA í sumar? Viðræður eru komnar af stað milli Genk í Belgíu og ÍA um að Bjami Guðjónsson, knattspymu- maður hjá Genk, leiki sem láns- maður með Skagamönnum í sumar. „Þetta er á umræðustigi og ég er tilbúinn til að leika með ÍA ef forráðamenn Genk líta á það sem góðan kost fyrir þá að fá mig aftur til Belgíu seinni part sumars í góðri leikæfingu. -VS ÖftOBLU SOKKABUXUR MERKILEGA MERI bnother pt 2 fslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Ifnur Aðeitts kr. 10.925 rrr 20 nv vél n RAFPORT Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport Veðrið á morgun: Snjókoma eða slydda fyrir sunnan Á morgun verður austlæg átt, kaldi eða stinningskaldi, snjó- koma eða slydda um sunnanvert landið, en stöku él norðanlands. Frostlaust verður allra syðst en annars frost. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig, kaldast norðan til. Veðrið í dag er á bls. 29. Í Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.