Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 10
26 SPORTBÍLAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 m - ýmsar skýringar á Formúlu 1 kappakstri fyrir leikmanninn Síöustu misseri hefur áhugi fyrir Formúlu 1 keppnum farið vaxandi hérlendis. Því er helst að þakka bein- um útsendingum sjónvarpsins, auk umfjöllunar annarra fjölmiðla. í síð- ustu keppni vann ökuþórinn Michael Schumacher á Ferrari-bil sínum og núna hittir svo á að keppnisbíll hans siðan í fyrra verður á sportbílasýning- unni í næstu viku. Þess vegna fannst okkur kjörið að fjalla í stuttu máli að- eins um hvað Formúlu 1 kappakstur er, svo að áhugasamir áhorfendur geti áttað sig betur á því hvað þar fer fram. Tímatökur Tímatökur á laugardögum (undan- rásir) ákvarða hvar í rásröð keppend- ur eru á ráslínu á sunnudegi, þegar sjálfur kappaksturinn fer fram. Kepp- endur hafa eina klukkustund til að ná sem bestum tíma og fá til umráða 12 hringi til að ná settu marki. Verði keppendur jafnir á tíma í tímatökum er sá fyrstur í rásröð sem fyrstur nær besta tíma. Tímatökur eru mjög mik- f9pn"M Hvemig fér Formúlu 1 kappakstur fram? Hakkinen jafnar sig eftir áfallið á Imola-brautinni um daginn. Myndatökuvélar eru 40 talsins við kappakstursbrautirnar, þá eru 30 myndavélar um borð í bílunum og þyrlur eru notaðar til að taka myndir úr lofti. Sífellt er skipt mn sjónarhorn til að hafa sem mesta fjölbreytni. Þess má geta, svona að lokum að kvikmyndastjarnan Sylvester Stallone ætlar að frum- sýna kvikmynd um Formúlu 1 árið 2000 og notar árið i ár til upp- töku frá mótunum. Sérstök Formúlu 1 útsending Sjónvarpið verður með sérstaka umfjöllun sem tengjast mun sport- bílasýningunni og hefst hún kl. 11 á sunnudag, klukkutríma á undan beinni útsendingu frá kappakstr- inum í Mónakó. Á laugardag verð- ur byrjað á útsendingu kl. 10.45, en tímatakan hefst 11. í báðum út- sendingum verður fjallað um markverða hluti á bílasýningunni og spjallað við gesti og gangandi á sýningunni. GR HappaKSbursbraub i HapsLiuhPauni? r Búið er að sneiða úr köntunum á S-beygjunni eftir rásmarkið. ilvægur þáttur keppninnar, í raun helmingur keppninnar, og geta ráðið úrslitum þegar á hólminn er komið. Kappaksturinn Keppt er á mismunandi löngum brautum í ólíkum löndum. En keppendur aka ávallt rúmlega 300 km, 44 hringi til 78 hringi, það fer eftir lengd brautanna hverju sinni. í Mónakó aka menn þó aðeins 263 km, vegna eðlis brautarinnar sem er á götum Monte Carlo. í rásmarkinu byrja 22 keppendur og sá sem er fyrstur í mark eftir að hafa lokið réttum fjölda hringja sigrar. Keppendur þurfa oftast að taka 1-2 viðgerðarhlé í hverri keppni, sem eykur spennuna. Þeir þurfa að skipta um dekk og bæta við eldsneyti á leið sinni í enda- mark. Þar tekur við glæsileg verð- launaafhending þriggja efstu öku- mannana og fréttamannafundur í beinni útsendingu um allan heim er að henni lokinni. Mikla tækni og útsjónarsemi þarf til að vinna í Formúlu 1 kappakstri og efnuð- ustu keppnisliðin eyða 10 milljörð- um íslenskra króna til að ná settu marki. Einn fullbúinn kappakst- ursbíll kostar 70 milljónir ís- lenskra króna, vélin um borð 30-35 milljónir króna. Þá eru ótalin ógrynni af tækjabúnaði, tölvum, flutningabílum og yfir 300 manna starfsliði sem fylgja stærstu keppn- isliðunum. Má áætla að 150 manns vinni fyrir hvern toppökumann, ýmist í kringum kappakstursmótin eða í höfuðstöðvum liðanna. Beinar útsendingar um allan heim Áætlað er að hátt í 500 milljónir manna fylgist með beinum útsend- ingum frá Formúlu 1 kappaksturs- mótunum. Þau eru haldin um allan heim, sem eykur vægi þessarar íþróttar. Á hverja keppni mæta 150-250 þúsund áhorfendur. Stúku- miði, með aðgangi að tjaldabaki, getur kostað allt að 120.000 krónum á einstökum mótum. Margir njóta þess því vel að sjá allt í sjónvarpi, en nýjasta tækni er notuð í útsend- ingum. Ósjaldan slæst áhorfandinn í för með bestu ökumönnum heims á allt að 350 km hraða og fer þá 100 metra leið á sekúndu! Það hefur lengi verið draumur þeirra sem eiga hraðskreið farar- tæki að til sé braut við þeirra hæfi þar sem þeir gætu fengið útrás fyrir akstursþörf sína. Fyrir tveimur áratugum eöa svo byggði Kvartmíluklúbburinn keppnis- braut sina í Kapelluhrauni og hvarf þá nánast allur spymuakst- ur af götunum. Það sama má heimfæra upp á sportbíla- og mót- orhjólaeigendur sem kvarta und- an sárri þörf á slíkri braut fyrir sín tæki og fyrirséð að fréttum af ofsaakstri á Hellisheiðinni eöa Keflavíkurveginum mundi stór- lega fækka ef hennar nyti við. Margur dellukarlinn hefur látiö hafa það eftir sér að ef brautin væri til myndu þeir nota hana eingöngu fyrir það sem hún er ætluð og hætta að stelast til að gefa í annars staöar. Mótorsportklúbburinn er ný- stofnaöur félagsskapur sem stend- ur um þessar mundir fyrir stækk- un rallíkrossbrautarinnar í Kapelluhrauni. Brautin sem gerð var þar fyrir 4 árum var meö 450 metra malbikskafla sem nú á að lengja upp i 850 metra. Ætlunin er að keppa þar í sumar í Go-kart og keppnisakstri lítilla bifhjóla og jafnvel kappakstri torfæruhjóla á götudekkjum. Enn sem komið er vantar fjár- magn og samstöðu til þess að hægt verði að stækka brautina enn frekar, og þá upp í hentuga lengd fyrir alvörukeppni, eða 4-5 kíló- metra. Á slíkri braut mætti keppa í nánast hvaða mótorsporti sem hentar á braut sem þessari, eins og GT-, Formúlu- eða mótorhjóla- keppni. Einnig mætti bjóða þar upp á ýmiss konar æfíngaakstur, hvort sem er fyrir ökukennslu, neyðarakstur eða prófun nýrra bíla. Áætlaður kostnaður við slíka braut á þessum stað er um 150 milljónir sem er ekki mikið miðað við það sem sparast myndi í kostnaði þjóðfélagsins. Einnig myndi rekstur slikrar brautar vel geta staðið undir sér, þar sem hún nýttist á mörgum sviðum, auk þess sem áhugi á mótorsporti er mjög mikill. Miðað við það sem eytt er í vegamál á hverju ári er þetta ekki stór hluti og á umferð- aröryggisáætlun ríkisstjórnarinn- ar er slík braut á dagskrá. Hvort sem draumur mótorsportsáhuga- mannsins verður að veruleika eða ekki er þörfin ljós. Einhvers stað- ar verða vondir að vera. -NG liö W Sportbílalakk v~ á alla bíla , BÍLALAKK ISLAKK sérverslun með bílalakk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.