Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 14
so SPORTBÍLAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Það besta og það flottasta!: aka eftir teinum. Fyrsti gírinn er hár, þannig að það þarf að gefa þvi vel inn þegar tekið er af stað en Það þarf aðeins eitt augnatillit og þú ert fallinn í stafi. Fal- legar, ávalar línurnar og útlit sem segir bara eitt, ánægja. Aftast i hugarfylgsnunum bærir minning um goðsögn á sér, það besta, það flottasta, hjólið sem allir reyna að vinna í SBK-ofurhjólakeppninni. ítölsk hönnunin skín líka í gegn, straumlínulagaðar línur, svo maður tali nú ekki um rauða litinn. Því segja menn stundum að Ducati sé Ferrari mótorhjólanna. Þegar þú kemur aðeins nær ferðu að taka eftir smáatriðum í hönnun og tækni hjólsins sem setja síðan punktinn yfir i-ið. Það eru sko vöðv- ar undir skinninu á þessu hjóli. Vél- in er 996 rúmsentímetra, 90" V2, með tveimur yfirliggjandi knastás- um og fjórum ventlum á hvem strokk. Ventlastýringin er einka- leyfisvernduð hönnun Ducati, svokölluð „Desmodromic" sem fær afl sitt frá vélinni eftir tenntum reimum. Þetta hjól er 112 hestöfl við 9000 snúninga og þjöppunina 11:1. Við nánari skoðun vélar koma ætt- areinkenni keppnishjólsins fram. Háþrýst olíukerfi, fjöldiska, vökva- stýrð þurrkúpling og sex gira hert- ur gírkassi. Eitt af sérkennum hjóls- ins er grindin en hún er úr sér- stakri málmblöndu er kallast „ALS 450“ og byggist á þríhyrningsform- um sem gerir grindina eina þá sterkustu og jafnfram stöðugustu sem til er í dag. Hægt er að stilla af- stöðu framgaffals úr 23" i 24° og gafflamir sjálfir koma frá Showa og eru 43 mm með 120 mm hreyfigetu. Kraftmikil hjól þurfa góðar brems- ur og þessar eru af bestu sort, 320 mm Brembo bremsudælur með fjór- um stimplum hver. Hjólhafið er að- eins 1410 mm og þyngdin 200 kíló. Útlit Ducati 996 ber það með sér til hvers það er ætlað. aflið kemst strax til skila. Fyrsti gír- inn er það hár að hægt er að nota hann í kröppustu beygjunum. Við 8000 snúninga streymir aflið svo fram eins og beljandi stórfljót en snúningshraðamælirinn gefur upp allt að 13.000 snúninga. Samt er ekk- ert „rautt strik" á honum sem gefur til Kynna að það sé óhætt að botna það eins mikið og hægt er. Stýrið er mjög gott og jafnvel í holóttri beygju eru lítil átök við það, þökk sé massífum stýrisdemparanum. Það er fátt sem hægt er að bæta á þessu hjóli nema ef vera skyldu dekkin. Hjólið kemur með Michelin Hi- Sport II en þyrfti helst Hi-Sport III eða Pirelli Dragon Corsa dekk. Hér- lendis er það svo sem ekkert atriði en ef þetta hjól fengi einhvem tíma braut við sitt hæfi liði því betur á góðum dekkjum. Þetta hjól er það fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. -NG mmmrn www tlitstareytingar og /ængir fáanlegir á margar geröir bíla. Úrval aukahluta á bíla, gæði og gott verð Támstundahúsið Nethyl Z sími 5B7 BBBB Ens og arabískur gæðingur * IMCEPT Bón- og bílahreinsivörur sK? ISLAKK HF. sérverslun með bónvörur Fyrstu kynni DV prófaði þetta hjól um daginn og sú upplifun var alveg einstök, svipuð og að setja Cessnuflugmann upp í F15 þotu. Þú færð það strax á tilfinninguna að þetta er kappakst- urshjól eins og þau gerast best. Stíf fjöðrunin og grindin gera hjólið svo rásfast að það er eins og það sé að m Bíllinn til vinstri er ekki IMESRADÍÖ með CLIFFORD þjófavörn! Síðumúla 19 Slmi 581 1118 -Fax 581 1854 Þér líður eins og þú keyrir á teinum í beygjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.