Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 21
MMBTPÍI AO vi vii i uiknn MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1999 Rautter litur hraðans Sagan Enzo Ferrari fæddist í Modena 18. febrúar 1898 og lést 14. ágúst 1988, þá 90 ára gamall. Hann stofn- aði Scuderia Ferrari árið 1929 í vi- ale Tresto Trieste i Modena til þess að hjálpa félagsmönnum að keppa í akstursíþróttum. Keppni á Alfa Romeo-bílum hélt áfram þar til 1938, eða árið sem Enzo varð framkvæmdastjóri kappakstursins í Alfa-brautinni. Eftir tvö ár hætti Enzo Ferrari hjá Alfa Romeo og stofnaði Auto Avio Construzioni Ferrari í gömlu Scuderia Ferrari- höfuðstöðvumnn til að framleiða tæki og vélar til verkfærafram- leiðslu. Þrátt fyrir loforðið um að fara ekki í samkeppni (sem hindr- aði Enzo Ferrari í að smíða bíla undir sínu nafni í 4 ár vegna sam- starfsslita við Alfa Romeo) hóf fyr- irtækið að stúdera og hanna keppnisbíl, 8 strokka, 1500 cc, op- inn bíl, þekktan sem 815. Tveir af þeim sem voru smíðaðir tóku þátt í Mille Miglia árið 1940. Við upp- haf seinni heimsstyrjaldarinnar féll niður öll keppni í kappakstri. Árið 1943 flutti verksmiðjan frá Modena til Maranello, þar sem framleiðsla kappakstursbíla hélt áfram til ársins 1944. Þá varð verk- smiðjan fyrir sprengjuárás. Þegar stríðinu lauk breytti fyrirtækið nafninu í Ferrari og hannaði bíl- inn 125 sport, 12 strokka 1500 cc bíl sem Franco Cortese ók á Piacenza- brautinni 11. maí 1947. Tveimur vikum seinna vann hann Rómar Grand Prix. Síðan þá hefur Ferr- ari-bílum verið ekið af bestu öku- mönnum heims. Þeir hafa unnið yfir 5000 sigra á keppnisbrautum og vegum um allan heim og skap- að goðsögn mn fyrirtækið. Mikil- vægustu afrek sem fyrirtækið hef- ur unnið eru 9 heimsmeistaratitl- John Surtees stekkur yfir hæð á NQrburgring árið 1964. ar ökumanna í Formúlu 1, 14 heimsmeistaratitlar framleiðenda, 8 heimsmeistaratitlar bílasmiða í Formúlu 1, 9 sigrar í 24 klst. Le Mans-kappakstrinum, 8 sigrar á Mille Migha og 7 í Targa Florio. Eddie Irvine vann svo 120. sigur Ferrari í Formúlu 1 í Ástraliu um daginn. Enzo Ferrari seldi 50% hlut sinn í fyrirtækinu til Fiat-samsteypunn- ar árið 1969 til að mæta aukinni markaðseftirspurn. Árið 1988 hafði Fiat-samsteypan eignast 90% hlut í Ferrari. Þrátt fyrir stóran eignar- hluta Fiat-samsteypimnar í fyrir- tækinu hefur Ferrari þó alltaf verið með mikla eigin stjóm og er það að þakka sérstakri starfsemi sem Ferr- ari tekur þátt í. Verksmiðjurnar eru í Modena (einungis boddíhlutir) og Maranello. Verksmiðjusvæðið er samtals 252.000 fm, þar af 92.000 fm undir þaki, og um 1900 manns vinna þar. Framleiðslan er u.þ.b. 3.500 bíl- ar á ári, 9 tegundir og gerðir, þ.e. F355 og 355F1 Berlinetta, F355 og 355F1 GTS, F355 og 355F1 Spider, 456M GT, 456M GTA og 550 Maranello. Vömmerkið sem auðkennir alla Ferrari-bíla í dag á hetjulegan upprana. ítalskur flugmað- ur, Francesco Baracca, sem var verðlaun- aður með gullmedalíu í fyrri heimsstyrjöldinni, hafði eignað sér það sem persónulegt tákn og málað það á skrokk flugvélar sinnar. Þegar stríðinu lauk gáfu foreldrar Baracca Enzo Ferrari táknið sem var prjónandi hestur. Enzo Ferrari setti það á gulan skjöld (sem er htur Modena) og notaði sem merki sitt á keppnisbíla sína. Alþjóðabíla- sambandið út- hlutaði Ferrari- bílum sem kepptu í Grand Prix snemma á þessari öld rauða litnum sem er svo einkennandi fyrir Ferrari-bíl- ana. Nú býður Ferrari 16 mis- munandi liti á GT-bílunum sín- um. Nútíminn Ferrari er með söluútibú í Bandaríkj- unum, Þýska- landi og Sviss en innflytjend- ur sjá um sölu bíl- anna í öðrum löndum þar sem þeir era seldir. Markaðsnetið sam- anstendur af yfir 300 sölu- og þjónustustöðum í 40 löndum sem era 90% af heims- markaðinum. Aðalmarkaðir Ferrari era Bandaríkin, Þýskaland, Bret- land, Ítalía, löndin við Kyrrahafið og Sviss. 90% framleiðslunnar era flutt úr landi. Frá árinu 1997 hefur Ferrari boð- ið viðskiptavinum sínum að laga GT-bíl þeirra að eigin óskum til að gera hann sérstakan. Hið sígilda nafn, Carrozzeria Scaglietti, hefur verið tengt við hæstu staðla hand- verkssmiða frá árinu 1960. Þetta samsvarar áætlun sem gerir kúnn- anum kleift að fá bílinn sinn að öhu leyti sérstakan, bæði að tækni og út- liti. Með 50 möguleikum er unnt að uppfyha jafnvel smæstu óskir við- skiptavinanna með hjálp frá sér- ffæðingunum hjá Pininfarina. Gestione Sportiva Fram til ársins 1981 voru keppnis- bílar Ferrari smíðaðir í verksmiðjum í Maranello. Árið 1982 var önnur verksmiðja reist við hliðina á reynslu- akstursbrautinni Fiorano, sérstaklega til að hanna og framleiða Formúlu 1 bíla. Einingar í kappakstursbílana eru einnig framleiddar í aðalverk- smiðjunni, sérstaklega koltrefja- og málmsteypudeildunum. ojo(][jbhi Sonax fæst á öllum bensínstöðvum Magnaður hljomu Hágæða hljómtæki í bíla if ) ö IMESRADIO Síðumúlas ími 581 1118 • Fax 581 1854 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.