Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: .. Lítil viðskipti á Verðbréfaþingi ...Viðskipti með hlutabréf 37,7 m. kr. ... Húsbréf 389,9 m. kr. ... Bankavíxlar 469,1 m. kr. ... Fjármálaráðherraskipti í Bandaríkjunum. ... Dow Jones féll mikið í kjölfarið. ... Þorskur 106,8 kr. kg. ... Ýsa 51,67 kr. kg. ... Kaup Baugs á Útilífi frágengin. Aðalfundur Vinnuveitendasambandsins: Sameining mun skila aukn- áhrifum Þórarinn V. Þórarinsson og Ólafur B. Ólafsson stinga saman nefjum á aðalfundinum. DV-mynd E.ÓI. og árangri Á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands á miðvikudaginn var lögð fram tillaga um að VSÍ og Vinnumálasambandið sameinist í ný samtök, Samtök atvinnulífsins. Fundurinn heimilaði stjórn VSÍ að vinna áfram að framkvæmd fyrir- liggjandi tillagna um stofnun og starfsemi Samtaka atvinnulífsins. Stofnfundur verður síðan haldinn 15. september nk. og er miðað við að SA taki við rekstri VSÍ og VMS þann 1. október nk. samkvæmt sam- runasamningi þeirra. Til að auka hagkvæmni og samstöðu aðildarfé- laga og fyrirtækja stefna samtökin að því að koma starfsemi sinni und- ir eitt þak eins fljótt og hagkvæmt reynist. Skipulag samtakanna miðast við tvíþætta aðild, það er annars vegar beina aðild fyrirtækja að sameigin- legum heildarsamtökum og hins vegar aðild að hlutaðeigandi at- vinnugreinafélagi. SA mun fara með forsvar aðildar- fyrirtækja í öllum sameiginlegum hagsmunamálum sem félag atvinnu- rekenda. Fyrirtæki geta þó valið að- ild að þjónustudeild, en með því framselja þau ekki umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd. Sérstök nefnd verður skipuð af stjórnum atvinnugreinafélaganna, ásamt einum fulltrúa beinna aðila að VSÍ, og mun hún ráða fram- kvæmdastjóra og gera tillögu um skipan 100 manna fulltrúaráðs. Áherslur VSÍ Á fundinum kom fram hverjar helstu áherslur VSÍ eru í efnahags- og atvinnumálum á íslandi. For- svarsmenn VSÍ sögðu að sveigjan- legur vinnumarkaður væri ein helsta ástæða þess hve atvinnuleysi á íslandi væri lítið. Mikilvægt væri að þessi sveigjanleiki væri áfram til staðar til að lenda ekki í sömu vand- ræðum og mörg lönd í Evrópu með tilheyrandi atvinnuleysi. VSÍ leggur mikla áherlsu á að setja einstakling- inn í öndvegi og að menn fengju greitt i samræmi við vinnuframlag. Framleiðni þarf að auka því verð- mætasköpun á klukku- stund hér á landi er með því slakasta sem þekkist innan OECD. Með aukinni framleiðni verður hægt að stytta vinnutíma á íslandi sem er langur. Samkeppni á sem flest- um sviðum tryggir árang- ur og VSÍ bendir á að minnkandi ríkisumsvif auki samkeppni á frjálsum markaði. Stöðugleiki og sveiflujöfn- un í efnahagsmálum skiptir at- vinnulífið mjög miklu, það er með þeim hætti sem ríkið á að skipta sér af atvinnulíflnu, þ.e. tryggja verð- lagsstöðugleika til að stuðla að sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Einnig er bent á að skattareglur hérlendis geri mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, ekki vegna hárra skatta heldur vegna þess hve flókið og íþygjandi það er. Skattalegt um- hverfl þarf því að vera fyrirtækjum hagstætt. Margt annað kom fram, t.d. að afnema þyrfti tolla á land- búnaðarvörum, að stjórnsýsla yrði í þágu atvinnulífsins, að settur yrði á óháður skattadómstóll, löggjöf verði skilvirk og mikil áhersla var lögð á umhverfismál og vinnuverndarmál. Menntamál skipta einnig miklu máli, svo og að fyrirtæki leggi fjár- magn í rannsóknar- og þróunar- kostnað. Hin nýju hagsmunasamtök gera auknar kröfur um að auka skil- virkni í opinberum rekstri og með stofnun þeirra gefst færi á auknum áhrifum og árangri í því að bæta starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja. -BMG/hvs Vægi aðildarféiaga Samtaka atvinnulrfsins Landssamband IsL útgerðamanna 12% Samtök fjármálafyrirtækja SX Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum i eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 34. útdráttur 1. flokki 1990 - 31. útdráttur 2. flokki 1990 - 30. útdráttur 2. flokki 1991 - 28. útdráttur 3. flokki 1992 - 23. útdráttur 2. flokki 1993 - 19. útdráttur 2. flokki 1994 - 16. útdráttur 3. flokki 1994 - 15. útdráttur Innlausnarveróið er aó finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður I Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Simi 569 6900 | Fax 569 6800 Bakkavör orðið eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins: Bakkavör kaupir stór- fyrirtæki í Svíþjóð - væntanlegt á hlutabréfamarkað 2001 Bakkavör hf. hef- ur keypt næst- stærsta fyrirtæki Svíþjóðar sem fram- leiðir kældar sjávarafurðir. Kaupverð er 635 milljónir króna. Fyrirtækið, Lysekils Havs- delikatesser AB, er öflugt fyrirtæki i Svíþjóð og var velta fyrirtækisins 2.000 milijónir íslenskra króna á síðasta ári. Eigið fé Lysekils var 480 milljónir um ára- mótin og þar starfa um 140 manns. Hagnaður Lysekils á síðasta ári var 80 milljónir og framtíðarhorfur eru bjartar. Fyrir rekur Bakkavör tvær verk- smiðjur í Reykjanesbæ, eina í Frakklandi og söluskrifstofu í Bret- landi. Starfsmenn samstæðunnar eru 72 og velta á síðasta ári var 720 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins var 242 miiljónir í árslok 1998. Eftir kaupin er Bakkavör orðið eitt öfl- ugusta matvælafyrirtæki landsins, með veltu sem nemur 3.000 milljón- um króna og eigið fé upp á 800 millj- ónir. Þessi kaup eru fjármögnuð að mestu leyti með hlutafjáraukningu upp á 500 milljónir, en afgangurinn, 135 milljónir, er lánsfé. Helsta mark- miðið með þessum kaupum er að styrkja stöðu Bakkavarar hf. á ein- um stærsta og sterkasta markaði í heimi fyrir kældar sjóvarafurðir. Sá markaður er einkum í Evrópu og er Frakkland þar sterkast. Kaupin munu einnig styrkja stöðu fyrirtæk- isins í framleiðslu, dreifmgu og sölu í Evrópu. Á hlutabréfamarkað 2001 Innkoinu Kaupþings inn í fyrir- tækið má rekja til þess að áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að fyrir- tækið verði sett á hlutabréfamarkað árið 2001. Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings, sagði að þeir hefðu mikla trú á fyrirtækinu og teldu þetta vænan fjárfestingarkost, en Kaupþing á nú 24% hlut í Bakka- vör. Grandi hf. á 33% og sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, að horfur væru góðar og þeir byndu miklar vonir við fyrir- tækið. Bakkabræður sf., sem er eignarhaldsfélag bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, á 33%, en Mills DA á 9% og Eignarhaldsfélag- ið Alþýðubankinn á 1%. -BMG viðskipta- molar Kínverjar með iægsta tilboð Kínverskt fyrirtæki átti lægsta tilboð S alla verkþætti í útboði á byggingarhluta Vatns- fellsvirkjunar, sem verður í veituskurði við inntakslón Sig- öldu. Tilboð Kínverja var 3.250 milljónir, sem eru 63,4% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta til- boð áttu íslenskir aöalverktakar, 3306 milljónir, eða 64,5% af kostnaðaráætlun. Fleiri sem buðu voru Höjgaard & Schults í samstarfí við Ármannsfell, Foss- virki Sultartanga ehf., Krafttak ehf. í samstarfi við VS Gruppen og Völur hf. Auk þess buðu Arn- arfell og Suðurverk í einn verk- þátt. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist síðari hluta júní. Húsvíkingar í vandræðum Harðviðarvinnslan Aldin á í miklum rekstrarerflðleikum um þessar mundir. Tvisýnt er um áframhaldandi rekstur fyrirtæk- isins. Lögfræðingar KÞ eru að skoða hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi rekstri. Eins og fram hefur komið undanfarið á KÞ einnig i miklum erfiðleikum og komu KEA og Landsbankinn kaupfélaginu til bjargar á dögun- um. Atlantsskipum hafnað Atlantsskipum ehf. var hafnað í forvali fyrir íslenskan hluta varnarliðsflutninga. Það var for- valsnefnd utanríkisráðuneytis- ins sem sá um útboðið. Ástæðan var að fyrirtækið þótti ekki upp- fylla kröfur um varaflutnings- getu, íslenskt eignarhald, íjár- hagslegan styrk og reynslu. Mikið tap hjá Lego Danska leikfangafyrirtækið Lego tilkynnti að mikið tap hefði verið á rekstri fyrirtækisins. Tap- ið nam alls þremur milljörðum ís- lenskra króna. Þetta er í fyrsta skipti í 67 ár sem fyrirtækið er rekið með tapi. Hluti þessa taps er vegna innköllunar á gölluðum leikfongum, en sá kostnaður var um hálfur milljarður. Vegna þessa taps þarf fyrirtækið að segja upp 400 manns í heimabæ Lego. Prímakov rekinn, evran veikist Brottrekstur Prímakovs, for- sætisráðherra Rússlands, hefur töluverð áhrif á fjármálamarkaði í Evrópu. Evran veikist nokkuð við þessar fregnir því Þjóðverjar eru einn helsti lánardrottinn Rússa. Þetta hefur einnig óróa í for með sér á rússneskum fjár- málamörkuðum. OZ í samstarf við Ericsson OZ kynnti í vikunni nýja af- urð sem hönnuð er í samstarfi við Ericsson. Búnaðurinn nefn- ist iPulse og á að einfalda rafræn samskipti. Hugbúnaðurinn á að brúa bil á milli mismunandi sím- kerfa og Netsins. Vaxtahækkun í Bandaríkjunum Ótti við að verðbólga aukist i Bandaríkjunum hefur gert það að verkum að vextir ríkisskulda- bréfa hafa hækkað mikið undan- farið. Hagtölur gefa til kynna meiri hagvöxt en búist var við en fáar vísbendingar gefa til kynna að verðbólga sé að aukast eins og fjárfestar óttuðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.