Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Nærbuxur með innbyggöri verju Smokkaframleiðandi í Kól- umbíu hefur fundið upp frábæra lausn fyrir fólk sem þarf að elskast í svo miklum flýti og gæta fyllsta öryggis um leið að það hef- ur ekki tíma til að fara úr nær- buxunum. Um er að ræða kvennærbuxur sem eru með eins konar innbyggðan smokk á hár- réttum stað, það er að segja að gat er á buxunum og yfir þunn himna sem teygist á. Ciampi kjörinn forseti Italíu Carlo Azeglio Ciampi var kjör- inn forseti Italíu í gær og Giuliano Amato, fyrrrnn forsætisráðherra, var þegar í stað skipaður í emb- ætti fjármálaráðherra í hans stað. Ciampi nýtur mikillar virðing- ar á alþjóðavettvangi fyrir að sjá til þess að ítalir gátu verið með þegar nýr sameiginlegur gjald- miðill Evrópusambandsins gekk í gildi um siöustu áramót. Ciampi, sem er orðinn 78 ára gamall, er tíundi forseti ítalska lýöveldisins. Hann tekur viö af Oscari Luigi Scalfaro. Nýi forset- inn fékk meira en nauðsynlega tvo þriðju hluta atkvæöa þegar þingmenn greiddi atkvæði um kjör hans í gær. Mitre litaðir barna- og joggingskór stærðir 23-32 Loftárásirnar valda rafmagnsleysi í Júgóslavíu: Finni og Rússi á fund Milosevics Viktor Tsjernomyrdín, sérlegur sendimaður Rússlandsforseta á Balkanskaga, og Martti Ahtisaari Finnlandsforseti áforma að heim- sækja Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til Belgrad eftir helgi til að reyna að binda enda á átökin í Kosovo, að því er rússneska fréttastofan Itar-Tass greindi frá í morgun. Tass sagði, og hafði eftir Tsjemomyrdín sem er í heimsókn í Helsinki, að fundurinn yrði líklega ekki fyrr en eftir næstkomandi þriðjudag. Þar með gæfist tvímenn- ingunum tækifæri til að hitta Stro- be Talbott, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til að sam- ræma afstöðu sína. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins gat ekki staðfest við fréttamann Reuters í morgun að ferðin yrði farin. Hann sagði þó að það væri í anda stefnu Rússa að Vonir eru nú bundnar við að Martti Ahtisaari Finnlandsforseti geti stuðlað að lausn stríðsátakanna í Kosovo. Hann áformar að hitta Júgóslavíuforseta eftir helgi. reyna að firma pólitíska lausn á Kosovostríðinu hið fyrsta. Miklar vonir em nú bundnar við að Ahtisaari geti liðkað fyrir um lausn deilunnar. Bandarísk stjómvöld era byrjuð að bæta samskiptin við Kínverja í kjölfar loftárásarinnar á kínverska sendiráðið í Belgrad. Clinton Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á atvikinu og Kínaforseti hefur fallist á að ræða við hann í síma. Rafmagnslaust varð í þremur helstu borgum Júgóslavíu og mörg- um smærri í nótt og morgun eftir loftárásir flugvéla Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Fimmtíu og tveir dagar era nú liðnir síðan loft- árásimar hófust til að knýja Milos- evic að kalla heim hersveitir sínar frá Kosovo og láta af ofsóknum á hendur albanska meirihlutanum í héraðinu. Konungshjónin úr Jórdaníu, þau Abdullah Bin Al-Hussein kóngur og Rania Al-Abduliah drottning, fengu konungleg- ar móttökur þegar þau komu í opinbera heimsókn til Kanada. Hér eru það liðsmenn úr hinu fræga konunglega kanadíska hestalögguliði sem fylgja konungshjónunum til veislu hjá kanadískum ráðamönnum. Barak spáð öruggum meirihluta í ísrael kr. 2.990 Jói útherji AHMUU Zb SíS80 15 6 0 Leitogi Verkamannaflokksins í ísrael, Ehud Barak, hlýtur 48,5 pró- sent atkvæðanna í kosningunum sem fram fara á mánudaginn en Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra og leiðtogi Likudflokksins, fær aðeins 35,5 prósent atkvæða Opið hús að Elliðavatni. Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með opið hús að Elliðavatni laugardaginn 15. maí frá kl. 14.00 til kl. 17.00 þar sem kynntverður hugmynd að stofnun Fræðaseturs um náttúrufarog sögu Heiðmerkur og nágrennis. Allir velkomnir. Skógpæktarfélag Reykjavíkur Barak heilsar stuðningsmönnum sínum. Símamynd Reuter samkvæmt skoðanakönnim sem birt var í morgun. Frambjóðanda Miðflokksins, Yitzhak Mordechai, er spáð 4,6 pró- sentum, ísraelska arabanum Azmi Bishara 2,5 prósentum og þjóðern- issinnanum Benny Begin 2,1 pró- senti. 6,8 prósent voru óákveðin. Netanyahu og Barak biðluðu í gær til innfluttra gyðinga og heit- trúarmanna. Netanyahu hitti í gær Natan Sharansky, leiðtoga rúss- neska innflytjendaflokksins Israel B’Aliya. Stuðningur flokksmanna við forsætisráðherrann hefur snar- minnkað undanfarnar vikur. Net- anyahu er sagður hafa lofað Sharansky þremur ráðherrastólum gegn stuðningi. Sharansky mun hafa afþakkað boðið. Hann vill vera hlutlaus til að geta haft betri samningsstöðu við stjórnarmynd- un. Barist í Líbanon Sjö létu lífiö í gær Suður-Líba- on í árásum Hizbollahskæruliða og ísraelskra herflugvéla. Fórnarlamb skýstróks Ung kona, sem saknað hafði verið síðan 3. maí er skýstrókur gekk yfir Oklahoma, fannst í gær látin. Era þá fórnarlömb óveðurs- ins orðin 44. Foreldrarnir handteknir Foreldrar bresku bamfóstrunn- ar Louise Woodward voru hand- teknir í síöustu viku fyrir að hafa svikið fé úr sjóði sem stofnaður var til styrktar dóttur þeirra. Móöir Louise er sögð hafa sent reikning upp á tæpa milljón íslenskra króna fyrir gistingu hjá bandarískum lögmanni. Lögmað- urinn neitar því að hafa tekið við greiðslu. Louise, sem stundar nú laganám í London, er ekki sögð viðriðin mál foreldranna sem látnir voru lausir gegn tryggingu. Matseðlar á uppboði Tveir matseölar frá skipinu Titanic voru seldir fyrir nær 4 milljónir íslenskra króna á upp- boði í London í gær. Smíða kjarnorkuflaug Kínverjar undirbúa nú smíði kjarnorkueldflaugar eftir tælcni- legum upplýsingum sem stolið var frá Bandaríkjunum. New York Times greindi frá þessu í morgun. Bætur vegna alnæmis Bandaríkjamaður hefúr verið dæmdur til að greiöa fyrrverandi kærustu sinni um 400 milljónir is- lenskra króna fyrir að hafa smit- að hana af alnæmi. Landamæradeilu lokið Forseti Perú, Alberto Fujimori, og forseti Ekvador, Jamil Mahu- ad, bundu í gær enda á síðustu landamæradeil- una í Suður- Ameríku. Lönd- in hafa þrisvar sinnum háö landamæra- stríð, 1941, 1985 og 1995. Fujimori sagöi ekkert geta breytt samkomulaginu sem náðist í gær. Geimskoti frestaö Skoti geimferjunnar Discovery, sem fyrirhugað var 20. maí, seink- ar um að minnsta kosti viku. Gera þarf við skemmdir sem or- sökuöust af hagléli. Óbreytt afstaða Rússar tilkynntu í gær aö þeir hygðust ekki breyta þeirri afstööu sinni að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti aö aflétta viðskipta- þvingunum gegn írak hið snarasta. Flugvellir í bann Alþjóðleg flugfélög íhuga að hætta flugi tO margra flugvalla í Afríku hafi þeir ekki veitt upplýs- ingar fyrir júnílok um að tölvu- kerfi þeirra standist 2000-vand- ann. Bin Laden grunaður Egypsk yfirvöld grunar að sádíski hryðjuverkamaöurinn Usama bin Lad- in hafi fjármagn- að fjöldamorðin á ferðamönnum í Luxor fyrir tveimur árum. Þetta sagði ríkis- lögreglustjóri Sviss í gær. Af þeim 58 útlendingum sem voru myrtir voru 35 Svisslendingar. Yf- irvöld í Egyptalandi hafa enn ekki skilað lokaskýrslu um morð- in. Svissneskir embættismenn hafa kynnt sér málið í Egyptalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.