Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 14.MAÍ 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjómarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kallað eftir nýrrí forystu Að loknum kosningum á hið nýja stjórnmálaafl, Sam- fylkingin, í tilvistarkreppu. Kosningaúrslitin voru fylg- ismönnum hennar vonbrigði þótt þau kæmu ekki á óvart. Skoðanakannanir höfðu sagt fyrir um fylgið. Eft- ir glæsileg prófkjör Samfylkingarinnar í tveimur stærstu kjördæmunum, Reykjavík og Reykjanesi, var meðbyr með þessu kosningabandalagi íjögurra flokka. Kannanir sýndu að fylgi þess var meðal ríflega þriðj- ungs aðspurðra. í kosningabaráttunni náði Samfylking- in sér hins vegar ekki á flug, svo nær stöðugt dró úr fylgi hennar. Andstæðingar Samfylkingarinnar náðu að koma hinu nýja afli í vörn. Þá skaðaði klofningur í röðum vinstri manna útkomu hennar. Vinstrihreyfmgin - grænt fram- boð varð til og fékk góða útkomu í kosningunum. Stefna flokksins var afmarkaðri og skýrari en Samfylkingar- innar og enginn efi að formaður hans, Steingrímur J. Sigfússon, kom sterkur út úr kosningabaráttunni. Stein- grímur varð á sínum tíma undir í baráttu við Margréti Frímannsdóttur í formannsslag í Alþýðubandalaginu. Hans tími var hins vegar runninn upp en á móti mjög runnið úr tímaglasi Margrétar. Staða Margrétar sem talsmanns Samfylkingarinnar var fráleitt auðveld í kosningabaráttunni. Hún stóð að sönnu í forystu eins framboðs, en að baki þess var ekki einn flokkur heldur margir. Ýmsir samfylkingarmenn kalla á fLokksstofnun þegar í haust, en Sighvatur Björg- vinsson, sem m.a. má telja guðföður Samfylkingarinnar, vill bíða með það til hausts árið 2000. Sighvatur tilnefndi Margréti sem talsmann skömmu eftir prófkjörið í Reykjavík og sló þar með á væntingar margra til Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem vann afgerandi kosningasig- ur í stærsta kjördæmi landsins. Margrét og Sighvatur bera því mikla persónulega ábyrgð á slakri útkomu Samflylkingarinnar, þótt þeim verði fráleitt einum kennt um. Ágúst Einarsson, sem skipaði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Reykjanesi og féll í kosningunum, segir það eðlilegt að velja Sam- fylkingunni nýja forystu. Hann telur það ekki sjálfgefið að núverandi forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags séu þar á oddinum. Kosningabaráttan sem Margrét og Sighvatur báru ábyrgð á hafi ekki tekist. Ágúst Einarsson kallar eftir forystuhlutverki Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarsljóra í Reykjavík. Til hennar hafa vinstri menn löngum litið sem forystu- manns. Henni er með réttu þakkað gott gengi R-listans í Reykjavík, auk þess að hafa sýnt það að hún er harð- skeyttur stjórnmálamaður. Þá freistar það Samfylkingarinnar að komast í ríkis- stjórn og hefur hún í framhaldi þess sent Halldóri Ás- grímssyni bónorðsbréf og boðið honum forsæti í vinstri stjórn. Þar er Ágúst Einarsson enn á öndverðum meiði og segir Samfylkinguna verða í stjómarandstöðu. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur til- boði Samfylkingarinnar ekki of alvarlega, enda hafl hann í hlustað á annan hvem þingmann Samfylkingar- innar tala um það að þeir ætluðu að vera í stjórnarand- stöðu. Samfylkingin sé of ungt og ómótað stjórnmálaafl og þurfl tíma til að þroskast. Samfylkingin ætti að vera utan ríkisstjómar næsta kjörtímabil vilji hún styrkja stöðu sína. Mynda þarf flokk í stað kosningabandalags og velja honum forystu sem líklegri er til að skila árangri. Til þess var jú farið í sameininguna sem vissulega kostaði talsverðar fórnir. Jónas Haraldsson „Einstök fyrirtæki eða veiðiskip telja sér nú hag í því að hirða besta afiann og fleygja öðrum.“ Hagkvæmni hvers? hér áður fyrr að það sem væri gott f'yrir General Motors væri gott íyrir Bandaríkin. Þetta er afstaðan í hnotskum hjá ofan- nefndum stjórnmála- mönnum varðandi sjávarútvegsfyrirtæk- in. Til þess að svo sé þurfa m.a. eftirfar- andi forsendur að standast: 1. Að núverandi fiskveiðikerfi leiði til hámarksafla á ís- landsmiðum í lengd. 2. Að afurðagæði og heildarverðmæti sjávarafurða fari „Á meðan heildarafli botnfísk- tegunda er á þvi róli að vera um helmingur af jafnstöðuafía er ekki unnt að gera víðreist um lönd og gapa mikið um hag- kvæmni í núverandi stjórnkerfi; engin vissa er fyrir að með því verði hámarksafía botnfískteg- unda nokkurn tíma náð.u Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Öllum er nú ljóst að fiskveiði- stjómun landsins stendur á kross- götum. Allir stjómmálaflokkar landsins hafa stefnuskrá varðandi málið, mjög mismunandi og sum- part loðnar þótt í orði kveðnu sé stefnt að sátt og hagkvæmni frá einhverju sjónarhorni; en ekki kemur vel fram hverju. Sjónar- miðin byggjast m.a. á lögum, líf- fræði (fiskverndun), réttlæti, hag- kvæmni (fyrirtækja, byggðarlaga, landsins), byggðastefnu, hefðum, hreinni eigingimi eða bara þekk- ingarskorti. Framsal veiðiheimilda Frjálst framsal veiðiheimilda var lögfest 1990 og hefur verið ákaflega umdeilt síöan og kallað kvótabrask; þá séu handhafar að selja réttindi sem þeir sjálfir fengu ókeypis og em í raun þjóð- areign. Þeir sem fara úr sjávarút- vegi selja veiðiheimildir sínar of- urverði og taka þannig stórfé út úr útveginum. Frá einfoldu rekstrarsjónarmiði tiltekinna fyr- irtækja felst hagræðing í þessu fyrir þá sem þannig geta aukið umsvif sín og hagkvæmni í rekstri á kostnað annarra sem láta í minni pokann af einhverri ástæðu. Þetta er flestum augljóst og er grundvöllurinn að markaðsvæð- ingu sjávarútvegs og afstöðu þeirra stjórnmálamanna, sem halda vilja stjómun fiskveiða sem mest óbreyttri; þeir eru sannfærð- ir um að markaðslögmálin muni þannig stjóma nýtingu flskstofna með hagkvæmustum hætti, sbr. Áma R. Árnason þingmann í Mbl. 30.4.99. Grein hans er dæmigerð fyrir ofannefnda skammsýna bók- haldsafstöðu. Þjóðhagsleg arðsemi Ekki þarf arðsemi fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild að fara sam- an. „Hráefni" til útvegsins er tak- mörkuð auðlind sem umgangast þarf með virðingu. Haft var á orði saman við rekstrarafkomu fyrir- tækja í greininni. 3. Að heildarrekstrarkostnaður fyrirtækja í greininni lágmarkist jcifnhliða. „Rjómafleytarar" Einstök fyrirtæki eða veiðiskip telja sér nú hag í því að hirða besta aflann og fleygja öðrum. Heildar- nýting (miðað við innbyrtan afla) unninna afurða um borð í frysti- togurum er mun lægri en verið gæti, þótt ferskfrystar séu og verð- mætar. Einnig verða mörg fiski- skip að henda afla vegna skorts á kvóta, meðan til stóð að veiða aðr- ar tegundir. Kalla má allar útgerð- ir „rjómafleytara", sem hella niður und- anrennu! Færeyingar eru í engum efa um að þeir taki ekki upp ís- lenskt kvótakerfi vegna tilhneigingar til brottkasts afla. Á meðan heildarafli botnfisktegunda er á því róli að vera um helmingur af jafn- stöðuafla er ekki unnt að gera víðreist um lönd og gapa mikið um hagkvæmni í nú- verandi stjórnkerfl; engin vissa er fyrir að með því verði há- marksafla botnfiskteg- unda nokkum tima náð. Og þótt rekstraf- koma einstakra út- gerða hafi batnað ný- verið er ekki þar með sagt að þróunin stefhi i besta heildar- afkomu. Strandveiðar Lítil skip sem stunda hagkvæmar strandveiðar landa vanalega bestu hrá- efni; þau eru ekki samkeppnishæf um kvótakaup á meðan tregfiski er; þá safnast heimildir i vaxandi mæli á hendur stórra togaraútgerða sem auk þess njóta hagkvæmni stærð- arinnar. Þegar til þess kæmi að veiði batnaði verulega hafa smá- skip væntanlega ekki efni á því að kaupa kvóta. Rjómafleytaramir hafa safnað trompimum og halda heildarafla og meðalgæðum afurða niðri. Þróun í átt til arðsamastra útgerðarhátta og vinnslu botnfisks í heild snýst ekki við innan núver- andi lagaramma. Meta þarf for- sendumar að framan stöðugt um leið og menn flkra sig til endan- legs stjómkerfis. Jónas Bjamason Skoðanir annarra Ofullburða aðalfundir „Á flestum fundum er lítið sem ekkert fjallað um stefnu fyrirtækisins, framtíðarhorfur og áætlanir, sjaldnast er rætt um markaðinn sem fyrirtækið starfar á, tækifæri og ógnanir, eða nokkuð annað sem nýtist fjárfestum til þess að leggja mat á fyrir- tækið sem fjárfestingarkost. Einna helst er að gefn- ar séu háleitar yfirlýsingar um að stefnt sé að svo og svo mikilli arðsemi eigin fjár, en aldrei heyrist neitt um það með hvaða hætti fyrirtæki ætla að ná þeim árangri. Það er kannski ekki nema von að fundar- menn treysti sér ekki til þess að spyrja neins þegar þeim hefur ekki verið boðið upp á neinar upplýsing- ar að gagni. Og ef menn spyrja þá lærist fljótt að spumingum er helst ekki svarað nema í besta falli í hálfkveðnum vísum.“ Óðinn í Viðskiptablaðinu 12. maí. Launakjör þingmanna „Launakjör þingmanna og ráðherra hafa alltaf verið umdeild ... Störf af þessu tagi em hvergi há- launastörf á Vesturlöndum svo vitað sé. Sums stað- ar hafa þau verið allt að því láglaunastörf. Það átti t.d. við um laun þingmanna í brezka þinginu, þótt einhver breyting hafi orðið á því hin síðari ár ... Ef einhvem tíma er rétti tíminn til að leiðrétta launa- kjör þingmanna og ráðherra er það í góðæri eins og nú. Þegar mikill hluti þegnanna býr við góð kjör geta menn betur sætt sig við að launakjör kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi verði leiðrétt, þannig að þau a.m.k. fæli fólk ekki frá þátttöku í stjórnmál- um í stómm stíl.“ Úr forystugrein Mbl. 12. maí. Feigðarflan Framsóknar? „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla að gefa sér rúman tíma til að ræða hugsanlegt framhald á samstarfi um stjóm landins. Ekki er stefnt að nið- urstöðu í viðræðum þessara flokka fyrr en eftir 2-3 vikur ... En þegar framsóknarmenn gera upp stöðu sína kalt og rólega átta þeir sig vafalaust á þeim möguleika að það kunni að vara feigðarflan fyrir framtíð flokksins að stökkva fyrirhafnarlítið inn í endumýjaða ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum, sem hefur það fyrir venju í kosningum að tæta fylgi af samstarfsflokki sinum.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.