Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDÁéÚFÍ 14. MAÍ 1999 19 dv Fréttir Hermenn græna hersins voru vígreifir og tilbúnir til starfa er þeir stigu á land af varðskipinu Óðni á mánudaginn. DV-mynd E.ÓI. Græni herinn stiginn á land: Græna byltingin er hafin Líttu vel út. Græni herinn, umhverfisbam Stuðmanna, eru öfgasamtök með hrífu, skóflu og fræ að vopni. Fyrir nokkrum mánuðum afhentu forseti íslands og borgarstjórinn í Reykja- vík Græna hemum eina milljón fræja og hófst þá formlegur undir- búningur þeirrar innreiðar sem hefst upp úr næstu mánaðamótum í öll helstu byggðarlög íslands. Snyrtimennskan ávallt í fyr- irrumi Snyrtimennskan ávallt í fyrir- rúmi er slagorð þessa átaks á lands- vísu sem ekki einasta stefnir að því að útrýma sóðaskap á landinu i eitt skipti fyrir öll heldur einnig að prýða fögrum litum sérhvem flöt er fyrir verður, hlaða vörður og veggi og ekki síst að planta trjám og öðr- um gróðri. Stuðmenn stofnuðu Græna her- inn og hafa margir samstarfsaðilar bæst í hópinn: Olís, Landssíminn, Samskip, Toyota, Sparisjóðirnir, Áform, umhverfisráðuneytið ásamt sveitarfélögum. Dagskrár Græna hersins og Stuðmanna munu hald- ast í hendur en á hverjum af þeim rúmlega tuttugu stöðum sem þeir ferðast til í sumar mun vera tekið á móti nýjum hermönnum. Þeir fá til eignar grænan herbúning, grill- veislu að loknum störfum og skemmtun og dansleik að hætti Stuðmanna. Mikil aðsókn verður ef- laust í skráningu en fjöldi her- manna verður takmarkaður við 50 á hverjum stað. Þeir sem vilja skrá sig í Græna herinn eða skoða dag- skrá hans geta heimsótt heimasíð- una á slóöinni graeniherinn.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá út- sölustöðum þeirra fyrirtækja sem að verkefninu standa. -hvs Tilboð á kæli- og frystiskápmn 0] Electrolux Mikið úrval af kæli- og frystiskápum á frábæru tilboðsverði HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 Rýmum fyrir nýjum vörum -allt að A þriðju hæð í verslun okkar að Lágmúla 8 B R Æ Ð U R N I R l|fl NINTENDO.64 LOEWE. & ti BOSCH ^índesif & Husqvama FINLUX AEG SANGEAN OYAMAHfl OLYMPUS — NOKIA Lógmúla 8 • Sími 533 2800 jamo; Nikon ORION JSá ÆlasCopco

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.