Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i g f n i Pylsur. Grillum um helgina og veröum okkur úti um ekta djúsí pylsur. Ekki þessar plastdrullur sem næra einu sinni smákrakka, hvað þá alvöru fólk. Bellatrix kveður land og þjóð á Gauknum annað kvöld. Botnleðja og Dan Modan pönka þær burt af landinu og stelpurnar öskra kveðju á þjóðina því þær eru að.flytja til London í lok maí. Fókus hafði samband við Elísu og spurði hana út í framtíðina sem bíður þeirra og fortíðina (Bíbí) sem þær flýja. Heimaleikfimi er heilsubest. Lltum hárið á okkur heima í stað þess að punga út morð fjártil þess eins að vera með litað hárí nokkr- ar vikur. Annars er líka hægt að mæla með þvf að fólk liti ekki á sér hárið því við erum að ræða um fjárfestingu sem er engan veginn arðbær þó það sé góðæri. Mausarar eru á G a u k n u m þri ðjud ags- kvöld. Fyrstu tónleikarnir í hálft ár og á prógramminu er 7 ný iög sem verða á væntan- legri plötu (á að koma út í september). Strák- arnir eru annars alltaf skjótast eitthvað tii út- landa og afla vinsælda þar. Það gengur að vísu upp og ofan þvf þessir kauðar eru íslens- kasta meikdollan á íslandi f dag. um að vinna í fiski Bellatrix hefur í rauninni ekki verið starfandi nema i rétt eitt og hálft ár. Þar áður hétu stelpurnar (og strákurinn) Kolrassa krókríð- andi og þær gáfu út þrjár plötur undir því nafni. Þær hafa síðan gefið út eina plötu sem Bellatrix og vilja halda þessum tveim hljóm- sveitum aðskildum. Hvað því líður þá hafa Bellurnar staðið í stórræð- um undanfarnar vikur. Þær hafa misst bassaleikara og verið að und- irbúa brottför til stóru landa meiksins. Annað kvöld spila þær á Gauknum og kveðja landann með kossi. Af nýjum bassaleikurum En hvernig gengur nýja bassa- leikaranum (eins og alþjóó veit er Esther „Bíbí“ hœtt) að aólagast hljómsveitinni? „Hjörtur er bara tímabundið með okkur,“ segir Elísa Geirsdótt- ir sem er höfuð og herðar hljóm- sveitarinnar Bellatrix. „En við erum búnar að fá nýjan bassaleik- ara og viljum helst ekkert tala um það fyrr en við vitum hvort það gengur upp.“ Hver hœtti hjá hverjum, Bíbí eöa þið? „Ja, þetta var í samvinnu við okkur en það var hún sem hætti,“ segir Elísa. Er þaö ekki svolítil blóötaka? „Jú. Það er visst gat sem hefur myndast en við höldum ótrauð áfram.“ En þiö eruö samt aö fara út til London, er það ekki? „Jú. Við förum núna 27. maí,“ segir Elísa. Og eruö þiö búin aö bóka einhver gigg? „Já. Við munum spila á Redding, Tea in the Park og Breeze-hátíð- inni. Annað hefur ekki verið stað- fest fyrir utan eitthvað af tónleik- um í Skandinavíu og einhverjum öðrum stöðum sem ég kann ekki að nefna.“ Veröiö þiö meö plötu í sumar? „Nei. Við erum að semja núna og tökum síðan upp í ágúst og haust.“ Koma kannski heim í haust „Við komum til með að búa í London. Til að byrja með verðum við í Fulham en ætli við endum síðan ekki í einhverju úthverfi. Það á alla vega að vera ódýrast að leigja bara eitt stórt hús þar.“ Svo þið veröiö í alsherjar komm- únufílingi? „Já. Það gæti orðið þannig. Eða í svona herbúðastemningu." Og búist þiö viö aö meika þaö? „Við förum í rauninni bara út með tvær ferðatöskur og komum kannski strax aftur heim í haust og forum að vinna í fiski,“ segir Elísa sem pönkast með Bellunum sinum, Botnleðju sinni og Dan Modan á Gauknum annað kvöld. -MT Harðgeróasta jurt veraldar er kaktus- inn. Hann er svo harður af sér að eflaust myndi hann lifa af kjarn- orkustyrjöld en allavega í það *! minnsta loftárásir Nató \ Júgóslavíu. Svo þarf ekki einu sinni að vökva hann nema á nokkra mánaða fresti svo ekki sé minnst á hvað þetta er falleg jurt. Kaktus er sumarblóm Fók- uss. Kínaklám er eitthvað sem óhætt er að mæla með. Það er búið að vera í gangi í fleiri þúsund ár og hefur öðlast vissan gæðastimpil. Við erum líka að ræða um klám með heimspeki á bak við sig. Meira að segja heimspeki sem Halldór Kiljan Laxness fílaði Bellatrixurnar eru komnar með nýjan bassa- leikara en vilja ekki gefa upp nafnið á honum fyrr en einhver reynsla kemst á sambandið. Indíáninn Dante er alveg örugglega indíáni. Hann ólst upp á verndarsvæði í Bandaríkjunum en býður okkur að líta inn á myndlistarsýningu sem hann heldur á Geysi kakóbar. Fókus sló á þráðinn og fékk almennilegan botn í það hver þessi kauði er. Myndlistarmaöunnn Dante heldur sýningu í Geysi kakóbar þessa dagana. ”aðútrýma okkur“ „Ég er frá Santa Fe í Nýja- Mexíkó en ólst upp á vemdarsvæði í norðausturhluta Oklahoma," seg- ir myndlistarmaðurinn Dante sem sýnir verk sín í Hinu húsinu þessa dagana. Hvernig var aö alast upp á verndarsvæöi? „Það getur verið erfitt. Þetta er bara eins og þriðja heims ríki og maður verður að vinna mikið til að koma sér til mennta og það er það sem ég hef reynt að gera.“ En œtlaröu aftur til verndar- svœöisins? „Já. Ég fer aftur til að hjálpa fólkinu mínu. Ég er líka á leiðinni í skóla í Madríd til að læra meira á tölvur og forritun. Síðan fer ég heim til að vinna þar því við þurf- um fleira menntað fólk heirna," segir Dante og augljóst er að hann er frekar þjóðernissinnaður indiáni. Og í sýningunni hér heima ertu að vinna eitthvað í tengslum við indíána: „Já. Ég vinn með olíu og sýning- in fjallar um sannleikann á bak við sögu indíánasamfélagsins frá upp- hafi til nútímans. Ég kem líka inn á þjóðernishreinsanirnar sem Kan- arnir hafa staðið fyrir í gegnum árin.“ Clinton = Milo, eöa hvaö? „Já, að vissu leyti. Stjórnmála- menn í Bandaríkjunum eru ótrú- legir hræsnarar. Reyndu að út- rýma okkur og vilja svo ekki bæta okkur það upp,“ segir Dante og er augljóslega hneykslaður á tví- skinnungi bandarískrar utanrikis- stefnu. -MT Bogomil Font: „Kynlífið er í rúst“ Auglýsingastrák- arnir: Fékk mér permanent eins og mamma 6-7 Drag-drottningin í Rent: Óþolandi nágranni Popp: Hvítingi í krísu: „Mæ neim is - ha“ Hverjir eru hvaðan: 12-21 ítarleg útlistun á því hvaðan fólkið í borg- inni er Aukablaðj_20 um ungu kynslóðina kvikmynda- 22-23 Bíó: Jackie Chan minnis- laus f ókus á v e f n u m Lífíd eftir vinnu Drag á Spotligh ásamt Sky-sjónvarps Sorpa pissar upp í vind Les Rythme ’orsteinn frá Hamri 25-301 f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Pjetur af Atla Rafni Sigurðarsyni 21. maí 1999 f ÓkUS 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.