Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 8
8 Útlönd Ráðherrar fara frá vegna eit- urs í hænsnum Ráðherrar landbúnaðar- og heilbrigðismála í Belgíu sögðu af sér í gær vegna þess að krabbameinsvaldandi eiturefnið díoxín hefur fundist í belgískum kjúklingum og eggjum. Ráðherr- arnir voru búnir að vita það síð- an í apríl en aðhöfðust ekkert. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur lagt til að öll matvara sem gerð er úr kjúklingum og eggjum írá hæsnabúum sem notuðu meng- að fóður verði eyðilögð. Ifiltu uinna HEIMfl? Mig langar að kynna fyrir þér hvernig það er gert. ► Þú getur haft 50-350.000 kr. á mánuði. ► Fullt starf eða hlutastarf. Bókaðu tíma fyrir nánari upplýsíngar í síma 893 1713 eða e-mail hom@fardi.com Pétur Steinn. SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SIMI 581-4515 • FflX 581-4510 Halógenkastarar Vandaðir halógenkastarar með togfestu 50 W, 12 V. Hvítir, gvlltir, krómaðir, matt króm og matt gydt. Verðfrá kr. 692. ítalskar halógenperur. Verð frá kr. 247 m/spegli. Ahtisaari og Tsjernomyrdín funda áfram í Bonn: Seinka sáttaför sinni til Belgrad Sameiginlegri ferð sáttasemjara Evrópusambandsins og Rússlands í Kosovo-deilunni til Belgrad hefur veriö frestaö um stundarsakir, að því er heimildarmenn greindu frá í morgun. Til stóð að þeir Martti Ahtisaari Finnlandsforseti og Viktor Tsjemomyrdín, fyrrverandi forsæt- isráðherra Rússlands, færu á fund Slobodans Milosevics Júgóslavíufor- seta í morgun. í staðinn ákváðu þeir að halda áfram fundahöldum sínum í Bonn. í morgun var ekki vitað hversu miklar tafir yrðu á för sátta- semjaranna. Sendimennimir tvær ætluðu að afhenda stjómvöldum í Belgrad Kjósendur í Suður-Afríku ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýtt þing. Þetta er í annað sinn sem allir kynþættir eiga þess kost að greiða atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Nelson Mandela, fráfarandi for- seti, og Thaþo Mbeki, arftaki hans, vom meðal fyrstu manna á kjörstað í morgun. friðaráætlun sem byggir að miklu leyti á tillögum G-8 hópsins svokall- aða, þar sem sitja fulltrúar sjö helstu iðnríkjanna, auk Rússa. Ahtisaari sagðist vilja skýra áætl- unina út í smáatriðum fyrir júgóslavneskum stjórnvöldum í þeirri von að þau myndu fallast á hana. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari, sem bauð til funda- haldanna í Bonn í gær, sagði að „umtalsverður árangur" hefði náðst í að sætta ólík sjónarmiö ESB, Bandaríkjanna og Rússlands en ágreiningur væri þó enn um ýmis atriði. „Enn er snemmt aö segja að málið „Þessar kosningar em til að styrkja lýðræðiskerfið í sessi. Þær eru staðfesting á þeim loforðum sem við gáfum þegar við samþykktun stjórnarskrána 1996,“ sagði Mbeki þegar hann greiddi atkvæði í Pretoríu. Hann tekur formlega við forsetaembættinu 16. júní. Kjósendur mættu víða í biðraðir klukkan þrjú í nótt þótt kjörstaðir sé leyst,“ sagði Schröder eftir funda- höldin. „En ekki er öll nótt úti enn.“ Enginn þeirra sem tók þátt í við- ræðunum í gær vildi tjá sig um hversu vel hefði gengið að jafna ágreining vesturveldanna og Rúss- lands, til dæmis um hlutverk Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í al- þjóðlegum friðargæslusveitum. Rússar em reiðir út í NATO og vilja takmarka hlutverk bandalagsins, auk þess sem þeir krefjast þess að loftárásirnar á Júgóslavíu verði stöðvaðar þegar í stað. Ekki er ljóst hver afstaða Milos- evics er nákvæmlega en stjóm hans sendi frá sér ýmis merki í gær um friðarvilja sinn. væru ekki opnaðir fyrr en klukkan sjö. Samkvæmt skoðanakönnunum fær Afríska þjóðarráðið, flokkur Mandela, milli 59 og 69 prósent at- kvæða. Flokkurinn fékk 62,5 pró- sent atkvæða þegar hann komst til valda í kosningunum 1994. Arftaka stjórnarflokks hvíta minnihlutans er spáð rúmum tíu prósentum. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Stuttar fréttir r>v Vilja þúsundir miiijarða Átta kúbversk samtök hafa stefnt bandarískum yfirvöldum. Segja samtökin Bandaríkjamenn bera ábyrgð á dauða þriggja þús- unda Kúbubúa og krefjast þús- unda milljai'ða króna. Myrtum ekki Palme Kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan sagði við réttar- höld í gær að samtök sín hefðu ekki myrt Palme heldur gætu klofnings- samtök hafa verið að verki. Sænska lögregl- an segir orð Öcalans ekki áhugaverð hafi hann bara verið að endurtaka orðróm sem heyrst hafl áður. Lög- reglan ætlar að rannsaka hvað hann hafi í raun sagt við réttar- höldin. Morðið á Palme var bara eitt af mörgum hryðjuverkum sem Öcaian neitaði aðild að í gær. Nauðgun að baki morði Konan, sem myrti þrjá unga menn á skotæfingasvæði í Helsinki í febrúar síðastliðnum hafði tjáð systur sinni að henni hefði verið nauðgað 1996. Síðan hafði hún breyst mikið, að sögn systm-innar. Assad hjartveikur Hafez Assad, forseti Sýrlands, hefur verið fluttur á sjúkrahús vegna hjartveiki, að því er ísra- elskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Skólabörn fórnariömb Þrjú skólaböm létu lífið í árás Indverja á skóla í Kasmir í morg- un. Yfirvöld í Pakistan sögðu 10 skólaböm hafa fallið í árás í gær. Indverjar vísuðu ásökunum á bug. Botha sigraði Fyrrverandi forseti S-Afríku, P W. Botha, sigraði í gær gegn sannleiks- og sáttanefndinni er áfrýjunardómstóll úrskurðaði að stefnan, sem honum var afhent 1997, hefði verið ólögleg. Stríðstóiapöntun Nýkjörinn forsætisráðherra ísarels, Ehud Barak, vill að sitj- andi stjórn bíði með ákvörðun um að kaupa stríðsflugvélar frá Bandaríkj- unum fyrir um 200 milljarða ís- lenskra króna. Barak vill leggja orð í belg um hvaða véla- tegundir verði keyptar. Barak hitti í gær Benjamin Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra og fyrrverandi formann Likudflokks- ins. Leiðtogar Likudflokksins eru svartsýnir á stjómarsamstarf. Zhírínovskí tapar Öfgasinnaði stjórnmálamaður- inn Vladimir Zhírínovskí tapaði um helgina í kosningu um fylkis- stjóra í Belgorod í Rússlandi ná- lægt landamærum Úkraínu. Thabo Mbeki, verðandi forseti Suður-Afríku, mætti snemma á kjörstað í Pretoríu í morgun. Kjósendur í Suður-Afríku ganga að kjörborðinu í dag, í annað sinn eftir afnám kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Kosningar í Suöur-Afríku: Mbeki tekur við af Mandela a visir.is allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til opinn borgarafundur á netinu Haett-.. » Drej3Mm Keikó •Ö * sj°|3l:,urnar peHielmu á Bessastaði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.