Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Afmæli Pétur Sigurgeirsson Herra Pétur Sigurgeirrsson bisk- up, Hjálmholti 12, Reykjavík, er átt- ræöur í dag. Starfsferill Pétm- fæddist á ísaflröi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1940, guð- fræöiprófi frá HÍ 1944, framhalds- prófi í guöfræði frá prestaskólanum Mt. Airy Seminary í Fíladelfíu 1945 og stundaði framhaldsnám í blaða- mennsku og biblíufræðum við Stan- fordháskóla í Kalifomíu 1945. Pétur starfaði á vegum Hins evangelíska-lútherska k irkj ufélags íslendinga í Vesturheimi sumarið 1945, vann við ritstjóm Kirkjublaðs- ins í Reykjavík 1946-47, flutti guðs- þjónustur á ensku fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli 1946-47, var aðstoðarprestur séra Friðriks Rafn- ars á Akureyri 1947-48, sóknarprest- ur á Akureyri 1948-81 með auka- þjónustu í Grímsey 1953-81, vígslu- biskup Hólabiskupsdæmis hins foma 1969-81 og biskup íslands 1981-89. Pétur stofhaði Sunnudagaskólann á Akureyri og Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju haustið 1947, var stundakennari við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri 1947-81, við MA 1953-62, og við Glerárskóla 1973-81 Pétur sat í stjóm Dýravemdunar- félagsins um skeið, sat í stjóm Ak- ureyrardeildar Rauða kross íslands um skeið, sat i stjóm Bamavemdar- félags íslands og var formaður Barnavemdamefndar Akureyrar, var formaður Æskulýðssambands kirkjunnar i Hólastifti 1959-69, for- maður Prestafélags hins foma Hólastiftis 1970-81, sat í Kirkjuráði hinnar íslensku þjóðkirkju frá 1970, kirkjuráðsmaður frá 1970, kirkju- þingsmaður frá 1972, forseti Kirkju- ráðs 1981-89, forseti Hins ísl. biblíu- félags 1981-89 og hefur setið í stjóm Listasafns Einars Jónssonar frá 1981. Sem biskup íslands hóf Pétur undirbúning að krisntitökuhátíð, ásamt Heimi Steinssyni þjóðgarðs- verði, Jónasi heitnum Gíslasyni vígslubiskup og þáverandi forsetum Alþingis. Ljóð sem Pétur hefur ný- lega samið í tilefni Kristnitökuhá- tíðarinnar birtist nú á prenti í fyrsta sinn, hér á síðunni. Pétur samdi bækurnar Litli-Hár- lokkur og fleiri sögur, barnabók, útg. 1952; Grímsey, útg. 1971, samdi hirðisbréfið Kirkjan öllum opin, útg. 1986; bókina Líf og trú, - endur- minningar og hugleiðingar Péturs Sigurgeirssonar, útg. 1997. Hann rit- stýrði Sunnudagaskólablaðinu 1948, Æskulýðsblaðinu 1949-60, sat í út- gáfustjóm Áfengisvamar 1956, í rit- nefnd Tíðinda Prestafélags hins foma Hólastiftis 1971, gaf út Söng- bók sunnudagaskóla Akureyrar- kirkju 1948 og Unga kirkjan, sálmar og messuskrá, 1967, og hljómplötu með trúarsöngvum; Pétur og Sigurgeir, faðir hans, em fimmtu feðgar á biskupstóli frá upphafi kristni á íslandi. Pétur var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1972, stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1983 og stór- riddarakrossi með stjömu 1990. Fjölskylda Pétur kvæntist 3.8. 1948 Sólveigu Ásgeirsdóttur, f. 2.8.1926, skrifstofu- manni og húsmóður. Foreldrar hennar vora Ásgeir Ás- geirsson, f. 11.8. 1885, d. 25.5. 1972, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Kristín Matthíasdóttir, f. 9.8. 1891, d. 7.5. 1931, húsmóðir. Böm Péturs og Sól- veigar eru Pétur, f. 19.2. 1950, doktor í félags- fræði og guðfræði, pró- fessor við HÍ, var kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugsdóttur sjúkraliða og fótaaðgerðarfræðingi; Guðrún, f. 25.5. 1951, d. 27.3. 1986, stúdent, flugfreyja og veitingastjóri í Reykjavík; Kristín, f. 31.5. 1952, húsmóðir á Akureyri, gift Hilmari Karlssyni, lyfjafræöingi við Fjórð- ungssjúkahúsið á Akureyri; Sól- veig, f. 21.6. 1953, félagssálfræðing- ur, gift Borgþóri Vestfiörð Svavars- syni Kæmested, eftirlitsfulltrúa ITF hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur og túlki. Systkini Péturs: Sigurður, f. 6.7. 1920, d. 9.11. 1986, deildarstjóri í Út- vegsbankanum í Reykjavík; Svan- hildur, f. 18.3. 1925, d. 5.10.1998, deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu; Guðlaug, f. 16.2.1927, næringar- ráðgjafi við Landspítalann í Reykja- vik. Foreldrar Péturs voru Sigurgeir Sigurðsson, f. 3.8.1890, d. 13.10.1953, biskup íslands, og k.h., Guðrún Pét- ursdóttir, f. 5.10. 1893, d. 20.7. 1979, húsmóðir. Ætt Sigurgeir var sonur Sigurðar, regluboða Góðtemplarareglunnar Eiríkssonar, b. á Ólafsvöll- um Eiríkssonar, dbrm. á Reykjum, bróður Katrínar, ömmu Ásmundar Guð- mundssonar biskups og ömmu Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Eirikur var sonur Eiríks, ætttöður Reykjaættarinnar Vigfússonar. Móðir Sigurgeirs var Svan- hildur Sigurðardóttir, for- manns í Neistakoti á Eyr- arbakka Teitssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún, systir Ólafar, langömmu Jóns, fööur Hannesar Jónssonar sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi Þorgrimssonar, b. í Holti í Stokks- eyrarhreppi Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Guðrún var systir Sigurðar, skip- stjóra á Gullfossi, fóður Péturs, for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Guð- rún var dóttir Péturs, oddvita í Hrólfsskála á Seltjamamesi Sig- urðssonar. Móðir Péturs var Sigríð- ur Pétursdóttir, b. í Engey Guð- mundssonar, föður Guðfinnu, ömmu Bjama Jónssonar vígslubisk- ups. Önnur dóttir Péturs í Engey var Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, föður Bjöms menntamálaráðherra. Móðir Guðrúnar var Guðlaug Páls- dóttir, b. í Hörgsdal Pálssonar, pró- fasts í Hörgsdal Pálssonar, föður Valgerðar, ömmu Sigurðar Pálsson- ar vígslubiskups. Hjónin Pétur og Sólveig era að heiman þessa dagana. Pétur Sigurgeirsson. Stiklað á stundum og stóröldum - eftir Pétur Sigurgeirsson biskup / árdaga lífsins skóp alfaðir sól og alheiminn kraftar hans gjöróu. Sœl María guósmóöir mannkyni ól Messías Betlehems alfyrstu jól, og telst þaóan tíminn á jöröu. Vor ráövillti heimur er sœróur af synd, því sjálfrœöi menn eigi þoldu, og Guö kom þá sjálfur í Mannssonar mynd sitt mannkyn aö lœkna og frá þér ei hrind hans elsku og forsjón á foldu. Árió varö þúsund í Þingvalla sal á þingfundi Alþingis merkum, er Þorgeir bauó öllum sitt þaulhugsað val, er þjóöina blessar og efla því skal í Krist trúar vilja og verkum. Nú kœrleikur varir sem vonin og trú, þrjár vœntingar andans guölegar. í Korinthubréfinu kenning er sú, aö kœrleikur mestur sé þeirra - reyn þú í lífshlaupi þínu nú þegar. Sjá tvö þúsund árin, þau tengjast viö Krist sem tíminn í árum aö baki, en ár eftir Krists buró er ár komið fyrst, viö ártölin hafa menn nafniö hans rist svo Ijós hans og líf í oss vaki. Ein er til lang merkust fagnaðar frétt, semflutt verður syndugum manni. Hver sem þú ert, þín staöa og stétt, á stundinni áttu þinn guösbarna rétt í trúnni á son Guös meó sanni. Ámi Bergþór Sveinsson Ámi Bergþór Sveinsson kaupsýslumaður, HjaUaseli 53, Reykjavík, varð sextug- ur í gær. Starfsferill Ámi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1960, stundaði læknisfræðinám, viðskipta- og stjómmála- fræðinám við HÍ og vann Árni B. Sveinsson. jafnframt i heildversl- un sem faðir hans, Sveinn Helgason, stofn- aði 1942. Heildverslun Sveins var í Lækjargötu 10 A og B í tuttugu og tvö ár en síöar í Eskihlíð. Eftir lát Sveins starf- rækti Ámi heildversl- unina til 1980 en þá hóf hann kynningu á nýhönnun í fyrirtæki sínu, Búfóngum. Ámi hefur stundað útleigu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði frá 1964, en hann tók þátt í Sundaborg og síð- ar Vogaborg. Árni hefur lengi látið til sín taka í málefnum geðsjúkra og haft mik- inn áhuga á geðvemdarmálum. Fjölskylda Ámi kvæntist 31.7. 1965 Snjó- laugu Önnu Sigurjónsdóttur. Þau skildu. Sonur Áma og Snjólaugar Önnu er Sigurjón Þorvaldur, f. 24.7. 1966, verkfræðingur, en sonur hans og Ástu Hrafnhildar Garðarsdóttur er Garðar Benedikt, f. 23.9. 1992. Foreldrar Áma voru Sveinn Helgason, f. 30.11.1908, d. 16.12.1967, stórkaupmaður frá ísafirði, og Gyða Bergþórsdóttir (Stella), f. 11.9. 1913, d. 16.1. 1982, verslunarmaður og húsmóðir. Rolf Jonny Ingvar Svárd Rolf Jonny Ingvar Svárd stálsmið- ur, Hafnarstræti 77, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jonny fæddist í Linköping í Sví- þjóð og ólst upp í Ljungsbro í Svi- þjóð. Stundaði nám við iðnskóla í Ljungsbro og lauk prófum í stál- smíði. Jonny starfaði lengi vjð skipa- smíðastöðina Öresundsvarvet í Landskrona í Svíþjóð. Jonny flutti til fslands 1980 og hef- ur verið búsettiu- á Akureyri síðan. Jonny starfaði við Slippstöðina hf. á Akureyri í nokkur ár en hefur nú starfað í Vélsmiðju Steindórs á Akur- ejrri um árabil. Rolf situr í varastjóm Málmiðnað- arfélags íslands. Fjölskylda Jonny kvæntist 1.12. 1979 Jónu Ákadóttur, f. 14.6. 1950, verkakonu. Hún er dóttir Áka Sigurðssonar, f. 19.1.1926, lengst af vörabifreiðasfióra á Akureyri, og k.h., Heiöar Jóhannes- dóttur, f. 28.3. 1928, hús- móður. Sonur Jónu er Áki Heið- ar Garðarsson, f. 3.3. 1967, verkamaður, búsettur á Akureyri en börn hans era Unnar Ákason, Stefán Þór Ákason, íris Björk Ákadóttir og Hafsteinn Freyr Ákason. Systkini Jonna era Dor- is Sundin Svard, búsett í Ljungsbro; Göran Svárd, búsettur i Ljungsbro; Tor- stein Svárd, búsettur í Rolf Jonny Ingvar Svárd. Sviss; Monica Svárd, bú- sett í New York; Lars Svárd, búsettur í Kalmar; Eva Svárd, búsett í Ljungsbro. Foreldrar Jonna voru Nils Elving Svárd, f. 18.5. 1904, d. 4.3. 1975, stálsmiður í Ljungsbro í Svíþjóð, og k.h., Alsin Svárd, f. 2.4. 1911, d. 16.3.1984, húsmóð- ir. Jonny og Jóna taka á móti gestum að heimili sínu, laugard. 5.6. eftir kl. 17.00. Tll hamingju með afmælið 2. jum 90 ára Margrét Einarsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára Trausti Guðmundsson, Hombrekku, Ólafsfirði. 75 ára Ari Bergþór Fransson, Sogavegi 133, Reykjavík. Guðný Hallgrímsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Matthildur Nikulásdóttir, Háholti 9, Akranesi. Ólafur Þórhallsson, Syðri-Ánastöðum, Húnaþingi. 70 ára Guðrún I. Jörgensen, Öldugötu 9, Reykjavík. Snorri Helgason, Nýbýlavegi 56, Kópavogi. Steinunn Lilja Helgadóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 60 ára Gunnbjöm Valdemarsson, Reykjavegi 74, Mosfellsbæ. Jóhannes Viðar Haraldsson, Fellsmúla 7, Reykjavík. Ragnheiður Þórisdóttir, Vörðubrún 4, Keflavík. Sigurður Ingibergsson, Hlíðarbyggð 5, Garðabæ. 50 ára Björg Östrup Hauksdóttir, Freyjugötu 35, Reykjavík. Fjóla Þuríður Stefánsdóttir, Duggufiöra 6, Akureyri. Gísll Freysteinsson, Amarheiði 26, Hveragerði. Gísli G. Gmmarsson, Hringbraut 17, Hafnarfirði. Helga Jónsdóttir, Lindarbraut 9, Seltjamamesi. Henning Jóhannesson, Höfða, Grímsey. Karl Sævaldsson, Mimisvegi 14, Dalvík. Sesselja Eiríksdóttir, Breiðvangi 26, Hafnarfirði. Sigurður Hjörleifsson, Austurbergi 20, Reykjavík. Sigurmundur Arinbjöms., Búðarstíg 16, Eyrarbakka. Sigurveig Jónasdóttir, Uppsalavegi 30, Húsavík. Unnur Sigurðardóttir, Álfaskeiði 82, Hafharfirði. 40 ára Guðmundur H. Davíðsson, Miðdal, Mosfellsbæ. Hann tekur á móti gestum að heimili sínu, 5.6. eftir kl. 21.00. Alicja Chat, Gerðavegi 32, Garði. Auður Elin Ögmxmdsdóttir, Kópalind 2, Kópavogi. Axel Arndal Vilhjálmsson, Holtsgötu 10, Sandgerði. Ámi Níelsson, Langholtsvegi 108, Reykjavík. Börkur Stefánsson, Stekkjartröð 3, Egilsstöðum. Egill Sigurðsson, Berastöðum 2, Heflu. Hafsteinn Viðar Árnason, Melhæð 1, Garðabæ. Halldóra Gunnarsdóttir, Holtsgötu 41, Reykjavík. Kristín F. Svavarsdóttir, Hellisbraut 32, Reykhólum. Margrét Jónína Gísladóttir, Brautarlandi 20, Reykjavík. Pétur Daníel Vilbergsson, Hraunkambi 1, Hafnarfirði. Rúnar Helgi Vignisson, Hrísmóum 11, Garöabæ. Svanhvít S. Jóhannsdóttir, Hlíðargötu 1, Sandgerði. Wanda Chlebus, Höfðagötu 1, Stykkishólmi. Þorgeir Jósefsson, Grandartúni 2, Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.