Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Umsjón Adalsteinn Ingólfsson Sannfærandi samstarf Rokk & blús & djass menningu Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og breski píanóleikarinn James Lisney héldu tónleika í íslensku óperunni síðastliðinn sunnudag. Á efnisskrá kenndi ýmissa grasa en þau fluttu verk eftir J.S. Bach, Debussy, Stravinsky og Busoni. Það var Sigrún sem reið á vaðið með partítu nr. 3 í E Dúr eftir Bach sem er eitt þekktasta verk hans fyrir einleiksflðlu fyrir utan kannski Chacconnuna. Leikur Sigrúnar var á köflum afar góður og fin dýnamik í verkinu öllu, prelúdían leikin af krafti og Loure-kaflinn afar vandað- ur. Samt sem áður var eins og vantaði svolít- ið neistann í flutninginn og á köflum var hann svolítið hektiskur og þá sérlega í síðari köflunum og vantaði smá upp á þessa fáguðu yfirvegun sem tónlistin krefst þannig að hún náði ekki að fanga mann algerlega. Hljóm- burður óperunnar er heldur ekki nógu flatt- erandi fyrir Bach, til þess er endurómunin ónóg enda hljómar Bach alltaf best í kirkj- um. Með flauelsmjúkum áslætti James Lisney er þekktastur hér á landi fyrir túlkun sína á verkum Árna Björnsson- ar og hefur m.a. verið gefinn út geisladiskur með leik hans þar sem hann leikur verk eft- ir Áma með Gunnari Guðbjömssyni og Elizabeth Layton fiðluleikara. Á tónleikun- um lék hann eitt meistarastykkja Debussys fyrir píanó, Estampes, sem er í þremur köfl- um: Pagodes, La soiree dans Grenade og Jar- din soux la pluie og gerði það fallega með flauelsmjúkum áslætti sem passar vel við þessa draumkenndu og svífandi tónlist. Pedalnotkun hans í þriðja þætti stakk þó svolítið við stúf og þótt ákafinn og hraðinn hafi verið til staðar hefði krafturinn kannski mátt vera aðeins meiri. Fannst manni að líkt og Sigrún væri hann ekki alveg kominn í gang fyrr en þau hófu leik sinn í Suite Italienne eftir Stravinsky. Efni svítunnar er fengiö úr verki hans,Pulchinella, ballett í einum þætti með söngvumm við libretto eftir Massine sem einnig var danshöfundurinn á frumsýningu ballettsins í París árið 1920. Upprunaléga var verkið samið fyrir sópr- an, tenór, bassa og kammersveit og var efni- viðurinn fenginn frá Pergolesi en svítan, Sigrún Eðvaldsdóttir - „glansandi fínn og þróttmikill leikur". sem er í sex þáttum, er frá árinu 1932 og gerð í samstarfi við fiðluleikaran Dushkin. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Ósýnilegur þráður Þau Sigrún og Lisney fóm hreinlega á kostum í þessu skemmtilega verki og hver kaflinn á fætur öðrum hreint frábærlega leikinn, rytminn svo hárnákvæmur og sam- leikurinn með því betra sem heyrist, líkt og milli þeirra væri einhver ósýnilegur þráður sem tengdi þau saman. Svo var einnig farið með leik þeirra í sónötu Busonis ópus 36a nr. 2 í e moll. Þessi mikla sónata heyrist ekki oft þótt undar- legt megi virðast því þetta er gey- sigott verk þar sem mystískar fantasíur blandast un- aðslegri róm- antískri andagift. Fyrsti kafl- inn var áhrifamikill og dramat- ískur og ann- ar glansandi finn og þróttmikill. Mesta púðrið fer samt í lokakaflann sem er lengstur og flóknastur. Þar birtist sálmur úr Nótnabók Önnu Magdalenu Bachs (Wie wohl ist mir o Freund der Seelen) eftir nokkum inngang og svo glæsileg tilbrigði við hann sem enda svo í fúgu sem stigmagnast uppí stórkostlegt nið- urlag. Það er ekki auðvelt að halda utan um þennan mikla kafla og halda manni við efn- ið svo vel sé en það tókst þeim snilldarlega. Var leikur þeirra í þessum þætti sem og verkinu í heild afar glæsilegur, túlkunin djúp og sannfærandi og jafnræðið algert svo að ekki er annað hægt en að vona að framhald verði á þeirra sam- starfi. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla og James Lisney, píanó, tónleikar í íslensku óperunni 30. júní Hljómsveitin Zony Mash, með hljómborðsleikar- ann og hammondist- ann Wayne Horvitz í fararbroddi, hélt tvenna tónleika í Loftkastalanum um helgina. Zony Mash er ein þeirra hljóm- sveita sem eru í sterkum tengslum við Knitting Factory í New York og hafa gefið út tvær plötur á vegum Knitting Factory Records. Hljómsveitina skipa auk Horvitz þeir Timothy Young glt- arleikari, Keith Lowe bassaleikari og Andy Roth trommuleikari. Áður en Zony Mash steig á svið á föstudagskvöldið var íslenska hljóm- Wayne Horvitz & Zony Mash sveitin Dip látin sjá um að koma tón- leikagestum í réttan ham. Hljómsveitina Dip skipa þeir Óskar Guðjónsson tenórsaxófón- leikari, Samúel Samúelsson básúnuleikari, Jóhann G. Jóhannssón hljómborðsleikari, Pétur Hallgrímsson gítaristi, Birgir Braga- son kontrabassaleikari og Sigtryggur „Bogomil" Baldursson sem spilar á trommur og slagverk. Einnig var söngkona með hljóm- sveitinni í tveimur lögum. Þeirra tónlist var fönk, pottþétt og vel gert, en fulleinhæft fyr- ir mín eyru. Lögin voru öll byggð eins, ein- falt einhljóma grunnstef sem spilað var yfir og einhvern veginn fannst mér vera of lítið að gerast til þess að þetta fangaði mig. „Dynamik“ var mjög takmörkuð og eina til- breytingin var hvort voru 3, 4 eða 7 fjórðupartar í taktinum. Tóntegundalausir Wayne Horvitz hefur látiö hafa eftir sér að hann sé ekki djassleikari og vilji ekki láta kalla sig það. Hans uppruni sé úr rokki og blús og hann hafi nálgast djass í gegnum það Jass Ársæll Másson að hlusta á Miles Davis en hann hafi gert mun minna af því að spila „standarda" en djassleikarar gera. Undirritaður getur tekið undir það að þótt tónlist Zony Mash sé yfirleitt rétti- lega kölluð fönk er hún samt mjög ná- lægt rokki. Margur hefði tekið tónlist þeirra opnum örmum á átt- unda áratugn- um þegar hljómsveitir eins og Colosseum og Emerson, Lake and Palmer voru hátt skrifaðar. Fyrir komu allfrjálslega spilaðir kaflar, tóntegunda- lausir, oft sem einskonar inn- gangur. Ann- ars gekk á ýmsu. Þeir eru ófeimnir við að skipta um hryn þegar það kemur yfir þá og allir meðlimir kvartettsins eru virkir í framvindu verkanna þótt þeir Horvitz og gítaristinn Timothy Young séu í framlínunni. Þetta eru verulega færir listamenn og tón- list þeirra er sterk og áhrifamikil. Hún höfð- aði greinilega sterkar til yngri kynslóðarinn- ar en hefðbundnari djass, a.m.k. var fólkið umhverfis mig flest yngra en ég á að venjast á djasstónleikum. Þeir 12 tóna menn eiga heiður skilið fyrir að hafa staðið fyrir hing- aðkomu Wayne Horvitz & Zony Mash og væri óskandi að þeir héldu áfram að bjóða okkur upp á að heyra í athyglisverðum hljómsveitum. Beðið eftir mömmu Leikhús Brúðubílsins er fyrir löngu orðið fastur liður í borgarlífinu, og þá einkum leik- skólalífinu, á sumrin. Á morgun, fimmtudag, kl. 14.00, verður nýjasta leikrit Brúðbílsins frumsýnt við barna- heimilið Tjarnarborg, vestan megin við Tjörn- ina. Leikritið heitir Beöió eftir mömmu og er þar um að ræða tvö ævintýri sem bæði fjalla um ungviði sem bíða eftir mömmu sinni. Það fyrra segir af unga litla sem er ný- skriðinn úr egginu og kemst í kynni við ýms- ar hættur lífsins. Seinna ævintýrið er um úlfinn og kiölingana sjö; þar bíða kiðlingar eftir mömmu sinni meðan úlfúrinn er sífellt að banka upp á hjá þeim. Þetta er hvorki meira né minna en 19. sumarið sem leikhúsið starfar undir stjórn Helgu Steffensen en með henni í sumar eru þau Aðalbjörg Árnadóttir brúðuleikari og Skarphéðinn Sverrisson aðstoðarmaður (á mynd). Með í för eru líka um 40 brúður af öll- um stærðum og gerðum Næstu daga er dagskrá Brúðubílsins sem hér segir: 4. júní, Austurbæjarskóli kl. 10, Barðavogur kl. 14; 7. júní, Bleikjukvísl kl. 10, Dalaland kl. 14; 8. júní, Brekkuhús kl. 10, Fannafold kl. 14; 9. júní, Dunhagi kl. 10, Freyjugata kl. 14; 10. júní, Fífusel kl. 10, Ár- bæjarsafn kl. 14; 11. júní, Fróðengi kl. 10, Frostaskjól kl. 14; 14. júní, Hlaðhamrar kl. 10, Malarás kl. 14. Þó þú langförull legðir Kvennakór Reykjavíkur er samfélag radd- fagurra kvenna á öllum aldri, sem getið hef- ur sér gott orð fyrir kraftmikinn og smekk- legan söng. Þessi kór hyggur nú á vesturvík- ing og hefur af því tilefni sett saman sérstaka efnisskrá sem sungin verð- ur í Boston, New York, Baltimore og Washington dagana 10- 20. júní nk. Diddú verður einsöngvari með kórnum í þessari ferð. Efnisskráin verður kynnt á vortónleikum kórsins sem haldnir verða annað kvöld í Digranes- kirkju kl. 20.30 og sunnu- daginn 6. júní kl. 20.30 í (jraiarvogSKirKju. Á tónleikunum verða m.a. flutt þrjú lög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann, Konur eftir Þorkel Sigurbjömsson við Ijóð eftir Jón úr Vör, Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Barnagœlur, lag Ólafs Ax- elssonar við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Kórstjóri KR er Sigrún Þorgeirsdóttir en píanóleikari er Þórhildur Björnsdóttir. 100 ára afmæli Lotte Lenya Einhverra hluta vegna hefur 100 ára af- mæli austurrísku söngkonunnar Lotte Lenya ( á mynd) farið fram hjá þorra fjölmiðla, hér á landi sem annars staðar. Var hún þó með- al áhrifamestu leik- og söngkvenna í Evrópu á árunum milli stríða. í hugum margra er Lotte Lenya tákn fyrir þær vonir sem menn bundu við hið skamm- lífa Weimar-lýðveldi í Þýskalandi en ekki síst var hún holdgervingur þeirrar veraldarsýnar sem birtist í leikritum Bertolds Brechts og tón- skáldsins Kurts Weills á því timabili. Rödd henn- ar, ýmist lostafull eða hryssingsleg, og leikræn túlkun hennar á sönglögum Weills þóttu lýsandi fyrir „módemíska" upplausn listrænnar sköpun- ar. Lotte Lenya var stjarnan í þekktustu söngleikjum þeirra Brechts og Weills, Tú- skildingsóperunni, Happy End, Mahagonny og Dauðasyndunum sjö. Eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi settist hún að í París og síðar í Bandaríkjunum. Eiginmaður hennar, Kurt Weill, lést áriö 1950, en Lotte Lenya hélt ótrauð áfram að syngja og kynna tónlist hans. Einnig tók hún að sér smáhlut- verk í amerískum kvikmyndum; til dæmis lék hún illkvendið Klep í Bond-myndinni From Russia With Love.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.