Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Síða 10
26
Tvöfalt Sólarplast
fyrir groöurhus og solskala
Dreymir þig um notalega sólstofu í garðinum
eða sólríkar svalir með stórum rennihurðum.
Háborg býður tvöfalt sólarplast og vandaðar
festingar, einnig ódýrar rennihurðir úr áli
fyrir allar tegundir af svölum
Háborg ál og plast
Skútuvogi 6 - Sími 568-7898 - Fax 568-0380
Þessi glæsilegu garðstofuhúsgögn úr járni eru handsmiðuð eftir fyrirmyndum frá 18. öld.
Garbstofuhúsgögn úr jdrni:
Sígild hönnun
og gott handverk
Blákpm
alhliða áburður
Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á litlum
trjám og gott fyrir sumarblóm og skrautrunna.
Fáðu upplýsingabœkling
á nœsta sölustað.
Jám, sem er fjóröa algengasta
frumefni jarðar, finnst hvergi
óbundið í náttúmnni, nema ef vera
skyldi í loftsteinum sem fallið hafa
til jarðar. Menn fundu járnið fyrst í
loftsteini sem féll af himnum ofan.
Þessi himneski málmur var svo
sjaldgæfur, og þar af leiðandi verð-
mætur, að í upphafi var hann ein-
göngu notaður i dýrindis skartgripi.
Hann var dýrmætari en gull allt til
þess tíma er menn lærðu að vinna
hann úr iðmm jarðar.
í byrjun 18. aldar náði jámið há-
marki vinsælda sinna. Það kom í sí-
auknum mæli í stað viðar, jafnvel í
húsgagnagerð. Borð og stólar úr
járni voru varanlegri en viðarhús-
gögn og jafnframt finlegri. Smíða-
og steypujárnshúsgögn þóttu full-
komin í rómantíska garða og garð-
hýsi, auk þess sem þau voru vinsæl
á kaffihúsum og krám.
Mikiö nota- og
fagurfræöilegt gildi
í versluninni Gegnum glerið, Ár-
múla 10, fást járnhúsgögn fyrir
garðstofur sem smíðuð eru í sam-
ræmi við þann stíl er ríkti á 18. öld
í Bretlandi og Frakklandi. Húsgögn-
in em frá Gunther Lambert sem
rekur verslanir undir sínu nafni
viðs vegar um Evrópu. Gunther
þessi er þýskur arkitekt sem ferðast
um heiminn og leitar uppi hand-
verk með sígildri hönnun sem hefur
mikið nota- og fagurfræðilegt gildi.
Ryöiö lifandi
og síbreytilegt
Húsgögnin eru handsmíðuð eins
og fyrirmyndir þeirra sem Gunther
fann í Suður-Frakklandi. Hann tók
eftir því að flestir þessara hluta
voru með ryðblettum sem ekki virt-
ist hægt að granda. Hann heillaðist
af ryðinu þar sem það er svo lifandi
og síbreytilegt, með einstökum lita-
tónum sem eiga vel við liti náttúr-
unnar. Því em húsgögnin sett full-
smíðuð í hitakassa þar sem þau eru
úðuð reglulega með eimuðu vatni
og leyft að tærast í nokkrar vikur.
Eftir það era þau pússuð og lökkuð
til að stöðva tæringuna, allavega
um tíma, því ef þessi húsgögn
standa í miklum raka halda þau
áfram að ryðga og verða síbreytileg
og lifandi.
Einnig er hægt að fá húsgögnin
lökkuð í dökkgrænum, svörtum og
brúnum lit. Úrvalið er mikið og
ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi en sérpanta verður húsgögnin
og er afhendingartíminn u.þ.b. 6
vikur. -ÓSB
Efniviður í lystigarð
Fyrirtækiö BM Vallá kynnir i ár steina sem byggjast á gömlum hefðum og
eru fyrirmyndirnar sóttar til stórborga Evrópu.
Nýjungar sem byggjast á gömlum
hefðum eru vinsælar hjá Islending-
um. Þvi meir sem við ferðumst, því
betur skynjum við hvað handbragð
liðinna tíma er á margan hátt tengd-
ara okkur en hlutir sem spýtast út
úr nýtískulegum vélum.
Útkoman getur orðið sérlega
glæsileg þegar vel tekst að tengja
nýtískulegar framleiðsluaðferðir
handbragði liðinna tíma.
BM Vallá ehf. hefur undanfarin
ár lagt áherslu á að kynna hellur og
steina sem minna á gamlar stein-
lagnir. í ár kynnir fyrirtækið nýja
steina sem byggjast á gömlum hefð-
um. Hugmyndirnar em sóttar til
stórborga Evrópu þar sem notkun á
steinum í götur og stræti hefur
tíðkast frá örófi alda.
Fyrstan má nefna vínarstein, sem
hefur einstakt útlit. Steinarnir, sem
byggjast á 9 mismunandi kerfum,
em meðhöndlaðir í sérstakri vél eft-
ir steypingu og þannig tryggt að
engir tveir steinar séu eins.
Miðaldasteinn hentar þeim sem
vilja sígilt útlit. Hann er hægt að fá i
mismunandi stærðum. Miöaldastein-
inum er velt í gegnum vél sem brýt-
ur aðeins upp úr hornum steinanna
og gefur þeim mjög glæsilegt útlit.
Ný gerö af steinflísum
Oxfordsteinn byggist á kerfi
þriggja steinastærða sem em þær
sömu og í miðaldasteininum. Yfir-
borð steinanna er hins vegar
mynstrað og gefur það steininum
mjög lifandi útlit sem breytist eftir
því hvernig ljós fellur á hann.
Berlínarsteinninn hefur mjög stíl-
hreint form. Hann er í stærðinni
20x20. Þegar fjórir berlínarsteinar
em lagðir saman myndast op á milli
steinanna þar sem hægt er að setja
stein af stærðinni 10x10. Með þessu
er hægt að leika sér með liti og
steinagerðir og fá út fallega stein-
lögn, t.d. í innkeyrslu.
Fyrir fjórum árum kynnti BM
Vallá steyptar steinflisar. í fyrra
komu antiksteinflísar á markaðinn
og í ár kemur enn ný gerð af stein-
flísum. Þær em fyrst og fremst
hugsaðar fyrir verandir og garða,
því ekki er hægt að aka á þeim. Yf-
irborð steinflísanna er afsteypa af
náttúrusteini og þannig veröur útlit
steinflísalagna mjög náttúrlegt.
Þær vörur sem taldar eru upp hér
að ofan hafa ekki verið formlega
kynntar en verið er að stækka Forna-
lund, sýningarsvæði BM Vallár, og
verða þessar vörar til sýnis þar.