Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 7 DV Neytendur Tannhiröa: Fallegt bros er gulls ígildi Fallegt bros er sannkölluð and- litsprýði. En til þess að halda bros- inu fallegu er nauðsynlegt að hirða tennurnar vel og halda þeim heil- brigðum. íslendingar borða hins vegar ógrynnin öll af sykri í formi ýmissa matvæla og drykkja sem skemmt geta tennumar. Súrir drykkir hafa einnig slæm áhrif á tennumar því þeir geta eytt glemngnum. Glemngseyðing tanna er að verða talsvert vandainál hér- lendis, sérstaklega meðal unglinga. Neysla gosdrykkja hefur þar sitt að segja því neyslan hérlendis er með því mesta sem þekkist í heim- inum. Margir sem vilja hugsa vel um tennurnar drekka sykurlausa gosdrykki í stað sykraðra í þeirri trú að þeim verði ekki meint af. Sannleikurinn er þó sá að sýran í gosinu skemmir glerung tannanna, sama hvort gosið er sykrað eður ei. Rétt burstun Mikið úrval tannbursta er á markaðnum hérlendis og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfl. Flestum hentar best að nota mjúka tannbursta því annars er hætt á að fólk bursti skarð í rótina eða ýfl upp tannholdið þannig að það bólgni. Ekki skiptir þó öllu máli hvaða tegund af tannbursta er valin eða hvernig hann er í laginu. Mikil- vægara er að hugsa um burstunina sjátfa. Mikilvægt er að bursta tenn- umar vel og vandlega en þó ekki of fast og gefa sér góðan tíma til þess. Algengt er að fólk rétt renni yfir tennumar í fljótheitum og noti síð- an alltof mikið tannkrem til að skola munninn að innan. Tannkrem á hins vegar að nota í mjög litlu magni eða sem nemur nöglinni á litla fingur. Algjört gmndvallaratriði er að bursta tennumar áður en farið er að sofa svo sýklamir nái ekki að vinna á tönnunum alla nóttina. Auk þess er mikilvægt að bursta tenn- umar á morgnana eftir morgunverð og einnig er æskilegt að bursta tennurnar eftir hverja máltíð. Sumum flnnst óþægilegt að taka með sér tannbursta og tannkrem í vinnuna og þá er ráð að skola munninn með vatni á milli mála. Svo er nart á milli mála mikill óvin- ur tannanna eins og flestir vita. -GLM Bætiefni við ýmsar aðstæður Tíðir Hægt er að draga úr tíðaverkjum og bjúg af þeirra völdum með eftirfaranc bæti- vítamín, 50 mg þrisvar sinnum á dag (mjög þvagörvandi). B-kombín, 100 mg fyrir og eftir hádegi. Ferðaveiki í þessu tilfelli em lyfin áhrifaríkust séu þau tekin fyrir fram. Við ferða- veiki skal velja B1 og B6-vítamín. Ferðamönnum sem hætt er við ílökur- leika hefur reynst vel að taka 100 mg af B-kombín kvöldið áður en lagt er í ferð og aftur að morgni brottfarar- dags. Pillan Sé pillan sú getnaðarvöm sem þú notar er þér hættara við blóðtappa og hjartaslagi en öðrum konum. Einnig er líklegt að þig vanti sink, fólínsýru, C, B6 og B12 sem getur skýrt taugaó- styrk og þunglyndi meðal kvenna sem taka pilluna. Því er rétt að taka áður- nefnd bætiefni í eftirfarandi skömmt- um: Sink, húðað, 50 mg, 1-3 töflur á dag. Fóhnsýra, 800 ug 1-3 sinnum á dag. B12 2000 mg, forðatafla fyrir hádegi. B6, 50 mg 1-3 sinnum á dag. Blöðruhálskirtilsbólga Ef um er að ræða þráláta bólgu í blöðruhálskirtlinum en ekki sýkingu hefur komið í ljós að bólgan getur minnkað við sinluneðferð. Blöðraháls- kirtillinn inniheldur venjulega u.þ.b. tíu sinnum meira sink en nokkurt annað líffæri. Sjúkdómseinkennin geta horfið ef eftirfarandi bætiefni em tekin: Sink, 50 mg þrisvar sinnum á dag. F-vítamín eða lesitinhylki, þrjú hylki þrisvar sinnum á dag. Vöðvaeymsli Þegar þig verkjar um all- an líkamann eftir íþróttaæf- ingu, heilsu- ræktina eða bara vegna vöðvaeymsla al- mennt, er léttir að taka E- vítamín, 400 til 1000 ae. einu sinni til þrisvar sinnum á dag. Húðuð fjölsteinatafla kvölds og morgna reynist líka vel. Góð tannhirða er undirstaða fallegs bros og heilbrigðra tanna. Egils bflar Plymouth Grand Voyager 3,8 4x4 ‘94, 7 manna, ek. 89 þús. km, rafdr. rúður og læsingar. Verð 1.750.000. Chevrolet Silverado pick-up ‘96, 4x4, 5 manna. Verð 2.600.000. Ennfremur árg. 1994 Verð 2.050.000. Mjög vel útbúinn. Dodge Caravan '96,'97,'98. Cherokee Grand Limited '96, ek. 58 þús. km, V-8 vél, m/þaklúgu. Verð 3.500.000. Egill Vilhjálmsson ehf, Smiðjuvegi 1 • sfmi 564-5000 VVatrÍðÍ DEH 2000 4x45 W magna ^ minni • BSfv sem skapa Pioneer afdráttarlausa &ÉT sérstöðu Lágmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Þegar hljówtðekl sklpta wáLL 3 MACH16 Ný tækni i RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassan. Pioneer er fyrsti bíltækja- tramleiðandinn sem notar þessa tækni sem notuð er af hljóðfæra- framleiðendum. 1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangs- magnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru linulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. Aðeins vönduðust hljómflutningstæki nota MOSFET. Pioneer hefur einkarétt i 1 ár. 2 MARCX Nýjasta kynslóð útvarpsmóttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. 5 EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. 1 fi 1 BjBpjUwfi W ■_ 1 \ \ ) f 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.