Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 Spuriúngin Hvenær minnist þú að hafa orðið mjög hrædd(ur)? Halldóra Gordon, starfsstúlka í eldhúsi: Þegar ég lenti í frekar höröum árekstri en sonur minn slasaðist. Gyða Dögg Jónsdóttir nemi: Þeg- ar ég var úti að ganga í undirgöng- um að kvöldi til. Margt leynist í undirgöngum. Steinunn Sif Sverrisdóttir nemi: Þegar ég er ein úti á kvöldin. Lilian Ragnarsdóttir, 12 ára: Þeg- ar frænka mín lenti í bílsysi en hún slasaðist eitthvað. Bergþóra Linda Ægisdóttir, 11 ára: Þegar frænka mín datt ofan af bílskúr en hún slasaðist. Kristín Sylvía Ragnarsdóttir, 9 ára: Þegar amma mín fékk hjartaá- fall. Lesendur Kirkjan og fjár- hættuspil „Sannarlega er það til háborinnar skammar að Háskóli íslands, Rauði kross- inn, björgunarsveitir og fl. hafi tekjur af fjárhættuspilakössum," segir bréfrit- ari og hvetur almenning til að bregðast við þessu alvöruleysi með ákveðnari hætti en verið hefur. Úlfar Guðmundsson, sóknar- prestur á Eyrarbakka og prófast- ur í Ámesþingi, skrifar: Mér er ljúft að taka að verulegu leyti undir grein Helga Geirssonar í DV (2. júní sl.) um spilakassana og lýsa jafnframt ánægju minni með framtak Ögmundar Jónassonar alþm. gegn íjárhættuspili. En ég hef tekið eftir því að ef Helga Geirssyni dettur kirkjan í hug við skriftir þá endar allt í geð- vonskuklúðri hjá honum. í þetta sinn var það með minna móti en þó eftirfarandi: „Spilavítisskömmin er tilvalið málefni fyrir kirkjuna að kryfja, þótt víðar séu vandamálin ljós. En það heyrist ekki mikið frá kirkjunnar fólki. Búkþægindi þess og að leika eftir nótum útlendra for- spilara virðist vera mál dagsins. Hvílíkt og annaö eins!“ Ég tek undir síðustu málsgrein hans. En nú er það svo að kirkjan talar af predikunarstóli fyrst og fremst en ekki mikið í fjölmiðlum. Ég fullyrði að kirkjan hefur alla tíð predikað á móti fjárhættuspili og gjörsamlega út í hött að hún sé vænd um annað. Sannarlega er það til háborinnar skammar að Háskóli íslands, Rauöi krossinn, björgunarsveitir og fl. hafi tekjur af fjárhættuspilakössum. Ég hvet almenning til þess að bregð- ast við þessu ábyrgðarleysi með ákveðnari hætti en verið hefur. T.d. bankaði flugbjörgunarsveitarmaður upp á hjá mér og ég sagði honum að ég vildi ekki styðja þá sem hefðu tekjur af spilakössum og gíróseðlar frá þessum stofnunum fara beint í ruslið hjá mér. Kirkjan hefur nú um áratugaskeið verið virkur aðili að hjálparstarfi safnað fjármunum til þess á sama markaði og ofangreindar stofnanir. Eins og getur nærri hefur það oft komið upp á borð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hvort fara ætti út í happ- drætti, skafmiða eða spilakassa. Slík- um hugmyndum hefur jafnan einarð- lega verið hafnað þar sem það hefur ekki verið talið stofnuninni sæmandi. Hjálparstarf kirkjunnar hefur því aldrei þegið eina krónu fyrir íjár- hættuspil. Það eru hennar „búkþæg- indi“ í raun, eða óþægindi, myndu sumir segja þegar horft er til þeirra feiknarlegu fjárhæöa sem aðrir raka saman á þessum óþverra. Hjálpar- starf kirkjunnar hefur sýnt það ein- dregið í verki að þessi leið er ófær og ekki Guði þóknanleg. Þar sem Helgi Geirsson spurði hvar stjórnmálamennirnir væru þá hefur það vakið athygli að sjálf ríkis- stjóm íslands leitar helst ekki til Hjálparstarfs kirkjunnar þegar hún vill láta dreifa fjármunum í hjálpar- starfi en velur jafnan farvegi spilafiklanna. Hefur það vakið undr- un mína. - Það er sannarlega ástæða til þess að allur almenningur hugsi þessi mál upp á nýtt. Mengun í matvælum frá Belgíu ÞorkeU skrifar: í fréttum sl. fimmtudag barst okk- ur óhugnanleg frétt að utan. í Belg- íu eru matvæli úr kjúklingabúum eitruð af díoxini. Þetta er grafalvar- legt mál, þar sem egg og kjúklingar er flutt til annarra Evrópulanda. Þetta er sérstaklega hættulegt varðandi eggin og afurðir sem inni- halda egg uppmnnin í Belgíu. Eng- inn veit hér á landi hve mikið er um slíkar vörur frá Belgíu en ef- laust eru vörur hér á markaði sem þaðan eru runnar. Auðvitað bregst Hollustuvernd ríkisins við hér, svo og embætti dýralæknis. En það þarf ekkert síður að hvetja alla neytend- ur hér á landi til að forðast allar vömr frá Evrópu sem innihalda egg yfirleitt, því við vitum að sjálfsögðu ekki hvort egg frá Belgíu hafi verið notuð í framleiðsluna annars stað- ar. Ég segi nú fyrir mig, ég er miklu ömggari þegar kemur að matvælum séu þau framleidd í Bandaríkjunum en frá nokkru öðru landi. Ég mun a.m.k. leita að innfluttum matvæl- um þaðan fyrst og fremst í framtíð- inni. Fjölmiðlakönnun SÍA - lauflétt athugasemd Magnús Einarsson framkvstj., er hefur hagsmuna að gæta, skrifar: í Morgunblaðinu 2. júní sL voru birtar niðurstöður nýjustu fjöl- miðlakönnunnar Gallups fyrir Sam- band íslenskra auglýsingastofa og flesta „stærstu" fjölmiðla á íslandi. Hvergi í umfjöllun Mbl. kom fram að fjölmiðlar þeir sem ekki keyptu sig inn í könnunina heföu ekki ver- ið valkostur í dagbók (spurninga- lista) þar sem spumingar könnun- arinnar voru settar fram. Þegar fólk las umrædda umfjöllun kom hvergi fram að einungis voru mæld 15 val- in tímarit (þ.e. þau tímarit sem keyptu sig inn í könnunina) þegar spurt var „Las eða flettir tímariti" á y þjónusta allan sólarhringinn flðeins 39,90 minútan - eða hringið í sfma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Þannig var t.d. ekki hægt að velja Dagskrá vikunnar í stað Sjónvarpshandbókarinnar, Heimsmynd í stað Mannlífs eða Lrfsstíl í staðinn fyrir Hús og hýíbýli, eða bara öll þessi tímarit, segir Magnús m.a. í bréfinu. vissu tímabili já eða nei? Þannig var t.d. ekki hægt að velja Dagskrá vikunnar f stað Sjónvarpshandbók- arinnar, Heimsmynd í stað Mann- lífs eða Lífsstíl í staðinn fyrir Hús og híbýli, eða bara öll þessi tímarit. Sum tímarit voru ekki meðal val- kosta. Þegar fólk las könnunina kom það því verulega á óvart að ekki skyldu mæl- ast blöð eins og Dagskrá vikunnar sem dreift er frítt í 66.500 eintökum sem er margfalt upplag fjölmargra tímarita 1 könnun- inni. Könnun sem þessi getur verið mikið þarfaþing bæði fyr- ir fjölmiðla og aug- lýsendur og fagna ég því ef framhald verður á gerð sam- bærilegra kann- ana. Þó vil ég ein- dregið benda fram- kvæmdaaðilum og aðstandendum á að það kæmi bæði þeim og öðrum vel ef öllum „stærri" Qölmiðlum yrði boðin þátttaka í könnuninni áður en hún verður framkvæmd næst. Eitt lítið bréf væri nóg. Vonandi verður næsta könnun ofangreindra aðila víðtæk- ari og þá um leið mun marktækari. Ég hlakka til fyrir hönd þeirra fjöl- miðla sem ekki tóku þátt i nýafstað- inni könnun að heyra frá ykkur hjá SÍA. DV Skammarleg skógarkaup Einar skrifar: Ég hef tekið eftir því hvað Landssíminn er duglegur að láta fjölmiðla vita af öllu sem þar er að gerast. Það er stundum verið að birta margar fréttir i viku frá þessu stóra fyrirtæki. Þar virð- ist enginn mega hnerra nema um það sé rituð fréttatilkynn- ing. Þess vegna kemur á óvart að Landssíminn skuli ekki hafa tilkynnt fjölmiðlum þegar sér- stakt samkomulag um heilan 60 hektara skóg var gert við fyrr- um landbúnaðarráðherra tveim- ur dögum eftir kosningar. Ann- að eins þykir nú fréttnæmt hjá Landssímanum. Getur verið að menn hafi eitt- hvað verið að skammast sín fyr- ir þennan gjöming? Er sú ekki oftast raunin þegar verið er að fela eitthvað? Kvörtum ekki Vignir hringdi: Verum ekki sífellt að kvarta yfir-stórhækkuðum iðgjöldum á bilatryggingum hjá gömlu trygg- ingafélögunum. Þau sýna bara sitt rétta andlit, sem er andlit græðgi og gósentíma hjá þeim sjálfum. Hættum að sýna þess- um fyrirtækjum þrælslundina, eins og ritstjóri DV benti rétti- lega á í leiðara fyrir stuttu. Veit- um þeim ráðningu og göngum til liðs við FÍB-tryggingu, sem knúði fram lækkun iðgjalda árið 1996 og heldur hækkunum á iðgjöldum sínum í algjöru lág- marki. - Sýnum nú einu sinni samstöðu, svona rétt til tilbreyt- ingar. Erlendir feröa- menn á Lauga- vegi Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður er löggæslulið í slíku lágmarki að erlendir ferðamenn (og auðvitaö aðrir) eru í lífshættu, jafnvel á Lauga- veginum. Nýlega var ráðist á er- lendan ferðamann á Laugaveg- inum um miðja nótt og honum misþyrmt og hann særður. Óþokkarnir gátu athafnað sig því að lögreglan sást ekki, Hún sést aðeins endrum og eins. Nú er lag fyrir nýjan dómsmálaráð- herra og borgarstjórann í Reykjavík að taka á þessum málum og hreinsa borgina af ill- þýði. Útilokað er að Reykjavík verði menningarborg Evrópu eins og ástandið er í dag. Það hljóta allir að sjá. Raunar er ástandið hvergi svipað í ná- grannalöndum okkar. Hringvegurinn á myndband Elín hringdi: Ég tek undm lesendabréf í DV sl. fóstudag þar sem bent er á að hringvegurinn á íslandi hafi ekki jafnmikið aðdráttarafl vegna þess aö hann þekkja fáir nema að hluta og því vita menn ekki gjörla hvað þeir eru að fara út í er þeir leggja í hringferð um landið. Marga langar í slíka hringferð en jafnvel þora ekki af ótta við hvaðeina sem kynni að henda á slæmum vegum. En hringvegurinn er ekki alls stað- ar slæmur. Langt í frá, hann er það aðeins sums staðar og þar þarf að gæta sín, t.d. í fjörðun- um austanlands og vestan, t.d. á Vestfjörðum. Myndband myndi gera útslagið fyrir marga hvort þeir aka hringveginn eða ekki. Og alls ekki endilega að fæla frá, heldur alveg eins draga að þegar þeir sjá að vegurinn er þó ekki hættulegri en raun ber vitni - samkvæmt góðu mynd- bandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.