Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 27 DV__________________________Sviðsljós Eurovision-Charlotte lætur ekki bjóða sér hvað sem er: Neitaði að fara úr fyrir myndatöku ertu alveg OÍ pabbi? f tilefni feöradagins, 20. júní, leita Vísir.is, Matthildur og DV að líkustu feðgum landsins. Sendu inn mynd af ykkur feðgunum - það eru glæsilegir vinningar í boði! Skilafrestur rennur út föstudaginn 11. júní. Charlotte Nilsson kcillar áreiðan- lega ekki allt ömmu sína. Engu að síður tókst blaðamönnum breska æsiblaðsins The Sun að hneyksla sænska sigurvegarann úr Eurovision söngvakeppninni ræki- lega þegar þeir tóku viðtal við stúlkuna um daginn. Blaðamenn höfðu nefnilega hugsað sér að fá að mynda stúlkuna á nærfótunum ein- um fata. „Ég neitaði," segir hin íturvaxna Charlotte í viðtaii við sænska blað- ið Expressen. Bresku ljósmyndararnir höfðu undirbúið sig vandlega fyrir verkið, að sögn stúlkunnar. í ljósmyndaver- inu voru nærbuxur og brjóstahöld í miklu magni. „Ein samstæðan var að hluta til úr gúmmii," segir hin siðavanda Hin sænska Charlotte Nilsson þykir fönguleg stúlka. Breski popparinn Robbie Williams í góðum félagsskap við upptöku á kvik- myndaverðlaunaþætti MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Nýjustu fregnir herma að Robbie litli sé orðinn ástmaður hinnar kynþokkafullu Madonnu. Charlott og fer ekki dult með vand- lætingu sína. Sænska söngkonan sagði þá hátt og snjallt að hún vildi ekki láta mynda sig svona fáklædda. Eina svarið sem hún fékk var þetta: „Slappaðu bara af, þetta verða ekki neinar brjóstaberar myndir." Á meðan Charlotte og fulltrúar æsiblaðsins ræddu málin, var ein af þessum svokölluðu „síðu-3“ stúlk- um mynduð í bak og fyrir í næsta herbergi. Söngkonan segir að þetta hafi allt verið hið undarlegasta mál. Ljósmyndatöku Charlotte með út- sendurum Sun lauk svo með því að engar myndir voru teknar. Þess má geta að Charlotte lét taka af sér myndir í baðfötum dagana fyrir keppnina í Jerúsalem og þótti ekkert tiltökumál. Brosnan vill leika í fjórðu myndinni um James Bond Senn líður að því að þriðja James Bond-myndin með Pierce Brosnan í aðalhlutverkinu verði frumsýnd úti í hinum stóra heimi. Kannski verður það síðasta Bond-myndin með Brosn- an þar sem hann skrifaði aðeins und- ir þriggja mynda samning á sínum tíma. „Framleiöendurnir hafa einhliða rétt á að framlengja samninginn um eina mynd og ég vona svo sannarlega að þeir geri það. Þetta hefur verið svo gaman,“ segir Brosnan. Kosið verður um 10 líkustu feögana 15. til 17. júní á visir.is. Úrslitin verða kynnt í helgarblaði DV laugardaginn 19. júní. Utanáskriftin er: Tveir eins Matthildur FM 88.5 16 síðna aukablað um Suðurland fylgir DV á morgun Sumar á Suðurlandi. Skemmtun og afþreying fyrir alla fjöiskylduna er meðal þess efnis sem fjallað er um í aukablaði um Suðurland. é <4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.