Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 18
26 &ikmyndir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 Háskólabíó - Celebrity Woody er minn maður +++■ Myndir Woodys Allens eru fullar lífsþorsta en gjarnan bölsýnar um leiö, samkvæmt þeirri kenningu að lífið sé hræðilegt en um leið svo alltof stutt! Þegar Woody er í góðum gír rikir jafnvægi milli sárs- aukafullra hugleiðinga um forgengi- leika og tilgangsleysi annar svegar og sætbeiskrar rómantíkur hins vegar. Celebrity er nokkurn veginn í þeirri deildinni þó að sú tilfinning læðist að manni að hann hafi gert þetta flest áður - og aðeins betur. Lee (Branagh) er ráðvilltur rithöfund- ur á fertugsaldri sem ákveður að skilja við konu sína, Robin (Davis), eftir sextán ára hjónaband. Hvemig þeim vegnar eftir það myndar ramma utan um frásögnina. Lee fær sig ekki tii að klára skáldsöguna en vinnur fyrir sér með blaðaskrifum um þotu- liðið. í leiðinni reynir hann að vekja áhuga þeirra á kvikmyndahandriti sem hann er að smíða en vonast um leið til þess að bjarminn af frægð þeirra falli á hann sjálfan. Frægðar- fólkið fmnur lyktina af örvæntingu hans og færir sér það í nyt með „haltu mér - slepptu mér“ aðferðinni. Á sama tíma er Robin eitt aiisherjar flak og tilbúin að reyna hvað sem er Kvikmynda GAGNRÝNI til að komast aftur á fæturna. I undir- búningstíma hjá frægum fegranar- skurðlækni hittir hún fyrir sjónvarps- framleiðanda (Mantegna) sem hrósar henni i hástert fyrir vel heppnaða fegrunaraðgerð og er allur hinn áhugasamasti. Robin lætur tilleiðast þrátt fyrir að hann kannist ekki við „hnyttna" tilvitnun hennar í Tenn- essee Williams (eða kannski einmitt þess vegna). Sjónvarps- maðurinn hrærist í heimi sem Robin hefur skömm á og er auk þess of góður til að vera sannur, vænsti maður sem hugsar vel um fjöl- skyldu sína og hefur til að bera ró hugans. Að lokum rennur upp fyrir Robin að hún er orðin að þeirri tegund konu sem hún hefur ávallt fyrirlitið en er um leið miklu hamingjusamari. Fáir standast Woody Allen á sporði þegar kemur að því að lýsa ruglingslegri, mótsagna- kenndri og örvæntingar- fullri leit nútíma borgar- búans að sjálfum sér. Leikstíll mynda hans er unaðslegur, flæðandi og Regnboginn/Bíóhöllin - Entrapment Flókin saga verður enn flóknari Flókin saga sem blandast miklum hraða þar sem bíó- gesturinn þarf að hafa sig allan við að missa ekki af neinu smáatriði, skilar sér oft í góðum og skemmti- legum kvikmyndum, gott dæmi um slíka mynd er Mission Impossible og er hún nefnd hér þar sem Entrap- ment minnir um sumt á hana þótt persónur séu af öðru sauðahúsi. Ekki vantar að Entrapment býður upp á skemmtilega fléttu en ein- hverra hluta vegna hefur það ekki nægt aðstandendum myndarinnar og má segja að þeir séu í einhverj- um leik þar sem markmiðið er að láta allar persónur lifa tvöfóldu ef ekki þreföldu lífi. Aðalpersónurnar í Entrapment eru listaverkaþjófurinn Robert MacDougall (Sean Connery) og tryggingarlöggan Virginia Baker (Catherine Zeta-Jones). Þegar Rembrandt-málverki er stolið telur Virgina víst að snjallasti listaverka- þjófur heims hafi stolið því og biður um að fá að leggja gildru sem hann mun örugglega falla í. Hún dulbýr sig því sem þjóf með milljón dollara hugmynd og leggur snöru sína fyrir MacDougall. Ekki er vert að fjalla meira um söguþráðinn enda er ekki allt sem sýnist í fyrstu og ekki er heldur allt sem sýnist eftir að grím- urnar byrja að falla. Entrapment byrjar mjög vel. Mjög Kenneth Brannagh leikur ráðvilltan rithöfund. kaótískur, samtölin eru flestum öðr- um kaldhæðnari, beinskeyttari og hnyttnari, sviðsetning yfirleitt einföld_ og hugkvæm, kringumstæður gjaman* gegnumlýsandi og meinfyndnar. Af öllum þessum mikilvægustu þáttum hverrar kvikmyndar stafar því áreynsluleysi sem skilur á milli fag- mamns og meistara. Af einhverjum ástæðum hefúr Branagh valið þá leið- ina að tileinka sér látbragð og fram- sögn Woodys mjög nákvæmlega. Hann gerir það vel og maður kaupir hann sem staðgengil því gamli maðurinn væri aldursins vegna út i hött í sam- hengi þessarar sögu. Fjöldi misfrægra stjama standa sig einnig ljómandi, m.a. Melanie Griffith, Winona Ryder, Charlize Theron og Famke Janssen að ógleymdum Leonardo Di Caprio sem brillerar í sjálfshæðinni rullu um Tveir snillingar í innbrotum. Catherine Zeta-Jones og Sean Connery hlutverkum sínum. snjallt innbrot í háhýsi setur staðal- inn fyrir það sem koma skal og Sean Connery og Catherine Zeta-Jones hafa bæði mikla útgeislun og eru Kvikmynda GAGNRYNI hlutverkin eins og sköpuð fyrir þau. Áætlun þeirra um að stela kín- verskri grímu sem ekki verður met- in til fjár er snjöll og ekki síður er snjöll útfærsla kvikmyndagerðar- mannanna. Eftir þetta rán fer held- ur að halla undan fæti og segja má að handritshöfundar fari fram úr sjálfum sér, hvað þá skilningi áhorf- enda, og í lokin þegar réttu andlitin koma í ljós hefur þegar orðið spennufall og tvíræðið lokaatriðið fellur því um sjálft sig. Leikstjóri: Jon Amiel. Handrit: Ron Bass og William Broyles. Kvikmyndataka: Phil Meheux. Tónlist: Christopher Young. Að- alhlutverk: Sean Connery, Catherine Zeta-Jones, Ving Rhames og Will Patton. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Metroland Lífsstíll og lífsflótti ★★★ Er eitthvert vit i að lifa millistéttarlífi, vera í fastri vinnu, eiga heimili, eiginkonu og bam og bil sem þveginn er um helgar. Ef aðalpersónan í Metroland, Chris (Christian Bale), heföi verið spurð að þessu árið 1968 þegar hann bjó í París og reyndi fyrir sér sem listamaður, nánar tiltekið sem ljósmyndari, hefði hann talið það vera fáránlega spurt. Ekki nóg með að hann teldi sig vera bóhem, heldur reyndi hann að fela það að hann væri Englendingur, með því að tala frönsku við landa sína. Samt er það svo að níu árum síð- ar, þegar Metroland hefst, býr hann í millistéttarúthverfi, á eigin- konu, Marion (Emily Watson), sem hann kynntist í París og eina dóttur. Chris er sáttur við líf sitt, að vísu finn- ur hann fyrir því að spenningurinn er horfinn, kynlifið ekki eins fiörugt og áður og spyr sig stundum hvort hann sé á réttri hillu. Ekkert gerist þó fyrr en besti vinur hans Tony (Lee Ross) birtist óvænt. Þeir höfðu brallað mikið en leiðir þeirra síðan legið sitt í hvora áttina. Tony er enn við sama heygarðshornið, Vinir gera upp málin. Christian Bale, Lee Ross og Emily Watson í hlutverkum sínum. Kvikmynda GAGNRÝNI lifir villtu lífi og hefur að leiðarljósi „sex, drugs and Rock and Roll“. Tony skilur ekkert í vini sínum, telur hann í raun hafa brugðist á öllum sviðum. Yfirheyrsla og ásakanir Tonys hafa áhrif á Chris, hann fer að hugsa aftur til Parisaráranna og sérstaklega til þess tímabils þegar hann var í heitu ástarsambandi með franskri stúlku, Annick (Elsa Sylberstein). Spum- ingar leita á hann og langanir kvikna, hefur hann misst af lest- inni, á hann að taka skrefið og fara út á lífið með Tony, ekki virðist eiginkonan ætla að stöðva hann eða á hann að kjósa stöðugleikann? Chris lendir loks í tilvistarkreppu sem hann verð- ur sjálfur að losa sig úr. Metroland er raunsæismynd og trúverðug sem slík. Það er vit í flestu sem sagt er og gert. Það sem helst háir henni er að ein- staka persónur eru ekki nógu sannfærandi. Þetta á sérstaklega við um Tony, það er auðvelt að sjá villinginn í honum en skáld- ið er fiarlægt. Hjónakomin Chris og Marion eru kjölfestan í mynd- inni og eru frábærlega túlkaðar af Christian Bale og Emily Watson, sem er mun jarðbundn- ari hér heldur en í Breaking The Wa- ves og Hilary and Jackie. Bale, sem lék fiórtán ára aðalhlutverkið í kvikmynd Steven Spielbergs, Empire of the Sun, er greinilega á réttu róli og á framtíð- ina fyrir sér. Leikstjóri: Philip Saville. Handrit: Adrian Hodges. Kvikmyndataka: Jean-Francois Robin. Tónlist: Mark Knopfler. Aðalhlutverk: Christian Bale, Emily Watson, Lee Ross og Elsa Zylberstein. Hilmar Karlsson villta kvik- myndastjömu. Auk þeirra skopast tísku- hönnuðurinn Isaac Mizrahi og viðskiptajöf- urinn Donald Trump að sjálf- um sér. Woody hefur stundum talað um bestu mynd- ir sínar sem „B- myndir", hann hafi aldrei náð að gera „A- mynd“ líkt og þeir bestu á borð við Berg- man, Antonioni og Fellini (Celebrity fær ýmislegt að láni frá La Dolce Vita). Ég er ekkert sér- staklega sammála honum, meistara- stykkin hans þrjú, Annie Hall, Man- hattan og Hannah and Her Sisters, era í toppklassanum. Á eftir kemur haugur af finum myndum (m.a. Purple Rose of Cairo, Zelig og Bullets over Broadway) og engin þeirra gæti kallast slæm. Hins vegar hefur sú hugsun orðið ágengari með áranum að hann sé ekki jafnferskur og áður en kannski er það óhjákvæmileg þró- un hjá manni sem hefur sent írá sér um það bil mynd á ári síðastliðin þrjátíu ár. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Judy Davis, Joe Man- tegna, Winona Ryder, Famke Janssen, Leonardo Di Caprio ofl. Ásgrímur Sverrisson TOPP 20 í Bandaríkjunum - a&sókn dagana 4. - 6. Júní. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Hinn ungi Annakin ásamt einni furöuverunni í Star Wars: Episode 1. Stjörnustríðið heldur áfram sigurgöngu sinni Litlar breytingar eru á listanum þessa vikuna. Stjörnustríöið, 1 hluti, heldur enn öruggri forystu þriöju vikuna í röö og Notting Hill og The Mummy fylgja í kjölfariö, nokkrum milljónum dollara á eftir. Eina nýja myndin sem eitthvaö kveöur aö á listanum er Instinct sem situr í þriöja sæti. í henni leikur Anthony Hopkins samviskulausan morðingja sem stefnt er gegn metnaöarfullum sálfræöingi sem Cuba Gooding jr. leikur. Nú bíöa menn spenntir eftir næstu helgi en þá er spáö aö Stjörnustriöið falli af toppnum og Mike Myers í hlutverki Austins Powers hreiöri um sig í heiðurssætinu en búist er viö aö Austin Powers: The Spy Who Shagged Me eigi eftir aö veröa ein vinsælasta kvikmynd sumarsins og þess má geta að hún veröur frumsýnd hér á landi miövikudaginn 16. júní, aöeins fimm dögum eftir aö hún veröur frumsýnd í Bandaríkjunum. -HK Tekjur 1. (1) Star Wars: The Phantom Menace 32,891 2. (2) Notting Hill 15,013 3. (-) Instinct 10,390 4. (3) The Mummy 7,418 5. (4) Entrapment 3,781 6. (6) The Matrix 2,453 7. (5) The Thirteenth Floor 2,004 8. (8) Never Been Kissed 1,162 9. (7) A Midsummer Nigth's Dream 1,087 10. (11) Election 0,854 Heildartekjur 255,758 47,419 10,390 127,523 74,993 158.260 7,445 50,625 13,013 12.260

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.