Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eign veröur háö á henni sjálfri sem hér segir: Laufvangur 18, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Nanna Snorradóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Eftirlaunasj. at- vinnuflugmanna, Lífeyrissj. starfsm. rík., BN-deild, Sparisjóður Hafnaríjarðar og Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, þriðjudaginn 15. júní 1999 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARHRÐI UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins aö Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- _______irfarandi eignum:_____ Kringlumelur, Skilmannahreppi, þingl. eig. Margrét Ingimundardóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, fimmtudaginn 10. júm' 1999 kl. 10.00. Lóð nr. 123 og byggingaframkv. á henni í landi Dagveiðamess í Skorradalshreppi, þingl. eig. Gestur Guðjón Haraldsson, gerðarbeiðandi Skorradalshreppur, fimmtudaginn 10. júm' 1999 kl. 10.00. Spilda úr landi Hauga, Stafholtstungum, Borgarbyggð, þingl. eig. Baulan ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Mýrasýslu, fimmtudaginn 10. júní 1999 kl. 10.00. Sumarbústaður, Bláskógar 7, Svarfhóls- skógi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, þingl. eig. Hafþór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Reynir Ásgeirsson, fimmtudaginn 10. júni' 1999 kl. 10.00._______________ SÝ SLUMAÐURINN íí BORGARNESI Útlönd Kosningarnar í Indónesíu: Stjórnarflokk- urinn í 3. sæti Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn i Indónesíu tók forystuna í morgun þegar atkvæði úr þingkos- ingunum í gær voru talin. Það voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu i 55 ár. Talning atkvæða gengur mjög hægt og sögðu embættismenn að ekki yrði ljóst fyrr en síðar í dag hver endanleg úrslit yrðu. Þegar aðeins lítill hluti atkvæða hafði verið talinn hafði flokkur Megawati Sukamoputri fengið 40 prósent atkvæða. Stjómarflokkur- inn Golkar var í þriðja sæti með tæp 13 prósent. „Enn er of snemmt að draga nokkrar ályktanir um hverjir verða sigurvegarar kosninganna," sagði embættismaður í kjörstjóm Indónesíu við fréttamenn. Fjármálamarkaðir í Indónesíu bmgðust vel við fyrstu úrslitum kosninganna og hækkuðu hlutabréf um tólf prósent í verði í morgun. Þá styrktist staða indónesíska gjald- miðilsins. Fjárfestar virðast margir hverjir vera komnir á þá skoðun að Indónesía sé loksins að sigrast á margra mánaða félagslegri og efna- hagslegri ólgu. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn tilkynnti svo í morgun að hann hefði samþykkt 450 milljón dollara lán til Indónesíu. Á götum úti var létt yfir fólki af öllum stéttum sem margt fékk að kjósa í fyrsta skipti á ævinni. Emb- ættismenn sögðu að 90 prósent þeirra sem skráðu sig á kjörskrá hefðu neytt atkvæðisréttar síns. Seinni útdréfctur \ áskrifénda happdrætti Kjörísð og VY. 66 heppnir áskrifendur £7 hreppa vinning \ dag. z' 66 vinningar fyrir heppna áekrifendur: 3 Wheeler-600 21 gíra fjallarelðhjól: 002&000 0000222 0003000 5 Ðlg Pack Hobtry reíðhjólabakpokar: 00)2567 0023567 0001001 0010100 0006543 3 Slgma Sport práðlaue hraðamælir á hjól: 0003306 0000001 0000009 5 relðhjólahjálmar, vlðurkennt öryggl: 0014500 0016234 0015476 0025000 0002765 50 Skemmtlleglr krakkaboUr. 0000050 0000060 002450c 0000796 0000369 0012345 0000666 0000696 0023477 0000324 0000969 0027654 0000654 0000957 0027999 0000100 0000102 0026543 0000435 0000411 0023490 0002000 0002002 0000002 0016523 0011112 0000007 0002546 0002500 0000005 0004657 0004646 0005676 0001596 0003737 0003736 1 0000100 0000115 0000117 0000567 0000555 0022222 0000666 0000699 0013456 0000456 0000293 0011111 0000123 0000246 Efnúmerið þltt blrtiet í DV í dag eendu bá plakatlð eem fylgdl blaðinu um helglna a PV bverholtl 14,105 Reykjavík merkt Aekrifendahappdrætti. ' áttu fylgja með nafn og helmlllefang. DV eendir gjafabréf fyrir vinnlngl eða bol. www.kjoris.is Megawati Sukarnoputri, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Indónesíu, greiddi atkvæði í einu úthverfa höfuðborgarinnar Jakarta í gær. Samkvæmt fyrstu tölum hefur flokkur hennar örugga forystu. Munaðarleysingjum misþyrmt Munaðarleysingjahæli og betrun- arhæli fyrir böm og unglinga í Queensland í Ástralíu hafa um 80 ára skeið gróflega misnotað skjól- stæðinga sína líkamlega, andlega og kynferðislega. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu sem kynnt var fyrir ástr- alska þinginu á dögunum. í skýrslunni koma fram lýsingar sjónarvotta og þolenda á ofbeldinu og er hvatt til aukinna fjárveitinga til að ráða bót á ástandinu. Innan nokkurra klukkustunda frá útkomu skýrslunnar hafði ríkis- stjóri Queensland beðið fórnarlömbin afsökunar. Stuttar fréttir i>v Vantar eitt sæti Afríska þjóðarráðið, stjórnar- flokkurinn I Suður-Afríku, fékk 266 af 400 þingsætum í kosning- unum í síðustu viku. Eitt sæti vantaði upp á að flokkurinn fengi tvo þriðju hluta þingsæta. Jeltsín ræðir Stepasjín Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti ræddi stuttlega við Sergei Stepa- sjín forsætis- ráðherra í Kreml i morg- un. Reiknað var með að aðalumræðuefnið yrði tilraunir stjórnvalda til að tryggja setningu laga sem þarf til að Rússar geti fengið erlend lán. Innflytjendur góðir Innflytjendur og niðjar þeirra eru nú orðnir svo snar þáttur í dönsku efnahagslífi að samfélagið kæmist ekki af án þeirra, segir í bráðabirgðaniðurstöðum könnun- ar á hlutverki innflytjenda sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Bretar á móti evru Breskir kjósendur hafa snúist gegn evrunni, sameiginlegri mynt Evrópusambandsins, og segjast 61 prósent þeirra myndu greiða atkvæði gegn gildistöku hennar í Bretlandi. Nakin í Makbeth Yfirvöld í Orlando í Flórída hafa ákært þrjá nektardansara og eiganda næturklúbbs fyrir klæðalausa uppfærslu á Makbeth eftir Shakespeare. Þau eiga yfir höfði sér 60 daga fangelsi fyrir brot á velsæmislögum. Fjöldamorð í Ástralíu Tala fórnarlamba versta fjöldamorðingja Ástralíu hækk- aði í ellefu er þarlend lögregla staðfesti að lík manns sem fannst fyrir fimm árum tengdist „banka- hvelfingarmorðunum“ illræmdu. Indland æsir til stríðs? Pakstistan sakar erkióvininn Indland um stríðsæsingar og heitir aö efla vamir sínar eftir að Indverjar höfnuðu tilboði um við- ræður til að minnka spennu í hinu umdeilda Kasmírhéraði. Svínið Von Trier? Lars Von Tri- er, leikstjóri myndarinnar Dancer in the Dark, er ánægð- ur með samstarf- ið við Björk Guðmundsdótt- ur. Hann sagði á blaðamanna- fundi á dögunum að ef honum tækist ekki að gera góða mynd með hana aðalhlutverkinu væri hann svín. Nudd í Noregi „Nuddstofur“, aðallega með taUenskum starfskröftum, blómstra í Noregi og eru 17 í Ósló einni. Líklegt er talið að þær séu skálkaskjól fyrir skipulagt vændi en erfltt er fyrir lögreglu að að- hafast nokkuð í málinu. allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til kynlífsráðgjöf á vefnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.