Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Spurningin Hvað gerir þú til að slappa af? Magne Ballested, 15 ára: Ég horfi á sjónvarp og hlusta á tónlist. Valgerður Halldórsdóttir, 14 ára: Ég fer i baö, kveiki á kertum, hlusta á tónlist og les skemmtilega bók. Hanne Marie Bratsberg, 14 ára: Ég les og hlusta á tónlist. Thea Tegtmejer: Ég ligg uppi í rúmi og hlusta á tónlist. Hanna Björk Halldórsdóttir, 14 ára: Ég hlusta á tónlist. Þó slappa ég eiginlega aldrei af. Halldór Halldórsson, 14 ára: Ég sit fyrir framan tölvuna eða ligg uppi í rúmi. Lesendur Þýðingarskylda í „ís- lensku" siónvarpi Óþýddir þættir með David Letterman voru bannaðir. „En einn má, annar ekki. Eigi lög að gilda þurfa allir að fara eftir þeim,“ segir Kári m.a. í bréfinu. Kári Waage, auglýsinga- og markaðsstj. Skjás 1, skrifar: Þetta bréf er innlegg í þá umræðu sem verið hefur í dagblöðum undan- farið um þýðingarskyldu í „ís- lensku“ sjónvarpi, brot á útvarps- réttarlögum o.fl. Tilefnið er væntan- lega sú niðurstaða útvarpsréttar- nefndar að meina sjónvarpsstöðinni Skjá 1 að sýna „The Late show“ með David Letterman. Þátturinn var sendur út beint frá Bandaríkjunum, ótextaður að sjálfsögðu. Þessi út- sending er Evrópuútsendingin á þættinum sem er önnur en í Banda- rikjunum, vegna tímamismunar. Við á Skjá 1 töldum ekki ráðlegt að senda þættina út 3-4 daga gamla, auk þess sem kostnaður ykist veru- lega vegna þýðinga. Þátturinn var því tekinn af dagskrá eins og yfir- valdið bauð. Eins og komið hefur fram í blaða- greinum snýst málið einnig um túlkun formanns útvarpsréttar- nefndar á 4. gr. útvarpslaga um aug- lýsingar. Þar segir að ekki megi skjóta auglýsingum inn í fréttir eða fréttatengt efni. (Þessu var vel lýst í lesendabréfi í DV sl. þriðjudag). Undir þá skilgreiningu hlýtur þátt- ur eins og ísland í dag á Stöð 2 að falla, að ekki sé nú talað um sjálfan fréttatímann. Eins er með veður- fréttir Stöðvar 2, þær eru kostaðar af TALI og fellur sú kostun undir fyrmefnt auglýsingaákvæði í lögun- um. 19>20 er troðfullur af auglýsing- um og þar álít ég að útvarpsréttar- lögin séu brotin. Ekki fer RÚV heldur eftir þessum lögum því auglýsingatíminn milli frétta og veðurs hlýtur að falla und- ir þessi lög, fréttimar og veðurfrétt- irnar em einn og sami tíminn því í lok frétta er vitnað 1 framhald þátt- arins (eftir auglýsingar) með því að líta á veðurskilti. Þess má geta að það er ekki svo ýkja langt síðan RÚV byrjaði að brjóta upp frétta- tíma sinn með auglýsingum. Stöð 2 og RÚV fá því að brjóta útvarpslétt- arlögin óáreitt. Á sama tíma lýsir formaður útvarpsréttamefndar því yfir að nefndin álíti þetta EKKI aug- lýsingar. Sitt sýnist hverjum en lög- in em skýr. Varðandi þýðingar á sjónvarps- efni sem er sýnt beint vil ég aðeins minnast á Eurovision-söngvakeppn- ina. Ég gat ekki heyrt að íslenski þulurinn væri að þýða eitt eða ann- að heldur skaut hann sér inn í tón erlendu þulanna með eigin athuga- semdum um ágæti laga eða fatnaðar keppenda. Við hefðum kannski get- að sloppið með þátt Lettermans ef við hefðum t.d. fengið þul til að segja inni á milli: „Þetta var nú al- deilis góður brandari hjá Letterm- an“! En einn má, annar ekki. Eigi lög að gilda þurfa allir að fara eftir þeim. Þaö er ekki markmið mitt að gera einhvem usla með þessum skrifum, aðeins að benda á stað- reyndir sem koma öllum við. - Þar sem ný útvarpslög em væntanleg spyr ég: Eru þau gömlu orðin svo úrelt að það taki því ekki að fara eftir þeim?“ Furðuleg ásókn í Kennaraháskólann Hálfdán skrifar: Maður furðar sig á því hve margir sækja fast að læra til kenn- ara eins og launin eru sögð slæm og kjörin með þeim verstu sem op- inberir starfsmenn búa við. Þetta er a.m.k. viðkvæði kennarastéttar- innar. Hún er sífellt með barlóm vegna launa og fer í verkfall hvenær sem færi gefst. Mér finnast þó laun kennara alls ekki slæm miðað við það sem gengur og ger- ist hér á vinnumarkaðnum. Og sumarmánuðir, tveir eða þrír, án vinnuskyldu. Um 500 nemendum sem vildu í Kennaraháskólann var vísað frá. Skólinn er einfaldlega fullsetinn. Að sækja um starf sem er með verst launuðu störfum á landinu, líkt og kennarastarfið er sagt vera, hlýtur þó að benda til þess að væntanlegir kennaranemendur séu meira en lítið utan við sig. Það kemur enda fram þegar þeir fara að kenna og gera kröfur - meira að segja á miðjum samningstíma. Eru íslensk börn ekki í „tröliahöndum" hjá slíkri starfsstétt? Sjálfvirkir götuvitar og akstur á rauðu Gunnar skrifar: „Hundrað manns yfir á rauðu...“ Þessa fyrirsögn mátti lesa í blöðum fyrir nokkru. Sagt var að um 100 manns ættu von á kærum vegna þessa. - Mátulegt á þá, var það fyrsta sem mér kom í hug. Síðan kom í ljós á hvaða gatnamótum þetta hefði átt sér stað. Að mestu á gatnamótum Krringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Og trúlega öku- menn á suður- eða norðurleið. Á þessum gatnamótum er búið að koma upp myndavélum og er það kannski hið besta mál, því að sjálf- sögðu á ekki að aka yfir á rauöu. Þetta eru þó að mínu mati ein fá- ránlegustu gatnamót í borginni. Og þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 minútan - eða hringlð í síma 1^650 5000 milli kl. 14 og 16 Á álagstímum komast þetta 2 eða 3 bflar yfir á grænu, sem ætla að beygja austur/vestur Miklubraut, en 4-5 bílar fara yfir á rauðu af „illri nauðsyn", seg- ir m.a. í bréfinu. er þó af ýmsu að taka. - Hvers vegna má t.d. ekki hafa beygjuljós fyrir umferð sem fer í norður/suður þar sem það eru beygjuljós fyrir umferð í austur/vestur? Á álagstím- um komast þetta 2 eða 3 bílar yfir á grænu, sem ætla að beygja aust- ur/vestur Miklubraut, en 4-5 bílar fara yfir á rauðu, af „illri nauðsyn". Að öðrum kosti myndaðist bílaröð alla leið niður á Suðurlandsbraut sem dæmi. Ég legg til að peningarn- ir sem koma inn af sektum á þess- um gatnamótum verði notaðir í að lagfæra þessi gatnamót, og í ekkert annað. Þar sem við nálgumst nú árið 2000 finnst mér vera kominn timi til að setja upp á ákveðnum gatnamót- um ljós sem „stjómast af umferð- inni“ á gatnamótum sem eru ekki alveg eins fjölfarin og þau áður- nefndu. Þónokkur gatnamót eru nefnilega til staðar þar sem safnast bílaröð en beygjuljós kemur alltof seint. Skammarleg skógarkaup? Einar Ámason skrifar: Ég hef tekið eftir því hvað Landssíminn er duglegur að láta fjölmiðla vita af öllu sem þar er að gerast. Það er stundum verið að birta margar fréttir í viku frá þessu stóra fyrirtæki. Þar virðist enginn mega hnerra nema um það sé rituð fréttatilkynning. Þess vegna kemur á óvart að Landssíminn skuli ekki hafa til- kynnt fjölmiðlum þegar sérstakt samkomulag um heilan 60 hekt- ara skóg var gert við fyrrum landbúnaðarráðherra tveimur dögum eftir kosningar. Annað eins þykir nú fréttnæmt hjá Landssímanum. Getur verið að menn hafi eitt- hvað verið að skammast sín fyr- ir þennan gjöming? Er sú ekki oftast raunin þegar verið er að fela eitthvað? Eingreiðsla til fiskvinnslu- fólks Kristjana Vagnsdóttir hringdi: Ég leyfi mér hér með að fara fram á að ráöamenn í fiskveiði- kerfinu komi því til leiðar að okkur fiskvinnslufólki hér á Þingeyri séu greiddar eingreiðsl- ur á svipuðum nótum og kennar- ar fóru fram á í Reykjavík. Ástandið hér á Þingeyri er hörmulegt og það er ekkert grín að ganga um atvinnulaus. Það er þess vegna sem ég tel sanngjamt og eðlilegt aö fiskvinnslufólkinu hér á staðnum verði umbunað með eingreiðslum. Ástandið sem skapast hefur er það alvarlegt að fólk er mjög svartsýnt og veit nánast ekkert hvað við tekur. - Ráðamenn, við lítum til ykkar. Nauðganir og netsamskipti Ásdís hringdi: Nú er farið að kæra nauðgan- ir eftir samskiptum ungra stúlkna við eldri menn á Netinu. Hefur slík starfsemi staðið yfir í aUlangan tíma, að því er frétt í Mbl. greindi frá fyrir stuttu. - Handtökur hafa farið fram á nokkrum aðilum en rannsókn á öðmm málum hafa leitt til dóms- meðferðar. Og koma þó aðeins brot af þessum málum til kasta lögreglu. Hér er um ógnvekjandi þróun að ræða, ekki síst þar sem samskipti á Netinu eru ekki alltaf meö vitneskju forráða- manna t.d. á heimilinu. En þar sem auglýsingar á kynferðissvið- inu eru orðnar yfirþyrmandi í blöðum og á Neti frá íslenskum aðilum er ástæða til að óttast framvinduna á þessu sviöi. Er kannski engin vörn gegn þessum ósóma í íslenskum fjölmiðlum? Vatnsmýrin á að byggjast Þórður hringdi: Ég las bréf frá Frey í DV sl. mánudag þar sem hann færir gild rök fyrir því að Reykjavík- urflugvöllur víki vegna óþæg- inda fyrir nærliggjandi byggðar- lög og hávaða og beinnar hættu af flugvélum á lofti og við lend- ingar og flugtök. Dauöaslys hafa orðið á og við Reykjavíkurflug- völl fyrr og síðar og það er ótækt að búa við slíkt ástand. Vatns- mýrin á að byggjast, þetta er gríðarlega verðmætt og eftirsótt íbúasvæði og engin rök eru með því að hafa þama flugvöll leng- ur. Auk þess sem það er ekki verjandi að ríkið leggi fram miiljarða króna í framkvæmdir við völlinn einungis til bráða- birgða. Nú er kominn nýr sam- gönguráðherra sem áreiðanlega lítur málið öðrum og skynsam- ari augum en sá fyrri sem manni fannst eins og vera sífellt á þön- um fyrir Flugleiðir og Flugmála- stjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.