Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Qupperneq 32
Áldraumar á
Austurlandi
James F. Hensel, aðstoðarfor-
stjóri Columbia Ventures, eiganda
Norðuráls á Grundartanga, var á
,Jíerð um Austurland í gær ásamt
fylgdarliði til að kanna aðstæður
vegna fyrirhugaðrar byggingar ál-
vers á Reyðarfirði. Columbia
Ventures hefur lýst yfir áhuga á að
eiga og reka álver á Reyðarfirði.
Næstu skref aðstoðarforstjórans eru
viðræður við innlenda ráðherra
iðnaðar- og utanríkismála og verða
þær væntanlega i dag samkvæmt
upplýsingum úr höfuðstöðvum
Norðuráls á Grundartanga. -EIR
Avaxta- og ferðamannaskip
Þriðja ferðamannaskip ársins var við Miðbakkann í gær, Black Prince frá norska reiðaranum og auðkýfingnum Fred Olsen. Farþegar eru einkum eldri borg-
arar frá Bretlandseyjum. Skemmtiferðaskip verða færri hér við land í sumar en áður, líklega 37 talsins, skipafélög hafa verið seld og eitt fór á hausinn. Far-
þegar sem hingað koma verða um 22 þúsund. Svarti prinsinn er gamalt og öruggt skip sem flutti ávexti fyrir Norðmenn frá Kanaríeyjum - og líka ferðamenn.
DV-mynd GVA
Vafasamar fjárfestingar lífeyrissjóða á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum:
Fjármálaeftirlitið
krefur sjóðina skýringa
- vegna hlutabréfakaupa í Vinnslustöðinni og Básafelli
Fjármálaeftirlitið hefur ritað bréf
til stjórna Lífeyrissjóðs Vestfirðinga
og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja þar
sem sjóðirnir eru krafðir skýringa
vegna fjárfestinga í heimafyrirtækj-
um. Með þessu er ljóst að Fjármála-
eftirlitið setur stórt spurningar-
merki við að fjárfestingar sjóðanna
tveggja séu innan þess ramma sem
eðlilegt geti talist.
Eins og DV hefur greint frá
keypti Lífeyrissjóður Vestmanna-
eyja stóran hlut í Vinnslustöðinni
á dögunum og á sjóðurinn nú um
11,5 prósent í fyrirtækinu sem
glímir við mikla rekstrarerfið-
leika. Háværar raddir eru meðal
sjóðfélaga í Eyjum um að þessi
kaup geti ekki talist eðlileg og
spurt er hvort verið sé að hygla
einhverjum hluthöfum með því að
kaupa bréf á yflrverði.
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
keypti nýlega stóran hlut í sjávar-
útvegsfyrtækinu Básafelli á ísa-
firði og boðað er að meira verði
keypt. Þau kaup eru einnig um-
deild og hafa sjómannafélög á
Vestfjörðum og í Eyjum krafist
skýringa. Þá liggur í loftinu að fé-
lög gangi hugsanlega út úr sjóð-
unum vegna þessara mála, sem og
skerðinga sem samþykktar hafa
verið á útborganir til sjómanna.
Það þykir engin tilviljun að sjóð-
irnir fjárfesta í fyrirtækjum i
heimabyggð og meiningar eru
uppi um að þar ráði ekki eðlileg
ávöxtunarsjónarmið heldur
byggðasjónarmið og átök um völd
innan fýrirtækjanna. Bent er á að
stjórnir lífeyrissjóða hafi þá laga-
skyldu að ávaxta fé sjóðfélaga
samkvæmt bestu fáanlegu þekk-
ingu. Þá er varað við því fordæmi
sem sjóðstjómir gefi með þvi að
fjárfesta í umræddum fyrirtækj-
um. Önnur fyrirtæki í svipaðri
stöðu gætu fylgt á eftir og borið
víumar í fé sjóðfélaga.
-rt/-BMG
Pitsustaðir:
Sumarflöskur valda hrolli
Eigendur fjögurra pitsustaða,
Pizzahússins, Pizzakofans, Hróa
hattar og Pizza 67 hafa krafist þess
að Vífilfell, framleiðandi Coca
Cola, afgreiði til þeirra ómerktar
flöskur í stað þeirra sem merktar
eru sumarflöskur. Ástæða þessa er
að meðal vinninga í sumarleik
Coke er pitsuveisla frá Dominos
pizzum. Merki þess fyrirtækis er á
flöskunum og una umræddir stað-
ir því ekki að bera í hús auglýs-
ingar samkeppnisaðilans. Eigend-
ur umræddra staða fimduðu í gær
með Jóni Magnússyni lögmanni
um málið en þeir treysta sér ekki
til að henda kókinu út af ótta við
að tapa viðskiptum. Slík sé yfir-
burðastaða kóksins hjá neytend-
um. „Coke gaf og Coke tók,“ sagði
einn forsvarsmanna staðanna fjög-
urra í morgun. -rt
Frá slysstað. DV-mynd HH
Beið bana á
Reykjanesbraut
Sautján ára piltur beið bana á
Reykjanesbraut skömmu eftir
klukkan sjö í gær. Pilturinn var að
■**keyra austur Reykjanesbraut þegar
bifreið hans skall á vörubíl sem
kom úr gagnstæðri átt. Slysið átti
sér stað milli Vífilsstaðavegar og
Hamrabergs. Bifreiðin sem piltur-
inn var á gjöreyðilagðist en vöru-
bíllinn skemmdist lítið. -ES
íslenskur varn-
armúr í Moskvu
DV, Moskvu:
Guðjón Þórðarson, landsliðs-
þjálfari í knattspymu, tilkynnti í
morgun byrjunarlið sitt fyrir
Evrópuleikinn gegn Rússum sem
hefst kl. 15 að íslenskum tima.
^ Ttann stillir upp sannkölluðum
vamarmúr, fimm manna vörn og
tveimur varnarsinnuðum miðju-
mönnum þar fyrir framan.
Þessir em í byrjunarliðinu:
Birkir Kristinsson, Auðun Helga-
son, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurð-
ur Jónsson, Pétur Marteinsson,
Hermann Hreiðarsson, Brynjar
Bjöm Gunnarsson, Eyjólfur
Sverrisson, Rúnar Kristinsson,
Þórður Guðjónsson og Ríkharður
Daðason.
MikO hitasvækja er í Moskvu, um
30 stiga hiti, loftið rakt og nokkuð
mengað. Leikurinn hefst kl. 19 að
staðartíma og þá ættu skilyrðin að
vera orðin eitthvað betri.
'Tí Sjá nánar á bls. 16 og 33. -JKS
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999
Veðrið á morgun:
Gott fyrir
austan
Á morgun verður suðaustanátt,
8 til 13 m/s og súld suðvestan og
vestan til en annars sunnan 5-8
m/s og léttskýjað. Hiti verður á
bilinu 9 tO 18 stig, hlýjast norð-
austan tO síðdegis.
Veðrið í dag er á bls. 45
Tölur viö víndörvar svna
vindhraöa í metrum á sekúndu.
STÓRSÝNING
Bfla- og búvélasýningar
Ingvars Helgasonar og
Bflheima um landió
Á morgun þriójud. 8. júní
Kirkjubæjarklaustur 9-11
Vík....................... 13-15
Hvolsvöllur......... 16.30-19.30
Bflheimar ehf.
Savarhötða 2a - SM S2S 9000
www.Mheimar.ii