Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Fréttir Ályktun bæjarstjórnar Hornafjarðar: * Traustari bú- seta á lands- byggðinni Hornfirðingar vilja að ríkisstjórnin bregðist við byggðavandanum. DV, Höfn: Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem hún hvetur ríkisstjórn íslands til að fylgja eftir stefnu sinni um traust- ari búsetu á landsbyggðinni og efl- ingu fjarkennslu og fjarnáms sem skýrt er getið um í stefnuyfirlýs- ingu nýrrar ríkisstjórnar og þingsá- lyktun um stefnu í byggðamálum sem samþykkt var á Alþingi í mars sl. „Mikill áhugi er hjá einstakling- um að stunda fjarnám í ýmsum greinum vítt og breytt um landið. Sér í lagi virðist áhugi manna nú > beinast að námi í leikskólakennslu- go hjúkrunarfræðum en gríðarleg -------7T7TJT. Smóauglýsinga deild DV et opin: % • virka daga kl. 9-22' • laugardoga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 . fyrlr kt 22kvt_ bítbgu. Alh.Smáaucíýsingi HelgatbloðDVvefCwW betasl okkw fytir Id. 17 fóstudag. Dörf er fyrir fagfólk □ □□ □ □□ 2© ^ Smáauglýslngar w »808000 með slíka menntun inni á heilbrigð- isstofnunum og leikskólum lands- ins. Tekur bæjarstjórn undir álykt- un sem Heilbrigðis- og öldrunarráð Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 25. maí sl. um mögu- leika til fjarnáms við Háskólann á Akureyri. Mikilvægt er að ríkissjóður geri þeim skólastofnunum sem nú þegar hafa sýnt vilja til að bjóða fólkinu í landinu framangreint fjarnám ijár- hagslega kleift að hefja fjarkennslu á þessum sviðum sem öðrum.“ Þessi ályktun bæjarstjórnar er send eftir kynningarfund um fjar- nám sem nýlega var haldinn á Höfn. Mikill áhugi var hjá fólki að hefja fjamám ef slíkt væri í boði í sveitarfélaginu og i ljós kom að 10 einstaklingar myndu fara í leik- skólakennaranám og átta manns höfðu mikinn áhuga á fjarnámi í hjúkrunarfæðum. Miðað við fólks- fjölda sveitarfélagsins er hér um mikinn áhuga að ræða og mun sam- svara því að yfir 1200 manns á höf- uðborgarsvæðinu hefðu sérstakan áhuga á menntun af þessu tagi. Háskólinn á Akureyri hefur sýnt þessu námi mikinn áhuga og mikill vilji er þar að bjóða upp á fjar- kennslu í þessum greinum fyrir 1. árs nema næsta haust enda allur búnaður, þekking og reynsla þar fyrir hendi. Óvissa ríkir hins vegar um framhald málsins þar sem há- skólinn stendur frammi fyrir fjár- vöntun til að bjóða landsmönnum þetta mikilvæga fjarnám en sam- kvæmt upplýsingum frá háskólan- um vantar til þess samtals um 10 milljónir króna. Öllum má vera ljóst mikilvægi fjarkennslu af þessu tagi en veruleg þörf er á slíku fag- fólki inni á leikskólum og heilbrigð- isstofnunum landsins og á sumum stofnunum hefur skorti á slíku fag- fólki verið líkt við neyðarástand. -JI Kaffihús á Blönduósi DV, Norðurlandi vestra: Kaffistofa var opnuð á Blöndu- ósi nýverið sem fékk nafnið Við árbakkann og er í gamla skóla- stjórabústaðnum við Húnabraut- ina. Það eru hjónin Erla Björg Ev- ensen og Guðmundur Haraldsson sem festu kaup á þessu gamla og fallega húsi á liðnum vetri og í vor hefur verið unnið að endurbótum og breytingum á húsinu. Gestir við opnunina luku lofsorði á hvernig til hefði tekist og segja húsið snyrtilega búið til að þjóna nýju hlutverki. Guðmundur sagði í samtali að þetta hefði verið draumur þeirra hjóna lengi og nokkrum sinnum verið vangaveltur í gangi. Síðan Hjónin Erla Björg Evensen og Guðmundur Har- aldsson í nýja kaffihúsinu. DV-mynd Þórhallur hefði komist hreyfing á hlutina á liðnum vetri þegar þetta gamla hús var auglýst til sölu. Við Árbakkann verð- ur opið í sumar frá llá morgnana og öllu jöfnu til 1 eftir miðnætti. Boðið verður upp á léttar veitingar í há- deginu og auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á kaffí og veitingar er snotur bar þar sem hægt verður að fá ljúfar veigar, en það er það sem margir ferðamenn gera kröfu til,“ segir Guðmundur Haraldsson. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.